Morgunblaðið - 11.03.2000, Page 73
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 11. MARS 2000 73
I DAG
Arnað heilla
90
Ljósmynd/Mats
ÁRA afmæli. Nk.
1 þriðjudag, 14.
mars, verður níræð
Hulda Þorbjörnsdóttir.
Hulda býr á Dvalar-
heimili DAS í Hafnar-
firði. Hulda tekur á móti
gestum sunnudaginn 12.
mars milli kl. 15-18 að
Kirkjuhvoli, Vídalíns-
kirkju, Garðabæ.
BRIDS
Dmsjón GuAinundur
Páll Arimrsiin
NÚ á tímum nota flestir
keppnisspilarar Roman lyk-
ilspilaspuminguna, þar sem
trompkóngurinn og tromp-
drottningin eru tekin inn í
ásasvörin við fjórum grönd-
um. Fyrir vikið verðm- minni
þörf fyrir eldri sagnvenju
sem kennd er við Josephine
Culbertson, en það er stökk í
fímm grönd til að spyrja um
háspil í trompinu. Reglan er
sú að segja sjö með tvo af
þremur efstu, en láta annars
hálfslemmu duga.
Norður gefur; enginn á
hættu.
Norður
A KD9652
»9
♦ 10754
* 95
Vestur Austur
* 3 a 1085
» 108642 v 53
♦ KDG2 ♦ 983
+ G64 a KD1072
Suðurr
A ÁG7
» ÁKDG7
♦ Á6
* Á83
Vestur Norður Austur Suður
- 2spaðar Pass 5grönd
Pass 7spaðar Pass 7grönd
Pass Pass Pass
í þessu tilfelli hefði suður
allt eins getað spurt á fjómm
gröndum, en stökkið í fimm
grönd er hraðvikara. Hvað
um það. Alslemman stendur
með tólf útspilum, en eitt er
banvænt. Hvaða spil er það?
Fyrst er rétt að skoða þró-
unina með tígulkóngi út,
sem er hið eðlilega útspil.
Sagnhafí drepur, leggur nið-
ur laufás (sem er lykilatriði)
og spilar spaða sex sinn-
um:
Norður
A 6
»9
♦ 1075
♦ 9
Vestur Austur
*• - A --
* 108642 » 5
♦ D ♦ 983
*- aKD
Suðurr
A -
» ÁKDG7
♦ -
♦ 8
Suður hendir laufi í síð-
asta spaðann, en vestur
þvingast í rauðu litunum og
verður að kasta frá hjartanu.
Hvaða útspil hnekkir
slemmunni? Hjartatían! Það
útspil klippir á sambandið
milli handanna og sagnhafi
verður þá að treysta á að
hjartað komi 4-3.
p' A ÁRA afmæli. í dag,
tj U laugardaginn 11.
mars verður fimmtug
Guðrún Rósalind Jó-
hannsdóttir, Faxabraut
2a, Keflavík.
P A ÁRA afmæli. í dag,
tJ v/ laugardaginn 11.
mars, er fimmtugur Ólaf-
ur Ágúst Þorbjörnsson,
vélaverkfræðingur,
Skúlagötu 10, Reykjavík.
Hann er að heiman í dag.
Með morgunkaffinu
Ást er...
að dansa saman
fram eftir nóttu.
TM R*fl. U.S. Rit. Ofl. — aN rights ra»«rved
O 2000 Loa Angeiea Times Synckcate
Ég fékk gamla klef-
ann hans pabba.
cv-
SKAK
l iusjon llelgi Áss
Urétarsson
ÞESSI staða kom upp í
þýsku úrvalsdeildinni fyrir
skemmstu á milli Þjóðverj-
anna Martin Breutigam
(2343) og Gernot Gauglitz
(2390) en sá fyrrnefndi
hafði hvítt. 27.Hb5! Hótar
að máta með Hb5-d5 eða
Rc3-e2. 27...cxd3 28.cxd3!
Hvítur á leik.
og svartur gefst upp þar
sem hann ræður ekki við
tvöfaldar máthótanir hvíts.
COSPER
Þetta er maðurinn á neðri hæðinni, enn eina ferðina.
UOÐABROT
HJA FUOTINU
Þau stóðu þar sem þaut með björtum lit
hið þunga fljót og horfðu í vatnsins strengi
og heyrðu að sunnan sumarvinda þyt
um síki og engi.
Og armlög þeirra minntu á fyrsta fund,
þó fölur beygur hægt um sviðið gengi
er laut hann höfði og sagði í sama mund:
Veiztu hvað gleðin tefur tæpa stund
en treginn lengi.
Hunnes Pétursson.
STJÖRJVUSPA
eftir Frances Hrake
FISKAR
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert hafsjór af fróðleik og
til þín leita vinir og vanda-
menn, þegar þá vantar upp-
iýsingar.
Hrútur
(21. mars -19. apríl)
Hafðu gætur á fjármálunum.
Það má lítið út af bregða að
ekki komi tii vandræða. Hafðu
allt á tæru og skerðu útgjöld
við nögþsem mest þú mátt.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú ert með mörg járn í eldin-
um og mátt aldeilis halda á
spöðunum til þess að koma
öllu í höfn. Reyndu að finna
tíma fyrir sjálfan þig líka.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní) M
Lífið getur verið líkt og
grindahlaup, nema hvað
grindurnar hækka þegar líður
á. En þú þarft ekkert að ótt-
ast, þú ert í fínu formi og þolir
áskorun.
Krabbi
(21. júní-22. júlí)
Enginn er eyland. Þótt þér
finnist gott að vera einn með
sjálfum þér, þarft þú iíka að
blanda geði við aðra, því mað-
ur er manns gaman.
Ljón
(23.júk'-22. ágúst) X*
Láttu þér ekki til hugar koma
að grípa til ódýrra lausna, sem
kunna að varpa skugga á
starfsheiður þinn. Mundu að
þolinmæði þrautir vinnur all-
ar.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.) <D$L
Vertu viðbúinn því að þurfa að
bregðast við með litlum íyrir-
vara. Það er ekki alltaf hægt
að velja stað og stund og því
gott að vera á varðbergi.
Vog rrx
(23. sept. - 22. október) 4*
Láttu ekki feimnina hindra
þig í að njóta afraksturs verka
þinna. Verður er verkamaður
launa sinna og þú átt þín svo
sannarlega skilið.
Sporðdreki
(23. okt.-21.nóv.)
Það er lífsnauðsyn að eiga
trúnaðarvin til þess að deila
með gleði og sorg. En vanda
þarf val hans, því ekki er öll-
um gefin sú þagmælska sem
tilþarf.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.) ACv
Það er ósiður að svara ekki
skilaboðum. Taktu þig nú á og
gerðu að reglu að svara þeim
símtölum og tölvubréfum,
a.m.k. þeim, skipta einhverju
máli.
Steingeit
(22. des. -19. janúar)
Leyfðu sköpunarþrá þinni að
njóta sín í návist bama. Fáir
félagar eru skemmtilegri og
einlægni þeirra er ósvikin.
Leiktu við barnið í sjálfum
þér.
Vatnsberi , ,
(20. jan.r -18. febr.)
Láttu þér ekki bregða, þótt
bankað sé upp á og tíðindi
sögð frá fortíðinni. Hlustaðu
af athygli, en geymdu við-
brögð þai- til þú hefur hugsað
málið.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars)
Fegurð orðanna heillar þig.
Leyfðu þeim að umvefja þig
og láttu þau svo tjá tilfinning-
ar þínar til annaiTa. Blýantur
og blað er allt sem þú þarft.
Stjömuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
FRETTIR
Ráðstefna um eld-
gos í Mýrdalsjökli
RÁÐSTEFNA verður haldin á
vegum Kirkjubæjarstofu og Al-
mannavarna ríkisins um eldgos í
Mýrdalsjökli og afleiðingar þess í
félagsheimilinu Kirkjuhvoli,
Kirkjubæjarklaustri dagana 1. og
2. apríl. Ráðstefnan hefst kl. 13
laugardaginn 1. apríl og lýkur um
kl. 16 sunnudaginn 2. apríl. Síðari
hluta fyrri ráðstefnudags er vett-
vangsferð á Mýrdalssand.
Meðal fyrirlesarar eru nokkrir
þekktustu jarðvísindamenn Is-
lands, jöklafræðingar og forsvar-
smenn í uppbyggingu almanna-
varnakerfisins. Dagskrá
ráðstefnunnar verður auglýst í
landshlutablöðum og dagblöðum
þegar nær dregur, segir í fréttatil-
kynningu.
Síðasti útsöludagur
Ekta síðir pelsar frá 95.000
Samkvæmis- og fermingardress Úrval gjafavöru
Handskorin húsgögn
20% afsláttur
Opið kl. 11-18, lau. kl. 11-15.
Sigurstjama
Fákafeni (Bláu húsin), s. 588 4545 ]
J/C » "~7 l r—
Antik er fjárfestinq * Antik er lífsstíll
Silfurborðbúnaður.
Gömul dönsk postulínsstell.
Persnesk teppi og mottur.
Ýmislegt áhugavert fyrir safnara.
Opið mán.-fös. frá kl. 12-18, lau. kl. 11-17 og sun. kl. 13-17.
Grensásvegi 14 ♦ sími 568 6076 Raðgreiðsium
^/Spilakvöld Varðar
ir
sunnudaginn 12. mars
Hið árlega spilakvöld Varðar
verður haldið í Súlnasal Hótels
Sögu sunnudaginn 12. mars
kl. 20.30.
Glæsilegir spilavinningar
að vanda.
Meðal annars: Utanlandsferðir,
bækur, matarkörfur o.fl.
Gestur kvöldsins er Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson, borgarfulltrúi.
Aðgangseyrir kr. 700.
Allir veikomnir
Vörður - Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík