Morgunblaðið - 11.03.2000, Side 37

Morgunblaðið - 11.03.2000, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ VIKU m Vísindavefur Háskóla íslands Af hverju er málverkið af Mónu Lísu svona frægt? í DÁLKINUM um Vísindavefinn síð- asta laugardag urðu því miður ieið mistök í umbroti. Greinaskii hurfu að mestu úr svari og nafn höfundar var prentað með smáletri sem rann saman við heimildaskrá. Höfundur svarsins um ástina er Sigrún Júlíusdóttir dósent í félagsráðgjöf. Morg- unblaðið biður hana og lesendur afsökunar á þessum mistökum. Þeim sem vilja kynna sér svarið betur er bent á að lesa það á vefsetrinu. Þar er mikil umferð sem fyrr og hefur borist mikið af nýjum svörum í þess- ari viku að sögn Þorsteins Vilhjálmssonar ritstjóra, meðai annars um hugvísindi eins og sögu, bókmenntafræði og málvísindi. VÍSINDI www.opinnhaskoli2000.hi.is LAUGARDAGUR 11. MARS 2000 37 Einstaklega bragðgott C-vítamín fyrir börn og fullorðna Af hverju er málverkið af Mónu Lísu svona frægt? Eru til fleiri gerðir af því en ein? SVAR: Leonardó da Vinci (1452-1519) málaði Mónu Lísu eða La Gioconda, eins og verkið er kallað víðast utan hins enskumælandi heims, í Flórens rétt upp úr aldamót- unum 1500, og hann málaði hana aðeins einu sinni eftir því sem best er vitað. La Gioconda heitir eftir fyrirmyndinni sem talin er vera Lisa, eiginkona flórentínsks kaupmanns, Francesco del Giocondo. Samkvæmt samtímaheimildum vann Leonardo að verkinu í 4 ár og neitaði eiginmaðurinn á endanum að borga honum verklaunin. Málverkið hafnaði því í eigu listamannsins sem tók það með sér þegar hann yfirgaf Ítalíu fyrir fullt og allfc árið 1516, og gaf velunnara sínum, Frans I Frakkakonungi. Þannig atvikaðist það að mál- verkið, ásamt með öðrum lausamálverkum er Leonardo gaf Frakkakonungi, myndaði stofninn að Louvre-safninu í París. Meðal samtímamanna listamannsins spunnust strax ýmsar sagnir um verkið og þær aðferðir sem málarinn beitti við gerð þess. Ævisagnaritarinn Vasari segir Leon- ardo til dæmis hafa látið tónlistarmenn spila og syngja og trúða leika listir sínar fyrir hina afburðafógru Lísu, á meðan hann málaði portrettið. Það skyldi gert til að bægja frá þunglyndisblikinu sem sótti gjarnan á fyrir- sætur ef þær þurftu að sitja oft og lengi fyrir. í málverkinu af Mónu Lísu beitir Leonardo listtækni- bragði sem hann hafði lengi verið að þróa og átti eftir að hafa mikil áhrif á fjölmargar kynslóðir portrettmálara. Málaratækni Leonardos heitir á máli listasögunnar sfumato sem er ítalska og þýðir bókstaflega í móðu eða gufu. Aðferðin byggist á því að í stað skýrt dreginna út- lína, til dæmis til að afmarka andlitsfall eða í kringum augu og munn, eru ljósir fletir látnir renna smám saman inn í dökka. Til þess að ná sem mestum áhrifum dregur málarinn tugi af örþunnum litblæjum hverja yfir aðra. Þegar engin skörp lína myndar skil á milli lita eða milli ljóss og skugga, er líkt og slæða sé dregin yfir myndina og fyrir bragðið verður svipur persónu, - sem ræðst ekki hvað síst af augnumgjörð og munnvikum, - óræðari og dulúðugri, ekki ósvipað hinu ósagða eða því sem gefið er í skyn í skáldskap. Það er þetta stíltæknibragð sem réð mestu um orðróm- inn er fór af snilli Leonardos á fyrri öldum og um þau áhrif sem margir telja sig hafa orðið fyrir af verkinu í ald- anná rás. Þeir sem hafa átt mestan þátt í að breiða út orð- róminn um stórfengleikann í málverki Leonardos og gera verkið þannig frægt af frægð sinni, eru ekki hvað síst aðr- ir myndlistarmenn sem kópíeruðu verkið í massavís. Einnig tjáðu mörg skáld sig á hástemmdan hátt um þrá sína til konunnar í verkinu sem ýmist var talin brosa eða brosa ekki. þig dreymir draumana. í fyrri draumnum eru táknin um það; heimsókn um nótt - verstu veðrin hafa skollið á að næturþeli, látinn faðir - vetur, gráhvítu mýsnar - hörð tíð, minkurinn - villt náttúra og kettlingurinn lýsir tíðarfarinu. Seinni draumurinn er svo árétt- ing á þeim fyrri en þar bætist á ná- kvæmari lýsing á þeim umhleyp- ingum sem verið hafa og verða (allt bilað, kalt og rafmagnslaust, þér kalt, honum heitt). Þegar helstu at- riði draumanna eru dregin saman (gistinæturnar) kemur í ljós að þessi ótíð muni halda sínu striki út aprílmánuð með hörku og miklum sveiflum í hitastigi uns vorið tekur á sig rögg og breiðir úr fögru sumri. • Þeir lesendur sem vilja fá drauma sína birta og rádna sendi þá með fullu nafni, fæðingardegi og ári ásamt heimilisfangi og dulnefni til birtingar til: Draumstafír Morgunbladið Kringlunni 1 103 Reykjavík eða á heimasíðu Draumalandsins: www.dreamland.is Mynd/Kristján Kristjánsson Veturinn er einmanalegur draumur. Ráðning Þegar þessir tveir draumar eru skoðaðir virðast þeir við fyrstu sýn snúast um úlfuð milli ættingja því táknin eru mörg í þá vegu; heim- sókn um nótt, látinn faðir, kettling- ur og minkur en þegar betur er gætt og horft milli línanna á táknin óræðu snýst innihaldið við og ný mynd birtist. Ef mér skjátlast ekki eru þessir draumar fyrir þeirri ótíð sem verið hefur meira eða minna frá áramótum, eða þeim tíma þegar Það var í rauninni ekki fyrr en undir aldamótin 1900 að Móna Lísa og höfundur hennar voru tekin niður af liststallinum, fyrst með verki Freud um æsku Leonard- os og síðan með yfirlýsingum ýmissa framúrstefnulista- manna um það að málverkið af Monu Lísu væri „merk- ingarsnauð klisja“, tákn fyrir íhaldssömustu gildi vest- rænnar menningar. Þeir gripu einnig til aðgerða á borð við það að setja á eftirprentanir af verkinu yftrvarar- skegg og árita á nýjan leik (Duchamp). Frægð málverksins af Mónu Lísu byggist ekki á því að það sé „besta málverk í heimi“ enda er enginn mæli- kvarði til á slíkt í heimi listarinnar, heldur er verkið vitnisburður um þau fegurðargildi sem giltu í myndlist fyrir 500 árum en gilda ekki endilega í dag. Sem slíkt er það tákn fyrir tiltekið merkistímabil í menningarsögu Evrópu, Endurreisnartímabilið. Þá þykir eigendasaga verksins sérstök og síðast en ekki síst er verkið frægt af frægð sinni, svo sem að ofan greinir, en sú frægð segir okkur heilmikið um hugmyndir okkar um eigin menn- ingu. í lokin má geta þess til gamans að algengasta spurning sem gestir spyrja starfsfólk Louvre-safnsins er eftirfarandi: „Where is the Mona Lisa SMILE, please?" (Afsakið, en hvar er Mónu Lísu-BROSIÐ?). Auður Ólafsdóttir BApötakið Smárstorgí * Apóiekið Spönyinni Apótökið Kfingiunip ♦ Apóí«kid SmiðjuvcQi Apórukið Suðiirstrónó • Apótökið Iðufeili Apólekið Hagkeup Skei’unni Apótekið Hegkaup Akuroyri Hafnerfjarðai Apótek Apótekiá Nýkaupum Mosfalisbaí NÁMSFERÐ UM JAPAN RITGERÐARSAMKEPPNI 2000 Utanríkisráðuneyti Japans efnir til ritgerðarsamkeppni þar sem einn íslenskur ríkisborgari verður valinn til tveggja vikna námsferðar um Japan. Heimsóknin verður í ágúst eða september 2000. Þema keppninnar er: „JAPAN EFTIR 15 ÁR" EÐA „LÍKINDIMILU JAPANSKRAR MANNESKJU OG MÍN" Ritgerðin á að vera á ensku og vera um 2000 orð að lengd. Þátttakendur verða að vera íslenskir ríkisborgarar á aldrinum 18—32 ára (þann 20. apríl 2000). Ritgerðina (3 eintök) skal senda til Sendiráðs Japans fyrir 7. aprfl 2000. Nánari upplýsingar um ritgerðina fást hjá: EMBASSY OF TAPAN Parkveien 33B, 0244 Ósló, Noregi. Sími 0047 22 55 10 11. Netfang: infosection@japan-embassy.no Skeifan 7 • Simi 528 0800 Villeroy &Boch C RO H E

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.