Morgunblaðið - 11.03.2000, Síða 58
58 LAUGARDAGUR 11. MARS 2000
. J>
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Vilborg Guð-
mundsdóttir ljós-
móðir fæddist 21.
nóvember 1920 á
Næfranesi í Mýra-
hreppi, Dýrafírði.
Hún lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á
Isaflrði 4. mars síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Guðrún
Gísladóttir (f. 2.10.
1886) í Hjarðardal í
Mýrahreppi (d. 4.7.
1972) og Guðmundur
Hermannsson, kenn-
ari og bóndi, (f. 25.3.
1881) í Fremstuhúsum í Mýra-
hreppi (d. 19.11. 1974). Guðmund-
ur var tvíkvæntur. Fyrri kona
hans var Vilborg Davíðsdóttir frá
Álfadal, f. 15.7.1887 í Valþjófsdal í
Önundarfirði, d. 5.8.1913. Vilborg
og Guðmundur áttu dæturnar Jó-
hönnu, f. 16.8. 1911 og Guðbjörgu,
f. 6.9. 1912. Guðrún og Guðmund-
ur eignuðust sex börn saman. Auk
Vilborgar voru það: Gisli, f. 4.11.
1919; Hermann, f. 20.1. 1922;
Rósa, f. 18.4. 1923, og tvíburarnir
Sigurður og Þorsteinn, f. 10.2.
1926.
Vilborg ólst upp í foreldrahús-
um í Hjarðardal. Hún gekk í
barnaskólann á Lambahlaði, þar
sem faðir hennar var kennari, og
vann síðan næstu árin ýmis störf
sem til féllu bæði heima í Hjarðar-
dal og að heiman. Árin 1941-1942
starfaði hún á sjúkrahúsi Hvita-
bandsins l Reykjavfk, stundaði
Laugardaginn 4. mars lést móðir
mín á sjúkrahúsinu á ísafírði eftir
’fangvarandi veikindi. Alltaf var hún
hress í anda þótt hún þyrfti að fara
oft út á sjúkrahús allt síðasta ár.
Það var alltaf óþarfi að hafa áhyggj-
ur af henni, þetta var bara svona og
síðustu orð hennar við okkur fjöl-
skylduna voru um klukkustund áður
en hún dó: „Farið nú heim og borðið
bollur." Það var jú bolludagur í
nánd og eins og alltaf var hún fyrst
og fremst að hugsa um okkur en
ekki sín veikindi.
I æskuminningunni var mamma
alltaf að taka á móti börnum, ýmist í
Dýrafirði eða Önundarfirði. Hún fór
oftast að heiman á nóttunni þegar
allir sváfu og þá skiptu veður og
færð ekki máli. Ef snjór var mikill
■*9ar farið á dráttarvél eins langt og
færð leyfði og síðan gengið ef á
þurfti að halda, inn að Gemlufalli
þar sem ferjubáturinn var, og með
honum var haldið þverfirðis til
Þingeyrar. Ef veður var of slæmt
fyrir ferjubátinn var jafnvel sendur
eftir henni fiskibátur ef einhver var
í landi. Aldrei man ég eftir að veður
væri svo slæmt að mamma legði
ekki af stað þó svo ferðin gæti tekið
þrisvar til fjórum sinnum lengri
tíma en í góðu veðri. Mamma var að
jafnaði hjá konunum í fjóra til fimm
sólarhringa og þegar hún kom heim
skildi ég ekkert í að hún kom aldrei
heim með bamið sem hún hafði ver-
ið að taka á móti og það var ekki
^ósjaldan að ég leitaði að baminu í
ljósmóðurtöskunni og var alveg
miður mín yfir hve mamma hugsaði
illa um barnið að skilja það eftir á
Þingeyri.
Mamma var ekki bara ljósmóðirin
í firðinum. Á þessum tíma var
læknaskortur á landinu og því var
oft enginn læknir til staðar og það
þekktist varla að hjúkrunarkonur
væm þar heldur. Þegar þannig var
ástatt var hringt í mömmu ef ein-
hvers staðar voru veikindi, mikil eða
lítil, og það vom ófáir sjúklingar
jpem hún stundaði, oft með lækni á
ninum enda símalínunnar og þá
helst Úlf Gunnarsson, þá yfirlækni
á ísafirði. Hún sagði alltaf að hann
hefði bjargað hennar sálarheill því
hann var alltaf svo rólegur en hún,
eins og gefur að skilja, oft mjög
stressuð, enda hafði hún ekki alltaf
þá þekkingu sem til þurfti til að
j*þjálpa viðkomandi.
nám í Hjúkrunar-
kvennaskóla íslands
1942-1943 en hætti
þar af heilsufars-
ástæðum. Veturinn
1949-1950 var hún í
Tóvinnuskóla Hall-
dóru Bjamadóttur á
Svalbarði við Eyja-
Qörð.
Hinn 30.9. 1951
lauk Vilborg Ijós-
mæðraprófi frá Ljós-
mæðraskóla íslands.
Var hún ráðin ljós-
móðir í Mýrahrepps-
umdæmi frá 1.10.
1951, í Þingeyrarhreppsumdæmi
frá 1.1.1958 og í forfallaþjónustu í
Flateyrarhreppsumdæmi 1965-
1967. Hinn 1.10. 1980 var hún ráð-
in heilsugæsluljósmóðir við
Heilsugæslustöðina á Þingeyri í
hálft starf og frá sama tíma í hálft
starf við Öldrunardeild Sjúkra-
skýlisins á sama stað.
Vilborg giftist 5.7. 1953 Hauki
Kristinssyni (f. 4.1. 1901, d. 23.10.
1984) bónda á Núpi í Mýrahreppi,
en hún kom til hans ráðskona
haustið 1952. Haukur hóf búskap á
Núpi 1932, í fyrstu í sambýli við
foreldra sína, þau Kristin Guð-
laugsson og Rakel Jónasdóttur, og
síðar í samvinnu við bróður sinn,
Valdimar Kristinsson, og mág-
konu, Áslaugu Jensdóttur. Haukur
og Vilborg eignuðust börnin Guð-
mund (f. 10.2. 1954) og Margréti
Rakel (f. 18.8. 1957). Guðmundur
lést í hörmulegu dráttarvélarslysi
Mamma var Mamma og Amma
með stórum upphafsstaf. Alltaf voru
aukaböm á heimilinu, ýmist börn í
sveit á sumrin eða skólaböm á vet-
urna. Árið 1970 kom svo Torfi bróð-
ursonur mömmu á heimilið, þá átta
ára, hann hafði misst móður sína
mjög ungur og tóku foreldrar mínir
hann í fóstur. Mamma var alltaf til
staðar ef á þurfti að halda og var
hún aldrei það upptekin eða lasin að
ömmubömin gætu ekki komið til
hennar, hvort sem var á nóttu eða
degi.
Mamma fór ekki varhluta af sorg-
inni frekar en margur annar. Hún
mátti fylgja mörgum ungum frænd-
anum til grafar en erfiðast hefur
verið þegar hún fylgdi til grafar
einkasyninum Guðmundi, sem lést
af slysförum ásamt bróðursyni
hennar, Halldóri Gunnari, voru þeir
báðir 15 ára, það var erfiður tími
eins og gefur að skilja. Mamma stóð
eins og klettur við hlið föður míns í
hans veikindum þar til hann dó
1984. Og enn kom skellurinn síðast-
liðið sumar þegar Heiður systur-
dóttir hennar lést úr krabbameini,
en Heiður var alltaf eins og elsta
barnið hennar mömmu, enda var
hún hjá henni öll sumur nánast frá
fæðingu fram á fullorðinsár að hún
fór að vinna fyrir sér.
Elsku mamma, við kveðjum þig
nú með söknuði, en það mætti segja
mér að móttökunefndin sem tók á
móti þér handan móðunnar miklu
hafi verið stór, pabbi, Mummi og
allir strákarnir sem farnir eru á
undan og þér þótti svo vænt um og
svo Heiður brosandi út að eyrum
með útbreiddan faðminn. Megi Guð
varðveita ykkur öll.
Þín dóttir og tengdasonur,
Margrét Rakel og Sigurlaugur.
Nú er elsku amma okkar dáin.
Elsku amma, þú skilur eftir þig
stórt skarð i fjölskyldunni okkar þar
sem þú hefur alltaf verið mjög mikið
hjá okkur. Jólin verða ekki söm hér
eftir því þú hefur verið hjá okkur á
jólunum síðan við munum eftir okk-
ur. Og alltaf höfum við farið til þín á
jóladag og borðað hangikjöt og upp-
stúf sem þér einni var lagið að gera.
Það var alltaf jafn gaman að koma
til þin í sveitina á Núpi á sumrin þar
sem við fengum alltaf hlýjar mót-
tökur. Við gátum ætíð farið til þín
23.8. 1969 ásamt frænda sinum,
Halldóri Gunnari Þorsteinssyni,
bróðursyni Vilborgar. Margrét
Rakel giftist 2.7. 1978 Sigurlaugi
Baldurssyni bifreiðastjóra (f.
21.10. 1957) á ísafirði. Börn þeirra
eru: Guðmundur Haukur (f. 22.5.
1978), Anna Soffía (f. 19.10. 1981)
og Baldur Þorleifur (f. 8.4.1989).
Sigurður Guðmundsson í Hjarð-
ardal, bróðir Vilborgar, missti
konu sína, Sigurbjörgu Árndísi
Gísladóttur, frá Mýrum, 18.7.1965
frá fimm ungum börnum. Voru
Vilborg og Haukur börnunum og
Sigurði mjög innan handar eftir
þetta og 1970 tóku þau yngsta
barnið, Torfa Guðmund (f. 4.1.
1962) í fóstur, sem hann naut til
fullorðinsára. Eiginkona Torfa
Guðmundar, sem er verkfræðing-
ur í Iteykjavík, er Ólafía Guðný
Sverrisdóttir (f. 5.8. 1963). Börn
þeirra eru: Sverrir Guðmundur (f.
1.3. 1982), Gísli Magnús (f. 29.10.
1985), Árni Grétar (f. 2.6.1988) og
Guðný Lilja (f. 6.7.1994).
Haukur og Vilborg bjuggu á
Núpi til 1980 er þau settust að á
Þingeyri, en fluttu síðan til ísa-
fjarðar 1984. Á ísafirði starfaði
Vilborg við Vefstofu Guðrúnar
Vigfúsdóttur og síðar við Elli-
heimilið á ísafirði og Dagvistun
aldraðra á Hlíf. Seinustu æviár sín
bjó hún á Dvalarheimilinu Hlíf.
Vilborg starfaði mikið að félags-
málum, var t.a.m. í stjórn Vest-
fjarðadeildar LMFÍ, virkur félagi í
Kvenfélagi Mýrahrepps og for-
maður um skeið, varamaður í
hreppsnefnd Mýrahrepps og ötul
baráttukona fyrir bættum hag
aldraðra.
Útför Vilborgar fer fram frá
Núpskirkju í Dýrafirði í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
og fengið góð ráð ef eitthvað bjátaði
á og gistingu ef þannig lá á.
Elsku amma Bogga, við eigum
eftir að sakna þín sárt en huggum
okkur við það að þér líður ábyggi-
lega betur núna hjá Hauki afa,
Mumma frænda og öllum hinum
sem þér þótti svo vænt um.
Þín ömmubörn,
Guðmundur Haukur, Anna
Soffía og Baldur Þorleifur.
Bogga á Núpi er dáin. Eg fékk
fréttirnar þar sem ég var önnum
kafin við vinnu. Æi, nei, hugsaði ég
og þó hafði ég búist við þessari til-
kynningu lengi, þar sem Bogga
hafði búið við mikið heilsuleysi um
tíma. Mér fannst skaparinn heldur
ósanngjarn að leggja þetta á hana
svona síðustu árin, hún átti annað
og svo mikið betra skilið heldur en
öll þessi veikindi.
Mig langar til að minnast Boggu
frænku í nokkrum línum, og helst
fyrir það hvað hún hafði alltaf næg-
an tíma til þess að hugsa um fjöl-
skylduna og frændfólk sitt, bæði
unga sem gamla. Skyldfólkið sem
átti leið um Dýrafjörð kom ávallt
við hjá Boggu á Núpi og síðar Isa-
firði þar sem hún bjó síðustu árin.
Það kom ekki annað til greina en að
líta við hjá henni, þiggja kaffisopa
og spjalla smá stund. Bogga fylgdist
vel með öllu sínu fólki og ekki síst
systkinabömum sínum. Eitt sinn
sagði hún mér að henni fyndist hún
eiga smávegis í þeim öllum. Alltaf
þegar ég hringdi til hennar spurði
hún frétta af frændfólkinu og
hvernig hverjum og einum gengi.
Það var eitt af jólaverkunum á að-
fangadag að hringja til Boggu og fá
um leið fréttir af öðrum úr fjöl-
skyldunni.
Við yngri systkinin frá Hjarðar-
dal erum Boggu afar þakklát fyrir
alla þá umhyggju og aðstoð sem
hún veitti okkur gegnum árin,og ég
er þess fullviss að hún mun halda
áfram að fylgjast með okkur hér
eftir sem hingað til. Ég vil enda
þessi minningarorð með erindi úr
Ijóði eftir Guðmund Inga Kristjáns-
son.
Heimsókn til hennar gerði þér gott,
hún gaf þér af brosi sínu,
þú áttir þá gjöf, er þú gekkst á brott,
sem geisla í hjarta þínu.
Elsku Magga, Laugi, Mummi
Haukur, Anna Fía og Baldur.
Innilegar samúðarkveðjur.
Dagrún og fjölskylda.
Hinn 10. júní 1934 gengum við
Vilborg heitin hlið við hlið frá al-
tarinu í Mýrarkirkju í Dýrafirði.
Það var fermingardagurinn okkar.
Við vorum lagðar af stað, æskuglað-
ai- og stoltar, út í lífið. Við áttum
mjög samrýndar lífsskoðanir og við
leituðum hverrar stundar sem gafst
til að hittast og vera kátar og glað-
ar. Vinátta okkar varð ævilöng.
Vinátta sem aldrei bar skugga á.
Engu breytti þótt vegir okkar í
gegnum langa ævi lægju ekki hlið
við hlið.
Hún hleypti heimdraganum og
lærði ljósmóðurfræði, kom heim í
Dýrafjörð og gaf honum mátt sinn
og megin. Þar fann hún líka ástina
sína, giftist viðurkenndum sóma-
manni, Hauki Kristinssyni, kennai-a
og bónda á hinu fornfræga höfuð-
bóli Núpi í Dýrafirði. Þar stóð heim-
ili þeirra alla þeirra tíð. í hamingju
og gleði eignuðust þau tvö börn,
Guðmund og Margréti.
Bróðir Vilborgar, Sigurður,
missti konu sína frá fimm ungum
börnum og tóku þau hjón eitt þeirra
í fóstur. Heimili þeirra varð
snemma sem vermireitur. Til þeirra
leituðu börn í sumardvöl, svo sem
bræðrasynir hennar héðan úr
Reykjavík, þar sem bræður hennar,
Gísli og Þorsteinn, bjuggu.
Þeir sem til þekkja vita að sagan
frá Núpi er kaflaskipt, svo er að
vísu jafnan, hvort sem sagan er löng
eða stutt eða hvar hún á sér stað.
Haukur og Bogga vinkona mín
misstu einkasoninn af slysförum og
með honum lést einnig sonur Þor-
steins sem var á sama aldri. Þá
fórst einning af slysförum sonur
Gísla á svipuðum aldri í annan tíma
þó, en í dvöl hjá þeim.
Við vinkonurnar notuðum aldrei
skírnarnöfn okkar. Þegar við Bogga
mín hittumst eftir að þessi raun var
yfirgengin komu mér í hug ósjálf-
rátt viðbrögð Egils Skallagrímsson-
ar þegar hann missti syni sína:
„Mjök erum tregt, tungu at hræra,
eða loftvætt ljóðpundara."
Hversu mörgu sinnum var vin-
kona mín ekki sterkari, hennar
Þorgerður var innibyggð, með yfir-
vegun sem skynsemin ein hafði
vald á. Við ræddum ekki sorgina en
við töluðum samt æði margt. Alla
tíð síðan hef ég fundið að enginn á
lífsleið minni hafi tekið á sínum
málum á sama veg. Það er gott að
hafa átt svona vinkonu, hlustað á
mál hennar og finna alla tíð þann
bakhjarl sem var sannur og örugg-
ur.
Ég minnist elskulegra foreldra
hennar, systkina lífs og liðnum með
innilegu þakklæti og vinsemd fyrir
svo margt. Margréti dóttur hennar
og fjölskyldu bið ég blessunar Guðs
og votta samúð mína.
Nú er Bogga mín komin heim og
fyllir hóp þeirra höfðingja og for-
feðra sinna sem gegnum hundruð
ára sátu Núp og var jafnvel valin
staður fyrir kirkjudyrum.
Nú kveð ég og geymi geimstein-
inn okkar, hina sönnustu vináttu
sem getur hrært og varað í brjósti
manns.
Jónfna (Nína).
Bogga frænka átti stóran hlut í
mínu lífi allt frá því ég var lítið
barn. Fyrstu minningar mínar
tengdar Boggu eru frá 1954 en þann
vetur dvaldi ég á Núpi ásamt móður
minni sem þá starfaði við Núps-
skóla. Þennan vetur eignaðist ég lít-
inn frænda, Guðmund, son Boggu
og Hauks og man ég þann dag
nokkrum árum síðar þegar Bogga
kom heim með litla stelpu, lagði
hana í hjónarúmið og sýndi mér litlu
frænku.
Börn Margrétar dóttur þeiira
hjóna hafa alist upp í daglegri um-
gengni við ömmu sína og ég veit að
þau reyndust henni vel og voru
henni mikill gleðigjafi í lífinu ásamt
börnum Torfa og Lóu, en þau
dvöldu oft hjá Boggu ömmu sinni á
Núpi í sumarfríum.
Bogga lauk námi frá Ljósmæðra-
VILBORG
GUÐMUNDSDÓTTIR
skóla íslands og auk bústarfanna
annaðist hún ljósmóðurstörf í Dýra-
firði og Önundarfirði í fjölda ára.
I minningunni finnst mér Bogga
alltaf hafa verið að taka á móti
börnum og oft talaði hún um ljósu-
börnin sín. Hún gaf mikið af sér,
hafði hlýjar hendur og hlýja rödd.
Svo hlýja að mér fannst gott að
heyra hana á morgnana þegar hún
vakti mig hundlata og sagði að nú
væri tími til kominn að fara á fætur.
Þessi hlýja er ég ekki í vafa um að
hefur reynst henni vel í störfum
hennar sem ljósmóður.
Bogga var félagslynd kona, tók
virkan þátt í kvenfélagi sveitarinnar
og söng í kirkjukórnum sem Hauk-
ur maður hennar stjórnaði, en hann
var organisti kirkjunnar og fóru æf-
ingar fram í sparistofunni á heimili
þeirra hjóna. Þá var gott að liggja
upp í rúmi og hlusta. Á þessu lærði
ég mikið af sálmum sem ég kann
enn þann dag í dag og dálæti mitt á
orgeltónlist festi rætur.
Auk eigin blóma- og matjurta-
ræktar lagði Bogga drjúgan skerf
til garðræktar í Skrúði, sem henni
var mikið í mun að haldið yrði við.
Þau voru mörg börnin sem
dvöldu hjá Boggu og Hauki á sumr-
in, systkinabörn, barnabörn systk-
ina og börn vinafólks, og ég var eitt
þeirra. Einn tók við af öðrum og
frásagnirnar gengu á milli. Allir
höfðu svipaða sögu að segja, nema
hvað þessi var stór þegar hinn var
lítill, allt eftir því hver sagði frá. Það
var gaman að heyra þessar sögur á
ættarmóti sam haldið var á Núpi
þar sem afkomendur foreldra
Boggu voru samankomnir. Að frum-
kvæði þeirra systkinanna var reist
varða á Sandeiði til minningar um
ferðir afa og vona ég að við eftir-
lifandi ættingjar gleymum ekki að
setja stein í vörðuna á ferðum okkar
yfir heiðina sem afi reið yfir til
kennslu á Ingjaldssandi. Auk sum-
ardvalanna dvaldi ég hjá Boggu
einn vetur þegar ég stundaði nám
við Núpsskóla. Síðari veturinn var
ég á vistinni en alltaf kom hún og
hlúði að manni í veikindum. Ég man
næðið í sparistofunni, þar var gott
að læra.
Boggu var mikið í mun að halda
góðum tengslum við fjölskylduna og
allir heimsóttu Boggu þegar farið
var um Dýrafjörðinn á sumrin. Hjá
henni hittist fólk sem ekki hittist
annars. Ég minnist þess þegar við
hittumst nokkur systkinabörn fyrir
tilviljun hjá Boggu á Núpi í fyrra-
sumar, en þá dvaldi hún þar ásamt
systur sinni Guðbjörgu og syni
hennar. Margrét dóttir Boggu var
að slá og við hin drifum okkur út að
raka, það var yndislegt veður og
sólskinið glampaði á firðinum. Svo
var farið inn til Boggu og drukkið
kaffi. Allt eins og í gamla daga.
Nema nú var drukkið í gamalli
kennaraíbúð úti í skóla sem Bogga
fékk eftir að hús þeirra fór í snjó-
flóði nokkrum árum fyrr.
Það var erilsamt í sveitinni, alltaf
fólk að koma og fara. Pósthúsið var
niðri hjá Boggu og Hauki, símstöðin
uppi hjá Ásu og Valda bróður
Hauks. En á Núpi var tvíbýli. Viku-
lega var komið með póst og um leið
tekinn póstur sem átti að fara. Dag-
lega settist Haukur við skrifborðið
og skráði helstu viðburði dagsins
sem oft gat verið gott að geta flett
upp í síðar. Þessum bókum var síð-
an raðað snyrtilega upp í hillu og
urðu þær margar. Það var gest-
kvæmt á heimili Boggu og Hauks,
málin rædd og kaffið drukkið.
Bogga hafði gaman af að deila skoð-
unum sínum með öðrum, hún hafði
ákveðnar skoðanir en var aldrei
langrækin þótt á móti blési.
Mér þótti mjög vænt um Boggu.
Hún var trygglynd og alltaf var
hægt að leita til hennar. Við áttum
oft löng samtöl í síma á milli heim-
sókna á sumrin. Ég verð henni æv-
inlega þakklát fyrir stuðning henn-
ar við mig í lífinu. Hún gaf mér
mörg góð ráð og sagði margt sem
vakti mig til umhugsunar og opnaði
dyr að lausnum vandamála, nýja og
bjartari sýn á döprum stundum.
Sem dæmi um hennar bjartsýna
viðhorf vil ég nefna, að þegar heim-
ili hennar á Núpi fór í snjóflóði
sagði hún þegar ég kom vestur
sumarið eftir: „Gugga mín, húsið er