Morgunblaðið - 11.03.2000, Síða 47

Morgunblaðið - 11.03.2000, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MARS 2000 47 UMRÆÐAN Reykjavík árið 2000 - menningarborg eða ruslahaugur? ÞAÐ ÞÓTTU mikil tíðindi, er tilkynnt var, að Reykjavík yrði ein af menningarborgum Evrópu árið 2000. Bjuggust menn við, að þegar á árinu 1999 yrði gert átak í hreins- unarmálum borgarinn- ar, bílhræ fjarlægð, lóðahreinsun fram- kvæmd þannig, að sóð- arnir slyppu ekki þetta árið eins og undanfar- in ár. Því miður varð þetta ekki raunin og ekki bólar á neinu átaki ennþá, þegar þetta er ritað í febr- úarlok 2000. Hvað er þá til ráða? Enn er tími til þess að hefjast handa og breyta Reykjavík úr ruslahaug í snyrtilega borg. Þessar eru tillögur mínar: Fjarlægja öll númerislaus bílflök úr bænum, en þau skipta þúsund- um. Hreinsunardeild Reykjarvíkur- borgar hefur brugðist þeirri skyldu sinni að fjarlægja bílflök. Þeir eru hræddir við bíleigendurna, óttast að þeir krefjist skaðabóta, ef eitt- hvað nýtilegt hefur leynst í hræum þeirra. í miðbæ Reykjavíkur gegnt Camp David hefur verið bílhræ af Volvo-gerð um nokkurt skeið á lóð Happdrættis Háskóla íslands. Eg hefi skorað á forstjóra HHI að fjar- lægja þetta bílflak, þar sem við Tjarnargötubúar kærum okkur ekki um götulýti. Ekkert skeður í því máli, forstjórinn líklegast jafn- hræddur við hræeigandann og hreinsunar deildin. Ruslakörfur Reykjavíkurborgar hafa frá upphafi verið misheppnuð smíð. T.d. í Austurstræti eru þær alltof litlar, í þær troðið þar til botninn lætur undan og allt ruslið lendir á gangstéttinni. Við Tjörnina hjá gamla Búnaðarfélagshúsinu eru alltof litlar ruslakörfur. Þar þurfa að vera fleiri og stærri körfur og þær tæmdar oftar. Ekki skaðaði að hafa þar umsjónarmann í hálfu starfi, sem sæi um þennan vinsæla stað, þar sem foreldr- ar koma með börn sín að gefa „bra bra“ brauð. Haustið 1973 sótti ég ATA-þing í Bruss- el. Það vakti athygli mína í gönguferðum mínum um miðborg- ina, að allar stórbygg- ingar, einkum opin- berar, voru auðkennd- ar með nafni þess arkitekts, sem þær hafði hannað. Nú er það tillaga mín, að þessi háttur verði tek- inn upp hér á landi, allar stórbyggingar verði auðkenndar hönnuðum sínum. Þetta yrði arkitektum bæði viður- kenning fyrir þau mannvirki, sem vel hefur tekist til um, svo og að- hald að vanda sig betur við næstu hönnun, þegar miður hefur til tek- ist. Það er dýrt að vera sjálfstæð þjóð í víðfeðmu landi með aðeins 270.000 íbúa. Alþingi hefur kosið að spara helst í löggæslu og tollvörslu með þeim afleiðingum, að búið er að skrílvæða miðbæ Reykjavíkur og allt veður í smygli á fíkniefnum með skelfilegum afleiðingum. Þannig hrukku margir við, er bandarískur lögreglumaður var í kynnisferð hér í Reykjavík og gekk um miðbæinn með íslenskum starfsbróður að nóttu til um helgi. Þar stóðu þeir ungan mann að því að míga utan í aðalútidyrahurðina á Alþingishús- inu. Fyrir þetta athæfi fékk hinn ungi maður kr. 5.000 í sekt. Þetta undraðist sá bandaríski, í USA væri ekki tekið slíkum silkihönskum á af- brotamönnum. Við hina nýju bygg- ingu Hæstaréttar er engin varsla um helgar og hafa hjólabrettagengi lagt þar undir sig útidyratröppurn- ar, gera sig þar heimakomna og hafa með sér nesti (poppkorn). I ná- grenni við Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu 32 hefi ég búið mestan hluta ævi minnar, en aldrei séð hús- vörð eða umsjónarmann taka þar til Höfuðborgin Ef við íslendingar kjós- um að vera sóðar, segir Leifur Sveinsson, þá er það okkar mál, þangað til að við yrðum að at- hlægi með þeim hætti að auglýsa höfuðborg okk- ar sem menningarborg. hendi utan dyra. Næturhrafnar helganna brjóta þar flöskur, hent er þar pylsubréfum og alls konar rusli, en seint og illa er brugðist við að hreinsa af borgarstarfsmönnum. Helst er að við, nágrannarnir, fjar- lægjum eitthvað af þessu til að forða landinu frá algerri smán. Ef við Islendingar kjósum að vera sóð- ar, þá er það okkar mál, þangað til við yrðum að athlægi með þeim hætti að auglýsa höfuðborg okkar sem menningarborg. Það gengur mikið á á árinu 2000, þúsund ára afmæli kristnitökunnar og reynt að gera Reykjavík að menningarborg í eitt ár. Hver list- viðburðurinn rekur annan, tónleik- ar, málverkasýningar o.s.frv. Von- andi verður þetta merkis- og gæfuár fyrir þjóðina. í árslok verði orðin bylting í umgengni Reykvík- inga við borgina sína, þannig að þeir geti sýnt útlendingum hana með stolti jafnt á nóttu sem degi. Verði hrein borg og fögur alla 24 tíma sólarhringsins. Þjóðin verði orðin sannkristin ekki bara í orði, heldur líka á borði. „Sýn trú þína í verkunum," segir einhvers staðar í merkri bók. Ekki berja sér á brjóst og segja: „Guð, ég þakka þér fyrir að ég er ekki eins og þessir Farísear." Höfundur er lögfræðingur og býr í Tjnrnnrgötu 36 iReykjavík. EKKI verður reynt að útskýra í stuttri grein flókna vinnutíma- skilgreiningu kennara, heldur einungis bent á að þeir þurfa í raun að vinna af sér sumartíma á skólaárinu. Auðvitað er þetta reiknilist til að fella vinnutímann að 1.800 klst. vinnustundum árs- ins. Kjarasamningur- inn gerir það semsagt að verkum að erfitt er að hnika til eða ákveða annað. Þótt sumir kennarar verða argir, er það samt skiljanlegt þegar vel upplýstur fréttamaður spyr í einfeldni: “Er þá ekki bara hægt að stytta páskafríið eða kenna lengur framávor?" Þetta gerðist þegar í ljós kom að í ljós kom að sumir skólar í Reykjavík hafa einungis 168 nemendadaga á þessu skólaári. Skrítið vetrafrí í vetur gerist það svo að vegna kjarasamninga kennara að virkir dagar skólaársins eru þremur fleiri en kjarasamningar segja um. Þá brestur á vetrarfrí, ekki vegna skóla- þreyttra nemenda sem sannarlega geta nýtt-sér þetta hlé. Að vísu er þetta vetrarfrí það stutt og ekki sam- ræmt milli skóla, að það nýtist ekki sem skyldi. A það hafa menn bent á í blaðagreinum. Vetrarfrí í öðrum löndum Sannarlega eru vetrarfrí þekkt í öðrum löndum. Þá vegna þess að þar hafa menn meiri sveigjanleika vegna fleirl nemendadaga. Islenska skóla- árið er í raun það stysta í Evrópu (sbr. Glanee at edueation) og það kæmi mér ekki á óvart að það eigi eft- ir að lengjast. Á það er bent að ís- lenska sumarið er stutt og nemend- um veiti ekki af þessu fríi. Það kann að vera að hluta til rétt, en þjóðfélag- ið hefur verið að breytast. Sauðburð- arhugsunun er að víkja í réttu hlutfalli við minni neyslu á kinda- kjöti. Æ fleiri fara erlendis í sumar og sól, jafnvel á íslenskum vetri. Mín tillaga, snjöll eða vitlaus? Ég vil leggja það til að gerð verði tilraun hér á Akureyri. Hún felst í því að allir aðilar verða að samþykkja hana. Hún felur það í sér að það verði gerður samningur til reynslu á næsta skólaári, þannig að kennsla hefjist þremur dögum fyrr á haustönn og kennt verði tveim- ur dögum lengur að vori. Þannig fæst vika til ráðstöfunar á miðjum vetri* sem kalla mætti, með sanni, vetrarírí. Ég geri mér grein fyrir því að samtök kennara myndu vilja fá eitthvað fyrir sinn snúð en jafnframt er ég viss um Kennsluskylda Mín tillaga er, segir Gísii Baldvinsson, að kennsla hefjist þremur dögum fýrr á haustönn," og kennt verði tveimur dögum lengur að vori. að skólayfirvöld eru til viðræðna um slíkt. Slíkt vetrarfrí gæti jafnvel orðið tekjulind fyrir bæjarfélagið. Nú eða ekki Þessu er hér með komið nú til skila því ef á að taka ákvörðun um þetta verður að gera það fljótlega annars verður næsta skóladagatal með sama hætti og áður og samkvæmt kjara- samningum kennara. Höfundur er námsráðgjafi. Leifur Sveinsson Yerður vinnu- tíma grunn- skólakennara ekki hnikað? Gísli Baldvinsson Frumvarp til laga um starfsréttindi tannsmiða Framkvæmdastjóri TFÍ geysist fram á rit- völlinn í Mbl. 3. mars sl. vegna frumvarps um starfsréttindi tann- smiða og reynir að telja fólki trú um að ef frum- varpið verði að lögum muni þjóðinni stafa hætta af vankunnáttu tannsmiða. Máli sínu til stuðnings dregur hann fram sjúkrasögu fár- sjúkrar manneskju sem er langt leidd af krabbameini í munni. Framkvæmdastjórinn fullyrðir að vegna van- kunnáttu tannsmiðs sé svona komið fyrir henni. Ógæfa og sjúkdómur þessarar manneskju hef- ur ekkert með frumvarp um starfs- réttindi tannsmiða að gera. Það er að mínu mati ótrúlega smekklaust að draga þessa sjúkrasögu fram í Morgunblaðinu. Auk þess fullyrðir framkvæmdastjórinn að meinsemd- in hafi þá þegar verið til staðar þeg- ar einstaklingurinn fékk gervitenn- urnar. Hefur hann forsendur til slíkrar fullyrðingar, ég bara spyr? Það sem snýr að vinnu tannsmiðsins er í alla staði löglegt og tannlæknir kom að vinnu í munn- holi eins og núgildandi lög gera ráð fyrir. Meinsemdin kom ekki í ljós fyrr en rúmlega einu og hálfu ári eftir að tannlæknir skoðaði munnhol einstaklings- ins og tannsmiðurinn lauk smíði tannanna. Hvaða heimild hefur framkvæmdastjóri TFÍ til að gaspra í blöð um einkamál fársjúkr- ar manneskju? Mál sem er í athugun hjá Landlæknisembætt- inu. Lögboðin þagnar- skylda félaga TFI nær greinilega ekki til starfsmanns þess, eða hvað? Það er orðið löngu tímabært að setja lög um starfsréttindi tann- smiða. Tannsmíði er löggilt iðngrein og til að meistari í faginu geti unnið sjálfstætt að iðn sinni samkvæmt iðnaðarlögum þarf að aflétta einka- rétti tannlækna á vinnu í munnholi. Gervitennur eru staðsettar í munn- holi manna og eðlilegt er að sá sem vinnur verkið beri einnig ábyrgð á mótatöku og mátun fyrir smíðina. Svo er það athyglisvert að einkaleyfi Tannsmiðir Tannsmiðir eru ekki óuppdregnir og illa menntaðir eins og flestir tannlæknar halda fram, segir íris Bryndís Guðnadóttir, í svari við grein framkvæmda- stjóra Tannlækna- ------------7--------—--- félags Islands. til vinnu í munnholi framselur tann- læknirinn til bæði tannfræðinga og tanntækna, en tannlæknar taka greiðslu fyrir vinnuna. Auk þessa kalla tannlæknar tannsmiði oft á stofur til sín til að vinna í munnholi fyrir sig vegna tannsmíða. Tannsmiðir eru ekki óuppdregnir og illa menntaðir eins og flestir tann- læknar halda fram. Tannsmiðir verja fjórum námsárum í Tann- smiðaskóla íslands til að öðlast sveinspróf í tannsmíði. Flestir hafa fris Bryndís Guðnadóttir stúdentspróf í undirbúning. Form- fræði tanna og bitfræði stunda tann- smíðanemar með tannlæknanemum og þreyta sama próf. Til þess að öðl- ast meistararéttindi þurfa sveinar í tannsmíði að hafa eins árs starfs- reynslu hjá meistara og ljúka einu ári í meistaraskóla að minnsta kosti. Eftir þetta nám og starf geta tannsmiðir, ef frumvarpið verður samþykkt, farið á réttindanámskeið til Danmerkur og öðlast þannig leyfi til að stunda mótatöku og mátun við smíði gervitanna. Ef einstaklingur er með einhverj- ar tennur í munninum er honum vís- að til tannlæknis til að yfirfara þær tennur áður en af smíðinni verður. Alveg eins og gert er í Danmörku. Mér þykir framkvæmdastjórinn kokhraustur þegar hann talar um að dönsku lögin um tannsmíðar séu gölluð bara af því að lögin eru ekki eins og hann vill hafa þau. Hann er þá væntanlega ekki sam- mála^ yfirlækni hjá Krabbameinsfé- lagi íslands sem telur það aðeins til bóta ef tannsmiðir skoðuðu munnhol tannlausra. Yfirlæknirinn benti á að krabbamein greindist oftast í þeim sem eru 75 ára og eldri og að það gæti verið sýnilegt og væri það oft- ast ef það væri til staðar. Yfirlæknir- inn sá ekkert athugavert við það að tannsmiðir reyndu fyrh- sitt leyti að greina krabbamein ef þeir mættu vinna í munnholi og að þeir gætu afl- að sér þekkingar á námskeiði um hvernig greina ætti krabbamein á þessum stað. Hann benti á það að fyrra bragði að fólk sem hefði misst allar tennurnar færi almennt ekki til tannlæknis, en það kynni að fara til tannsmiðs. Honum fannst of langt gengið að skylda fólk til að fara í skoðun til sérfræðings vegna hugs- anlegs krabbameins í munnholi og benti á að skyldu til krabbameins- leitar væri ekki fyrir að fara hér á landi. Ekki er vitað til að tannlæknar haldi uppi skipulagðri leit að krabba- meini. Sjái tannsmiður eitthvað sem ekki telst eðlilegt er honum treystandi til að senda viðkomandi til frekari skoð- unar hjá sérfræðingi. Varðandi áhyggjur framkvæmda^ stjórans af kunnáttuleysi tannsmiða um sóttvarnir get ég upplýst hann um að tannsmiðir hafa alltaf þurft að huga að sóttvörnum á vinnustofum sínum og eru reiðubúnir til að upp- fylla þær kröfur sem gerðar verða til þeirra af yfirvöldum. Það er rétt að tannlæknar mega ekki auglýsa en gera það samt, t.d. skrá sumir sig undir röngu starfs- heiti í gulu síðunum í símaskránni, þ.e. í dálkinum „tannsmíðar". Hættan sem tannlæknar sjá í frumvarpinu „um starfsréttindL. tannsmiða“ er trúlega í því fólgin að þeir óttast að fólk velji frekar að fara til tannsmiðs en tannlæknis til að fá gervitennur því tannsmiðurinn er menntaður sérstaklega til að sinna því starfi. Höfundur er ístjóm Tiinnsmíðafé- Jags fslands, tmmsmíðameistari og _ tanntæknir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.