Morgunblaðið - 11.03.2000, Page 71
MORGUNBLAÐIÐ
BREF TIL BLAÐSINS
LAUGARDAGUR 11. MARS 2000 71
Salt og tjara
Frá Ragnari Jónssyni:
NU ER vetur senn á enda. Það sem
helst einkennir Reykjavíkursvæðið
þessa árstíð er þessi salt-tjöru-leðja
alstaðar. Þetta ástand varir 5-6
mánuði á ári. Fyrir u.þ.b 15 árum
var saltdreifing, sem þegar var all-
nokkur, stóraukin. Gatnamálastjóri
lofaði algjörri hálkueyðingu. Til-
gangurinn var sá að fá sem flesta af
nagladekkjunum og koma skemmd-
unum af götunum yfir á ökutækin.
Nágrannabæjarfélög Reykjavíkur
bættu svo í þokkabót við söltun auk
þess sem Keflavíkurvegurinn bætt-
ist við. Samt kjósa yflr 80% öku-
manna að spæna upp saltaðar göt-
urnar á nagladekkjunum, kannski
bara af því að allir aðrir gera það.
Er samt ekki að segja að saltdreif-
ing sé ekki réttlætanleg á einstök-
um stöðum við vissar aðstæður.
Ekki má mælirinn nálgast núllið
nema farið sé af stað með saltdreif-
inguna. Salti er síðan margbætt í
grautinn löngu eftir að göturnar eru
gjörsamlega komnar á flot í pækli.
Einnig er því mokað í stórum stíl á
gangstéttir miðbæjarins. Þessi
leðja veðst svo inn í hús og skemmir
dúka og teppi. Tilgangurinn virðist
vera sá að valda sem mestum sóða-
skap og tjóni eða kannski er þetta
atvinnubótavinna. Sjúkleg hræðsla
við hálku hefur heljartak á borgar-
yfírvöldum.
Akstursaðstæður eru oftast verri
í krapinu á ofursöltuðum götum en í
auðum hjólförum lítið sem ekkert
saltaðra gatna. Þetta gengur svo
langt að svokölluðum öryggisráð-
stöfunum er snúið upp í andhverfu
sína eins og eftirtalin atriði sýna.
Tæring ökutækja er stórt vanda-
mál, saltið fer í allar smugur. Það
fyrsta sem skemmist er bremsu-
kerfíð. Algengt er að vandamálin
með það byrji á 2-3 ára bílum,
fastar dælur og útíherslur. Afleið-
ingin er ójöfn hemlun. Oftar má
rekja bilanir bremsukerfa til tær-
ingar heldur en eðlilegs slits. 15-20
ára bílar utan af landi (Suðurnesin
undanskilin) eru yfirleitt í betra
ástandi að þessu leyti en 5 ára gaml-
ir hér.
Aukin óhreinindi setjast á rúður,
þurrkublöð og dekk svo að þau
missa grip. Þessi opinbera forsjá
hefur alið upp heila kynslóð af öku-
mönnum sem aldrei hafa séð
ástæðu til að æfa rétt viðbrögð í
vetrarakstri. Þegar ég var nýkom-
inn með bílpróf fór ég að kvöldlagi á
stór bílastæði t.d. við Miklagarð og
æfði mig.
Það er vitað mál að flest slys
verða ekki vegna ytri aðstæðna
heldur brots umferðarréttar og
Slíðrum sverðin og
förum að vinna
Frá Sveini Scheving:
HVERNIG er best að berjast fyrir
bættum hag öryrkja? Síðastliðið
vor, undir lok kosningabaráttunn-
ar, hófst mikil
auglýsingaher-
ferð Oryrkja-
bandalagsins
undir yfirskrift-
inni: Kjósum við
óbreytt ástand?
Mátti hverjum
manni vera það
ljóst að tónn var
Sveinn geflnn um að
Scheving kjósa ekki nú-
verandi stjórnarflokka. Hverja átt-
um við þá að styðja aðra en Sam-
fylkinguna eða Vinstri græna? Þeir
myndu þá væntanlega breyta þjóð-
félaginu í þá átt að hér drypi smjör
af hverju strái og við öryrkjarnir
fengjum örugglega okkar skerf af
því. Ég er ekkert viss um að svo
færi. Síðast þegar vinstri flokkarn-
ir stjórnuðu landinu rýrnaði kaup-
máttur okkar en í tíð núverandi
stjórnar hefur hann þokast upp á
við þótt meira mætti það vera.
Ég held að það skili okkur engu
að eyða milljónum í auglýsingar
eins og gert var síðastliðið vor.
F ormaður Öryrkj abandalagsins
verður að líta fram hjá persónuleg-
um stjórnmálaskoðunum sínum í
baráttunni fyrir bættum kjörum
öryrkja. Formaðurinn vinnur okk-
ur ekki gagn með gífuryrðum um
andlega vanheilsu forsætisráð-
herra. Mér hefur ekki dulist að í
öllum viðtölum við framkvæmda-
stjórann sem ég hef heyrt og lesið
getur hann lítt dulið pólitískar
skoðanir sínar. Öryrkjar eru þver-
skurður þjóðarinnar, konur og
karlar, gamlir og ungir, sjálfstæð-
ismenn og samfylkingarmenn,
Vinstri grænir og framsóknar-
menn.
Upp úr þessu fari þarf að komast
og það strax. Það væri ekki úr vegi
að Garðar Sverrisson pantaði viðtal
hjá Davíð Oddssyni og er ég viss
um að það yrði auðsótt mál. Megin-
efni viðtalsins væri menntunarmál
öryrkja. Það er engin spurning að
með samhentu átaki í þessum mál-
um væri hægt að lyfta grettistaki í
málefnum öryrkja. Það eru margir
sem þrá það heitast að komast út á
vinnumarkaðinn en skortir mennt-
un. Til dæmis mætti hugsa sér að
komið væri upp miðstöð menntun-
ar öryrkja þar sem fólk gæti fengið
leiðbeiningar og styrk til að takast
á við verkefni og nám sem hentað
gæti hverjum og einum og þar með
opna leið út í þjóðfélagið.
Þessu leiðindamáli verður að
linna en mikið skelfing á Sjónvarp-
ið stóran þátt í því að toga þetta
mál og teygja. Fagmennskan er
þar nánast í frostmarki. Okkur er
enginn greiði gerður með því að sjá
hljóðnemann rekinn upp í hvern
stjórnmálamanninn á fætur öðrum,
sem allir endurtaka sömu rang-
færslurnar.
Slíðrum sverðin og förum að
vinna að hag öryrkja.
SVEINN SCHEVING,
öryrki,
Búðargerði 4, Reykjavík.
glanna- eða klaufaskapar. Verstu
slysin verða yfirleitt við bestu að-
stæður yfir sumartímann. Segir það
ekki eitthvað? Tilgangurinn með
saltdreifingnni virðist vera sá að
gera ökumönnum kleift að göslast
áfram án þess að vanda sig, langt
yfir löglegum hraða eins og á sum-
ardegi. Hugsanlega gefur þetta
þeim sem eru óöruggir og klaufa-
legir bfistjórar öryggistilfinningu,
eins og nagladekkin gera.
Stundum hef ég verið á ferðinni
síðla nætur þegar farið er af stað
með dreifinguna og gert hemlunar-
próf á ónegldum dekkjum. Niður-
staðan er sú að mjög oft er færið í
lagi ef farið er með gát. Til að fá bíi-
inn til að renna eða snúast þarf að
negla á bremsurnar og snúa stýrinu
um leið en oft dugar það ekki til.
Þessum aðgerðum er augljóslega
stjórnað af gjörsamlega glórulaus-
um glópum sem jafnvel hafa hreykt
sér af verkfræðimenntun. Oft hefur
verið kvartað við gatnamálasjóra
sem segir þetta skásta kostinn þrátt
fyrir þá hluti sem á undan eru tald-
ir.
Menn verða að læra að lifa með
vetrinum og slaka á, það er ekki
hægt að sigra hann. En slökun er
víst bannorð hér því heimsmetið
varðandi stressuðustu borg í heimi
miðað við íbúafjölda gæti verið í
hættu. Ég fullyrði að þetta er bíl-
væddasta og mengaðasta borg mið-
að við fólksfjölda.
Nýlega var upplýst að afrennsli
af götum Breiðholts og Árbæjar-
hverfis sem inniheldur tjöru, salt og
olíuleysi, er veitt útí Elliðaárnar.
Verði jeppaakandi laxveiðimönnun-
um að góðu! Útlendingarnir, sem
„kaupa“ lygina um hreinustu höfuð-
borg í heimi ættu að sjá þetta allt.
Áróður borgaryfii-valda um hrein-
ustu höfuðborg í heimi er jafnsann-
ur því að svart sé hvítt. Hér er ekki
um hvít jól að ræða eins og margir
tala um, heldur svört eða í besta lagi
brún. Ráðamenn borgarinnar verða
taka þetta til alvarlegrar endur-
skoðunar og sýna þor til að breyta.
Ekki aðeins réttlæta óbreytt
ástand. Áætlun strætisvagnanna
verður að vera rúm og miðast við
raunverulegar aðstæður. Borgin má
ekki vera áfram eins viðbjóðslegur
dvalarstaður yfir vetrartímann og
verið hefur.
Að lokum vil ég taka fram að
mengun tengd bílaumferð er meiri
hindrun þess að stunda útivist eins
og hjólreiðar á veturna en veðráttan
sjálf.
RAGNAR JÓNSSON,
Miklubraut 70, Reykjavík.
ggáajSglSy Green House
Rauðagerði 26 sími 588 1259
II NYTT
VOR - SUMAR
2000
w Opið í Rauðagerði 26 frákl. 10—18 í dag, laugardag
Komið og fáið nýja listann frá GreenHouse.
Dömufatnaður í stærðum 36—48.
10% kynningarafsláttur af nýju herralínunni
, ■ Eldri vörur seldar með góðum afslætti
| | VERIÐ VELKOMIN
Hver er framleiðni
kvótakerfísins?
Frá Steinari Steinssyni:
GÓÐUR sögumaður gleður eyru
áhorfenda en ekki er þar með víst að
sagan sem sögð er sé sönn, ef til vill
aðeins fallegt ævintýri. Landsfeðum-
ir og ýmsir hálærðir eru margir góðir
sögumenn. Þeir segja m.a. sögur af
frábærri framleiðni, án samkeppni,
og arði fái menn, í friði, að nota eignir
annarra sér að kostnaðarlausu. Það
er nokkuð ljóst að heimild til að eta
köku sér að kostnaðarlausu sem aðrir
eiga hlýtur að vera kosta líf og í anda
ævintýra prinsa og prinsessa. Aðrir
sögumenn segja frá litla manninum,
sem á lítið hús og rær á litlum báti og
dregur fisk úr sjó. Hann er góður
greiðandi, hann greiðir afborganir af
verðlitla húsinu sínu, opinber gjöld og
skatt til kvótahöfðingja, allmarga
tugi kr. fyrir hvert kg af fiski sem á
land kemur. Sjálfur greiðir hann þá
köku sem hann og hans fólk etur. Mér
skilst að landsfeður og sumir lærðir
sjái ekki ævintýrabrag í striti litla
mannsins. Hvað varðar þá um hús
litla mannsins eða skatt hans til höfð-
ingja eða velferð fjölskyldu hans?
Ævintýi-asögur segja oft aðeins hálf-
sannleika jafnvel þótt landsfeður segi
frá, en sögurnar eru sjálfsagt samt
nógu góðar til síns brúks. Vissulega
væri upplýsandi að fá trúverðuga út-
reikninga hinna hálærðu á framleiðni
fiskveiða í mismunandi myndum, þar
sem fram kæmu allar forsendur og
þjóðhagslegur arður án undanskot^.
En trúlega er ekki tími til að sinna
svo ómerkilegu kvabbi, enda merki-
legri viðfangsefni fyrir hendi svo sem
að fullvissa láglaunafólk og ellilífeyr-
isþega um að það sé sérstakur heiður
að vera breiða bakið og að búa ekki
við jafnræði í skattamálum.
STEINAR STEINSSON,
Holtagerði 80, Kópavogi,
NÝ SIMANÚMER í
KENNARAHÚSINU
Skrifstofan 595 1111
Fax 595 1112
Afgreiðsla orlofshúsa 595 1122
Endurmenntunarsjóður grunnskóla 595 1133
Endurmenntunarsjóður framhaldsskóla 595 1122
Netfang: ki@ki.is Veffang: www.ki.is
Kennarasamband íslands,
Félag grunnskólakennara,
Félag framhaldsskólakennara,
Félag tónlistarskólakennara,
Félag stjórnenda við framhaldsskóla,
Félag kennara á eftirlaunum,
Skólastjórafélag íslands,
Kennarahúsinu, Laufásvegi 81, 101 Reykjavík.
í
Alvima
Gasoín
• Hitaöryggi
• Súrefnisskynjari
• 4000w
• Sjálfkveikja
• 3 liitastillingar
• A 4 hjóluni
Tilboðsverð
12.900 kr.
HÚSASMIÐJAN
Sími 525 3000 • www.husa.is