Morgunblaðið - 11.03.2000, Page 42

Morgunblaðið - 11.03.2000, Page 42
42 LAUGARDAGUR 11. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MARS 2000 43 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf„ Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. KENN SLUBÓK í NÝJUM VINNU- BRÖGÐUM IFYRRADAG lagði deCODE genetics Inc., sem er móður- félag íslenzkrar erfðagreiningar hf., inn skráningarlýs- ingu hjá verðbréfayfirvöldum í Bandaríkjunum vegna vænt- anlegs hlutafjárútboðs fyrirtækisins, sem fram mun fara bæði í Bandaríkjunum og í Evrójm. Þessi skráningarlýsing er á átt- unda hundrað blaðsíður. I Morgunblaðinu í gær og í dag er sagt nokkuð ítarlega frá efni hennar en jafnframt er hægt að lesa hana í heild á netútgáfu Morgunblaðsins. Það sem fyrst og fremst vekur athygli er hversu yfirgrips- mikil þessi lýsing er. Segja má að öll málefni fyrirtækisins, hverju nafni sem nefnast, séu lögð fram í þessum skjala- bunka. Óhætt er að fullyrða að ekkert íslenzkt fyrirtæki hefur nokkru sinni opinberað málefni sín með þeim hætti sem gert er í skráningarlýsingu deCODE genetics. Fyrir stjórnendur og starfsmenn fyrirtækisins er þetta áreiðanlega að einhverju leyti sársaukafullt en um leið er ljóst að öll spil hafa verið lögð á borðið. I þessum skjölum er gerð grein fyrir helztu eigendum fyrir- tækisins, fjárhagsstöðu þess frá því að starfsemi þess hófst, launakjörum einstakra nafngreindra stjórnenda og hvaða rétt þeir hafa til kaupa á hlutabréfum í fyrirtækinu. Verkefni fyrirtækisins eru rakin mjög ítarlega og þá jafnframt hvar þau eru á vegi stödd, hvaða árangur hefur náðst og hvaða árangur hefur ekki náðst. Skýrt er frá samningum sem gerðir hafa verið við önnur fyrirtæki, sagt er frá málaferlum sem aðrir aðilar hafa efnt til á hendur fyrirtækinu eða lýst yfir að þeir muni efna til. Yfirleitt má segja að öll saga fyrirtækisins sé rakin mjög ítarlega. Sérstaka athygli vekur langur kafli þar sem gerð er grein fyrir þeirri áhættu sem fylgir því að fjárfesta í fyrirtækinu. Þar eru talin upp öll hugsanleg atriði sem gætu farið úrskeiðis og orðið til þess að fyrirtækið skili ekki þeim árangri sem að er stefnt. Framsetningin í þeim kafla er svo afdráttarlaus að stundum mætti ætla að markvisst væri unnið að því að hræða fólk frá því að kaupa hlutabréf í fyrirtækinu. Það liggur í augum uppi hvers vegna þessi greinargerð er svona ótrúlega viðamikil og nákvæm. Henni er ætlað að tryggja að allir hluthafar og væntanlegir fjárfestar sitji við sama borð. Að enginn viti meira en annar hvað er að gerast á vettvangi Islenzkrar erfðagreiningar. Að fullkomið jafnræði ríki á milli hluthafa og væntanlegra nýrra fjárfesta. Þessi vinnubrögð eru til mikillar fyrirmyndar. Þau sýna að óravegur er á milli hlutabréfamarkaðarins í Bandaríkjunum og markaðarins hér. Fyrsta hugsunin sem vaknar þegar þessi umfangsmiklu skjöl eru skoðuð er sú að þessi vinnubrögð séu til eftirbreytni. Að svona eigi að standa að málum á Islandi þegar fyrirtæki bjóða út hlutabréf og eru skráð á Verðbréfaþingi íslands. Það er afar gagnlegt fyrir okkur hér á Islandi að sjá þær hörðu og skilyrðislausu kröfur sem gerðar eru til útboðs- gagna fyrirtækja sem eru að fara á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum. Þau vinnubrögð sem hér hafa tíðkazt komast ekkert nálægt því að standast þessar kröfur. í þessum efnum er ekki hægt að tala um Bandaríkin og ísland í sömu andrá. Hlutafjárútboð deCODE genetics, móðurfyrirtækis ís- lenzkrar erfðagreiningar hf., verður tvímælalaust til þess að opna okkur nýja sýn í þessum efnum. Það mun m.a. leiða til þess að fram koma kröfur um algera endurskoðun á starfs- háttum Verðbréfaþings og hlutabréfamarkaðarins hér. Það mun kalla á kröfur um margfalt ítarlegri útboðsgögn þegar ís- lenzk fyrirtæki fara á hlutabréfamarkað og jafnframt um miklu ítarlegri upplýsingagjöf um rekstur fyrirtækjanna í ársreikningum þeirra frá ári til árs. Það mun jafnframt kalla á allsherjar endurskoðun á starfsháttum á þessum markaði hér og að hann verði lagaður að þeim kröfum sem gerðar eru í ná- lægum löndum beggja vegna Atlantshafsins. Þeir sem starfa á þessum markaði hér, þeir sem stunda við- skipti á honum, þeir sem bera ábyrgð á honum vegna starfa í stjórnkerfinu eða á Alþingi, ættu að kynna sér vandlega skráningarskýrslu deCODE genetics Inc. Hún er í raun kennslubók í nýjum vinnubrögðum sem nauðsynlegt er að innleiða á hlutabréfamarkaðnum hér. Krafan um að íslenzk fyrirtæki njóti jafnræðis við erlenda samkeppnisaðila í starfsskilyrðum, skattamálum o.s.frv. hef- ur verið hávær í opinberum umræðum á undanförnum árum. Þessi krafa verkar á báða bóga. Með sama hætti og íslenzk fyrirtæki geta með réttu gert kröfu til að starfsskilyrði þeirra séu ekki verri en keppinauta í öðrum löndum er hægt að krefj- ast þess af þeim að þau uppfylli sömu skilyrði um upplýsinga- gjöf og þessi fyrirtæki gera. Þessi aðlögun að þeim kröfum sem gerðar eru annars staðar er líka nauðsynlegur undanfari þess að fleiri íslenzk fyrirtæki geti fengið skráningu á hluta- bréfamörkuðum í öðrum löndum, sem hlýtur að gerast í vax- andi mæli á næstu árum. Forsætisráðherra segir að aðgerðir vegna kjarasamninga stuðli að stöðugleika á vinnumarkaði sem veffl upp á móti þensluáhrifum Halldór Björnsson, formaður Eflingar Aukin útgj öld nokkrir milljarðar Davíð Oddsson forsætisráðherra segir að út- spil ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjara- samninga muni ekki ógna stöðugleika. Hann játar því að hækkun persónuafsláttar muni ekki aðeins fara í vasa hinna lægst launuðu heldur muni „meira að seg,ja þeir, sem eru með tvær milljónir á mánuði fá núna þessa hækkun og þeir munu ekki einu sinni bjóða okkur góðan daginn í tilefni dagsins“. Karl Blöndal fylgdist með framvindunni í gær. RÍKISSTJÓRNIN gaf í gær út yfirlýsingu um aðgerðir til að greiða fyrir samning- um og sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra að útgjöld ríkissjóðs myndu aukast um nokkra milljarða vegna þeirra, en sá stöðugleiki, sem fengist með friði á vinnumarkaði, vægi upp á móti þeim þensluáhrifum, sem útspil ríkisstjómarinnar kynni að hafa. Davíð, Halldór Ásgrímsson fjár- málaráðherra, Geir H. Haarde fjár- málaráðherra og Páll Pétursson fé- lagsmálaráðherra greindu fulltrúum Flóabandalagsins og Alþýðusambands íslands innihald yfirlýsingarinnar, þar sem kveðið er á um að „persónuafslátt- ur og skattleysismörk breytist í takt við umsamdar almennar launahækk- anir á samningstímabilinu" og tekju- tenging barnabóta minnki um leið og tekjuskerðingarmörk verði hækkuð, í gærmorgun og að því loknu héldu ráð- herramir blaðamannafund um málið. Davíð sagði að yfirlýsing stjómar- innar væri alfarið á hennar ábyrgð, en þótt ekki væri tillit tekið til allra at- hugasemda og beiðna, sem nefndar hefðu verið, væri gengið mjög í takt við þær væntingar, sem gerðar hefðu ver- ið og hún væri til þess fallin að greiða fyrir því að kjarasamningar fengju far- sælan endi. Ríkisstjómin hafði lýst yf- ir því að hún mundi ekki kynna fyrir- hugaðar aðgerðir sínar fyrr en komið væri samkomulag. Hann kvaðst ekki hafa átt von á að það myndi gerast fyrr en eftir helgina, en skákin hefði greini- lega spilast hratt í Karphúsinu. Ánægja með að náðst hafí saman við svo stóran hóp „Við emm ánægðir með að það hef- ur tekist að ná saman við svo stóran hóp á vinnumarkaði um þessar aðgerð- ir,“ sagði Davíð. „Jafnframt væntum við þess að þetta verði leiðbeinandi um þá samninga, sem eftir em. Að minnsta kosti er Ijóst að það er ekki ætlan ríkisstjómarinnar að gera nein- ar aðrar breytingar í tengslum við kjarasamninga, en þær, sem felast í þessari yfirlýsingu." Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra sagði að niðurstaða þar sem ósamið er myndi engu breyta um út- spil stjórnarinnar: „En við verðum að vonast eftir því að þeir aðilar nái sam- an eins og aðrir í þessu máli.“ Davíð sagði að á þessu stigi málsins hefði ekki verið vilji til þess að búa til nýtt skattþrep eins og Flóabandalagið hefði farið fram á. Tíminn hefði verið skammur og vitað væri að það myndi hafa neikvæð áhrif á skattkerfið. „Hins vegar færðu þeir fram ýmis rök máli sínu til stuðnings," sagði hann. „Niðurstaðan varð sú að það væri eðlilegt að við myndum í samráði skoða kosti og galla breytinga á tekju- skattskerfinu, meðal annars þessarar, en því fylgdi ekki loforð um þessa Morgunblaðið/Golli Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra ræðir við Magnús L. Sveinsson, formann VR, Grétar Þorsteinsson, forseta ASI og Rannveigu Sigurðardóttur, hagfræðing ASI, áður en aðgerðir stjórnvalda í skattamálum voru kynntar. breytingu. Við áttum okkur á því að það er hægt að koma meira til móts við sjónarmið um að jafna tekjur innan skattkerfisins með þessum hætti, en það hefur ýmsa skattalega annmarka. En þeir vekja athygli á að hlutirnir hafa breyst, sveiflur í launum séu minni en áður var, og svo framvegis, og niðurstaðan var sú að við skyldum fara yfir þetta þannig að við þyrftum ekki að vera að deila um staðreyndir." Gagnrýnt að nái til hátekjumanna Forusta ASÍ gagnrýndi í gær að hækkun skattleysismarka næði ekki aðeins til hinna lægst launuðu, heldur allra launþega, þar á meðal hátekju- manna. Davíð játti að þetta væri ann- marki og þess vegna hefði launþega- hreyfingin verið að tala um fjölþrepa skattkerfi, en hún viðurkenndi að ekki væri hægt að hlaupa í svo stórar breyt- ingar á örfáum dögum. „En þetta var annmarkinn, sem menn sáu,“ sagði hann. „Persónuaf- slátturinn virkar þannig að hann hleypur upp um allt svo að meira að segja þeir, sem eru með tvær miHjónir á mánuði fá núna þessa hækkun og þeir munu ekki einu sinni bjóða okkur góðan daginn í tilefni dagsins." Davíð sagði að þetta myndi hafa töluverð áhrif á útgjöld ríkissjóðs. „Það er ljóst að barnabætumar ein- ar munu auka útgjöld ríkissjóðs um einn og hálfan milljarð - bara það atriði eitt og sér,“ sagði hann. „Það er Ijóst að hækkun persónuafsláttarins - sérstaklega upphafshækkunin - mun kosta okkur töluvert mikla peninga, á heilu ári um tólf hundruð milljónir eða svo. Þannig að við erum að tala um nokkra milljarða króna í aukin útgjöld. Við höfum sagt við Alþýðusambandið að við munum í okkar ranni skoða með hvaða hætti þessum aukna kostnaði verði mætt. En við verðum auðvitað að gæta þess í því samhengi að rugla ekki þann grundvöll, sem kjarasamning- arnir byggjast á.“ Davíð kvaðst verða að viðurkenna að haft hefði verið haft á orði að óskyn- samlegt væri að vera að lækka skatta í þenslu og sumir af talsmönnum stjómarandstöðunnar hefðu sagt að alvarlegustu mistök ríkisstjómarinnar á síðasta kjörtímabili hefðu verið að lækka skatta. Mikilvægt að tryggja kjarasamninga „Það tryggði nú kjarasamninga og ég tel að það hefði verið afar alvarlegt ef þeir hefðu ekki verið tryggðir," sagði hann. „En við áttum okkur á því að þarna er verið að ganga eins langt og við getum, en það er líka mikils virði fyrir land og þjóð ef það er vinnufriður í landinu í þrjú og hálft ár til viðbótar þriggja ára friði.“ Forsætisráðherra sagði að með þessum aðgerðum væri ekki verið að stefna stöðugleikanum í hættu, heldur þvert á móti. „Nú er verið að reyna að sernja til þriggja og hálfs árs,“ sagði hann. „Það er lengsta samningstímabil, sem ég þekki í íslenskri sögu. Það segir mér það að launþegahreyfingin og aðilar vinnumarkaðarins leggja höfuðáherslu á stöðugleikann. En auðvitað er það þannig að til þess að ná svona löngum samningum þurfa sjást breytingar bæði á sköttum og töxtum. Vandamál- ið er auðvitað það að hér er verið að hækka meira hér en aðrir aðrir era að gera erlendis. Við höfum hækkað laun- in hér þrefalt, fjórfalt meira að kaup- mætti á undanförnum áram en önnur lönd era að gera. í þessum samningum er því aðalmálið að styrkja þann kaup- mátt, sem hefur orðið, missa hann ekki niður og vonandi þegar verðbólga fer lækkandi að auka hann.“ Vísitala neysluverðs hækkaði í liðn- um mánuði um 0,8%, sem þýddi 9,6% verðbólgu á ársgrundvelli. Davíð sagði að það væri hættulegt að margfalda vísitölu eins mánaðar með tólf og hefði það verið gert í mánuðinum á undan hefði niðurstaðan verið fjögurra prósenta verðhjöðnun. „En við voram auðvitað ekki ánægð- ir að sjá þetta,“ sagði Davíð. „Hins vegar vekjum við athygli á hvað þarna er um að ræða. í fyreta lagi hækkar verð á fötum, en ástæðan er að útsöl- um er lokið en fataverð er ekki al- mennt að hækka. í annan stað er bensínverðið rétt einu sinni að hækka. Við héldum að það væri komið upp í topp og höfum haldið lengi eins og all- ur heimurinn. En við ráðum ekki við það. í þriðja lagi hækkar fasteignaverð og sú aukning skilar sér ekki til út- gjaldaauka fyrir hinn venjulega neyt- anda. Þótt tölumar séu háar segja þær okkur ekki að neytandinn standi verr sem þessu nemur. Engu að síður eru það mikil vonbrigði að bensín- og hús- næðisverð skuli hækka svona mikið.“ Byggt á verulegri bjartsýni um áframhaldandi hagvöxt Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra sagði á blaðamannafundinum að ljóst væri að bæði yfirlýsingin og samningai’nir byggðust á verulegri bjartsýni: „Þeir byggjast á þeirri bjartsýni að hér verði áframhaldandi hagvöxtur,“ sagði hann. „Þess vegna er náttúralega afar mikilvægt að við höldum áfram atvinnuuppbyggingu og sá hraði, sem er í þjóðfélaginu, haldi áfram. En vandinn er að sjálfsögðu þessi: verðhækkanir era meiri en við vildum sjá og það mun miklu skipta nú á næstunni að verðhækkunum sé hald- ið í skefjum.“ Halldór sagði að það ánægjulegasta við þennan atburð væri hvað áherslur færa vel saman hjá fulltrúum launa- fólks og ríkisstjóminni. „Hér er fyrst og fremst verið að lækka skattleysismörk og jafnframt verið að leggja mikla fjármuni í að breyta bamabótakerfinu," sagði hann. „Það er mjög ánægjulegt að þetta skuli hafa tekist og menn séu sammála um þessa hluti. Það sem menn hafa verið ósammála um er hvort eigi að taka upp fleiri skattþrep í skattkerf- inu. Nú verður framkvæmd fagleg vinna og úttekt á því og þá koma kostir og gallar í Ijós því að auðvitað verða kostir og gallar við þá breytingu alveg eins og það era kostir og gallar við nú- verandi skattkerfi." Halldór var spurður hvort sú hug- mynd að koma á svokölluðum bama- kortum, sem fram kom í kosningabar- Yfírlýsing ríkisstjórnarínnar í tengslum við kjarasamninga á árinu 2000 Skattleysismörk hækkuð og dreg- ið úr tekjutengingu barnabóta RÍKISSTJÓRNIN gaf í gær út yfirlýsingu þar sem kveður á um að greitt verði fyrir gerð kjarasamninga á þessu ári með því að láta skattleysis- mörk fylgja launaþróun og draga úr tekjutengingu bamabóta um leið og tekjuskerðingarmörk verði hækkuð. Yfirlýsinguna undirrita formenn stjórnarflokkanna og fylgir hún hér á eftir: „í stefnuyfirlýsingu ríkisstjómar- innar er lögð megináhersla á að tryggja stöðugleika í efnahagsmálum og skapa skilyrði fyrir áframhaldandi hagvöxt enda er stöðugt verðlag og góð samkeppnisaðstaða íslensks at- vinnulífs forsenda nýrra starfa. Að- gerðir í peningamálum og gengismál- um, svo og í fjármálum ríkisins að undanförnu hafa allar stefnt að þessu markmiði. Ríkisstjórnin mun áfram fylgja þessari stefnu. Miklu máli skiptir að verðbólga hjaðni á næstu misseram þannig að undirstöður kaupmáttar verði traustar. Ríkisstjórnin mun hafa þetta markmið að leiðarljósi við ákvarðanir í efnahagsmálum enda liggi það til grandvallar við gerð kjarasamninga í landinu, einnig á vettvangi hins opinbera. 1. Skattleysismörk fylgja launaþróun Til þess að greiða fyrir gerð kjara- samninga á árinu 2000 og stuðla þannig að auknum stöðugleika í efna- hagslífinu á næstu áram mun ríkis- stjórnin beita sér fyrir því að per- sónuafsláttur og skattleysismörk breytist í takt við umsamdar almenn- ar launahækkanir á samningstímabil- inu. Hækkunin á árinu 2000 verður þó nokkra meiri. í þessu skyni verður lagt fyrir Alþingi innan skamms framvarp til breytinga á lögum um tekjuskatt þar sem kveðið er á um að persónuafsláttur hækki um 2,5% frá 1. apríl 2000. Þessi hækkun kemur til viðbótar við 2,5% hækkun persónuaf- sláttar 1. janúar sl. þannig að heildar- hækkun á árinu 2000 nemur 5%. Enn- fremur hækkar persónuafsláttur um 3% 1. janúar árið 2001, um 3% 1. jan- úar árið 2002 og um 2,25% 1. janúar árið 2003. 2. Tekjutenging barnabóta minnkar og tekjuskerðingar- mörk hækka í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar verður tilhögun barnabóta endurskoðuð með það fyrir augum að draga úr tekjutengingu og hækka tekjuskerðingarmörk barna- bóta. Miðað er við að þessar breyting- ar komi til framkvæmda í þremur áföngum á áranum 2001,2002 og 2003 og feli alls í sér um þriðjungs hækkun á heildarfjárhæð barnabóta frá því sem nú er. 3. Greiðslur almannatrygginga hækka í takt við Iaun Ríkisstjórnin mun tryggja að greiðslur almannatrygginga hækki í takt við umsamdar almennar launa- hækkanir á samningstímabilinu. Hækkunin á árinu 2000 verður þó nokkru meiri. Þessar greiðslur hækk- uðu um 3,6% 1. janúar sl. og mun rík- Grundvöllur til að ganga frá samningum áttu Framsóknarilokksins á liðnu ári, væri nú úr sögunni. „Það sem við eram að gera hér er að setja mikla fjármuni í að breyta bama- bótakerfinu,“ sagði Halldór. „Við eram ekki búnir að ákveða hvernig við ætl- um að gera það, en við höfum haft ákveðnar hugmyndir um það og verka- lýðshreyfingin hefur sínar hugmyndir. Við verðum að ná niðurstöðu í því, en aðalatriðið er að það er ekki bara eitt- hvað, sem kemur frá Framsóknar- flokknum. Þetta er í stefnuyfirlýsingu ríkisstjómarinnar og þetta er sú nið- urstaða, sem við komumst að þegar við mynduðum þessa ríkisstjórn. Sem bet- ur fer er verkalýðshreyfingin okkur sammála í þessum efnum.“ Hann sagði að í síðustu samningum hefði megináherslan verið lögð á að lækka skatthlutfallið: „En nú hefur orðið sú stefnubreyting að hér er meg- ináherslan lögð á bamabótakerfíð og það mun að sjálfsögðu skila sér.“ Davíð bætti við að í stjómarsáttmál- anum segði um þetta atriði að taka ætti upp bamakort eða grípa til ann- arra sambærilegra aðgerða: „Menn bundu sig ekki við neitt ákveðið fyrir- komulag. Aðalatriðið er ekki ákveðið fyrirkomulag heldur hvaða þýðingu hefur fyrir fólkið, sem í hlut á og þama er eins og utanríkisráðherra segir stig- ið mjög mikilvægt skref.“ Geir H. Haarde fjármálaráðherra sagði að ekki hefði verið útfært að hve miklu leyti þessi breyting á barnabóta- kerfinu vægi upp á móti þeirri skerð- ingu bótanna, sem átt hefði sér stað á undanfömum áram. Kom fram í máh Davíðs að innan nokkurra vikna yrðu þessar reglur út- færðar í samráði við aðila á vinnu- markaði þannig að hægt yrði að leggja þær fram nógu snemma á yfirstand- andi þingi til að afgreiða þær í vor. Forsætisráðherra sagði að það væri voveiflegt ef ekki næðust samningar á landsbyggðinni. „Við getum ekki skipt okkur af þeim málum, en hins vegar sér hver maður í hendi sér að ef það er vinnufriður hér á suðvesturhominu, en vinnuófriður úti á landi, mun samkeppnisstaða fyrir- tækjanna hér á þessu svæði gagnvart fyrirtækjunum úti á landi stórbatna," sagði hann. „Landsbyggðin má nú ekki við því og auðvitað hljótum við öll að vona að það náist vinnufriður úti á landi líka.“ Samið í nýju umhverfi Páll Pétursson félagsmálaráð- herra sagði að útspil ríkisstjórnar- innar ætti að greiða fyrir samningum því að nú væra menn að semja í nýju umhverfi. Forsætisráðherra sagði að komið yrði til móts við örorku- og ellilífeyris- þega hvað snerti almannatryggingar með hækkunum í takt við hækkanir á almennum markaði, þó örlítið meira í upphafi. Páll Pétursson sagði að í yfirlýsingu ríkisstjómarinnar væri einnig sagt að undirbúa ætti lengingu fæðingaror- lofs, jöfnun réttar foreldra til töku þess og samræmingu réttinda. „Við erum með metnaðarfullar til- lögur þar um og það er feiknarlegt jafnréttis- og fjölskyldumál," sagði Páll. „Ég vænti þess að menn sjái að það er mikið framfaraspor.“ isstjórnin beita sér fyrir frekari hækkun frá 1. april nk. þannig að heildarhækkun bóta á árinu 2000 verði 4,5%. Jafnframt munu þessar greiðslur hækka um 3% 1. janúar árið 2001, um 3% 1. janúar árið 2002 og um 2,25% 1. janúar árið 2003. 4. Lenging fæðingarorlofs, jöfnun og samræming réttinda Ríkisstjórnin mun undirbúa breyt- ingar á reglum um fæðingarorlof þar sem stefnt verður að lengingu fæð- ingarorlofs, jöfnun réttar foreldra til töku þess og samræmingu réttinda. 5. Athugun á tekj uskattsker finu Ríkisstjórnin mun á næstu mánuð- um láta fara fram sérstaka athugun á tekjuskatti einstaklinga og stað- greiðslukerfinu. Þar verður m.a. farið yfir kosti þess og galla að fjölga skatt- þrepum. Haft verður samráð við sam- tök launafólks og atvinnurekenda um þetta verkefni." HALLDÓR Björnsson, for- maður Eflingar, sagði í gær að yfirlýsing rflds- stjómarinnar um það með hvaða hætti hún hygðist stuðla að friði á vinnumarkaði væri grand- völlur fyrir því að ganga frá samn- ingum. Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands íslands, sagði að þetta gerði eftirleikinn auðveldari í samningum, en lýsti yfir vonbrigðum með að hækkun skattleysismarka hafnaði ekki aðeins í vasa þeirra lægst launuðu, heldur einnig þeirra, sem hefðu það góð laun að þeir greiddu hátekjuskatt. „Já, við sögðum að þetta blað yrði að liggja fyrir til þess að menn gætu sáttir skrifað undir,“ sagði Halldór eftir að rfldsstjórnin hafði kynnt fyr- irhugaðar aðgerðir fyrir Flóabanda- laginu og forustu ASÍ. Hann taldi ljóst að nú væri unnt að ganga frá kjarasamningum við Sam- tök atvinnulífsms. „Við erum að vinna að því. Það verður varla af undirskrift fyrr en á sunnudag, því það er svo mikil vinna í kringum þetta,“ sagði hann. Rannveig Sigurðardóttir, hag- fræðingur Alþýðusambandsins, sagði að útspil rfldsstjórnarinnar fæli í sér að skattleysismörk myndu fylgja umsaminni launaþróun á næstu ár- um. Mörkin myndu raunar hækka aðeins meira nú, svo þeir sem hefðu lægstu launin nytu þess á þessu ári. Hækkanir munu skila sér betur til launafólks „Það er Ijóst að þær hækkanir sem við höfum verið að semja um munu skila sér betur til launafólks eftir þessar breytingar á skattkerfinu. Breytingar á barnabótunum munu líka skila sér betur til barnafólks. Það lögðum við upp með að umsamd- ar launahækkanir skili sér í budd- una, en ekki bara í ríkissjóð," sagði Rannveig. Hún sagði að í yfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar fælist hækkun barna- bóta um 500 milljónir á ári. Það þýddi þriðjungshækkun frá því sem nú væri. Verið væri að skoða breyt- ingar á tekjuskerðingarmörkunum og að draga úr tekjutengingunni. Ríkisstjómin telur ekki unnt að verða við óskum um nýtt skattþrep, en hefur þó fallist á að láta skoða málin í samráði við aðila vinnumark- aðarins. Halldór segist ánægður með þetta: „Ég tel að full alvara sé á bak við það. Um þetta hefur verið deilt síðan staðgreiðslukerfið var tekið upp og við höfum enga ástæðu til að ætla annað en ríkisstjórnin setji nú vinnu við endurskoðun af stað. Við verðum með í þeirri vinnu.“ Grétar Þorsteinsson sagði að rík- isstjórnin væri nú að mæta nokkram kröfum samtakanna og umfram allt að svara því með formlegum hætti hvað hún væri tilbúin að leggja af- mörkum til þess að auðvelda kjara- samningsgerðina. Hann kvaðst meta þetta útspil stjórnarinnar svo að það gerði eftirleikinn í samningamálum auðveldari. Mætir megináherslu „Við vorum raunar með megin- áhersluna á hækkun skattleysis- markanna og að minnsta kosti myndu þau fylgja launaþróun," sagði hann. „Það gengur eftir og raunar miðað við þann samning eða samn- ingsdrög, sem nú liggja fyrir hjá Flóabandalaginu, er ríflega lagt í fyrsta árið miðað við almennu hækk- unina í þeim samningi og síðan fylgir þetta þeim almennu breytingum á launum, sem þar er gert ráð fyrir.“ Grétar sagði einnig að á næstu þremur árum yrðu fjármunir í barnabótakerfinu auknir verulega og á þetta hefði ASÍ lagt mikla áherslu. „Við sjáum ekki annað en að þarna sé verið að mæta þeirri kröfu mynd- arlega,“ sagði hann. Vonbrigði varðandi skattleysismörk Grétar var hins vegar óánægður með útspilið varðandi skattleysis- mörkin. „Það er allt að því með ólíkindum að þessi hækkun skattleysismark- anna skuli líka eiga að ná til þeirra, sem greiða hátekjuskatt," sagði hann. „Það eru mikil vonbrigði." Hann sagði að auðvitað væri talið að við svona aðgerð, þar sem verið væri að reyna að tryggja að sem mest yrði eftir í vasa láglaunafólks, væri „eiginlega alveg óverjandi að láta það líka ná til þeirra, sem eru með það háar tekjur að þeir greiða hátekjuskatt". « Hann kvaðst einnig hafa orðið fyr- ir vonbrigðum varðandi hlutskipti aldraðra og öryrkja: „Það er aðeins ríflega lagt í breytingar á bótum um- fram það sem verið er að semja um sem almenna hækkun,“ sagði hann. „En það er auðvitað þannig að ríkis- stjórnin getur ekki vikið sér undan því á næstunni, fyrst hún notar ekki þetta tækifæri, að taka vel á málefn- um að minnsta kosti hluta aldraðra og öryrkja, sem eru augljóslega mjög illa settir. Áherslan í þessum samningi, sem fyrir liggur, er enn á’ verulega hækkun þeirra, sem eru á lægstu laununum, eins og var í síð- ustu samningum, þannig að bilið breikkar enn hvað varðar aldraða og öryrkja. Þetta á líka við um atvinnu- leysisbæturnar." Mikilvægnr þáttur að skattkerfi verður endurskoðað Grétar sagði að einnig hefði verið rætt mikið um nýtt og lægra skatt- þrep fyrir lágtekjufólk, en þeirri ósk hefði ekki verið mætt. „Hins vegar liggur fyrir í yfirlýs- ingunni að tekjuskattskerfið [verði endurskoðað] og þá sérstaklega sá þáttur að taka upp nýtt, lægra skatt- þrep - það er að skoða kosti þess og galla - og er auðvitað mjög mikil- vægt,“ sagði hann. „Menn hafa þrætt um ágæti þess og það liggja engin fyrirheit fyrir um hvað síðan verði gert í framhaldi af því. En við lítum á það sem mikilvægan þátt að það eigi að setjast yfir þetta með ákveðn- um og markvissum hætti.“ Grétar vék einnig að yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um fæðingarorlof þar sem áhersla væri lögð á að jafna réttindi milli feðra og mæðra, en ekki síður jöfnun réttar á vinnu- markaði. „Við leggjum auðvitað mjög mikla áherslu á það og lengingu fæðingar- orlofs,“ sagði hann. „Og það er árétt- að hér af þeim ráðherram, sem málið * stendur næst - félagsmálaráðherra og forsætisráðherra - að það eigi að taka á því máli af myndugleik og við höfum enga ástæðu til annars en að treysta því að það gangi eftir.“ Grétar nefndi einnig að ríkis- stjórnin hefði ekki samþykkt að fall- ast á 158. samþykkt Álþjóðavinnu- málastofnunarinnar (ILO) um aukinn rétt fólks varðandi uppsagnir og engu væri spilað út um húsaleigu- bætur, sem nokkuð hefðu verið til umræðu í viðræðum við stjórnvöld. „Það er hins vegar nefnd á vegum félagsmálaráðherra að skila af sér "" alveg á næstunni," sagði hann. Halldór Björnsson taldi að með yf- irlýsingu ríkisstjórnarinnar hefðu Flóabandalagið og Alþýðusambandið náð fram markmiðum sínum. „Ríkis- stjómin lofaði að skila svona yfir- lýsingu og það hefur hún nú gert. Éyrir það erum við henni mjög þakk- lát,“ sagði Halldór.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.