Morgunblaðið - 11.03.2000, Síða 46

Morgunblaðið - 11.03.2000, Síða 46
46 LAUGARDAGUR 11. MARS 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ 4 Ofurseldir hraðanum? „ Vegna þessa hafi fiölskyldan vissulega fengið fréttirnar örlítið síðar en ná- grannarnir, en þærhafi hins vegar ver- ið unnar á þann hátt sem faðir hans gat sættsigvið. Þessi viðbrögð föðurhans hafi ekki eingöngu vakið með honum virðingu gagnvart dagblöðum, heldur ekki síður virðingu gagnvart lesendum fjölmiðla. “ Endursögn úrbók Dan Rather, Deadllnes and Datelines Eftlr Hönnu Katrínu Friðriksson Iformála bókar sinnar, Deadlines and Datelines, segir fréttamaðurinn heimskunni, Dan Rath- er, stutta sögu af föður sínum. Sá var ákafur lesandi dagblaða og lagði mikla áherslu á að þau væru vel úr garði gerð. Ef hann rakst á umfjöllun, sem honum mislíkaði, átti hann til að þeyta blaðinu þvert yflr stofuna uinunoc °g skiPa konu vwnunr s;nni ag hringja án tafar og segja upp áskrift- inni. Og fyrst honum á annað borð mislíkaði svona heiftarlega, að hann sá ástæðu til þess að hætta áskrift, var af og frá að hann gerðist áskrifandi sama blaðs aftur. Dan Rather segir að fjölskyld- an hafi keypt áskrift að hverju blaðinu á fætur öðru í Texas, allt þar til föður hans þótti fullreynt með blaðamennskuna þar. Fréttamaðurinn segir að afleið- ingin hafi verið sú, að fjölskyldan hail verið sú eina í Houston-borg sem keypti áskrift að dagblöðun- um St. Louis PostDispatch frá Missouri og The Christian Science Monitor frá Boston í Massachusetts. Vegna þessa hafi fjölskyldan vissulega fengið fréttirnar örlítið síðar en ná- grannarnir, en þær hafi hins vegar verið únnar á þann hátt sem faðir hans gat sætt sig við. Þessi viðbrögð föður hans hafi ekki eingöngu vakið með honum virðingu gagnvart dagblöðum, heldur ekki síður virðingu gagn- vart lesendum fjölmiðla. Dan Rather er kominn hátt á sjötugsaldur en hugleiðingar hans um æskuminningar sínar um vandlátan föður, sem vildi frekar fá fréttirnar seint en hafa þær ónákvæmar og illa unnar, hafa líklegast sjaldan átt betur við en einmitt nú á tímum. Ég sótti nýlega fyrirlestur hjá Bob Woodward, núverandi ritstjóra hjá Washington Post, sem hlaut Pulitzer-verðlaunin eftirsóttu fyrir hlut sinn í því að fletta ofan af Watergate-hneykslinu í for- setatíð Richards Nixons í Banda- ríkjunum. Woodward gerði nú- tímafjölmiðla að umtalsefni sínu. Hann varpaði meðal annars þeirri spurningu fram í salinn, hvers vegna fólk vantreysti fjölmiðlum. Eitt svarið var á þá leið, að fjölmiðlum hætti til að hagræða veruleikanum eftir því sem þeim hentaði, oftast í þeim tilgangi að búa til fréttir. Tekin voru dæmi af fjölmiðlafárinu í kringum hinn yfirvofandi ára- mótavanda, þar sem tölvukerfi heimsins áttu að hrynja, en síðan reyndist sá vandi enginn. Woodward viðurkenndi að sam- hristingur af veruleika og tilbún- ingi, þar sem fréttir og afþreying sköruðust, ruglaði alla í ríminu en benti á að fárið vegna árþús- undaskiptanna hefði ekki verið að ástæðulausu, heldur hefði ein- mitt gegnt því hlutverki sínu að koma í veg fyrir stórslys. Önnur ástæða sem nefnd var til sögunnar var meint tilhneig- ing fréttamanna til þess að setja ákveðinn tón í fréttir sínar, svona til þess að aðstoða fólk við túlkunina. Woodward tók undir að þetta gerðist vissulega stund- um og þá sérstaklega í sjónvarpi þar sem margir fréttamenn hefðu tamið sér að nota ákveðin svipbrigði eða tónfall til þess að koma ósögðum skilaboðum til skila í fréttalestrinum. Það sem Bob Woodward þótti hins vegar sjálfum helst að- finnsluvert við fjölmiðlun nútím- ans var að fréttafjölmiðlar hafa gefið sig hraðanum á vald. Hann vitnaði í vinnslu Washington Post á fréttum af Watergate- málinu fyrir rúmum aldarfjórð- ungi. Menn forsetans brutust inn í herbúðir demókrata í júní 1972, en það var ekki fyrr en í ágúst sem blaðið opnaði málið eftir mikla jrfirlegu og nákvæma heimildasöfnun. Ritstjórinn dró í efa að vinnslan hefði orðið eins í dag. „Ég sé fyrir mér að blaða- maður í mínum sporum, sem fer inn til ritstjóra síns til að fara yf- ir efnið sem hann er kominn með og útskýra hvers vegna hann þarf lengri tíma til að hafa um- fjöllunina sem réttasta og ná- kvæmasta, sé beðinn um að setja þó alla vega það sem hann hafi inn á Netið fyrir hádegi,“ sagði hann. Niðurstaða Woodwards var sú að fjölmiðlar þurfi að fara að hægja aftur á ferðinni og rifja upp til hvers var lagt af stað í upphafi. Ahugaverðasta spurn- ingin hér er líklegast sú hvort fréttafjölmiðlar séu almennt með hraðann á heilanum af því að slíkar séu kröfur almennings eða hvort þeir séu fyrst og fremst að hlaupa á eftir eigin tækniáhuga til þess að vera þar fremstir á meðal jafningja. Hið gamla mottó fjölmiðla að vera fyrstir með fréttirnar þarf ekki endilega að vera það já- kvæðasta sem hægt er að segja um fjölmiðil. Síst af öllu þegar þeir vanrækja gæði upplýsinga og gæði frétta vegna þess að þeir telja sig nauðsynlega þurfa að láta undan síaukinni tímapressu. Það er heldur ekki nóg með að verið sé að kaffæra fólk með stuttfréttum, hættan er sú að það verði sífellt minni munur á fréttum milli fréttamiðla, því þegar tíminn verður ráðandi þáttur í því að velja og hafna hvað skal fjallað um og hvernig, er hætt við að margir taki þann kostinn að vera með hraðsoðnar fréttir af nýjustu dægurmálum. Það þarf sterk bein til að stand- ast slíka freistingu. Pólitískur ofstopi nafni öryrkja í EINHVER undar- legasta fjölmiðlasena síðustu missera er at- laga formanns Ör- yrkjabandalagsins að forsætisráðherra og eftirleikur hennar. I hjáverkum hefur for- maðurinn, Garðar Sverrisson, reyndar sakfellt ýmsa fleiri ráð- herra í ríkisstjórn fyrir fjölbreytilega glæpi gegn mannkyni. Ekki er að furða þótt margir átti sig ekki á því um hvað fjargviðrið snýst. Skal hér gerð tilraun til að varpa ljósi á, þótt viðurkennast verði að mun áhuga- verðara væri að ræða raunveruleg velferðarmál í stað farsa þessa. Herferð gegn ríkisstjórnarflokkum Hagsmunasamtök vekja iðulega máls á sjónarmiðum sínum á opin- berum vettvangi og reyna að vinna þeim stuðning meðal almennings, eins og eðlilegt er. Fyrir síðustu kosningar stóð Öryrkjabandalagið fyrir auglýsingaherferð og fram hefur komið að fyrrnefndur Garðar sá um framtakið, þótt aðrir hafi lagt blessun sína yfir hugmyndina. Ör- yrkjar hafa enda sérlega góðan málstað að verja. Framkvæmd átaksins var í heild sinni hins vegar langt frá því að teljast til hefðbund- inna kynningarmála hagsmunasam- taka. Astæðurnar eru nokkrar. Fyr- ir það fyrsta var leiðbeining í auglýsingunum til fólks, um að kjósa ekki óbreytta stjórn. Það eitt dregur átakið beint inn í flokkapóli- tík. I öðru lagi var slíkum áróðri val- inn tími rétt fyrir alþingiskosning; ar, sem gerir málið enn alvarlegra. í þriðja lagi voru þær handan allra velsæmismarka yfirlýsingarnar sem Garðar Sverrisson gaf í miðju átakinu um innræti ríkisstjórnar- innar, ekki síst forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra. I fjórða lagi var þátttaka Garðars á þessum tíma í fundum eins stjórnar- andstöðuflokks, þ.e. Samfylkingar- innar, afar óeðlileg og átti ekki skylt við hagsmuni öryrkja. Leikþættirn- ir, þar sem samfylkingarfólk vitnaði til orða Garðars og öfugt, voru eins afar gagnsæir og samstillingin fór ekki dult. Verkin tala um meðferð fjár í tengslum við stjórn- mál og flokka, benti forsætisráðherra á þetta flokkspólitíska hátterni formanns Ör- yrkjabandalagsins. Hann lýsti þar þeirri skoðun sinni að það væri ekki í þágu ör- yrkja að nota milljónir af fé öryrkja í kosn- ingabaráttu eins og gert var. Brá þá svo við að forsætisráð- herra var að sögn Garðars ekki lengur aðeins fasisti og ótæk- ur í kirkjum, heldur einnig orðinn heilsulítill andlega. Vildu Garðar og ýmsir samfylking- armenn að forsætisráðherra bæðist afsökunar, þá væntanlega á því að svona væri orðið ástatt um sig. Eitt- Örorka Þannig má nefna dæmi um fjölmörg brýnni og uppbyggilegri viðfangs- efni tengd örorku, segir Orri Hauksson, en að formaður Öryrkja- bandalagsins fínni sífellt ný ónefni um ráðamenn. hvað hefur þarna snúist á haus og eðlilegra hefði verið að álykta að af- sökunarbeiðnin ætti að liggja ann- ars staðar. Hagsmunir öryrkja víkja Því miður er það svo að aðal- atriðin vilja týnast í farsakenndum uppákomum af þessu tagi. Hags- munum öryrkja er varla borgið með því að samtök þeirra séu leidd út í fen ofstopa og gífuryrða á hendur ráðamönnum, hvernig sem háttað er stjórnmálaskoðunum og -metn- aði hjá launuðum starfsmönnum þeirra. Mörgum öryrkjum ofbýður hin pólitíska illmælgi Garðars Sverrissonar og telja hana and- snúna sínum hagsmunum. MS-fé- lags íslands hefur sagt sig úr lögum við Öryrkjabandalagið og er sú að- gerð mótmæli við háttalagi Garð- ars. Kjarni málsins er að það er alls ekki gagnrýni á öryrkja að gagn- rýna núverandi formann Öryrkja- bandalagsins, hvað þá að það felist í því lítilsvirðing gagnvart öryrkjum, eins og hann heldur fram. Þvert á móti má telja að hagsmunum ör- yrkja sé betur borgið með annarri stefnu en þeirri sem rekin er hjá samtökum þeirra um þessar mund- ir. Þörf á betri umræðu Það heldur því enginn fram að ör- yrkjar séu almennt öfundsverðir af kjörum sínum. Sem betur fer hafa þau þó tekið umtalsverðum fram- förum undanfarin ár, og í gær til- kynnti ríkisstjórnin að bæti eigi myndarlega í á sviði almannatrygg- inga. Við getum einnig verið ánægð með, að í útreikningum hinnar samnorrænu NOSOSKO nefndar eru ráðstöfunartekjur öryrkja í dæmigerðu tilviki (d. typetilfælde) hærri á Islandi en á öðrum Norður- löndum, að Danmörku undanskil- inni. Það hlýtur að vera til góðs að ræða um málin tæpitungulaust eins og þau eru í raun í hverju atriði, góð eða slæm, en ekki með því að skapa ímyndaðan veruleika með gífuryrð- um og upphrópunum. Vonandi kemst þessi umræða brátt upp úr hjólförum illmælgi og heiftar eins manns. Þá verður hægt að líta á fleira en krónur og aura. Eitt aðal- málið hlýtur til að mynda að vera hversu margir munu hætta að þurfa á örorkubótum að halda. Það er mun jákvæðara að leggja áherslu á það fríska í manninum en ekki hið sjúka. Gaumgæfa ber hvað fólk get- ur gert en ekki hvað það getur ekki gert. Vissulega getur enginn unnið öll störf en fáum er alls varnað. Áhersla á nýjustu upplýsingatækni og upplýsingasamfélagið í heild sinni mun til að mynda nýtast ör- yrkjum afar vel á næstu árum, eins og þegar er farið að bera á. Með slíkum úrræðum er hægt að hvetja til aðgerða en ekki kyrrstöðu, og stuðla að aukinni atvinnuþátttöku. Þannig má nefna ýmis dæmi um atriði, sem uppbyggilegra væri að ræða, í stað þess að finna hvaða ónefni eigi að nota um ráðamenn þann daginn. Höfundur er aðstoðarmaður forsætisráðherra. Orri Hauksson Forsætisráðherra benti á fyrir kosningarnar, að það væri ekki fag- urgalinn í garð þeirra sem eiga und- ir högg að sækja sem skipti máli, heldur verkin. Rakti hann tölur frá Þjóðhagsstofnun um að kaupmáttur örorkubóta ríkisins hefði tekið stökk á kjörtímabilinu sem var að líða og aukist um 22,5%, en hefði hins vegar hrunið síðast þegar flokkar Samfylkingarinnar voru í stjórn. Garðari mislíkuðu þessar staðreyndir heiftarlega. Tók hann þannig að sér að verja gerðir sam- fylkingarflokkanna og lýsa, um leið meintri mannfyrirlitningu forsætis- ráðherra, sem hann sagði að þessi „talnameðferð“ sýndi. Reyndar vill þannig til að undirritaður sendi Garðari allt það talnaefni sem for- sætisráðherra hefur notað í þessu sambandi og bað hann að útskýra fyrir sér í hverju hin ranga talna- meðferð lægi. Núna, tæpu ári síðar, hefur ekkert svar borist. Ymis enn stærri orð hefur Garðar reglulega látið falla um forsætisráðherra, meðal annars gert honum upp fas- isma og amast við því að hann tæki þátt í trúarathöfnum. Dæmi hver fyrir sig hvort slík ummæli teljast smekkleg, hlutlæg, ópólitísk eða baráttumálum öryrkja til fram- dráttar. Andlega krankur forsætis- ráðherra biðjist afsökunar A þingfundi mánudaginn 6. mars, Eyjólfur Ármannsson Eru Belgar léleg þjóð? í MORGUNBLAÐINU föstu- daginn 3. mars sl. birtust í greinadálknum Viðhorf eftirfar- andi ummæli: „Sjá menn t.a.m. þá lélegu þjóð Belga gefast upp á kyrrstöðu og fréttaleysi“. Það fyrsta sem kemur upp í hugann eru orðin heimska og hroki. Hvað greinarhöfundi gengur til með því að lýsa því viðhorfi sínu að Belgar séu léleg þjóð kemur ekki fram í greininni en óneitan- lega væri fróðlegt að fá að vita hvað liggur að baki þessari skoð- un. í greininni er verið að fjalla um öll bestu einkenni þjóðar og mannlífs á íslandi, sbr. upphafs- orð hennar. Sjálfur dvaldi ég við háskólanám í Belgíu fyrir hálfu öðru ári síðan og get fullyrt að umrædd ummæli um Belga eiga ekki á nokkurn hátt við. Þeir eru ekki eftirbátar annarra þjóða á nokkurn hátt nema síður sé. Að fara niðrandi orðum um aðra þjóð um leið og verið er að mæra sína eigin í einum helsta gáfu- mannapistli útbreiddasta dag- blaðs landsins er með ólíkindum. Höfundur þessarar spekings- legu greinar ætti að biðjast opin- berlega afsökunar á þessum um- mælum sínum í garð Belga. Ef ekki, þá ætti hann að minnsta kosti að rökstyðja þessa fullyrð- ingu sína opinberlega. Lesendur eiga rétt á því. Það er leitt til þess að vita að blað eins og Morgunblaðið, sem er vant að virðingu sinni og kallar sig blað allra landsmanna, skuli birta slík ummæli í garð annarrar þjóðar. Höfundur er lögfræðingur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.