Morgunblaðið - 11.03.2000, Síða 48

Morgunblaðið - 11.03.2000, Síða 48
MORGUNBLAÐIÐ 48 LAUGARDAGUR11. MARS 2000 1---- UMRÆÐAN Ný ungliðasamtök vilja nýja Evrópu NY ungliðasamtök Samfylkingarinnar verða til í dag. Þar sameinast ungliðar þriggja stjórnmála- flokka í eina heild með það að markmiði að virkja ungt fólk til þátt- töku í umræðunni um þjóðmál, alþjóðamál og stjómmál. Stefna okk- ar er skýr. Við viljum: 1. Auka jöfnuð og velferð allra. 2. Auðlindagjald. 3. Aðildarviðræður við Evrópusambandið (ESB). 4. Aukna fjárveit- ingu til menntamála. 5. Allar stórframkvæmdir fari án undantekninga í mat á umhverfis- áhrifum. Viðræður við ESB '*■ Eitt af því sem ungt samfylkingar- fólk vill er að teknar verði upp samn- ingaviðræður við Evrópusambandið (ESB). f dag eru 15 Evrópuþjóðir í ESB og fleiri í aðildarviðræðum við sambandið. Upphaflega var ESB Kola- og stálbandalag Evrópu sem komið var á laggirnar árið 1951 til að tryggja frið milli gömlu fjandþjóð- anna Þýskalands og Frakklands með þvi að gera þjóð- irnar efnahagslega háðar. Það voru sex þjóðir sem undirrituðu sáttmálann um stofnun Kola- og stálbandalag- sins og með honum var sameiginlegur markað- ur stofnaður fyrir kol, stál, jámgrýti og brotajárn. Með þessu urðu þjóðirnar efna- hagslega háðari hver annarri og hófst þar með evrópski samrun- inn. Til að byrja með var sambandið hugsað sem efnahags- og viðskipta- bandalag, en á 50 árum hefur það þróast í að verða efnahags- og stjórnmálasamband. Ekki vildu öll Vestur-Evrópuríkin taka þátt í þess- um samruna og mynduðu nokkur þeirra Fríverslunarsamtök Evrópu, EFTA, (1960) sem höfðu svipað markmið og Evrópubandalagið (EB), þ.e. að fella niður tolla milli að- ildarríkja. Núna hafa mörg EFTA- ríki eins og Danmörk, Svíþjóð og Austurríki, svo dæmi séu tekin, snúið baki við EFTA og gengið í ESB. í dag eru eingöngu ísland, Noregur og Liechtenstein eftir í EFTA. Það var svo árið 1992 sem EFTA og EB undirrituðu samning- Samtök Markmið ungliðasam- takanna er, segir Guð- rún Halla Sveinsdóttir, að virkja ungt fólk til þátttöku í umræðunni um þjóðmál, alþjóðamál og stjórnmál. inn um EES (Evrópska efnahags- svæðið) sem tryggði báðum banda- lögunum aðgang að innri markaði Evrópu. Með þessum samningi hafa íslendingar haft greiðan aðgang að innri markaðnum án þess að hafa þurft að gera stjórnmálasamning við ESB. í dag eru hlutimir að breytast, ESB er orðið miklu stærra og stofn- anir þess fleiri. Þar ber helst að nefna stofnun EMU (Evrópska myntbandalagið) og sameiginlegan gjaldmiðil þess, evruna. Staða íslendinga Hver er staða okkar íslendinga núna? Er hagkvæmara fyrir okkur að einangrast heldur en að hefja samningaviðræður við ESB? Nú hefur Verkamannaflokkurinn í Nor- Guðrún Halla Sveinsdóttir ÍSLENSKT MÁL Kristinn Pálsson á Blönduósi skrifar mér bréf með hlýlegum ávarps- og kveðjuorðum. Hann er vakandi á verði um óspjallaða ís- lensku, og nú skulum við gefa hon- um orðið: „Eg sendi þér hér nokkrar „fjól- ur“ úr fjölmiðlunum: - Launin eru að síga upp á við -, ég hef vanist því að síga væri notað um eitthvað á niðurleið? [Innsk. umsjónarmanns: Spumingarmerki K.P. er óþarft. * Eitthvað sígur niður eða ofan, ann- að stígur upp.] - Við stefnum að því að komast hjá fullkomnu slysi - skil ekki hvað er meiningin! [Sjálfsagt er átt við stórslys, en þá er „full- komið“ ekki heppileg einkunn. Það orð fer betur með því sem er gott en því, sem lakara er.] - Tíminn virðist búinn að fá fætur, því flestir þulim- ir segja: tíminn er hlaupinn frá okk- ur - svo maður verður feginn þegar þulur á Akureyri segir: Tíminn er að verða útrunninn." [Umsjm. sættir sig vel við að tíminn hlaupi og minnir á að sagnimar hlaupa og renna höfðu sömu merkingu.] Kristinn enn: „Þá fækkar þeim, sem kunna að fara með eitthvað og i eitthvert. Dæmi: Að fara eitthvert - (í stað: að fara eitthvað. Og úr dæg- urlagatexta: „Gefðu mér eitthvað giingur," í stað eitthvert.) Þá stefn- ir líka í það að fólk hætti að fall- beygja, sbr. þegar ráðherrann sagði: „Þetta er ekki rétt hjá „Dag“ (Degi).“ [Umsjm. tekur sterklega í streng með Kristni um mjög áber- andi rugling á eitthvað og eitt- hvert. Munurinn er mjög skýr, ef rétt er mælt. Eitthvað er sjálfstætt fomafn, eitthvert ósjálfstætt.] Kristinn áfram, og nú sleppir _ umsjónarmaður öllum athuga- r semdum í hornklofa: „Þá sækir enskan á, ekki bara orðin þýdd eða hálfþýdd, heldur hugsunin líka: „Hafðu góðan dag“ (have a good day). Nákvæmlega - minnir ónotalega á exactly á ensk- unni, notað í samtölum. Svo þetta sem sker alltaf í mín eyru: „Stór hluti af foreldrunum" í stað „marg- Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1048. þátturþáttur ir foreldranna". „Hluti sóknar- barna ætlar að fara“ í stað: flest sóknarbarna ætlar að fara. Þá tönnlaðist einn þulurinn á því að grafa hausinn í sandinn, þar sem ég hef vanist því að tala um að stinga höfðinu í sandinn." Umsjónarmaður færir Kristni þakkir fyrir góð bréf fyrr og síðar. ★ Hlymrekur handan kvað: Sagði Bjöm: „Þegar öp mér til aldurs brá, fór út af mér kappgimi og hjaldursþrá, en með blíðu og skjali og með biðilsmannatali tókst mér að krækja í Baldursbrá. ★ Nú ætla ég að venda mínu kvæði í kross og gefa Einari Benedikts- syni skáldi orðið um efni sem ég hef stundum reynt að skrifa um frá eig- in brjósti. Einar segir í grein í blaði sínu Þjóðstefnu 22. júm' 1916 m.a. á þessa leið: „Einn gimsteinn, sem vér einir eigum fram yfir allar heimsþjóðir, er stuðlagáfan, kenndin á setning þess ríms, sem á útlendu máli er kallað bókstafarím. Eg leyfi mér að kalla þessa rímvísi þjóðar vorrar brageyra og skal skýra nánar með nokkrum orðum, hvað þetta nafn á að merkja. í öllum stíl, mælsku og spakmæl- um - á þeim tungumálum heimsins að minnsta kosti, sem ættuð eru við norrænuna - er stuðlum beitt jafn- aðarlega til þess að fegra og styrkjamál eða gera það minnis- stætt. Einnig hafa mörg útlend skáld síðari tíma reynt að stuðla hendingar, en hafi það tekizt, þá hefur það verið af tilviljun, því brageyra er hvergi til nú nema hjá íslendingum. Bæði Grundtvig gamli og Ingemann reyndu að stuðla rímað mál, en tókst illa, og verða stuðlar þeirra kátlegir, þegar íslendingar lesa. Edgar Poe stuðl- ar og gerir það rétt í fagra kvæðinu Annabel Lee, þar sem hann segir: „For the moon never beams without bringing me dreams of the beautiful Annabel Lee.“ En slíkt er fágætt og kemur þá líklega helst fyrir hjá hámenntuð- um stílskáldum Engilsaxa... Stuðlasetning verður best numin með því gjöra sér Ijóst fyrst, að þetta einkennilega norræna rím, sem teljast má grundvöllur skáld- formsins frá elztu tímum feðra vorra, kemur fram í tveim áherzlu- samstöfum tveggja orða, og á þetta vafalaust skylt við þann sérstakleik norrænunnar að áherzlan liggur ætíð á fyrsta orðsatkvæði. I þessari mynd hefur stuðlasetn- ingin gengið í arf til annarra niðja- tungna norrænunnar og er óspart höfð þar í máltækjum, fyrirsögnum og jafnvel í auglýsingum... Er ekki kominn tími til þess, að ungmennum Islands sé kennt í skólum það allra helzta, sem lýtur að bragfræði? Tungumál vort er svo dýrt og forn skáldmennt vor svo fræg um allan heim, að ekki virðist fjan-i sanni, að þetta málefni væri nokkuð athugað. Löghlýðnin við frumreglur rímlistar vorrar er á góðum vegi til glötunar hjá ýmsum íslenzkum mönnum. Er ekki tíminn kominn til þess að taka þar í streng- inn?“ Þetta sagði Einar Benediktsson fyrir rúmum 70 árum, og enn bið ég menn „að athuga þetta málefni". Enn er hægt að bjarga brageyra Islendinga, en það gæti farið að verða hver síðastur. ★ Mitt verk er,þáégfellogfer, eitt fræ, mitt land, í duft þitt grafið; mín söngvabrot, sem býð ég þér, eitt blað í Ijóðasveig þinn vafið. En innsta hræring hugar míns, hún hverfa skal til upphafs sins, sem báran - endurheimt í hafið. (Einar Benediktsson: SteQahreimur.) Snemma í síðasta þætti laumað- ist t aftan á persónufornafnið þú. Beðist er velvirðingar á þessu. egi ýjað að því að setja Evrópumál aftur á oddinn komist þeir til valda eftir næstu kosningar. Ef svo færi að Norðmenn ákvæðu að ganga inn í ESB þá yrði staða íslendinga frekar veik gagnvart ESB og líklega á öðr- um mörkuðum líka því flestar þjóðir vilja frekar gera viðskiptasamninga við stórt samband en litla þjóð. Staða EES-samningsins hefur einnig veikst á síðustu árum vegna breytinga sem orðið hafa á innviðum ESB og gera ríkjum eins og íslandi erfiðara um vik með að hafa áhrif á ákvarðanir ESB sem varða ísland og hin EES-löndin. Stöðugt eru líka að koma upp ný mikilvæg samstarfs- verkefni við lönd ESB sem falla utan ramma EES. Þar má nefna til dæm- is Schengen-samstarfið og nýtt verkefni sem hafið er innan ESB um varnir gegn eiturlyfjum í Evrópu. íslendingar eru mjög háðir evrópska markaðnum og fara u.þ.b. 70% af útflutningi okkar til Evrópu- sambandsríkja. EES-samningurinn fer að verða einskis virði þegar svo mörg fyrrverandi EFTA-ríki til- heyra nú ESB. Stækkun ESB á allra næstu árum mun einnig rýra stöðu Islands og EES-samningsins eins og meira að segja Halldór Ásgrímsson viðurkenndi nýlega í umræðum á Al- þingi. Við getum haft meiri áhrif inn- an ESB í stað þess að standa áhrifa- laus utan við sambandið en engu að síður viðskiptalega háð því. Þess vegna hlýtur að vera tímabært að hefja aðildarviðræður sem fyrst til að hafa forskot og geta tryggt hags- muni okkar með þvi að gera góðan samningvið sambandið. Forkólfar ríkisstjómarflokkanna hafa gagnrýnt forræðishyggju jafn- aðarmanna í hinum ýmsu málum undanfarin ár. Kemur nú vel á vond- an. Eg skora á stjómvöld að leyfa al- menningi að velja hvort hann vill ESB-aðild eður ei. Við emm fullorð- ið fólk sem getum axlað ábyrgð. Ef þú ert á aldrinum 18-30 ára og hefur áhuga á þjóðmálum og telur þig eiga eitthvað sameiginlegt með okkur komdu þá á stofnfund Ungra jafnaðarmanna í Iðnó í dag,ll. mars, kl: 15:00 Höfundur er nemi í hagfræði við HI. Kynningarbækl- ingur um rétt- indi sjúklinga Á VEGUM heil- brigðis- og trygginga- málaráðuneytisins er nú kominn út bækling- ur fyrir almenning sem heitir Kynntu þér réttindi þín, þar sem fjallað er á aðgengileg- an hátt um helstu rétt- indi sjúklinga sam- kvæmt lögum. Akveðið var að dreifa bækling- num inn á öll heimiii í landinu og nú þegar ættu margir að hafa fengið hann í hendur. Réttindi þeirra sem þurfa á heilbrigðis- þjónustu að halda er afar mikilvægur hluti af mannrétt- indum fólks. Arangursríkasta leiðin til að tryggja þessi réttindi sem best er að gera sem allra flestum unnt að kynna sér hvað í þeim felst, því flestir þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda einhvern tímann á ævinni. Innan heilbrigðisþjónustunnar er fengist við viðkvæm og persónuleg mál einstaklinga. Því er mikilvægt að réttur þeirra sem þurfa að nýta sér heilbrigðisþjónustu sé skýr og afdráttarlaus og að upplýsingar um helstu réttindi sjúklinga séu öllum aðgengilegar. í þessu skyni ákvað ég að ráðist yrði í útgáfu þessa bæklings og honum dreift til allra landsmanna. Sérstök lög um réttindi sjúklinga hafa öðlast gildi hér á landi og í nokkrum nágrannalanda okkar á undanförnum árum. í þeim er kveð- ið á um grundvallarréttindi sem sjúklingar njóta, ákvörðunarrétt, og virðingu fyrir einkalífi þeirra og óskum við þær erfiðu kringumstæð- ur sem oft fylgja sjúkdómum og meðferð við þeim. Markmiðið með lögunum er að tryggja sjúklingum tiltekin réttindi í samræmi við al- menn mannréttindi og mannhelgi, styrkja þannig réttarstöðu þeirra gagnvart heilbrigðisþjónustunni og styðja það trúnaðarsamband sem þarf að ríkja milli sjúklinga og heil- brigðisstarfsmanna. Áður en lögin tóku gildi var rétt- ur sjúklinga tryggður í dreifðum laga- og reglugerðarákvæðum. Til- gangurinn með því að fella helstu réttindi sjúklinga undir ein heildar- lög var einkum að gera lögin skýrari og aðgengilegri fyrir alla sem þurfa að styðjast við þau en einnig eru í þeim ýmis nýmæli sem tryggja sjúklingum fjölþættari réttindi en áður. Til að tryggja að sjúklingar fái notið réttinda sinna skiptir miklu að starfsfólk heilbrigðis- þjónustunnar þekki lögin til hlítar og geti veitt sjúklingum stuðning og leiðsögn til að fóta sig í flóknu heilbrigðiskerfi nútím- ans. Það skiptir líka svo gífurlega miklu máli að sjúklingar beri traust til heilbrigðis- starfsfólksins og viti að þeir eru í góðum hönd- um. Samhliða útgáfu bæklingsins sem nú er verið að dreifa til landsmanna hef ég einnig látið gefa út upplýsingarit fyrir heilbrigðis- starfsfólk þar sem gerð er grein fyr- ir lögum um réttindi sjúklinga og einstakar greinar þeirra skýrðar. Bæklingur Við íslendingar getum verið stoltir af því heil- brigðiskerfí sem við bú- um við, segir Ingibjörg Pálmadóttir. Það er fyrst og fremst að þakka framsæknu og metnaðarfullu starfs- fólki sem hefur byggt upp traust meðal al- mennings í landinu á heilbrigðisþjónustunni. Það er von mín að þetta rit verði til þess að auðvelda starfsfólki heil- brigðisþjónustunnar að starfa í anda laganna og sýna sjúklingum þá virðingu sem þeim er svo mikilvæg. Við Islendingar getum verið stoltir af því heilbrigðiskerfi sem við búum við. Það er fyrst og fremst að þakka framsæknu og metnaðarfullu starfsfólki sem hefur byggt upp traust meðal almennings í landinu á heilbrigðisþjónustunni. Sú skylda hvílir á herðum okkar að hlúa að því sem vel er gert og sá til framtíðar þannig að við megum áfram standa í fremstu röð á þessu sviði. Höfundur er heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra. Ingibjörg Pálmadóttir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.