Morgunblaðið - 11.03.2000, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ
_______________________________LÁÚGARDAGUR 11. MARS 2000 57
MINNINGAR
ég vildi að ég hefði komist með síð-
asta sumar þegar þið fóruð. Einnig
fór ég með þér tvisvar vestur og þá
fóru Biggi og Magga líka með og þá
var mjög gaman. Eg vildi að ég hefði
farið oftar með þér vestur en ég
gerði. Ég man einnig eftir því hvað
var gaman að koma á Eyrarbakka til
þín og ömmu, er ég var yngri, og
gista hjá ykkur og láta þig segja
manni sögur. Ég var jafn mikið hjá
ykkur og ég var heima hjá mér. Það
var einnig skemmtilegt þegar þú
komst í heimsókn, eins og þú gerðir
oft, maður var að horfa á fótboltaleik
og þú komst inn, stóðst alltaf dálítinn
tíma fyrir framan sjónvarpið og svo
komu alltaf sömu spumingarnar:
„Hvernig stendur?" og: „Hverjir eru
rauðir?" Nú á maður eftir að sakna
þess.
Afi. Mér þótti svo vænt um þig og
ég vildi að þú værir héma ennþá, en
ég veit að ég hitti þig aftur seinna og
hlakka til.
Þinn dóttursonur,
Arilfus.
Elsku afi í gula. Það var svo gam-
an hjá okkur, mér og þér, síðast þeg-
ar ég kom heim til þín. Þá varst þú að
hjálpa mér að búa til kattarleikfang
handa frú Kötlu. Svo vomm við báðir
að leika við hana. Þú varst búinn að
baka pönnukökur handa mér og hin-
um krökkunum. Ég sakna þín.
Bless, afi minn.
Þinn
Andri.
Nú þegar ég kveð þig, kæri bróðir,
leitar hugurinn ósjálfrátt til
bernskuára okkar, til þess tíma er
fyrstu minningarnar urðu til. At-
burðir þessa tíma greyptust skýrt í
hugann og birtast ljóslifandi í endur-
minningunni þótt liðin sé nær hálf
öld síðan þeir gerðust. Umhverfið
var sérstætt, eyja úti á miðjum
Breiðafirði umlukin sjó á alla vegu.
Aðstæðurnar kröfðust þess að hver
hönd skilaði því verki sem hægt var
að ætlast til. Því var það aðeins sjálf-
sagður hlutur að börn tækju þátt í
þeim störfum sem þau höfðu vit og
getu til að leysa af hendi. Skóli lífsins
var þegar hafinn og ég, nemandinn,
hafði jú nokkra kennara og meðal
þeirra varst þú, bróðir sæll. Námið
var að sjálfsögðu einkum á verklega
sviðinu, allt frá því að læra að moka
flórinn í fjósinu og gefa hænsnunum
og til þess að læra að umgangast bát-
ana, stýra þeim og síðan ná því marki
og að hafa traust til þess að fara
einsamall á vélbáti milli eyja. En
námið var líka á bóklega sviðinu því
þú áttir nokkurn þátt í því að kenna
mér að skrifa, lesa og reikna. Þá man
ég að þú kenndir mér nokkuð í landa-
fræði með þeim hætti að ég skyldi
skoða landakortið og læra nöfn sem
allra flestra landa og heiti höfuð-
borga þeirra. Síðan glæddir þú
áhuga minn á náminu með þvi að fara
í keppni við mig um hvor okkar kynni
skil á fleiri nöfnum landa og borga.
En tíminn leið hratt og áður en varði
lauk þessum kafla ævinnar, leiðir
skildu og samverustundum fækkaði.
Þegar við hittumst og spjölluðum
saman barst talið oft að æskustöðv-
unum. Allir sem þekktu þig vissu hve
sterkar taugar þínar voru til Eyj-
anna. Það var því ekki óvænt að þú
skyldir fyrir nokkrum árum kaupa
þér bát og hefja útgerð við Breiða-
fjörðinn. Þar sem ég nú skrifa þessar
línur verður mér ljós sú einkennilega
staðreynd að leiðir okkar lágu sein-
ast saman í þessu lífi vestur á
Breiðafirði, þegar ég að sumarlagi
fór með þér á bátnum þínum út um
Eyjar. Þar var hringnum lokað á
sama stað og hann hófst.
Það er gæfa mín að hafa átt þig
sem bróður með þeim mannkostum
sem bestir prýða nokkurn mann.
Hafðu þökk fyrir allt.
Þórður Sveinbjömsson.
Við viljum með fáeinum orðum
kveðja góðan vin, Birgi Sveinbjöms-
son.
Okkar kynni af þessum góða og
glaða manni voru ekki löng en duga
samt mannsævi. Þakklæti er það
sem kemur upp í huga, þakklæti fyr-
ir að hafa fengið að kynnast slíkum
manni sem gaf okkur svo mikið með
veru sinni hér.
Við vitum að þegar við hittumst
næst verður boðið upp á kaffi og
pönnukökur ásamt glettnum sögum
um vistina hinum megin.
Sjáumst seinna.
Aldrei mæst í síðasta sinni
sannir Jesúvinirfá.
Hrellda sál, það haf í minni
harmakveðju stundum á.
Pótt vér sjáumst oftar eigi
undirsól,erskínosshér,
á þeim mikla dýrðardegi
Drottins aftur fmnumst vér.
Þótt vér hljótum hér að kveðja
hjartans vini kærustu þrátt,
indæl von sú oss má gleðja,
aftur heilsum vér þeim brátt.
Hrellda sál, það haf í minni
harmakveðju stundum á:
Aldrei mæst í síðasta sinni
sannir Jesúvinirfá.
(Þýð. Helgi Hálfd.)
Kæra fjölskylda, Guð gefi ykkur
styrk í sorginni og ljós í myrkrinu.
Björg Ægisdóttir og
Björg Þorkelsdóttir.
Þær voru sorglegar fréttirnar sem
okkur bárust síðastliðinn laugar-
dagsmorgun. Hann Biggi okkar var
dáinn. Við segjum „Biggi okkar“, því
eftir fyrstu kynni okkar af honum
var eins og hann hefði alltaf verið
einn af fjölskyldunni. Hann var vinur
vina sinna, hvort sem um böm var að
ræða eða fullorðna.
Við áttum margar yndislegar sam-
verustundir með honum, bæði við
eldhúsborðið, á ferðalögum og ekki
síst á hinum ýmsu skemmtunum sem
við fórum á saman.
Samt stendur upp úr minningun-
um ferðin sem við fórum með honum
um síðastliðna verslunarmannahelgi,
þegar við fórum með honum á grá-
sleppuveiðar á Breiðafirði. Þá var
Birgir í essinu sínu, í blíðskaparveðri
og mokveiði.
Við vorum fimm í áhöfninni, á öll-
um aldri, eða níu til 62 ára. Við vor-
um hrædd um að yngstu hásetarnir
yrðu annaðhvort sjóveikir eða leiðir
en það var öðru nær.
Stelpumar, níu og tólf ára, sögð-
ust vera „heppnustu böm á íslandi",
þótt við hefðum ekki farið á ein-
hverja útihátíð með þær um verslun-
armannahelgina, því þær höfðu
aldrei upplifað annað eins fjör og að
vera á grásleppu með Bigga.
Þegar erfiðleikar steðjuðu að, eins
og þegar t.d. við stóðum í hjónaskiln-
aði, kom berlega í ljós hvem mann
Birgir hafði að geyma. Þá ýmist
hringdi hann í okkur, eða kom til að
ræða málin þegar hann hafði hugboð
um að okkur liði ekki vel, hvort okk-
ar sem í hlut átti, því hann mátti ekk-
ert aumt sjá.
Hann var sannarlega vinur, bæði í
blíðu og stríðu, sem var okkur til
halds og trausts, hvenær sem við
leituðum til hans.
Birgir. Við emm þakklát fyrir að
hafa fengið að ganga svolítinn spöl
með þér.
Hver getur siglt án vinds í dag.
Hvergeturróiðánára.
Hver getur skilið við vininn sinn,
utanaðfellatár.
Égget siglt án vinds í dag.
Éggetróiðánára.
En ekki skilið við vininn minn,
utan að fella tár.
Fjölskyldu Birgis sendum við okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Megi Guð vera með ykkur á sorgar-
stund.
Símon, Fjóla og dætur.
Öðlingsmaður er fallinn frá. Birgir
Sveinbjörnsson fangavörður varð
bráðkvaddur við vinnu sína að
morgni 4. mars, fyrir aldur fram. Við
andlát Birgis er höggvið skarð í hóp
okkar fangavarða sem er vandfyllt
og er söknuður okkar samstarfs-
manna á Litla-Hrauni mikill. Birgir
var hvers manns hugljúfi og drengur
góður. Hann var í eðli sínu hlédræg-
ur maður en félagslyndur mjög og
vildi hafa margmenni í kringum sig.
Hann átti marga vini og kunningja
sem hann heimsótti oft og kom víða
við til þess að spjalla og ef einhver
þurfti aðstoðar við, var það sjálfsagt.
Hann var duglegur við að smala
vinnufélögum sínum saman og halda
smáteiti í athvarfinu eins og við
vinnufélagarnir kölluðum oft heimili
hans okkar á milli, nú síðast viku fyr-
ir andlátið. Komu þá margir sam-
starfsmenn Birgis saman á heimili
hans á Stokkseyri og áttu saman
gleðilegt kvöld. Því þrátt fyrir að
Birgir bragðaði hvorki vín né tóbak
hafði hann gaman af því er menn
gerðu sér glaðan dag og var fús til að
skutla félögum sínum ef þeir höfðu
bragðað vín. Fyrir um tveim árum
fór hann í sína einu utanlandsferð
með tveim vinnufélögum og hafði
hann mikla ánægju af.
Þó að fangavarsla yrði starf Birgis
í tæp 30 ár og hann hafi alla tíð sinnt
starfinu af mikilli samviskusemi var
hugur hans alltaf tengdur sjónum og
trilluútgerð. Birgir var fæddur í
Breiðafjarðareyjum og þar dvaldi
hugur hans oft. Fyrir allnokkrum ár-
um fór Birgir að eyða öllum sínum
fríum við grásleppuveiðar í Breiða-
firðinum. Fyrst hjá frænda sínum en
síðan á eigin trillu og gerði hana út
frá Skarði á Skarðsströnd. Þar naut
Birgir sín vel og var sem kóngur í
ríki sínu, sáttur við lífið og tilveruna.
Birgir var mjög heilsuhraustur
alla tíð, en lengi býr að fyrstu gerð og
hefur hann eflaust fengið gott og
hollt að borða í æsku. En skyndilega
kom kallið, fyrirvaralaust, og ekki
verður aftur snúið.
Kæra Ella, börn, tengdabörn og
aðrir vinir, ég vil votta ykkur mína
dýpstu samúð og megi guð fylgja
ykkur.
Ari B. Thorarensen.
Ég er enn að reyna að átta mig á
þeirri staðreynd að þú, Biggi, sért
ekki lengur á meðal okkar. Við töluð-
um oft um lífið og tilgang þess. Hve
margt við gætum þakkað fyrir og
hve dýrmætt það væri að eiga ástvini
og ekki síður það að nýta tækifærin,
sem við fáum, til að sýna þeim meðan
við njótum samvista við þá hve mikils
virði þeir væru okkur. Við vorum
einmitt svo sammála um að við þyrft-
um að nýta þessi tækifæri miklu bet-
ur en við hefðum gert, áður en það
væri of seint. Þetta töluðum við um,
en nú finn ég svo sárt til þess að hafa
ekki notað tækifærin betur, sem mér
þó gáfust, til þess að sýna þér og
segja hve vænt mér þótti um þig og
hve þakklát ég er þér fyrir allt sem
þú hefur gefið mér af þér án þess að
vænta nokkurs í staðinn.
í þér bjó mikill kærleikur, á því
leikur enginn vafi.
Biggi, ég fæ aldrei þakkað þér
stuðning þinn við okkur Guðrúnu
Telmu eftir að Máni dó. Þú varst allt-
af tilbúinn að hjálpa á allan hátt. Það
er skrítið til þess að hugsa að fá
aldrei framar upphringingu frá þér,
að geta ekki tekið upp tólið, í tíma og
ótíma og slegið á þráðinn til þín. Að
geta ekki velt sér upp úr lífinu og til-
verunni með þér, því sem skipti okk-
ur máli og hinu sem var minna virði.
Að ég tali nú ekki um bullið sem var
alveg ómissandi og allur sá léttleiki
sem því fylgdi. Biggi, þúvarst, ert og
verður einstök perla. Ég veit ekki
hvar ég stæði í dag ef þín hefði ekki
notið við síðasta árið.
Við vinkonurnar sem vonim
þeirra forréttinda aðnjótandi að fá
að starfa með þér og eiga þig sem vin
vorum oft að tala um hvernig við
hefðum farið að áður en við kynnt-
umst þér. Nú vaknar sú spuming:
Hvernig förum við að nú þegar þú
ert ekki lengur á meðal okkar?
Þakka þér allar góðu minningarnar
sem þú skildir eftir hjá okkur og við
getum yljað okkur við.
Elsku Sigurjón, Bjössi og Sævar,
ég sendi ykkur, móður ykkar, syst-
kinum og fjölskyldum, mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur og bið algóðan
Guð að styrkja ykkur í sorginni.
María.
• Fleiri mianingargreinar
um Birgi Sveinbjörnsson b/ða birt-
ingar og munu birtast íblaðinu
næstu daga.
UNA DAGNÝ
GIJÐMIJNDSD Ó TTIR v
+ Una Dagný Guð-
mundsdóttir
fæddist á Reykjum í
Ólafsfirði 10. desem-
ber 1913. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Siglufjarðar 26.
febrúar siðastliðinn.
Hún var yngst barna
þeirra hjóna Aðal-
bjargar Þóreyjar
Olafsdóttur, f. 19.
febrúar 1877, d. 8.
aprfl 1961, og Guð-
mundar Steinssonar,
f. 22. október 1871,
d. 11. júlí 1960.
Systkini hennar voru Árni, f. 2.
ágúst 1903, d. 4. ágúst 1957; Mar-
grét, f. 11. október 1905, d. 16.
janúar 1987; Eiríkur, f. 19. sept-
ember 1907, d. 23. nóvember
1940; og Ólafur, f. 19. ágúst 1911,
d. 24. ágúst 1988.
Una Dagný giftist hinn 10. des-
ember 1942 Jóhanni Guðnasyni, f.
12. febrúar 1919, d. 24. júní 1993.
Hann var sonur hjónanna Pálinu
Jónsdóttur, f. 14. mars 1885, d.
Elsku amma mín, nú ertu farin frá
okkur eftir erfið veikindi, en ég veit
að núna líður þér vel og ég veit að þú
ert í góðum höndum, þar sem þú hef-
ur fengið að hitta afa eftir sjö ára að-
skilnað og ég efast ekki um að það
hafi verið miklir fagnaðarfundir.
Ég á yndislegar minningar um þig
sem ég mun geyma í hjarta mínu um
ókomna tíð. Það var ekki ósjaldan að
ég leit inn á Hólaveginum hjá ykkur
afa, ávallt var tekið vel á móti mér og
öllum sem þangað komu. Ekki stóð á
kræsingum ef gesti bar að garði þar
sem þú töfraðir fram ótrúlegustu
hlaðborð, og oft gisti ég hjá ykkur
þótt ekki væri langt á milli húsa.
Elsku amma mín, það er svo sárt
að kveðja þig, ég veit að nú líður þér
vel. Þó þetta sé erfitt fyrir okkur, þá
er þetta miklu betra fyrir þig.
Mig langar að kveðja þig með
þessu ljóði sem segir hug minn allan
til þín.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umveiji blessun og bænir,
égbiðaðþúsofirrótt
Þó svíði sorg mitt hjarta,
þásælteraðvitaafþví
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þínverölderbjörtáný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margtsem um huga minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi
éghittiþigekkiumhríð,
þín minning er ljós sem lifir
oglýsirumókomnatíð.
(Þórunn Sig.)
Góða ferð, elsku amma mín.
Þinn
Jóhann.
Elsku langamma, við kveðjum þig
með söknuði, við vonum að þér líði
vel þar sem þú ert núna, og með ykk-
ur langafa hafi orðið kærkomnir
endurfundir þegar þú kvaddir þenn-
an heim. Það var alltaf gaman að
koma til Siglufjarðar og skreppa í
heimsókn á spítalann til þín þar sem
þú dvaldir síðustu árin. Alltaf varstu
jafn ánægð að sjá okkur og talaðir
um hvað við stækkuðum fljótt.
T044um flt) öflflUA nt) ufl ym
flÖTÍL flOflC
MSTJIOMNI (flft
Upplýsingar í s: 551 1247
24. mars 1955, og
Guðna Guðnasonar,
f. 4. niaí 1890, d. 15.
maí 1963. Una átti
fyrir son, Eirík
Kristin Sævaldsson,
f. 6. september 1940,
kvæntan Jónu Gígju
Eiðsdóttur, f. 22.
júní 1939, búsett í
Ólafsfirði. Börn
þeirra eru: Aðal-
heiður og Kristinn.
Una og Jóhann eign- c
uðust tvö börn, þau
eru: 1) Ólöf María, f.
16. aprfl 1944, maki
hennar er Sigurður Þór Haralds-
son, f. 28. október 1940, búsett á
Siglufirði. Börn þeirra eru: Jó-
hann Steinþór, Ómar Freyr og
Birkir Þór. 2) Hreiðar Þór, f. 10.
maí 1956, búsettur á Siglufirði.
Börn hans eru Sigþór Ingi, Hilm-
ar Þór og Una Dagný. Barna-
barnabörn hennar eru orðin níu.
Útför Unu Dagnýjar fer fram
frá Siglufjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Við trúum því að þú og langafi ^
dansið vals á skýjunum fyrir ofan
okkur og vakið yfir okkur öllum
stundum.
Hvíl þú í friði.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginniyfirminni.
(Sig.Jónsson.)
Þín alltaf,
Viðar Logi, Ólöf María
og Þórey Líf.
Handrit afmœlis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur
fylgi útprentuninni. Senda má greinar til
blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang
þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að
símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Nánari
upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru
vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki
yfír eina örk A-4 miðað við meðallínubil og
hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfund-
ar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.
r ÐlómabiÁð \V\
öau-ðskom j
k v/ PossvogsUiFUjwga^ð jf
V Sími: 554 0500
Gróðrarstöðin ^
miCIHÚÐ ♦
Hús blómanna
Blómaskreytingar
við öll tækifæri.
Dalveg 32 Kópavogi sími: 564 24SO
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Útfararstofa íslands
Suðurhlíð 35 * Sími 581 3300
Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/_