Morgunblaðið - 11.03.2000, Side 70

Morgunblaðið - 11.03.2000, Side 70
MORGUNBLAÐIÐ 70 LAUGARDAGUR 11. MARS 2000 SIC/LDI T KALLA BJARNA VANTA KÖTT? Ljóska Hæ Kalli. Ég er sú sem spila á Hver sagði þér það? hægri kantinum. Ég frétti að þú værir með stórundarlegt lið. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Sannur frétta- flutningur? Frá Ingimundi Þorsteinssyni: MORGUNBLAÐIÐ er blað sem mörgum finnst hafa ábyrgar og vand- aðar fréttir á sínum síðum. Þá skoðun hef ég einnig haft þangað til upp á síðkastið þar sem ég hef tekið eftir sí- endurteknum einhæfum fréttaflutn- ingi af loftárásum Israelsmanna á Libanon. Israelsmenn hemámu Líbanon ár- ið 1982 en árið 1985 ákváðu þeir að yf- irgefa landið en stóðu ekki til fulls við það. Þeir settust að með herlið á u.þ.b. 15 km breiðu belti í suðurhluta landsins við landamærin við ísrael. Ástæðuna segja þeir vera að vemda Israel fyrir árásum skæruliða frá Líbanon sem em kenndir við hizboll- ah. Hizbollah-skæruliðar hafa staðið fyrir aðgerðum til að stuðla að brott- námi herliðs Israelsmanna frá þeirra landi. Ekki ætla ég hér að verja of- beldi þeirra heldur að ræða hvemig Israelsher tekur á málunum. Öllum árásum hizbollah-manna er alltaf svarað fullum hálsi af Israelsmönnum og yfirleitt fella þeir margfalt fleiri araba frá Líbanon og valda meiri skemmdum á eignum þeirra heldur en hizbollah-menn hafa valdið þeim. Allar frásagnir fiölmiðla af árásum Israelshers em einhvem veginn á þennan hátt: „ísraelskar herflugvélar gerðu árásir á búðir / stöðvar eða að- setur skæmliða í suðurhluta Líban- ons“. Málsgrein á borð við þessa má finna í grein Morgunblaðsins 7. mars en á myndinni við greinina sitja tveir líbanskir drengir við íbúðarhús sem hefur gjöreyðilagst í loftárásum ísra- ela. Fréttaflutning á borð við þennan má sjá mjög reglulega á síðum Morg- unblaðsins. Fyrir nokkmm vikum eyðilögðu flugvélar ísraelshers olíu- hreinsunarstöð í Líbanon og nýlega vora myndir af grátandi konu yfir eyðilögðu íbúðarhúsi sínu af völdum loftárásanna. Alltaf er sama klisjan í texta greinar við mynd sem sýnir óbreytta borgara þjást: „ísraelsher stóð fyrir loftárásum á búðir hiz- bollah-skæruliða". Staðreyndin er greinilega að sú að skotmörk Israels- hers, svokallaðar búðir eða stöðvar hizbollah-skæruliða, geta þess vegna verið íbúðarhúsnæði saklauss fólks. Þess vegna vil ég beina þeim til- mælum til blaðamanna á Morgun- blaðinu og annarra fréttamanna að fara að stunda ábyrgari frétta- mennsku og hætta að taka þátt í þessu stöðuga áróðursherbragði Israels í Qölmiðlum um allan heim. Að lokum vil ég vona að ísrael standi við loforð sitt um að flytja herlið sitt á brott frá suðurhluta Líbanons. INGIMUNDUR ÞORSTEINSSON, Traðarbergi 23, Hafnarfirði. Hvað veldur fátækt? Frá Guðvarði Jónssyni: ÞEGAR utandagskrárumræða um fátækt var á Alþingi, fannst mér um- ræða forsætisráðherra og sumra annarra stjómarliða vera nokkuð rökfræðilega fátæk og slagorða- kennd. Forsætisráðherra sagði að við byggjum við mun minni stéttaskipt- ingu en nágrannaþjóðir, eða næstum því í stéttlausu þjóðfélagi. Þama treysti ráðherra á það að almenning- ur trúi því að allt sé satt og rétt sem áhrifamenn í pólitík segja. Ráðherr- ann sagði einnig að þótt menn legðu sig alla fram, væri aldrei hægt að út- rýma fátækt á hverjum bæ. Gaf það sem sagt í skyn að fátækt væri ásköp- uð, eins og atvinnurekendur gáfu í skyn fyrir 100 áram þegar þeir sögðu að fátækt stafaði af gölluðu upplagi þeirra sem fátækir væm. Þetta finnst mér vera útúrsnúningur og ekki sæmandi í umræðunni um fátækt. Umræðan um fátækt hlýtur fyrst og fremst að snúast um það hvaða af- komumöguleika fólk hefur, sem verð- ur að byggja afkomu sína á þeim bótatekjum, sem stjómsýslukerfið býður upp á og ríkisvaldið ber ábyrgð á. Það þarf líka að byggja umræðuna á því hvað það kostar að lifa við ís- lenskar þjóðfélagsaðstæður, en ekki vera sífellt að bera saman við önnur lönd þá þætti sem em hagkvæmastir fyrir ríkisvaldið og sleppa svo hinum sem óhagkvæmir era í viðmiðun og sniðganga raunvemleikann. Ráð- herrar og alþingismenn þurfa að hafa það í huga að hin raunvemlega fá- tækt er ákvörðuð af yfirboðuram þeirra fátæku. Forsætisráðherra sagði einnig að sumir vildu jafna út allar launatekjur og teldu prósentuhækkun upp launa- stigann óréttláta og taldi að það breytti engu fyrir láglaunamanninn þó prósentuhækkunin sé látin gilda upp úr, því hann fái alltaf sömu pró- sentuhækkun og hinir. Ég minnist þess ekki að talað hafi verið um að allir ættu að hafa jafnhá laun, heldur að minnka bilið á milli háu og lágu launanna, því núverandi launamunur er orðinn allt of mikill. Það er líka flestum orðið ljóst að prósentuhækkun launa getur ekki gengið öllu lengur. Það er ekki þjóð- félaginu hagkvæmt að t.d. þegar líf- eyrisþegi fær 1600 kr. hækkun á sinn mánaðarlífeyri, fái hálaunamaður út á sömu prósentu, mánaðarlaun verkamanns í hækkun sinna mánað- arlauna. Það er líka til annars konar fátækt, sem stafar af því að fólk hefur ekki stjóm á sínum fjármálum af ein- hverjum ástæðum. Þetta fólk hefur stundum góðar tekjur en býr samt við fátækt. Ég held að forsætisráð- herra hafi talið að eina fátæktin á ís- landi væri til komin með þessum hætti og við henni væri ekkert að gera. Þó svo að þetta væri eina fá- tæktin sem til væri á Islandi ættu al- þingismenn ekki að vísa neyð þessa hóps frá sér og telja að ekkert þyrfti fyrir hann að gera. Það er alltaf verið að minna okkur á það að við búum í menntuðu og tæknivæddu þjóðfélagi. Þess vegna ætti ekki að vera vandi að finna leið til þess að bæta stöðu þessa fólks, eða veita því fjárhagslega ráðgjöf til lag- færingar á vandanum. GUÐVARÐUR JÓNSSON, Hamrabergi 5, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.