Morgunblaðið - 11.03.2000, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.03.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR LAUGARDAGUR 11. MARS 2000 35 Landssíminn hyggst lækka gjaldskrána í næsta mánuði Islandssími útilokar ekki okeypis innanbæjarsímtöl Fjölmargir eru með ókeypis netáskrift hér á landi en greiða fyrir síma meðan á notkun Netsins stendur. Landssíminn hyggst lækka gjaldskrá sína og Islandssími skoðar að bjóða símanotkunina ókeypis. Greint var frá því í vikunni að fyrir- tækið Alta Vista ætlaði í næsta mánuði að bjóða Bretum ókeypis símanotkun meðan á nettengingu stendur. Eyþór Arnalds, forstjóri Islandssíma segir að þessi tilraun Alta Vista sé tímanna tákn og hann segir að ekki sé óhugsandi að strik.- is, sem er vefgátt eins og Alta Vista, sé vettvangur fyrir slíka tilraun hér á landi. „Alta Vista er leitarvél sem er ekki með heimtaugar í Bretlandi en borgar þarlendum símafélögum fyrir notkunina og nær svo inn þeim kostnaði með auglýsingum og net- verslun. Við buðum ókeypis netáskrift á Islandi 1. desember sl. þar sem við felldum niður áskriftargjöld og er- um með yfir 20.000 notendur á isl.is. Síðan stofnuðum við strik.is sem er vefgátt eins og Aita Vista og byggir á auglýsingatekjum og net- verslun. Þar gæti myndast grund- völlur til að stíga það skref sem Alta Vista er að gera,“ segir Eyþór. Hann segir að vöxtur heimsókna milli mánaða nemi 10% á striki.is og þar sé auk ókeypis netáskriftar hægt að fá ókeypis póstfang og dag- bók. „Þetta tilboð Alta Vista er í okkar anda því við höfum verið að fikra okkur í þessa átt og munum á næstunni fylgjast grannt með því hvort grundvöllur sé fyrir því að borga innanlandssímtöl fyrir okkar viðskiptavim.“ Lágt verð hérlendis Að sögn Þórarins V. Þórarinsson- ar, forstjóra Landssímans, er sam- anburður við Bretland ánægjuleg- ur. „I könnun sem Landssíminn léta gera á meðalnotkun Islendinga á Netinu kemur í ljós að þeir nota Netið að meðaltali 18 klst á mánuði. Símareikningur vegna notkunar- innar nemur að meðaltali 1.310 krónum á mánuði eða 15.700 krón- um á ári.“ Hann segir að ef Bretar notuðu netið jafn mikið næmi kostn- aðurinn hjá þeim um 38.000 krónum áári. „Auðvitað er það verðlagningin hér á landi, sem er reyndar hvað Morgunblaðið/Júlíus Landssíminn hyggst bjóða upp á nettengingar um breiðbandskerfið. lægst í Evrópu, sem skýrir þessa miklu notkun.“ Hann segir að þrátt fyrir þetta sé gjaldskráin hjá Landssímanum til athugunar og að í byrjun næsta mánaðar verði kynnt ný gjaldskrá þar sem boðið verði upp á lægra verð á þjónustu, m.a. sem tengist notkun Netsins. Þórarinn segir að Landssíminn bjóði nú ADSL tengingu sem er breiðband yfir koparkerfið og gefur færi á sítengingu og föstu verði fyr- ir notkun. Hann segir að þegar sé búið að setja ADSL tengingu upp á öllum símstöðvum á höfuðborgar- svæðinu og að á næstu tveimur vik- um verði sú vinna komin á fullt en tafir urðu á afhendingu notenda- búnaðar. „Við leggjum áherslu á að færa notkunina á Netinu yfir á gagna- flutningskerfið sem er betur fallið til að sinna því en símstöðvarnar." Að lokum segir Þórarinn að Landssíminn sé að fara í gang með tilraunaverkefni með 40 heimili á Reykjavíkursvæðinu þar sem gerð er tilraun með nettengingar yfir breiðbandskerfið. „Þessar tenging- ar gefa færi á gríðarlegum hraða eða yfir 20 megabæti og við gerum okkur vonir um að geta boðið þetta síðar á þessu ári.“ Lynx Rave 670 Nýskr. 05.1997, 700cc, 109 hö. Verð: 830 þús. Tilboðsverð: 640 þús. Arctic Cat Thundercat MC 1000 Aðeins eitt eintak! ARCTICCAT Yamaha V - Max 4cyl Nýskr. 12.1994, 800cc, 153 hö. Verð: 680 þús. Tilboðsverð: 570 þús s Arctic Cat Powder Special Y2K Milienium Sleði nr. 839 af 2000 framleiddum. Nýskr. 02.1999, 600cc, 106 hö. Verð: 1.090 þús. Arctic Cat Pantera Touring 800 Nýskr. 12.1998, 800cc, 152 hö. Verð: 1.220 þús. Tilboðsverð: 990 þús. Arctic Cat Powder Special 700 Nýskr. 11.1999, 700cc, 114 hö. Verð: 1.090 þús. Tilboðsverð: 990 þús. NÚNA ER RÉTTI TÍMINN!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.