Morgunblaðið - 11.03.2000, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 11.03.2000, Blaðsíða 62
62 LAUGARDAGUR 11. MARS 2000 Jt MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR fyrr að hann ætti tíl. Eftir einn slíkan ljóðastraum, eða „sálm því andinn var svo upptrekktur“, sagði hann að það væri „dásamlegt að geta farið af Ressu djöf... malbiki út á blessaða ^t^róna jörðina í sveitinni. Anganin af nýáborinni drullu verður sætari en öll ilmvötn veraldar sem tískudrósir úða á sig. Svona er nú minn smekkur". En rauði þráðurinn í bréfunum hans Marons voru hollráð mér til handa, ekki síst í samskiptum við hitt kynið og annars konar íþróttum, en jafn- framt virðing fyrir vilja mínum og áhugamálum. Þannig skrifaði hann t.d. eitt sinn eftir slysfarir mínar í fót- bolta að þetta væri „stórhættulegur skratti" og „best væri að hætta alveg en ég veit að það er andstætt karl- ^mannslund þinni svo ég mæli ekki "^með því en farðu varlega og ætlaðu þér af. Þú mátt aldrei ganga það nærri þér að þú sért ekki kvenmanns- fær tíu mínútum eftir leikslok". Hann var þó aldrei hræddur um að ég bjargaðist ekki hvað sem á dyndi; helkuldi eða hungur, því ég væri svo „margþjálfaður úr bölvaðri Blöndu- hlíðarótíðinni" og kominn af „norræn- um víkingum og stórglæpamönnum sem kölluðu ekki allt ömmu sína þótt nokkurt kul blési á móti“. Þessi brot úr bréfúm hans lýsa vel þeim anda sem sveif yfír samskiptum okkar. Og það var alveg sama hvort hann skrif- aði mér eða talaði við mig; alltaf gerði hann stólpagrín að mér og dró mig sundur og saman í háði og því meira eftir því sem fleiri heyrðu til. Það var alveg sama hverju ég svaraði; alltaf mátaði hann mig. Við vorum sum sé alltaf að þræta. Við Maron höfum rifist alveg frá því að ég var smápatti. Það byrjaði með því að þegar hann og Kristín kona hans og móðursystir mín, sú góða kona, hættu að búa í Ásgeirsbrekku, keyptu foreldrar mínir nokkrar kind- ur af þeim. Maron stóð á því fastar en fótunum að ég hefði lofað að leggja eitt lamb inn hjá honum það haust sem greiðslu upp í kaupverðið. Þessu lofaði ég auðvitað aldrei en sagði hon- um líka að þó ég hefði gert það myndi ég ekki standa við það því æmar sem við keyptum hefðu verið svo lélegar að lömbin undan þeim hefðu snar- lækkað meðalvigtina hjá okkur og þar fram eftir götunum. Alla tíð eftir þetta sakaði hann mig um að hafa stolið frá sér lambi. Aldrei heilsaði hann mér öðruvísi en að rakka mig um lambið. Þegar ég neitaði að borga jós hann yfir mig hrak- og blótsyrðaflaumi um ræfil- dóm minn og óáreiðanleika og ýmis- legt þaðan af verra sem alls ekki er prenthæft. Og þegar hann heilsaði var heldur ekki verið að spara handtakið. Þá kreisti hann höndina á manni svo of- boðslega að maður vai- lengi að jafna sig á eftir. Hann var mjög handstór og sterkur eftir því en það var alveg sama hvað manni fannst þetta vont; alltaf vildi maður heilsa honum svona til þess að gá hvort maður væri ekki orðinn sterkari en síðast og gæti boð- ið honum birginn. Það kom ekki að því. Ekki fyrr en hann fékk heilablóðfall íyrir rúmum tíu áram. En þótt fyrri styrkur hefði minnkað og málið horfið fyrst um sinn, sagði hlýlegt handtak hans allt sem segja þurfti um hugsanir hans. Ég hélt auðvitað áfram að tala létt við hann og hann svaraði með því að brosa og kinka kolli. Svo náði hann málinu aftur smám saman þótt ekki yrði hann samur og fyrr. Og hann hætti að geta lesið, skrifað og rifist. Þótt það væri alveg ægilegt létum við það ekkert á okkur fá, heldur gátum í eyðurnar í hugan- um og höfðum alltaf jafn gaman af því að heyrast og hittast. Oftast gat ég hitt hann heima hjá sér en þó kom fyrir að hann þurfti að leggjast inn á sjúkrahús. Þá sagði ég honum að hann væri þar bara til að líta á hjúkkumar og láta fleiri en Kristínu stjana við sig. Honum líkaði svona aðfinnslur vel. Það var einmitt á sjúkrahúsi sem ég hitti Maron síðast. Það var í janúar síðastliðnum og var þá allmikið af honum dregið þótt hugsunin væri heil. Tæpum tveimur mánuðum seinna er lífshlaupinu lokið og það var mikil blessun að hann fékk að kveðja án þess að kveljast. Hann var saddur líf- daga og fyllilega sáttur við lífið og dauðann. Ér ekki eitt það besta sem fyrir fólk getur komið í lífinu að fá að deyja þannig? Maron hafði beðið mig um að „heiðra samkunduna þegar ég verð gróðursettur með návist þinni og jafnvel að þú gerðist svo lítillátur að halda undir eitt hornið“. Það skal ég sannarlega gera og ég veit að þá og nú mun ég hugsa til einna kveðjuorðanna þinna til mín: „Nú hætti ég þessari andans smíð og kveð þig bróðir í Drottni. Megi fjandinn forðast þig alla tíma.“ En af því að ég hef ekki náð þér í þroska, þá hef ég ekki vit á að hætta hér, heldur bæti við 15 ára gömlum kveðjuorðum mínum til þín: Eg kveð þig núna Maron minn meðurtregasárum. Osköp rjóð er orðin kinn og æði heitur hvarmurinn og augun eru öskufuU af tárum Kæri Maron minn. Um fáa menn þótti rnér vænna en þig. Það vissir þú vel. Ég veit að sú væntumþykja var gagnkvæm. Ég þakka þér fyrir hana af öllu hjarta og alia þína hlýju í minn garð alveg frá því ég man fyrst eftir mér. Ég veit líka að þú færð góðar móttökur því Eins og ég hef alltaf sagt ogaldreiþvíéggleymi, þá er víst meira í Maron lagt en marga í þessum heimi. Það er ekki ónýtt að hafa fengið að kynnast manni sem skilur eftir hlátur og gleði í hverri minningu. Slíkra manna er gott að minnast og Maron var einn af þeim. Guð blessi minningu hans. Kristínu og öðrum aðstandendum sendum við fjölskyldan samúðar- kveðjur. Bjami Stefán Konráðsson. RABAUGLVSINGAR ATVIIMNU- AUGLÝSINGAR Laugarás, Biskupstungum Blaðberi óskast sem allra fyrst Áhugasamir hafi samband við Bergdísi Eggertsdóttur á skrifstofutíma í síma 5691306 Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 54.000 eintök á dag. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavík þar sem eru yfir 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1. Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913. Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins. ATVINNUHÚSINIÆÐI Verslunarhúsnæði til leigu Til leigu er verslunarhúsnæði í Lækjargötu 2 í Reykjavík við hliðina á nýbyggingu á lóð Nýja Bíós (Top Shop). Um er að ræða verslunarpláss sem bókabúðin Borg hefur verið rekin í. Húsnæðið er laust. Upplýsingar veittar í síma 595 2500 á skrifstofutíma. FUMDIR/ MANNFAGNAÐUR Frá Laugarneskirkju Aðalsafnaðarfundur Aðalsafnaðarfundur Laugarnes- Iff^i safnaðar verður haldinn í safnaðar- heimili Laugarneskirkju á morgun, sunnudaginn 12. mars, að lokinni guðsþjón- ustu kl. 12.30. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Safnaðarfólk og allir aðrir áhugasamir um hið fjölbreytta safnaðarstarf í Laugarneskirkju er hvatt til að fjölmenna. Sóknarnefnd Laugarneskirkju. *Aðalfundur Félags vinnuvélaeigenda Aðalfundur Félags vinnuvélaeigenda verður haldinn á Hallveigarstíg 1 laugar- daginn 25. mars kl.10.00. ÝMISLEGT ll NAUÐUN6ARSALA Frá Alþingi íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn skv. reglum um hús Jóns Sigurðssonar íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn, skv. regl- um um hús Jóns Sigurðssonar, er laus til af- nota tímabilið 1. september 2000 til 31. ágúst 2001. Fræðimenn, sem hyggjast stunda rann- sóknir eða vinna að verkefnum í Kaupmanna- höfn, geta sótt um afnot af íbúðinni. Hún er í Skt. Paulsgade 70 (skammt frá Jónshúsi) en auk þess hefur fræðimaður vinnuherbergi í Jónshúsi. íbúðin er þriggja herbergja (um 80 ferm.) og fylgir henni allur nauðsynlegasti heimilisbúnaður. Afnotin eru endurgjaldslaus. Dvalartími í íbúðinni er að jafnaði þrír mánuðir, en til greina kemur skemmri tími eða lengri eftir umfangi verkefnis og öðrum atvikum. Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist skrifstofu Alþingis eigi síðar en mánudaginn 3. apríl nk. Umsækjendur skulu gera grein fyrir tilgangi ráðgerðrar dvalar sinnar í Kaupmannahöfn, svo og menntun og fyrri störfum. Þá skal taka fram hvenær á framangreindu tímabili og hve lengi óskað er eftir afnotum af íbúðinni, svo og stærð fjölskyldu umsækjanda, ef gert er ráð fyrir að hún fylgi honum. Úthlutunarnefnd ætlast til að dvalargestir nýti úthlutaðan tíma sinn að fullu við störf í Kaupmannahöfn. Eftirfarandi atriði hafa skipt mestu máli við úthlutun íbúðarinnar: 1. Að umsókn sé vandlega unnin. 2. Að verkefnið verði ekki unnið annars staðar en í Kaupmannahöfn eða nágrenni. 3. Að sem eðlilegust skipting sé milli kynja og fræðigreina. 4. Að verkefnið hafi fræðilegt eða hagnýtt gildi og þyki áhugavert. Þeir, sem vilja kynna sér tiltekin málefni í Dan- mörku, án þess að um sé að ræða víðtækari fræðistörf, eiga að jafnaði litla möguleika á úthlutun. Tekið ertillittil fjárhags umsækjenda og sitja þeir fyrir, sem ekki njóta launa eða styrks meðan á dvöl þeirra stendur. Úthlutunarnefnd ráðgerir að Ijúka störfum í fyrri hluta aprílmánaðar. Sérstök eyðublöð fást á skrifstofu Alþingis í Alþingishúsinu í Reykjavík og í sendiráði íslands í Kaupmannahöfn. Nauðungarsölur Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Suðurgötu 1, Sauðárkróki, fimmtudaginn 16. mars 2000 kl. 14.00 á eftir- töldum eignum: Miðsitja, Akrahreppi, þingl. eign Jóhanns Þorsteinssonar og Sólveigar Stefánsdóttur, gerðarbeiðandi er Lánasjóður landbúnaðarins. Skálá, sveitarfélaginu Skagafirði, 25% hl., þingl. eign Árna Benedikts- sonar og Lilju Gissurardóttur, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Sauð- árkróki. Sævarstígur 2, kjallari, Sauðárkróki, þingl. eign Einars Stefánssonar, gerðarbeiðandi Landsbanki íslands hf. Víðigrund 6, 0302, Sauðárkróki, þingl. eign Valgerðar Sigtryggsdóttur, gerðarbeiðandi Ibúðalánasjóður. Sýslumaðurinn á Sauðárkróki, 9. mars 2000. FÉLAGSLÍF Sunnudagsferð 12. mars kl. 10:30: Hellisheiði - Skálafell. Um 5-6 klst. skíðaganga. Verð 1.500 kr. fyrir félaga og 1.700 kr. fyrir aðra. Brottför frá BSÍ og far- miðar í miðasölu. Helgarferðir 18.-19. mars: 1. Jeppadeildarferð: Setrið suð- austan Kerlingarfjalla. 2. Skíðaganga: Þingvellir - Laug- arvatn. Skráning og upplýsingar um helgarferðir á skrifstofu. Undirbúningsfundir á miðviku- dagskvöldið 15. mars. Það er líf og fjör í Útivistarferð- um. Sjáumstl Gerist félagar, skráning á netinu eða skrifstofu. Útivist - ferðafélag Hallveigarstíg 1,101 Reykjavík, sími 561-4330 - fax 561-4606 http://www.utivist.is Kl. 13.00 Laugardagsskóli fyrir krakka. Aðalstöðvar KFUM og KFUK, Holtavegi 28. Munið uppskeruhátíð æskulýðs- starfsins i dag, laugardaginn 11. mars, kl. 14.00-16.00. Yfirskrift: Mismunandi kjör barna og unglinga í heiminum. Leikrit, myndlist, söngur, basar og margt fleira. Aðgangseyrir kr. 100 fyrir börn og 200 fyrir full- orðna. Ágóðinn rennur óskiptur til Hjálparstarfs kirkjunnar í tengslum við verkefnið, Mis- munandi kjör barna og unglinga í heiminum. Allir velkomnir. Sjáumst hress. P.s. Ef þú mætir ekki í góða skap- inu á staðinn, þá yfirgefurðu staðinn vonandi í góða skapinu að hátíðinni lokinni. FERDAFÉLAC # ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Skíðaganga yfir Leggjabrjót 12. mars kl. 10.30 með Gesti Kristjánssyni. Verð 1.800 kr. Fjörufarð fjölskyldunnar á Kjalarnes með Einari Þorleifs- syni náttúrufræðingi 12. mars kl. 13.00. Verð 1.200 kr. Frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum. Brottför frá BSÍ og Mörkinni 6. Bakpokanámskeið 20. mars Frítt fyrir félagsmenn. Skráning á skrifstofu. www.fi.is og síða 619 í texta- varpi RUV.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.