Morgunblaðið - 11.03.2000, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
LAUGARDAGUR 11. MARS 2000 35
Landssíminn hyggst lækka gjaldskrána í næsta mánuði
Islandssími útilokar ekki
okeypis innanbæjarsímtöl
Fjölmargir eru með ókeypis netáskrift hér
á landi en greiða fyrir síma meðan á notkun
Netsins stendur. Landssíminn hyggst
lækka gjaldskrá sína og Islandssími skoðar
að bjóða símanotkunina ókeypis.
Greint var frá því í vikunni að fyrir-
tækið Alta Vista ætlaði í næsta
mánuði að bjóða Bretum ókeypis
símanotkun meðan á nettengingu
stendur. Eyþór Arnalds, forstjóri
Islandssíma segir að þessi tilraun
Alta Vista sé tímanna tákn og hann
segir að ekki sé óhugsandi að strik.-
is, sem er vefgátt eins og Alta Vista,
sé vettvangur fyrir slíka tilraun hér
á landi.
„Alta Vista er leitarvél sem er
ekki með heimtaugar í Bretlandi en
borgar þarlendum símafélögum
fyrir notkunina og nær svo inn þeim
kostnaði með auglýsingum og net-
verslun.
Við buðum ókeypis netáskrift á
Islandi 1. desember sl. þar sem við
felldum niður áskriftargjöld og er-
um með yfir 20.000 notendur á isl.is.
Síðan stofnuðum við strik.is sem
er vefgátt eins og Aita Vista og
byggir á auglýsingatekjum og net-
verslun. Þar gæti myndast grund-
völlur til að stíga það skref sem Alta
Vista er að gera,“ segir Eyþór.
Hann segir að vöxtur heimsókna
milli mánaða nemi 10% á striki.is og
þar sé auk ókeypis netáskriftar
hægt að fá ókeypis póstfang og dag-
bók. „Þetta tilboð Alta Vista er í
okkar anda því við höfum verið að
fikra okkur í þessa átt og munum á
næstunni fylgjast grannt með því
hvort grundvöllur sé fyrir því að
borga innanlandssímtöl fyrir okkar
viðskiptavim.“
Lágt verð hérlendis
Að sögn Þórarins V. Þórarinsson-
ar, forstjóra Landssímans, er sam-
anburður við Bretland ánægjuleg-
ur. „I könnun sem Landssíminn léta
gera á meðalnotkun Islendinga á
Netinu kemur í ljós að þeir nota
Netið að meðaltali 18 klst á mánuði.
Símareikningur vegna notkunar-
innar nemur að meðaltali 1.310
krónum á mánuði eða 15.700 krón-
um á ári.“ Hann segir að ef Bretar
notuðu netið jafn mikið næmi kostn-
aðurinn hjá þeim um 38.000 krónum
áári.
„Auðvitað er það verðlagningin
hér á landi, sem er reyndar hvað
Morgunblaðið/Júlíus
Landssíminn hyggst bjóða upp á nettengingar um breiðbandskerfið.
lægst í Evrópu, sem skýrir þessa
miklu notkun.“
Hann segir að þrátt fyrir þetta sé
gjaldskráin hjá Landssímanum til
athugunar og að í byrjun næsta
mánaðar verði kynnt ný gjaldskrá
þar sem boðið verði upp á lægra
verð á þjónustu, m.a. sem tengist
notkun Netsins.
Þórarinn segir að Landssíminn
bjóði nú ADSL tengingu sem er
breiðband yfir koparkerfið og gefur
færi á sítengingu og föstu verði fyr-
ir notkun. Hann segir að þegar sé
búið að setja ADSL tengingu upp á
öllum símstöðvum á höfuðborgar-
svæðinu og að á næstu tveimur vik-
um verði sú vinna komin á fullt en
tafir urðu á afhendingu notenda-
búnaðar.
„Við leggjum áherslu á að færa
notkunina á Netinu yfir á gagna-
flutningskerfið sem er betur fallið
til að sinna því en símstöðvarnar."
Að lokum segir Þórarinn að
Landssíminn sé að fara í gang með
tilraunaverkefni með 40 heimili á
Reykjavíkursvæðinu þar sem gerð
er tilraun með nettengingar yfir
breiðbandskerfið. „Þessar tenging-
ar gefa færi á gríðarlegum hraða
eða yfir 20 megabæti og við gerum
okkur vonir um að geta boðið þetta
síðar á þessu ári.“
Lynx Rave 670
Nýskr. 05.1997, 700cc, 109 hö.
Verð: 830 þús.
Tilboðsverð: 640 þús.
Arctic Cat Thundercat MC 1000
Aðeins eitt eintak!
ARCTICCAT
Yamaha V - Max 4cyl
Nýskr. 12.1994, 800cc, 153 hö.
Verð: 680 þús.
Tilboðsverð: 570 þús
s
Arctic Cat Powder Special Y2K Milienium
Sleði nr. 839 af 2000 framleiddum.
Nýskr. 02.1999, 600cc, 106 hö.
Verð: 1.090 þús.
Arctic Cat Pantera Touring 800
Nýskr. 12.1998, 800cc, 152 hö.
Verð: 1.220 þús.
Tilboðsverð: 990 þús.
Arctic Cat Powder Special 700
Nýskr. 11.1999, 700cc, 114 hö.
Verð: 1.090 þús.
Tilboðsverð: 990 þús.
NÚNA ER RÉTTI TÍMINN!