Morgunblaðið - 11.03.2000, Qupperneq 59
MORGUNBLÁÐIÐ
MINNINGAR
LÁUGÁRDÁGUR 11. MÁRS 2000
59
"TL
farið en fjörðurinn verður alltaf
hinn sami.“
Eftir að húsið fór hafði hún fyrir
sið að bjóða gestum í kaffi upp í
Reit, trjálund sem ræktaður var á
túninu fyrir ofan húsið.
Bogga þekkti sorgina. Hún missti
son sinn þegar hann var á unglings-
aldri og auk þess þurfti hún að
horfa á eftir þremur systkinasonum
sem allir dóu börn að aldri.
Dýpsta sæla og sorgin þunga
svífa hljóðlaust yfir storð
þeirra mál ei talar tunga
tárin eru beggja orð.
Þessa vísu fór Guðbjörg systir
Boggu með fyrir mig og vil ég með
henni koma á framfæri þökkum
hennar fyrir samvistir þeirra í líf-
inu.
I sameiningu vottum við Möggu,
Lauga og börnum þeirra, Torfa,
Lóu og þeirra bömum okkar dýpstu
samúð.
Ég kveð Boggu frænku með
söknuði og sorg í hjarta en jafn-
framt með þökk og góðar minningar
í huga.
Ég mun alltaf minnast sérstak-
lega jólakaffisins hjá Boggu í íbúð
hennar á Hlíf um síðustu jól.
Guðbjörg Hugrún.
GUNNAR
FRIÐRIKSSON
+ Gunnar Friðriks-
son var fæddur í
Reykjavík 24. des-
ember 1925.Hann
lést á dvalar- og
hjúkrunarheimilinu
Kumbaravogi 5.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
hjónin Guðrún Auð-
unsdóttir, f. 25.12.
1880 í Kílhrauni á
Skeiðum, d. 30.9.
1980 á Selfossi og
Friðrik Filippusson,
f. 11.12. 1890 í Litla-
Leðri í Selvogi, d.
3.6. 1957 í Reykjavík. Bróðir
Gunnars, var Auðun, f. 9.8. 1923,
d. 20.6.1985.
Gunnar starfaði allan sinn
starfsaldur hjá Kaupfélagi Ár-
nesinga á Selfossi og Mjólkurbúi
Flóamanna við bifreiðaakstur.
Eiginkona hans var Guðný Alexía
Jónsdóttir, f. 27.1. 1936, d. 2.4.
1990. Börn þeirra, 1) Friðrik, f.
17.1. 1959, kona
hans er Brynja
Hjaltadóttir og eiga
þau tvo syni, Gunnar
og Hjalta, þau búa á
Selfossi. 2) Þórir, f.
2.8. 1969 ókvæntur
og barnlaus, býr á
Selfossi. 3) Ásta sem
dó í frumbernsku.
Guðný Alexía átti
fyrir tvo syni er hún
gekk að eiga Gunn-
ar, þá Sigurð og Ax-
el Ásgeirssyni. Sig-
urður fylgdi móður
sinni og ólst hann
upp hjá þeim hjónum og gekk
Gunnar honum í föður stað.Þau
Gunnar og Allý byiju búskap sinn
á Kirkjuvegi 18 hér á Selfossi en
byggðu sér síðar hús að Birkivöll-
um 17, þar sem þau bjuggu allan
sinn búskap.
Utför Gunnars fer fram frá Sel-
fosskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 15.30.
Langt og blessunarríkt ævistarf
er að baki. Kvöldgeislar eilífrar frið-
sældar ellinnar bera birtu yfir langa
vegferð.
Vilborg Guðmundsdóttir ljósmóð-
ir, Bogga, átti fjölþætt æviskeið.
Jafnt Ijósmóðurstarfi var hún hús-
freyja á gestkvæmu heimili sem
ávallt stóð opið gestum og gangandi
og var þar oft glatt á hjalla í vina-
hópi. Skjótt dró þó ský fyrir sólu er
þau hjónin, Haukur og Bogga, urðu
fyrir þeirri þungu raun, fyrir rúm-
um þrjátíu árum, að missa einkason
sinn og tvo bróðursyni hennar af
slysförum. Þá sýndu þau ótrúlegan
styrk og æðruleysi og miðluðu öðr-
um af sálarró sinni. Gleðigjafar
urðu þeim einkadóttirin Margrét og
fóstursonurinn Torfi og þeirra fjöl-
skyldur. Haukur og Bogga voru
mjög samhent. Hann var söngstjóri
og kirkjuorganisti og fóru kóræfing-
ar yfirleitt fram á heimili þeirra.
Var húsfreyjan þar mikil driffjöður
enda bæði söng- og ljóðelsk. Mikla
unun hafði Bogga af gróðurstörfum.
Hún hafði næmt auga fyrir hverri
jurt, sem gægðist upp úr moldinni í
gróandanum, fuglalífí og lækjarnið.
Um árabil hafði hún umsjón með
garðinum Skrúð á Núpi. Þar naut
hún þess að fegra og prýða svo að
eftir var tekið.
Ljósmóðurstörfin stundaði Bogga
í Dýrafírði og fór þá tíðum erfiðar
vetrarferðir til Þingeyrar. Aldrei lét
hún bilbug á sér finna þó að veður
væru misjöfn.
Eftir að þau hjónin fluttu til Þing-
eyrar tók Bogga að sér forstöðu
sjúkraskýlisins ásamt ljósmóður-
starfinu. Óhætt er að fullyrða að þar
var hún í forystu við að setja á stofn
aðstöðu fyrir aldraða.
Alla tíð var umönnun og samúð
með þeim sem voru hjálparþurfi
ríkur þáttur í fari Boggu. í starfi
var hún afkastamikil og ávallt
fylgdi henni gleðiblær. Hún var
Istarfsöm með afbrigðum. Ung var
hún nemandi á Tóvinnuskólanum á
Svalbarðsströnd og vann þar fal-
lega muni sem prýddu heimilið. Á
efri árum fékkst hún enn við hand-
avinnu og föndur og var þá sem
fyrr listfeng og hugmyndarík.
Haukur og Bogga bjuggu síðustu
árin í nábýli við Margréti og fjöl-
skyldu hennar. Eftir að Haukur lést
naut Bogga þess að vera í návist
dótturbarnanna sem voru mjög
hænd að ömmu sinni.
Ég vil að lokum, fyrir hönd fjöl-
! skyldu minnar, þakka Boggu, svil-
konu minni, fyrir samfylgdina gegn-
um árin og það hversu
umönnunarsöm þau hjónin voru við
barnahópinn á efri hæðinni. Minn-
umst við öll þeirra gleðistunda sem
fjölskyldurnar áttu saman og bera
birtu á bernsku- og æskuár barn-
anna á Núpi.
Elsku Magga, Torfi og fjölskyld-
ur. Innilegar samúðarkveðjur frá
okkur Valda. _
Áslaug S. Jensdóttir.
4
Á fardögum fyrir 120 árum stóð
fólk og hestar ferðbúið á hlaðinu í
Háakoti í Fljótshlíð. Tveir voru und-
ir klyfjum, þrír með reiðtygjum.
Ferðinni var heitið út í Ámessýslu,
nánar tiltekið að Kílhrauni á Skeið-
um. Þau sem þama komu við sögu
og lögðu upp í þessa löngu ferð, voru
amma Gunnars, Þorbjörg Brynjólfs-
dóttir, þrítug að aldri, fædd 24. apríl
1850, einkadóttir hjónanna í Háa-
koti, Brynjólfs Péturssonar, bónda
og hreppstjóra, fæddur 6. október
1809, og Guðrúnar Guðmundsdóttur
ljósmóður, fædd 26. mars 1818, hún
var dóttir Guðmundar Jónssonar
hafnsögumanns og bónda í Hlíðar-
húsum í Reykjavík, f. í febr. 1792 að
Vallá á Kjalarnesi, d. 9.júní 1866 og
konu hans Halldóru Björnsdóttur, f.
9. jan. 1782, d. 15. júní 1842, sýslu-
manns í Þingeyjarsýslu og bónda í
Garði í Aðaldal, S-Þing. Tómassonar
og Guðrúnar Sigurðardóttir prests í
Garði, en Guðrún móðir Þorbjargar
mun einnig hafa farið í þessa ferð,
og afi Gunnars, Auðun Ólafsson frá
Núpi í Fljótshlíð. Fjórði ferðalang-
urinn var afi minn Guðmundur Víg-
fússon, uppeldisbróðir Þorbjargar í
Háakoti, en hann mun hafa gengið
með lestinni. Þeir sem staðkunnugir
eru á þessum slóðum geta gert sér í
hugarlund hvar leiðin hefur legið, og
hverja farartálma var við að etja.
Lagt var upp frá Háakoti, upp hjá
Tungu og Vatnsdal yfir Eystri-
Rangá að Reynifelli vestan við Þrí-
hyrning, út á Kirkjugötumar að
Keldum og út að Reyðarvatni, þaðan
liggur leiðin yfir Víkingslækjar-
hraun að Þingskálum, Kaldbak eða
Bolholti út yfir Ytri-Rangá, fram á
Stóru-Vallaheiði, fram að Vindási á
Landi. Þaðan út á Nautavað í Þjórs-
á, en kunnugir telja að yfir það sé
tuttugu mínútna reið, oft í mörgum
álum.
Land tekið í Eystrihrepp í Ár-
nessýslu skammt vestan við Þjórs-
árholt. Úr því verður leiðin greið-
færari niður hrepp og fram á Skeið á
áfangastað. Á fyrstu jólunum þeirra
Þorbjargar og Auðuns í Kílhrauni
+
Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar,
EGGERT LAXDAL,
Frumskógum 6,
Hveragerði,
andaðist á Sjúkrahúsi Suðurlands fimmtudaginn 9. mars.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Hrafnhildur Laxdal,
Edda Laxdal,
Anni Laxdal Nordquist,
Siggi Laxdal,
Lísa Laxdal,
Rúna Laxdal.
+
Elskulegur eiginmaður minn og bróðir okkar,
SVEINN GUÐMUNDSSON,
lést fimmtudaginn 9. mars.
Ólafía Nongkran Guðmundsson,
Salvör Guðmundsdóttir,
Halldóra Guðmundsdóttir.
Bróðir minn,
KARL KRISTJÁN JÚLÍUSSON
verkamaður í Reykjavík,
andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fimmtudaginn 2. mars.
Útförin hefur farið fram.
Fyrir hönd vina og vandamanna,
Stefán Júlíusson.
fæddist Guðrún móðir Gunnars, en
auk hennar eignuðust þau síðar son-
inn Ólaf, og dótturina Valgerði.
Öll ólust börnin upp hjá foreldr-
um sínum í Kílhrauni og urðu nýtir
þegnar, eins og þau áttu kyn til.
Guðrún giftist og hóf búskap í
Reykjavík og síðar á Kálfhóli og
Björnskoti á Skeiðum, en þegar
Friðrik missti heilsuna fluttust þau
með syni sína að Selfossi þar sem
þau reistu sér hús að Kirkjuvegi 18.
Ég hef ætíð talið það eina mína
mestu gæfu á lífsleiðinni að fá að
kynnast og njóta samvista við þetta
góða fólk. Heimili þeirra á Kirkju-
vegi 18 var eitt af þessum sérstöku
og eftirminnilegu íslensku heimilum
þar sem gæskan og góðvildin gagn-
taka mann, þegar við fyrstu kynni.
Guðrún móðir þeirra bræðra stóð
fyrir heimilinu því Friðrik dvaldi
langdvölum á sjúkrahúsi vegna
veikinda sinna, en heimilið var róm-
að fyrir gestrisni, glaðværð og
myndarskap og nágrönnum og þeim
fjöldamörgu sem því kynntust
ógleymanlegt. Þarna bjuggu þeir
bræður með móður sinni í 18 ár.
Ungur að aldri fór Gunnar að vinna
hjá Kaupfélagi Árnesinga við hin
ýmsu störf eins og þau gengu fyrir
sig. En strax og aldur leyfði tók
hann bflpróf og má segja að hann
hafi alla sína æfi stundað akstur, hjá
Kaupfélagi Árnesinga og síðar
Mjólkurbúi Flóamanna. Gunnar var
einhver allra dagfarsprúðasti maður
sem ég hef kynnst. Aldrei heyrðist
hann hallmæla nokkrum manni og
aldrei sá ég hann reiðast. Hann var
vinnusamur og trúr sínum vinnu-
veitanda og lagði sérstaka alúð við
sérhvert verkefni sem hann tók sér
fyrir hendur. Hann var léttur og
skemmtilegur í vinahópi, tryggur
vinur og vildi hvers manns vanda
leysa. Hann hafði yndi af góðri tón-
list og var söngmaður ágætur, og
starfaði hann með Karlakór Selfoss í
fjölda ára. Gunnar og Allý gengu í
hjónaband 17. desember 1966 en
stofnuðu heimili sitt nokkrum árum
áður á Kirkjuvegi 18 á Selfossi. Vor-
ið 1963 fengu þau byggingarlóð að
Birkivöllum 17 þar sem þau reistu
sér myndarlegt einbýlishús þar sem
þau bjuggu allan sinn búskap. Það
var alltaf gott að heimsækja þau
hjónin, þau voru bæði létt og
skemmtileg i samræðum og áttu
alltaf tíma aflögu fyrir gesti, enda
komu þangað margir, vinir og
vandamenn, því hjónin höfðu mikla
ánægju af samneyti við fólk og
þráðu að hafa kunningjana í kring-
um sig sem oftast. En árin liðii
hratt, eins og straumþung elfa. 1
önnum dags og erli ófust örlagavefir
fjölskyldunnar á Birkivöllum 17.
Gunnar gekk glaður að sínu starfi
og Allý sem lengi hafði starfað á
Sjúkrahúsi Suðurlands, innritaðist í
Sjúkraliðaskólann þaðan sem hún
lauk prófi 2. febrúar 1980. Lang-
þráður draumur hennar hafði hafði
ræst. Næsta áratuginn tæpan gekk
lífið sinn vana gang hjá þeim hjón-
um, skin og skúrir, eins og hjá okkur
flestum manna bömum.
Það var Gunnari þungt áfall þegar
Allý veiktist um jólin 1989 af þeirn^
sjúkdómi sem læknavísindin hafa
ekki enn fundið lækningu við og sem
dró hana til dauða. Hún andaðist um
sumarmál 1990. Þeir feðgar Gunnar
og Þórir héldu saman heimilinu ein-
ir fyrstu árin en síðar fluttist Frið-
rik inn á heimilið með konu sína
Brynju og soninn Gunnar. Það var
Gunnari eldri ekki síður en nafna
hans hinum yngri til mikillar gleði
að fá að vera þar samvistum.
Gunnar veiktist af erfiðum sjúk-
dómi fyrir u.þ.b. þremur árum. Sá
sjúkdómur gerði það að verkum að
hann gat ekki séð um sig sjálfur og
þurfti aðstoð og ummönnun sem
sjúkrastofnun var einni fært að
veita. Hann var um tíma á Ási
Hveragerði en síðar á dvalar- og
hjúkrunarheimilinu að Kumbara-
vogi þar sem hann andaðist á sunnu-
daginn var.
Lífsfleyta Gunnars Friðrikssonar
er nú í naustum. í huga okkar sem
þekktum hann og vorum honum
samtíða, er nálægð hans og umgjörð
öll þó svo undarlega skýr. Allur fer-
ill hans á lífsleiðinni er varðaður
heiðarleika og drengskap sem lýsir
af, eins og tindrandi vitar. Okkur
sem eftir stöndum við ströndina
miklu. Með djúpri virðingu er hanji .»
nú kvaddur og honum þakkaðar
samverustundir. Megi algóður Guð,
faðir vor og frelsari, líkna honum og
leiða um nýja stigu og veita sonum
hans og fjölskyldu styrk og huggun
á skilnaðarstund. Öllum þeim sem
önnuðust Gunnar og hjúkruðu í
veikindum hans og dauða, eru hér
færðar alúðarjiakkir.
Árni Valdimarsson.
+
Elskulegur sonur okkar, bróðir, frændi
og mágur,
ÞORMÓÐUR KARLSSON,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðju-
daginn 14. mars kl. 13.30.
Halla Jóhannsdóttir, Karl B Guðmundsson,
Anna Karlsdóttir, Ómar Hannesson,
Auður Karlsdóttir, Sigurður Þór Hafsteinsson,
Jóhann Ármann Karlsson,
Hildur Ómarsdóttir,
Rúnar Ómarsson,
Karl Bergmann Ómarsson.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
RAGNA ARADÓTTIR,
Hólmgarði 1,
Reykjavík,
sem lést á Borgarspítalanum laugardaginn
4. mars, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju
mánudaginn 13. mars kl. 13.30.
Kristjana Jónsdóttir,
Ari Leifsson, Þuríður Lárusdóttir,
Guðgeir Leifsson,
Kristinn Ingi Leifsson, Ósk Þórðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.