Morgunblaðið - 11.03.2000, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 11.03.2000, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MARS 2000 41 MARGMIÐLUN Gruflað endalaust LEIKIR Nýjasta viðbótin í Donkey Kong seríuna var nýlega gefin út af Rareware, leikurinn er fyrir Nint- endo 64 leikjatölvurnar og með fylgir fjögurra MB minnispakki sem nauðsynlegur er til að hægt sé að spila leikinn. DONKEY KONG 64 er þrívíddar hopp-skopp leikur í anda Banjo Kazooie og einnig gætir áhrifa af Zelda 64. DK64 er aðeins fyrir einn spilara en þó geta allt að fjórir spil- endur barist hver við annan í svo- kölluðu „deathmatch“. Borð leiksins eru gífurlega stór og flókin og í hverju borði eru mörg lítil svæði sem Donkey Kong getur ekki opnað nema með því að vinna sér inn sérstakan hæfileika, nýjan „kar- akter“ eða nýtt vopn. Markmið leiks- ins er að stöðva innrás vonda krókó- dílsins K.rool og bjarga fjórum bestu vinum Donkey Kongs. Þegar vinum hans hefur verið bjargað er einnig hægt að spila með þeim og allir eru nauðsynlegir til að hægt sé að klára leikinn. Ný borð eru opnuð með því að safna nóg af venjulegum og gulln- um banönum, mikilvægustu hlutum leiksins. í raun snýst allur leikurinn um að safna hlutum; safna þarf teikningum af baráttuskipi K.rool, vopnum, gullpeningum, skotfærum, tónlistar- nótum og „karakterum“ sem hver um sig þarf að safna mismunandi lit- uðum banönum sem hinir sjá ekki. Graíík leiksins er afar góð en þó furðulegt megi virðast slær Banjo Kazooie hann út bæði í grafíkgæðum og hraða. DK64 hægir oft töluvert á sér þegar mikið er á skjánum í einu og þó nýtir hann fjögurra megabæta minnisstækkun sem Banjo Kazooie þurfti ekki. Hljóð leiksins eru ágætlega gerð þó alla fjölbreytni vanti. Tónlistin jaðrar við að verða pirrandi en rétt slefar yfir þolinmæðismörkin. Hljómgæðin eru ágæt og ekki jafn- bæld og í Banjo Kazooie. Stjórn leiksins er með því besta og fjölbreyttasta sem sést hefur í Nint- endo 64 leik. Hver „karakter" hefur sína eigin stjórnmöguleika auk þess sem hver „karakter" hefur sínar sér- stöku árásir sem eru framkvæmdar með mismunandi takkasamsetning- um. Myndbönd og þjálfun leiksins er afar flott þó ótrúlega þreytandi sé að ekki sé hægt að sleppa við þau eða flýta fyrir þeim. Þjálfunin er afar einföld og gerir í raun ekki neitt nema að kenna leikendum að þeir þurfa að læra sjálfir til að komast í gegnum leikinn. Donkey Kong 64 er stærsti og einn sá besti borðaleikur sem komið hefur út og fyrir þá sem virkilega „fíla“ að grufla endalaust í sama leiknum þar til allt er klárað, þó það þýði fleiri tugi klukkutíma límdur fyrir framan tölvuna, gæti hann ekki verið betri. Fyrii’ þá sem nenna eig- inlega ekki að pæla alveg svona mik- ið í leikjunum sem þeir spila er Ban- jo Kazooie málið. Ingvi Matthías Árnason Skylduskráning á MS-hugbúnaði MICROSOFT hefur farið fyrir hópi hugbúnaðarfyrirtækja sem barist hafa gegn stuldi og ólöglegri afritun. Nú hyggst fyrirtækið ganga enn lengra í þá átt að stemma stigu við svikum og krefjast þess að kaupend- ur hugbúnaðar skrái hann hjá fyrir- tækinu. Þegar notendur setja upp hugbún- að frá Microsoft, hvort sem það er stýrikerfi eða notendabúnaður, býðst viðkomandi búnaður til að skrá hann hjá Microsoft ef viðkomandi er með nettenginu. Fram til þessa hafa þeir sem setja búnaðinn upp getað hafnað því að skrá hann að svo stöddu og þess vegna aldrei skráð hann ef þeim sýnist sem svo. í næstu útgáfu Office-hug- búnaðarvöndulsins verður málum aft- ur á móti svo háttað að viðkomandi verður að skrá búnaðinn til að geta notað hann; ef ekki er búið að skrá búnaðinn hjá Mierososft áður en hann hefur verið ræstur fimmtíu sinnum hættir hann að vinna. Ýmsir hafa legið Microsoft á hálsi lýrir að vilja fylgjast um of með not- endum hugbúnaðar síns. A móti seg- ist fyrirtækið aðeins vera að koma í veg fyrir ólöglega starfsemi og þann- ig geti kaupendur skráð hugbúnað- inn nafnlaust með tölvupósti, í síma, á vefnum eða í símbréfi svo dæmi séu tekin. Aðeins þurfi að gefa upp land það sem hugbúnaðurinn er keyptur í og skráningarnúmer hans. Samkvæmt upplýsingum frá Microsoft hefur hugbúnaðarþjófum aukist ásmegin með tilkomu Netsins og sem dæmi nefnir það að hægt var að sækja ólögleg eintök af Windows 2000 þegar í janúar á yfir 100 vef- setrum, en hugbúnaðurinn kom út um miðjan febrúar. Að sögn Microsoft-manna hefur vefsetrum sem dreifa ólöglegum hugbúnaði fjölgað út 100.000 fyrir þremur árum í yfir tvær milljónir á síðasta ári. -------------- Hættulegur leikur FREGNIR bárust af því í vikunni vestan um haf að fjöldi barna hefði slasast af því að leika Nintendo-leik- inn Mario Party. Svo mikið fjör er í leiknum að börnin eru með stýrpinn- ann á sífelldri hreyfingu og fá fyrir vikið brunablöðrur og skrámur á hendurnar. Nintendo hefur brugðist við kvörtunum með því að bjóða þeim sem vilja að fá sérstaka hanska senda í pósti, en einnig hefur fyrir- tækið lagt að börnum að nota þumal- og vísifingur til að hreyfa stýripinn- ann en ekki lófann. Vertu stiPltur fyrir svefninn ÍÐJUÞJALFI MiUiMuMW13*161** *rðu.»iuWúltií^“"™ iil að aðstoða u'ð ua' a dynum VERSLUNIN Skútuvogi 11 • Simi 568 5588 Búnaðarbanki islands hf Aðalfundui' 2000 Súlnasal Hótel Sögu 11. mars kl. 14:00 1. Skýrsla bankaráðs um starfsemi bankans sl. starfsár. 2. Ársreikningur fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu endurskoðanda lagðurfram. 3. Ákvörðun um greiðslu arðs og meðferð hagnaðar á síðastliðnu reikningsári. 4. Tillögurtil breytinga á samþykktum, ef borist hafa. 5. Kosning bankaráðs. 6. Kosning endurskoðanda. 7. Ákvörðun um þóknun til bankaráðsmanna. 8. Tillaga um framlag í menningar- og styrktarsjóð. 9. Önnur mál. (D BÚNAÐARBANKIÍSLANDS HF Enski boltinn á Netinu & mbl.is -JU-LTa/= E!TTH\MO j\JÝTT-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.