Morgunblaðið - 11.03.2000, Side 36

Morgunblaðið - 11.03.2000, Side 36
MORGUNBLAÐIÐ 36 LAUGARDAGUR 11. MARS 2000 PETER Begg, mat- reiðslumeistari á River Café, ein- hverjum vinsælasta veitingastað Lund- úna, er þessa dagana gesta- kokkur á La Primavera í Aust- urstræti. Begg kom til landsins sl. þriðjudag og verður hann yf- ir pottunum fram til sunnudags- ins 19. mars og býður gestum Primavera upp á ýmsa rétti, sem ættaðir eru úr eldhúsi Riv- er Café. Það eru þrettán ár síðan þær Ruth Rogers og Rose Gray opn- uðu River Café í gamalli vöru- skemmu við Thames skammt frá Hammersmith í London. I upphafi var staðurinn einungis opinn í hádeginu og aðallega nýttur af eiginmanni Ruth, arkitektinum Richard Rogers, og starfsfólki á teiknistofu hans. A þeim ái-um sem síðan eru liðin hefur þeim Ruth og Rose tekist að byggja upp veitingastað sem er orðinn að eins konar stofnun í veitingahúsi Lundúna; eldhúsi er byggir á ítölskum hefðum, af- slöppuðu andrúmslofti og vönd- uðu hráefni. Matreiðslubæk- urnar River Café Cookbook hafa verið metsölubækur og ef- laust hjálpað til við að kynda undirvinsældum staðarins. Peter Begg, matreiðslumeistari River Café, er ekki ókunnugur ís- landi með öllu. Hann kom hingað í fyrsta skipti í mars á síðasta ári og var þá gestakokkur á Pi’imavera um nokkurra daga skeið. Honum hefur greinilega líkað dvölin vel því að hann kom aftur til íslands í frí síð- astliðinn nóvember og er nú kominn hingað til lands sem gestakokkur í tæpar tvær vikur. „Eg hafði mjög gaman af dvölinni hér þegar ég kom til íslands og ákvað því að taka mér frí hér. Og þó að ég sé ekki hér í fríi nú má segja sem svo að tilbreytingin sé ígildi frís. Þetta er líka hollt fyrir mig. í Lond- on er starfið oft komið upp í svo mikinn vana að maður gæti gert handtökin í svefni. Hér er ég algjör- lega ábyrgur fyrir öllu, auk þess sem ég verð að passa mjög velupp á hvernig Peter Begg leggur lokahönd á einn réttinn. Morgunblaðið/Ásdís Eldhúsið frá River C afé Sælkerinn hlutirnir eru settir saman og eldaðir. I London höfum við aðgang að svo frábæru hráefni að það skipti í raun litlu máli hvað væri gert við það, út- koman yrði ávallt góð.“- Ruth og Rose sjá að miklu leyti um að afla hráefnis beint og eru m.a. í sambandi við nokkra litla gæðaframleiðend- ur ólívuolíu, sem þær kaupa nær alia framleiðsluna frá. Enj þær olíur notaðar í matargerð- ina á River Café og einnig gefst gest- um á staðnum í London kostur á að kaupa olíurnar. Þá má geta þess að fyrir skömmu fór River Café að nota íslenskan salt- fisk, sem eflaust má að ein- hverju leyti rekja til fyrri heimsókna Peter Beggs hingað en einnig hafa matreiðslumenn frá La Primavera starfað í eld- húsinu í London um lengri eða skemmri tíma. Lengi vel var notaður þar norskur salt- tur en nú hefur SÍF boðið staðn- um upp á íslenskan saltfisk í hæsta gæðaflokki, og segir Peter hann falla mönnum mjög vel í geð. „Við erum ekki með fastan seðil heldur breytist hann dag frá degi eftir því hvað í boði er. Yfirleitt hef Enn á ný leika straumar nútímalegrar ítalskrar matargerðar um veit- ingasal La Primavera. Steingrímur Sigur- geirsson ræddi við Peter Begg, matreiðslu- meistara á River Café, sem sér um eldhúsið næstu daga. ég ekki hugmynd um hvað er á seðl- inum þegar ég mæti til vinnu klukk- an níu á morgnana. Það er ekki fyrr en um tíuleytið, eftir að við erum búin að fara yfir allt hráefnið, að komin er mynd á hlutina. Þá fyrst getum við farið að undirbúa matinn þótt von sé á 130 matargestum eftir tvær klukkustundir.“ Hráefnisúrval hefur batnað síðastliðið ár Hann segist sjá mjög mikinn mun á því úrvali hráefnis sem í boði er hér á landi nú miðað við það sem var fyr- ir einu ái-i. „Gæðin hafa aukist til muna. í fyrra fann ég til að mynda ekki nothæfa fenniku, en nú er hægt að fá hér nákvæm- ,i lega sömu fenniku, frá sama dreifingaraðila, og við erum að nota í London. Sama má segja um litlar linsu- baunir. Og þó að ég hafi komið með ólívuol- íur með mér frá River Café hef ég séð í verslun- um að núorðið er hægt að fá hér mjög góðar olíur. Það hefur átt sér stað sjáanleg breyting og það er mjög til framfara." Síðast þegar Peter var hér á landi snæddi hann keilu á veitingastaðnum Við Tjörnina og segist hafa hrifist mjög af þessu hráefni og því ákveðið að nota það við matargerðina hér. Býður hann upp á grillaða keilu með kryddlegnu rauðsalati (rad- iccio), beikoni og balsamikediki. Flestir aðrir réttir á seðlinum eru klassískir River Café-réttir og verður seðlinum raunar breytt við og við meðan á dvöl Peters stendur eftir því hvaða hráefni honum stendur til boða. „Sumt af því sem við höfum ver- ið að keyra á fyrstu vikuna hefur ekki verið alveg eins og ég hefði helst viljað hafa það, en annað hefur tekist mun betur en ég bjóst við. Má til dæmis nefna að hörpuskelin íslenska er nokkuð ólík þeh’ri sem við notum venju- lega og því hefur ekki tekist að ná nákvæmlega þeirri útlitslegu áferð á réttinn, sem við erum vön að hafa.“ Hann segist ekki hafa orðið var við merkjanlegan mun á smekk veitingahúsagesta hér í Reylqavík og þeim sem hann er vanur í London. „Eitt er til dæmis alveg eins, nefnilega það að í hádeginu vilja allh’ borða hratt. Hins vegar verð ég var við að gestir hér eru mjög spenntir fyrh’ að pnifa það nýja hráefni, sem við bjóðum upp á, s.s. ol- íurnar og edikin. Gestir í Lond- on eru kannski orðnir vanari þeim. Almennt má segja að mér sýnist sem íslendingar séu hrifnir af bragðmiklum mat og reyni ég að koma til móts við það. Má nefna einn rétt af seðlinum sem dæmi um rétt er virðist falla í kramið en það er pönnusteiktur grísabógur með rós- rnarín, einiberjum, svörtum ólívum og hvítum, borinn fram með mjúkri polentu. Þetta er mjög öflugur og bragðmikill réttur en að sama skapi klassískur ítalskur réttur. Þá fara bragðmiklu edikin mjög vel með ís- lenska fiskinum. Einn réttur er á seðlinum, sem ég notaði einnig í fyiTa, en það er ofnbökuð lúða með oregano og kapers, borin fram með ristaðri fenniku. Hann líkaði mjög vel og íslenska lúðan er alveg ein- staklega gott hráefni." Ekkert lát er á vinsældum River Café og segir Peter Begg staðinn vera í sífelldri þróun. „Ruth og Rose eru á stöðugu flakki að leita að nýjum uppskriftum og matreiðsluaðferðum. Raunar hafa þær verið minna við upp á síðkastið, þar sem þær hafa verið að undirbúa útgáfu þriðju River Café-matreiðslu- bókarinnar. Nú eru þær hins vegar komnar á fullt á nýjan leik.“ Kaldur draumur DRAUMSTAFIR Kristjáns Frimanns VETURINN er óvenju harður og vorið sýnist langt undan þótt alm- anakið telji mánuð í sumarmál. Hvernig þreyja menn Einmánuð svona napran og gráan? Hláku og frostköst Góu? Gnauðið og ýlfrið í norðanvindinum eða öskrin í Kára þegar hann beljar yfir bæina og rífur húsin á hol? Hvernig dreymir mann þegar bylurinn byrgir sýn og nábítar kuldans glefsa í mann og skella manni á svell? Brýtur maður ísinn og blandar sér í glas? Kuld- inn, frostið, bylurinn og snjórinn eru táknræn fyrir hamið líf, lokað og einangrað en um leið kröftugt, fagurt og sérstakt. Veturinn er eins og sérvitringur eða ofviti sem kann ótal afbrigði og formúlur af sama hlutnum; kulda, frosti og snjó en ekki meir. Sé hann spurður um sól og gras setur hann upp kollhúf- ur og blakar út í loftið. Draumur- inn spinnur ótal sögur um veturinn líkt og ofvitinn en þær sögur segja meira um dreymandann sjálfan og samskipti hans við umheiminn en snjó og klaka. Draummyndir vetr- arins spegla eigin tilfinningar frek- ar en þær ytri og einmanaleiki tek- ur á sig mynd vetrar þegar svefninn leggst á brá. Hömlun á skáldskapargáfu getur birst sem draumur um mann að renna sér á skautum á ísilagðri tjörn. And- streymi getur birst í ólíku veður- fari en þegar draumurinn snýst uin byl er viðkomandi í mikilli þröng að koma hugmyndum sínum á framfæri. Sömu draumar um svell- ið og bylinn breyta um ásýnd þeg- ar maðurinn er sjálfur frosinn á svellinu og bylurinn hefur fent manninn í kaf, þá er það líklega ástin sem komin er í spilið eða öllu heldur ástleysið, útskúfunin frá heitum tilfinningum. Þannig er veturinn engu blíðari þegar í draumalandið er komið, hvort sem það er í vöku eða svefni. Draumar „Hess“ Bréfið er dagsett 31. janúar 2000. Mig dreymdi að bróðir minn kemur með pabba minn, sem er látinn fyrir nokkrum árum, í heim- sókn kl. 3 um nótt. Höfðum við hjónin verið andvaka, að mér fannst, og fannst pabba mínum það bara allt í lagi. Mér skildist að hann ætlaði að gista eitthvað hjá mér en ekki bróðir minn, hann átti heima rétt hjá. Ég fór að drífa kaffi og meðlæti, sé ég þá að nokkrar gráhvítar mýs eru að hlaupa þarna á gólfinu hjá okkur. Verð ég mikið hissa á þessu, en bróðir minn seg- ist eiga þær, en ég segist ekki mega láta þær svona lausar því ég sé með kettling hér sem geti étið þær (ég á engan kettling), en um leið stekkur kettlingurinn út um eldhúsgluggann, af hræðslu við mýsnar fannst mér. Hann var ekki útivanur svo ég fer út í útidyr að kalla á hann, hann kemur ekki en við dyragættina stendur minkur grafkyrr en ætlar að komast inn, sem ég verð smeik við og loka. Ég fer aftur út í gættina og kalla á kisu, kemur hún þá í loftköstum en minkurinn var fast við til að kom- ast inn en kemst ekki (minkurinn var mjög fallegur, skinnið svo fal- legt), lok. Systir mín kemur til mín með ungri stúlku til að gista eina nótt fannst mér, var allt sjálfsagt, en allt hjá mér var eitthvað bilað, kalt eða rafmagnslaust. En ég bjó um þær í stóru herbergi og þegar ég kem til að sofa í þessu sama her- bergi er maðurinn systur minnar í rúmi þar líka, háttaður en situr uppi í rúminu. Hann var ber að of- an og fannst mér það eitthvað ómögulegt því það var svo kalt inni, ég spyr hann hvort honum sé ekki kalt, hann brosir bara og segir mér að koma, hann ætli að hlýja mér á höndunum með sínum. Ég undra mig á hvað honum sé heitt, mér var mjög kalt, lok.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.