Morgunblaðið - 11.03.2000, Page 66

Morgunblaðið - 11.03.2000, Page 66
66 LAUGARDAGUR 11. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ISCH Larbreck As Promised var valinn besti öldungur sýn- ingarinnar, en hann er enskur Springer Spaniel. Eigandi hans er Ásta Arnardóttir, en til vinstri á myndinni er Paula H. Lehkonen, dómari frá Finnlandi. Cavalier King Charles Spaniel-hundurinn Nettu Rósar- Sandra var bestur í tegundarhópi 9. Eigandi er Halldóra Friðriksdóttir og með henni á myndinni er Birgitta Svar- stad, dómari frá Svíþjóð. Ómar Ágúst Theodórsson, sem fæddur er 1987, var valinn besti ungi sýnandinn í flokki 10-13 ára. Hann sýnir hundinn Popey’s What’s Up Doc, sem er Shih Tzu-hundur. Með hon- um á myndinni er Birgitta Svarstad, dómari frá Svíþjóð. Steinunn Þóra Sigurðardóttir var valin besti ungi sýnandi í eldri flokki. Hún sýndi Tíbet Spaniel-hundinn Bio Bios Rambo Ferdinand. Með henni er Birgitta Svarstad, dómari frá Svíþjóð. Glæsilegir hundar keppa um meistaragráður ALÞJÓÐLEG hundasýning Hunda- ræktarfélags Islands var haldin um siðustu helgi. Um 270 hundar af 40 tegundum kepptu sin á milli. Á alþjóðlegri sýningu þurfa hundarnir að vera ættbókarfærðir og af þeim gæðum að þeir geti komið fram á sýningum hvar sem er í heiminum. Sýningin gaf bæði •j alþjóðleg og íslensk meistarastig. Erlendis þurfa hundaeigendur að fara á milli landa með hunda sína til að fá alþjóðleg meistarastig, en hér á landi er veitt undanþága til að keppa að þessum fjórum stig- um sem hundurinn þarf, enda erfitt um vik að koma hundum aftur til landsins fari þeir utan. Erlendir dómarar dæma jafnan á alþjóðlegu mótunum og núna komu tveir dóm- arar frá Svíþjóð og Finnlandi. Á sýningunni er keppt í hvolpa- fiokki, ungliðaflokki, ung- hundaflokki, opnum flokki 2 ára og eldri, öldungaflokki 7 ára og eldri, og síðan í meistarafiokki en það eru hundar sem öðlast hafa meistaranafnbót. Einnig kepptu ungir sýnendur um nafnbótina besti sýnandinn i fiokki eldri og yngri. Hundaræktarfélag íslands stend- ur fyrir tveimur alþjóðlegum hundasýningum árlega og einni sýningu sem gefur íslensk meistarastig. Fjöldi hunda hefur verið svipaður á hverri sýningu undanfarin ár. Besti hvolpur sýningarinnar var Enya, en eigandi er Pétur Guðmunds- son. Sigríður Sigurðardóttir sýndi hundinn og með henni á myndinni er Birgitta Svarstad, dómari frá Svíþjóð. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Besti hundur í tegundarhóp 8 var enskur Springer Spaniel, Æsku Darri. Eigandi er Elísabet Jóhannsdóttir. ISCH Erró, Silki Terrier, var bestur í tegundarhóp 3. Eigandi er Anna Heiða Gunnlaugsdóttir. Bestur í tegundarhópi 1 var Border Collie-hundur, INT UCH ISCH Fenacre Blue Azil, en eigendur eru Björn Ólafsson og Lára Birgisdóttir. Anna Kristín Crtesegna með ISCH Classicway Cach A Star, en hann er enskur Cocker Spaniel. :

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.