Morgunblaðið - 11.03.2000, Síða 34

Morgunblaðið - 11.03.2000, Síða 34
34 LAUGARDAGUR 11. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Þegar gerður var verðsamanburður á bensíni í sjö löndum í vikunni kom í ljós að 98 oktana bensín var dýrast í London og 95 oktana bensín dýrast í Osló og í London. Reykjavík var í þriðja sæti. Bensínið dýrast í I vikunni könnuðu fréttaritarar Morgun- blaðsins í Kaupmannahöfn, London, Minne- apolis, Melbourne, Ósló og Ziirich verð á bensíni og lögðu leið sína á þjónustustöðvar svo og sjálfsafgreiðslustöðvar þar sem þær var að finna í nágrenni við heimili þeirra. Einnig var verð kannað á bensínstöðvum í Reykjavík. I ljós kom að á flestum stöðum hefur bensín verið að hækka og sums staðar hækk- ar verðið nokkrum sinnum á dag. Þá er víð- ast hvar mikil samkeppni milli stöðva, jafnvel í sömu keðju eins og var tilfellið í Ósló. Tölur um bensínverð í Bandaríkjunum er ekki að finna í töflunni þar sem ekki er hægt að fá 95 og 98 oktana bensín í Minnesotafylki. Á hinn bóginn kemur í ljós að þar kostar bensínlítr- inn um 30 krónur og er þá ódýrari en í London Ástralíu þar sem lítrinn kostar um 37 krónur. Tekið skal fram að þjónustan hjá bensín- stöðvum í þessari könnun er mjög mismun- andi og það virðist sjaldgæft að boðið sé upp á þá þjónustu að dæla á bílinn fyrir við- skiptavini eins og tíðkast á þjónustustöðvum hér á landi. Ekkert tillit var tekið til þjónustu í þessari könnun heldur einungis spurt um verð. Morgunblaðið/Golli Fáar þjónustustöðvar bjóða upp á að bensini sé dælt á bflinn fyrir við- skiptavini en margar þeirra selja vörur eins og mjólk og brauð. Kaupmannahöfn, Danmörk Engir hjálp- fúsir af- greiðslu- menn Það eru engar stöðvar í Dan- mörku þar sem hjálpfúsir af- greiðslumenn koma hlaupandi út og fylla á bílinn fyrir öku- menn. Þeir neyðast til að gera það sjálfir. Hjá Jet eru bensín- stöðvarnar ekkert annað en tankar sem standa undir skilti og þar er keypt með kortum. Jet er ekki með mjög margar stöðvar og fastir viðskiptavin- ir verða því að vita hvar þá er að finna. Kosturinn er að þarna er hægt að fá bensín all- an sólarhringinn. Statoil rekur hinsvegar venjulegar bensínstöðvar þar sem margt fleira er að fá en bensín eins og matvöru, vín, bjór að ógleymdu sælgætisúr- vali. Víða er einnig selt nýbak- að brauð og sætabrauð og eldiviðm- á veturna. Þó af- greiðslumennirnir setji ekki bensín á bflana eru þeir liprir við að hjálpa til við að setja vatn í rúðusprautuna og ef einhver er svo óheppinn að ruglast og setja dísil á bflinn í staðinn fyrir bensín vita þeir hvernig á að bregðast við. Þrátt fyrir verðmuninn hika ég ekki við að skipta við Stat- oil fremur en Jet, því ég kann því vel að fá að borga fólki í stað þess að nota kort á mann- lausum stöðvum. A flestum Statoil-stöðvum eru þó komn- ir korttankar þannig að hægt er að fá þar bensín utan hefð- bundins afgreiðslutíma. Sigrún Davíðsdóttir Zurich, Sviss Verð á bensíni hefur hækkað Það var hægt að fá einn lítra af 95 oktana bensíni í Zurich fyr- ir 54 krónur iyrr í vetur en nú er erfitt að finna lítra á undir 61 krónu. Shell, Avia og BP stöðvar í nágrenni við mig bjóða allar bensín á sama verði, 61 krónu lírann af 95 oktana bensíni og 62 fyrir lítra af 98 oktana bensíni. Það er alltaf sjálfsafgreiðsla á þessum stöðvum og verslun líka. BP-stöðin er stærst. Hún er ný og þar er hægt að kaupa brauð, mjólk og aðrar nauð- synjar allan sólarhringinn. Verslanir Avia og Shell eru minni og leggja meira uppúr sígarettum og sælgæti en matvörum. Eina þjónustu- stöðin í nágrenni við mig er lít- il Avia-stöð á leiðinni út á hraðbrautina upp í fjöllin. Hún hefur fjórar dælur, tvær sem maður getm- notað sjálfur og tvær sem ungur maður dælir úr fyrir mann. Hann at- hugar síðan olíuna og þvær rúðurnar. Það er nokkrum krónum dýrara að kaupa bensín hjá honum. Bensínverð úti á hraðbraut- unum er yfirleitt aðeins hærra en inni í bæ. Hjá stórri Shell- stöð á hraðbrautinni til Bern kostar lítrinn af 95 oktana bensíni 62 krónur og af 98 okt- ana bensíni 64 krónur. Starfs- menn BP stöðvar á hraðbraut- inni frá Ziirich til Þýskalands ákváðu hins vegar fyrir nokkrum vikum að selja þen- sínið á sama verði og inni í bæ. Anna Bjamadóttir Bensínverð í sjö borgum Mars 2000 London, England Háir skattar á bensín Verð á bensíni í Bretlandi er meðal þess sem hæst þekkist í Evrópu. Ástæðan er háir skattar sem settir voru í því skyni að reyna að draga úr notkun einkabílsins hér í Bretlandi. Ekki eru allir á einu máli um áhrif þessa enda eru almenningssam- göngur ekki upp á marga fiska, mannfjöldinn á háanna- tímum er slíkur að yfirfullir strætisvagnar og neðanjarð- arlestir neyðast oft til að keyra fram hjá stoppistöðv- um án þess að geta tekið upp fleira fólk. Því neyðast sumir einfald- lega til þess að nota einka- bflinn og greiða hið háa ben- sínverð. Lítrinn af 98 oktana ben- síni kostar hér rétt tæpar 100 krónur að meðaltali og 95 oktana bensín um 92 krónur. Shell er með flestar ben- sínstöðvarnar, en auk þess má hér finna Texaeo, BP og fleiri. Eg hef enga bensínstöð fundið sem svipar til Orkunn- ar heima eða ÓB. Flestar bjóða upp á nokkurt úrval af nauðsynjavörum og eru Sel- ect-búðir í nánast hverri Shell-stöð, líkt og þekkist á íslandi. Þjónustan er þó ekki sam- bærileg við það sem þekkist hjá íslenskum bensínstöðv- um, hér þarf fólk nánast und- antekningarlaust að dæla bensíninu sjálft á bílinn. Sigríður Dögg Auðunsdóttir Melbourne, Astralía Engar þjónustu- stöðvar AUar bensínstöðvar í Mel- bourne eru sjálfsafgreiðslu- stöðvar að því leyti að enginn viðkunnalegur afgreiðslumað- ur eða kona dælir á bflinn fyrir mann. Sumar bensínstöðvar reka kjörbúð með ýmsu til heimilishalds og margar hafa afskorin blóm, eldivið og dag- blöð á boðstólum. Margai' stöðvarnar eru líka með svo- kallaða kortatanka. Ég fór og kannaði verð á Box Hill sem er BP bensín- stöð. Sú stöð selur gosdrykki, kex og sælgæti ásamt vörum fyrir bílinn. Verð á bensíni er breytilegt og það miðast við staðsetn- ingu stöðvanna frekar en þjónustu sem þær láta í té. Lítraverðið er auglýst stórum stöfum við bensínstöðina og miðað við 95 oktana bensín. Það getui' breyst frá morgni til kvölds og einnig milli stöðva. Á sunnudaginn var verðið 0,849 AUD eða 38 krónur á lítra en á mánudagsmorgun 0,839 AUK eða 37,5 krónur á sömu stöð. Það or ljóst að verð á ben- síni hefur hækkað töluvert undanfarið. í könnun RACV, sem er félag bifreiðaeigenda hérna, og Shell kemur fram að meðalverð í Melbourne í des- ember var 0,762 AUK eða 34 krónur. Sigríður Ólafsdóttir Minneapolis, Minnesota, Bandaríkin Bensín- hækkanir fram á vor? Bensínverð hefur verið á mik- illi uppleið síðustu vikurnar hér í Minnesota og nú er bensín tvisvar sinnum dýrara en á sama tíma fyrir ári. Við erum búin að búa hér í tíu ár og á þessum tíma hefur ben- sínverð verið nokkuð stöðugt, nánast alltaf í kringum einn dollari eða 74,5 krónur fyrir eitt gallon sem er 3,78 lítrar. Ódýrasta bensíngallonið sem ég fann að þessu sinni var hinsvegar á 1,56 dollara eða um 116 krónur. Hér í Minnesota er ein- göngu selt 87, 90 og 92 oktana bensín. Ailar bensínstöðvar eru með sjálfsafgreiðslu og ég þurfti að fara í fínasta hverfi borgarinnar til að finna ben- sínstöð með þjónustu þ.e. þar sem fyllt er á fyrir viðskipta- vininn. Á bensínstöð þar sem sjálfs- afgreiðsla er kostaði lítrinn af 87 oktana bensíni um 30 krón- ur en þar sem boðið var upp á þjónustu kostaði lítrinn um 36 krónur. Auk þess sem fyllt er á bfl- inn fyrir mann, eru rúðurnar þvegnar, olían athuguð og skipt um þurrkublöð ef þess er óskað. Það er mikið rætt um ben- sínverð um þessar mundir og nokkrar útvarpsstöðvar eru meira að segja komnar með bensínvakt svokallaða „price patron“ vakt þar sem fylgst er með verði frá degi til dags og á milli bæjarhverfa. Hér búast menn við að bensínið hækki fram á sumar og það kemur illa við budduna hjá mörgum því það er ekki óalgengt að fólk sé að aka um 50.000 kfló- metra á ári. Katrín Frímannsdóttir Osló, Noregur Bensínverð- ið aldrei hærra Bensínverð hefur aldrei verið hærra í Noregi en nú og þetta er í íyrsta skipti sem lítrinn fer upp fyrir 10 krónur norsk- ar eða í um 90 krónur. Norð- menn eru ergilegir vegna þessa og láta óspart í sér heyra. Samkeppnin er mikil og bensínverðið ekki stöðugt. Það getur jafnvel breyst oft á dag á sömu bensínstöðinni og það er engin verðsamræming milli stöðvanna. Það er verð- munur innan keðjanna sjálfra sem eru að selja bensín. Það er engin stöð hér sem býður upp á að dælt sé fyrir mann á bílinn, maður gerir það sjálfur. Á hinn bóginn er lagt uppúr því að hafa þjón- ustu á bensínstöðinni sem lýt- ur að því að bjóða nýbakað brauð, pítsur, hamborgara, mjólkurvörur og blöð og verð- ið er hátt. Á Jet-bensínstöðinni er ekkert afgreiðslufólk og þar var lítrinn af 95 oktana bensíni á 85 kr. meðan hann kostaði 95 krónur á Hydro Tesco-stöð skammt frá. Unnur Gígja Gunnarsdóttir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.