Morgunblaðið - 11.03.2000, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 11.03.2000, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 11. MARS 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ BIRGIR SVEINBJÖRNSSON + Birgir Svein- björnsson fædd- ist í Skáleyjum á Breiðafirði hinn 23. maí 1937. Hann lést á Eyrarbakka 4. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sveinbjörn Daníelsson, f. 29.3. 1907 d. 12.2. 1986, og Sigríður Þórðar- dóttir, f. 9.12. 1905, d. 8.5. 1996. Bræður > hans eru: 1) Daníel Guðmundur, f. 4.8. f. 27.5. 1947. Elín er dóttir Guðbjargar Eiríksdóttur, f. 1.11. 1922, og Siguijóns Bjarnasonar, f. 20.5. 1922, d. 28.2. 1995. Börn Birgis og Elínar eru: 1) Sigríður Birna, f. 4.12. 1964, maki Marteinn Aril- íusson, f. 23.10. 1962. Synir þeirra eru: Arilfus, f. 31.5. 1984, Birgir, f. 22.12. 1987, og Andri, f. 25.7. 1992. 2) Ingibjörg, f. 9.4. 1966. Hún var 1933, d. 24.8. 1979. Hann var kvæntur Guðrúnu Jónu Sigurjónsdóttur sem lést 8.3. 1997 og áttu þau saman þrjá syni. 2) Þórður Ingvi, f. 1.8. 1941, kvæntur Lilju Magnúsdóttur og eiga þau tvö börn. Fóstursystkini Birgis voru María Gestsdóttir og Baldur Ármann Gestsson og eru þau bæði látin. Birgir kvæntist 6. mars 1965 Elínu Margréti Sigurjónsdóttur, gift Davíð Kristjánssyni, f. 20.5. 1964. Dætur þeirra eru Margrét Birgitta, f. 1.3. 1984, og Guðný Kristrún, f. 9.4. 1989. Davíð og Ingibjörg eru skilin. 3) Svein- björn, f. 17.9. 1968. 4) Sigurjón Halldór, f. 22.3. 1971, maki María Sjöfn Árnadóttir, f. 24.4. 1972. Börn þeirra eru Helga Björk, f. 27.2. 1991, og Aron Arni, f. 16.5. 1996. 5) Sævar, f. 21.7. 1973. Son- ur hans er Anton Þór, f. 28.4. 1996. 6) Rúnar, f. 17.2. 1976, makiHólmfríður Björg Þorvalds- dóttir, f. 6.1. 1977. Dóttir þeirra er Máney Alda, f. 23.11. 1999. Birgir var í Skáleyjum á Breiðafirði til 1939, en þá fluttist hann til Svefneyja og ólst þar upp. Þaðan fluttist hann 1958 að Ogri við Stykkishólm og bjó þar í eitt ár, en þaðan lá leiðin á Stað- arbakka í Helgafellssveit. Birgir útskrifaðist sem búfræð- ingur frá Bændaskólanum á Hvanneyri. Hann fluttist til Reykjavíkur 1964 og bjó þar þangað til að hann fluttist á Eyr- arbakka árið 1970. í Reykjavík stundaði Birgir sjóinn og al- menna byggingarvinnu. Þegar hann kom til Eyrarbakka hóf hann að stunda búskap og varð seinna fangavörður við fangelsið á Litla-Hrauni þar sem hann vann allt til síðasta dags. Birgir stundaði síðasta áratug grá- sleppuveiðar f sumarfríi sínu, í fyrstu hjá Þórði frænda sínum í Árbæ í Reykhólasveit og svo frá Skarði á Skarðsströnd, þar sem hann var með eigin útgerð. Utför Birgis fer fram frá Eyr- arbakkakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Þegar ég vaknaði við símann átti ég á flestu von en ekki því að Sigur- ’jþán bróðir myndi segja mér að pabbi væri dáinn. Állt í einu var allt stopp, svo byrjaði ég að skjálfa og tárin streymdu fram. Eg vonaði að ég gæti klipið mig í kinnina og vaknað upp og pabbi væri enn á lífi. En lífið er ekki svo einfalt, pabbi, þú ert farinn á enn eitt flakkið. Ég man eftir þegar ég var lítill og þú sagðir mér sögur á hverju kvöldi, yfirleitt gamansögur. Ég man líka eftir þegar mamma var á spítala og þú annaðist mig og hugg- aðir mig í fjarveru hennar. Minning- amar hellast yfir mig um allt það sem við gerðum saman. Þegar ég var lítill var ég eins og skuggi þinn. Ég fór meira að segja í vinnuna með þér á vörubílnum. Þó svo þú hafir lagt af stað kl. 6 á morgnana og reynt að læðast út þá fann ég alltaf fyrir því þegar þú varst farinn og yfirleitt fór ég með þér í ferðirnar. Éf það vildi svo illilega til að þú náðir að fara án þess að vekja mig þá sat ég úti í gluggakistu, niðurbrotinn og grát- andi langt fram eftir degi. Þú varst besti faðir sem hægt var að hugsa sér. Aldrei gerðir þú upp á milli barnanna þinna né barnabarna. Þú varst sanngjarn, saklaus, heiðarleg- ur og hrókur alls fagnaðar hvar sem þú komst. Ég man þegar ég var í J%óðum vinahópi þá hafði ég gaman af að segja gamansögur af þér því þær voru ófáar og vöktu þær ávallt mikla lukku. Sorglegast af öllu við dauða þinn finnst mér að litla dóttir mín, hún Máney Alda, fái nú aldrei tæki- færi til að kynnast eða njóta sam- vista með þér. En minningin um þig lifir og hún mun ekki deyja. I fyrstu eru minningarnar um þig sárar en verða dýrmætari með hverjum deg- inum sem líður og ég á eftir að segja dóttur minni sögur af þér um ókomin GARÐH EIMAR vJBLÓMABUÐ STEKKJARBAKKA 6 SÍMI 540 3320 v Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. ár svo hún viti hversu yndislegan og frábæran afa hún átti. Daginn sem þú lést rigndi mikið, það var eins og allur heimurinn væri að gráta og held ég að hver sá sem þekkti þig hafi fellt tár þennan dag því Guð gat varla hafa tekið betri mann. Einhver sagði að tíminn lækn- aði öll sár en þetta sár verður lengi að gróa, ég mun alltaf sakna þín. Eg vona að við hittumst einhvem tím- ann á ný. Ég elska þig, pabbi minn. Yndi það sem ást þín skóp er minn stærsti hagur. Vanti þig í vinahóp verðurlangur dagur. Þú héfur oft, það segi ég satt, sungið ljóð í haga og margan dapran getað glatt gleðisnauðadaga. Þinn sonur, Rúnar. Elsku pabbi. Þær eru svo margar góðar minningarnar sem ég á um þig sem ég ætla að geyma vel í huga mín- um. Eg mun aldrei gleyma brosinu og öllum glöðu stundunum með þér. Það fylgdi þér svo mikill hlátur og hlýja. Þú varst líka svo traustur og góður pabbi, afi og vinur. Pabbi minn, við erum mörg sem söknum þín, það vantar mikið í hóp- inn, bæði fjölskyldu, samstarfs- manna og vina. En ég trúi því að allt hafi þetta tilgang og við erum rík að hafa fengið að vera með þér þessi ár. Elsku pabbi, þú varst langbestur. Ég mun aldrei gleyma þér. Ég minnist þín um daga og dimmarnætur mig dreymir þig svo lengi hjartað slær, og þegar húmið hylur allt sem grætur min hugarrós á leiði þínu grær. Þín kærleiksbros mér aldrei, aldreigleymast. Þitt allt, þitt bænarmál og hvarms þíntár. Hvert ráð, hvert orð, hvert armtak skal geymast Þín ástarminning græðir, græðir lífs míns sál. Við öldur hljóms og óðs frá unnarsölum um óttustund ég tæmi djúpsins skál. Á meðan söngfugl sefur innst í dölum mér svaiar hafsins þunga, trega mál. Úr rúmsins fjarvídd aldnir berastómar. Það allt sem var, er enn og verður til. Svo lengi skapa eldsins ljós af þomar erlífið einheild, enheild með þáttaskil. (ÁJ.) Svo bið ég Guð að gefa okkur öll- um styrk og trú. Guð geymi þig, pabbi minn, og góða nótt. Þín dóttir, Sigríður Birna. Sár er söknuður. Þann mikla rign- ingardag, laugardaginn 4. mars, kl. 9.30 komu séra Úlfar Guðmundsson, Sigga Birna systir og Sigurjón bróð- ir og sögðu mér þau sorgartíðindi að faðir okkai- hefði orðið bráðkvaddur á Litla-Hrauni klst. áður en vakt hans lauk. Ég grét mikið og fannst að ég væri ein með dætur mínar tvær, því faðir minn og ég vorum alla tíð mjög háð hvort öðru, hann var mín stoð og stytta. Öll þessi ár sem ég hef búið ein var hann alltaf til- búinn að koma og hjálpa mér og systkinum mínum ef við þyrftum á honum að halda. Hann skildi engan út undan, hvorki böm sín eða barna- börn sem eru níu talsins. Við hefðum ekki getað hlotið betra heimili og uppeldi, ég og systkini mín. Á uppvaxtarárum okkar á heim- ili foreldra okkar (Merkisteini 2) var alltaf opið hús fyrir fullorðið fólk og börn, og nóg með kaffinu. Mikil ká- tína og gleði ríkti á okkar stóra og ástríka heimili. Elsku pabbi, nú ertu farinn, tek- inn frá okkur of fijótt. Tár móður okkar, barnanna, barnabarnanna og vina þinna fylltu himininn támm, því mikið rigndi þennan dag. Það var eins og heimur- inn hefði grátið vegna þín. Allir sem þekktu þig em sammála um að þú sért skemmtilegasti og besti maður sem þeir hafi kynnst, enda áttir þú mikinn fjölda vina og félaga bæði í einkalífi og starfi. Pabbi minn, nú ertu farinn. Ég og dætur mínar kveðjum þig með mikl- um söknuði og támm. En ég veit að þú fylgist með okkur börnum þínum og ættingjum og hjálpar okkur í gegnum lífsins raunir og sérð hvað þú hefur gert okkur að ábyrgu og sterku fólki sem við munum alltaf vera. Takk fyrir okkur. Guð geymi þig, elsku pabbi minn. Ingibjörg Birgisdóttir, Margrét Birgitta Davíðsdóttir, Guðný Kristrún Davíðsdóttir. Ég er enn að bíða eftir því að pabbi hringi og spyrji með hverjum ég ætli á vaktina. En hann hringir ekki aftur hann pabbi, hann er búinn að klára síðustu vaktina. Hann pabbi var alltaf tilbúinn að hjálpa fólki, hvar og hvenær sem var. Hann átti vini um allt og aldrei heyrði ég hann tala illa um fólk, þótt það fólk hefði gert eitthvað á hans hlut. Hann var félagsvera af lífi og sál og leið vel innan um fólk, en hon- um þótti líka gott að vera einn með náttúranni, úti á sjó eða að skoða landið. Ég á margar fallegar minn- ingar um pabba og verða þær dýr- mætari núna á svona stundu. Pabbi var góður faðir og góður eiginmaður, harðduglegur og Ijúfur. Hann sagði okkur systkinunum sögur á kvöldin og það var alltaf gott að kúra hjá honum, hann skipti aldrei skapi og gerði aldrei upp á milli barnanna sinna. Það var alltaf gleði í kringum pabba, hvort sem var heima eða í vinnu. Eitt það síðasta sem ég og pabbi gerðum saman var að fara á starfs- menntunarnámskeið. Þar kom pabbi í púlt og sagði að sín mesta eftirsjá í lífinu væri sú að hann hefði ekki var- ið nægum tíma með fjölskyldunni. Það var í fyrsta skipti sem ég heyrði pabba tala frá hjartanu, því hann bar tilfinningar sínar ekki á torg. En ég vil segja við þig, pabbi minn, að skiln- aði: Þú stóðst þig vel og hugsaðir vel um þitt fólk og ég er stoltur af því að vera sonur þinn. Ég vil þakka þeim fjölmörgu sem hafa hringt í okkur og komið og vejtt okkur styrk í orðum og gerðum. Ég veit að það em margir sem syrgja hann pabba enda er farinn sá besti og verður skarð hans aldrei fyllt. En ég veit líka að pabba h'ður vel og sú vissa huggar mig í þessari miklu sorg og minningin um góðan föður og vin mun lifa. Pabbi minn, hvíldu þig nú, þú átt það skilið. Ég elska þig. Þinn sonur, Siguijón. Elsku pabbi minn. Nú ertu enn einu sinni farinn á flakk. En ég bjóst ekki við því að þú færir í þetta ferða- lag strax. Ég var farinn að hlakka svo mikið til að flytja aftur heim til þín i „gula“. Að vera hjá þér, að ferð- ast með þér og að hjálpa þér með bátinn. Það var svo margt á döfinni. Þú ætlaðir í ferðalög út í lönd. Ég var búinn að útvega þér risastórt landa- kort til að hengja upp á vegg, af öll- um heiminum. Nú hugsa ég til þín og ég sakna þín svo mikið. Ég sé andlit þitt fyrir mér svo glaðlegt og vina- legt, markað af lífsreynslu og vinnu. Ég minnist þess er við vomm að vinna saman í fyrrahaust fyrir vest- an í bátnum. Við vomm að fletja þorsk. Við stóðum samfleytt í tíu tíma. Tókum okkur aðeins hlé í hálf- tíma til að borða súkkulaði. Og alltaf spurðirðu, hvort ég væri orðinn þreyttur? Umhyggjan var svo mikil. Þú varst alltaf til staðar. Sonur minn Anton Þór talaði alltaf um að fara til afa í „gula“. Hann skynjaði hlýjuna, gleðina og öryggið frá þér. Þú er fyr- irmynd mín sem faðir. Því góður fað- ir birtist ekki endilega í ríkidæmi veraldlegra hluta. Heldur einnig í orðum, verkum og hjartlagi. Þú hafð- ir það fyrir reglu að fara með Faðir vorið er þú varst að svæfa okkur systkinin. Þú sagðir okkur að biðja fyrir þeim sem áttu bágt, þá nefnd- irðu alla á nafn. Svo sagðirðu okkur gamansögur og við hlógum og hlóg- um. En alltaf sofnaðir þú fyrst. Nú ertu farinn í þitt síðasta ferða- lag en ég veit hvar þú ert, því þú sagðir mér það. Pabbi. Lífsþróttur unga mannsins. Hlátur og gleði ungbamsins. Hlýja ogviska gamla marmsins. Þú. Vertu sæll, elsku pabbi minn. Guð geymi þig. Þinn sonur, Sævar. „Margrét mín, hann afi þinn er dá- inn,“ var með því fyrsta sem mér var sagt laugardagsmorguninn 4. mars. Ég verð nú að segja að þessu bjóst ég ekki við, ég hafði spáð afa langlífi, hann var svo hress og félagslyndur og lét aldrei á neinu bera þótt hann væri eitthvað veikur. Þegar manni em sögð svona tíðindi hrúgast yfir mann minningar og þá sérstaklega góðar minningar um þennan frá- bæra mann. Hann afi var alltaf til- búinn að hjálpa ef maður átti eitt- hvað erfitt þótt hann væri ekkert betur staddur sjálfur. Hann hugsaði alltaf um aðra og að öðmm liði sem best. Égman eftir Veiðivatnaferðun- um sem við barnabörnin fómm með honum. Þótt við veiddum ekki neitt og þyrftum að fara á útiklósett þá var þetta svo gaman og mikið ævin- týri. Afi undi sér vel úti í náttúrunni og var mikið náttúrabam. Hann stund- aði sjóinn mikið og þótti gaman af því að veiða, ég man eftir því þegar hann sagði einu sinni við mig að þegar það lægi eitthvað illa á honum þætti hon- um gott að fara út í fjöm að hugsa. Það var svo gott þegar maður var lítill að vera hjá afa og ömmu og fá að kúra uppi í hjá þeim og láta afa segja manni sögur af sér þegar hann var lítill og eyjunni hans. Okkur krökk- unum þótti svolítið gaman af að stríða honum og þá sérstaklega með músum, hann var alveg logandi hræddur við mýs. Einu sinni kemur Biggi í heimsókn (sonur Siggu Bimu) og lætur afa fá kassa. Afi opn- ar kassann, tekur bolta upp úr hon- um og við boltann er föst einhver loð- tuska (sem afi hélt að væri mús). Afi tekur á rás og hleypur fram á gang og felur sig í fatahenginu, en við hlógum og hlógum. En afi tók öllu gríni vel og hann gerði í því að láta stríða sér og þótti gaman að því. Síðasta skipti sem ég hitti afa var á afmælisdaginn minn 1. mars. Hann hringdi í mig í skólann og bað mig og Alla (son Siggu Bimu) að koma til sín út í „Gula“, en það er húsið kallað sem hann átti heima í (gult hús). Þegar við komum til hans tekur hann á móti okkur með bros á vör, var þá búinn að baka pönnukökur. Þá hefði mig aldrei gmnað að þetta yrði í síð- asta sinn sem ég myndi hitta hann. En þetta var bara eitt dæmið um hvað hann var góður afi. Ég stend í þeirri meiningu að þeg- ar Guð tekur frá manni góða ástvini og ættingja svona fljótt, vanti svona gott fólk hinum megin. Já, hann afi var frábær og er eflaust enn, og ég held að það hefði mátt segja honum það oftar en maður gerði. Þú munt lifa með okkur öllum alla tíð, við munum aldrei gleyma þér. Ég bið Guð um að taka vel á móti þér og líði þér sem best. Ég kveð þig enn sem áður, með innilegri þökk. Minn hugur reikar hrjáður til himins lítégklökk. Ég bið minn Guð að gjalda hið góða semégnaut. Gakk þú um aldir alda óslitna sigurbraut (Halla Eyjólfsd.) Þín dótturdóttir, Margrét Birgitta Davíðsdóttir. Nú legg ég augun aftur ogætlaméraðsofna svo að Guð oggóðirenglar vaki yfir mér. Elsku afi. Nú ert þú farinn frá okkur og kominn til Guðs. Þú fórst allt of fijótt, við áttum eftir að gera svo margt saman. En samt em þeir tím- ar sem ég átti með þér ógleyman- legir og allir jafn góðir. Þú vildir allt- af að ég kæmi með hvert sem þú fórst. Ég man allar Veiðivatnaferð- imar, bílasýningamar og allar heim- sóknimar sem við fómm í. Við fómm til Veiðivatna á hverju sumri, það var alltaf jafn gaman. Ég vildi að þær gætu orðið fleiri. Við vomm búnir að panta í Veiðivötnum í sumar. Ég hlakkaði svo til að fara með þér en ég veit að þú verður nálægt okkur. Það era svo margar minningar sem koma upp í hugann þegar svona kemur fyrir og em þær allar ógleym- anlegar. Það var alltaf jafn gaman að koma út í Gula, þú vildir alltaf gefa manni eitthvað þó að þú ættir ekki mikið fyrir þig sjálfan. Þú hugsaðir alltaf fyrst um vini þína og fjöl- skyldu. Ég veit að núna getur þú flakkað eins og þú vilt og ég vildi að ég gæti komið með. Ég mun alltaf minnast þín, hvað þú varst mér alltaf góður og vildir allt fyrir mig gera. Guð geymi þig, afi minn. Þinn dóttursonur, Birgir. Elsku afi. Þegar ég heyrði að þú værir dáinn var mér mjög bmgðið, því aðeins nokkrum dögum áður varstu svo hress. Ég vissi að þú hefð- ir farið til læknis en ég hélt að það væri ekkert alvarlegt. Þær em endalausar minningarnar sem ég á um þig. Allar árlegu Veiði- vatnaferðimar sem fjölskyldan fór í,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.