Morgunblaðið - 11.03.2000, Page 75
MORGUNBLAÐIÐ
_________________________________LAUGARDAGUR 1 l.MARS 2000 75
FÓLK í FRÉTTUM
Menningin og sj ónvarpið
SJONVARP A
LAUGARDEGI
MIKIÐ er gumað af menningu á
íslandi og einkum þó í Reykjavík.
Hún virðist saman standa af nokkr-
um málverkasýningum, sem helst
bera að kenna við heysátustefnuna
í listum, endalausum amerískum
bíósýningum handa
unghngum, þar sem
manndráp ei'u í fyr-
irrúmi, leiksýning-
um handa áhorfend-
um löngu eftir að yngra fólk er
hætt að mæta á sýningar í sæmi-
legum fötum, heldur einhverju sem
fátækir vegavinnukarlar klæddust
þá sjaldan þeir brugðu sér heim til
að fara í fjósið, krárlífi, sem útlend-
ingar koma til að skoða eins og átt-
unda undur veraldar, og sjónvarpi,
sem veit ekki til hvers það er brúk-
hæft og allt kostar of mikla peninga
nema einber vitleysan. Stundum
koma greinar í blöðum, þai’ sem
einstaklingum blöskrar svo hin
menningarlega fávísi og niðurlæg-
ing, að þeir geta ekki orða bundist.
Enginn rumskar þó við eitt og eitt
píp af því menningarvitarnir virð-
ast hafa stungið almenning svo öfl-
ugu svefnþomi, að enginn þykist
sjá eða þorir að tala um hið daglega
fánýti, sem hér kallast menning, og
er rekin með góðu eða illu eins og
hagsmundafélag ofan í kok á al-
menningi.
Síðasta afrek sjónvarpsins -
Stöð 2 - var fyrsti þáttur í fjögurra
þátta röð, sem nefnist Sex í
Reykjavík. Er þá kom-
ið að því að toppa þá
menningarleysu, sem
hér hefur gengið á nær
öllum sviðum skemmt-
analífs í langan tíma með slíkum
formerkjum, að segja mátti fyrir
um hvar hin ofsafengna „menning-
arleit" endaði. Upphaf sýninga á
Sex í Reykjavík var m.a. undirbúin
með frétt af klámbylgjunni í Dan-
mörku, svo enginn væri nú óundir-
búin(n). Klámbylgjan í Danmörku
vai’ svartur blettur í sögu annai’s
ágætrar og menningarlegrar þjóð-
ai’. Undanfari hennar var samskon-
ar Ieiði og innantóm hrifning af ein-
hverju, sem átti að heita list en var
það ekki, unz það sprakk allt í einu
út í klámbylgju. Hún var ósvífin og
gaf miklar tekjur. Höfðu jafnvel
Danii- orð á því að túristum frá Jap-
an hefði fjölgað stórlega. Kannski
prógrammið hér sé að auka túr-
isma. Tekjurnar koma að vísu ekki
strax, en lofthænurnar, sem eru að
gera það gott í verðbréfum, ættu
samt að fara að athuga sinn gang
og byrja að fjárfesta í einni stöng
eða svo.
Mario Pusio hét höfundur í New
York, sem gerði að ævistarfi að
skrifa um Mafiuna í Bandaríkun-
um. Okkur er kunnugt um Don
Corleone og þá fjölskyldu, enda
gerðar myndir eftir bókunum um
þá. Síðustu bókina, sem Puso skrif-
aði um Mafiu - fjölskyldur áður en
hann andaðist hét „The Last Don“
eða síðasti Doninn með Danny
Aiello í aðalhlutverki. Þessi mynd
nær hvergi Guðföðurnum með
Marlon Brando, en hún er góð á
köflum, einkum þegar hún er að
lýsa innviðum hreyfingarinnar,
ættarböndunum og hatrinu. Aftur
á móti mættu kvennamálin komast
af með minna pláss.
Þrátt fyrir stöðug moldviðri
glæpa og nú síðast klámi á sjónvarp
hér mikla möguleika. Hér hafa ver-
ið sýndir þættir úr náttúrunni.
Sjónvarp getur verið brúklegt við
að sýna þætti úr sagnfærði. Allt og
sumt sem vantar er að hugsa öðru-
vísi, en það hefur illilega skort.
Indriði G. Þorsteinsson
ISLENSK STUND
TOÍVLIST
Geisladiskur
SÓLSKINSSTUND
Sólskinsstund - a Treasury of Ice-
landic Poems and Songs 2 er tón-
ljóðadiskur sein inniheldur þrettán
lög felld að ljóðum Margrétar Jóns-
dóttur og Þorsteins Erlingssonar.
Að vísu á Erlingur aðeins eitt ljóð á
plötunni og Margrét svo afganginn.
Alla tónlist samdi Jóhann Ilelgason
en eitt lagið samdi hann í félagi við
Árna Harðarson. Söngvarar eru
þau Signý Sæmundsdóttir og Berg-
þór Pálsson. Um hljóðfæraleik sér
kammersveit skipuð þeim Hrefnu
Eggertsdóttur (píanó), Szymoni
Kuran (fiðla), Júlíönu Elínu Kjart-
ansdóttur (fiðla), Guðmundi Krist-
mundssyni (víóla), Sigurði Hall-
dórssyni (selló), Einari Sigurðssyni
(kontrabassi), Martial Nardeau
(þverflauta, piccoloflauta), Daða
Kolbeinssyni (óbó, englahár), Kjart-
ani Óskarssyni (klarinetta, bassa-
klarinetta) og Rúnari Vilbergssyni
(fagott). Um útsetningar og tónlist-
arstjórn sá Árni Harðarson. Upp-
tökumaður var Sveinn Kjartansson.
Merkingarlegur útdráttur ljóða
upp á ensku var í hönduin Terry
Gunnell. 30,46 mín. Hugverkaút-
gáfan gefur út.
JÓHANN Helgason hefur einkum
verið þekktur sem dægurlagasmiður
í gegnum tíðina og á m.a. besta og
fallegasta lag þeirrar tegundar ís-
lenskt, „Söknuður", sem Vilhjálmur
Vilhjálmsson heitinn söng af ein-
stakri snilld á sínum tíma. A þessum
diski fer hann öllu sígildari leiðir í
lagasmíðunum og snarar út nokkr-
um „nýjum“ þjóðlögum ásamt kam-
mersveit og söngvurunum Signýju
Sæmundsdóttur og Bergþóri Páls-
syni.
Lagasmíðarnar eru flestar í nokk-
uð hefðbundnum léttklassískum stíl
og til að mynda minna fyrsta og
þriðja lagið svolítið á lagasmíðar Sig-
fúsar Halldórssonar, þess mikla
melódíumeistara. Það er nettur
kammerkeimur yfir þessu öllu sam-
an, blandaður þjóðlegri angan. Lög-
in eru falleg og renna ljúflega í gegn
en þó oft með fremur fyrirsjáanleg-
um laglínum.
Nokkur stílbrot komast þó á kreik
er líða fer á diskinn. Sum lögin eru
nær því að vera hádramatísk en ljúf
eins og t.d. lagið „Vetri hallar“ og
önnur eru afar ljúfsár og falleg, gott
dæmi um það væri „Kvöld í skógi“.
Lagið „Ferða-
maður“ er næst-
um hættulega
hryssingslegt og
minnir það óneit-
anlega á tónsmíð-
ar Igor Stravins-
ky.
Ljóðin lofsama
flest öll íslenska
náttúru eða veita
innsýn í drauma
og þrár fólksins
sem_ hún umlyk-
ur. I sumum koma fyrir séríslensk
minni eins og álfar og huldufólk og
tekst Jóhanni ágætlega að láta lög
sín falla að inntaki ljóðanna.
Söngur á plötunni er góður og ten-
ón’ödd Bergþórs er niðri á jörðinni,
alþýðleg og leikandi létt. Signý skil-
ai- svo hljómfagurri röddu sinni af
öryggi og fagmennsku. Útsetningar
plötunnar eru í hefbundnari kantin-
um og það fer fremur lítið íýrir téðri
kammersveit þar sem hún er frekar
„aftarlega í mixinu" eins og græju-
gúrúarnir myndu orða það.
Ég hefi margsinnis gert umslags-
hönnun geisladiska að umtalsefni í
dómum mínum og er það því miður
ekki að ástæðulausu. Éinhverra
hluta vegna er gæðastaðall umslags-
hönnunar oft á fremur lágu plani og
er þessi geislaplata ekki undantekn-
ing frá því.
Diskurinn ber sterklega með sér
að hann er að mörgu leyti, en von-
andi ekki öllu, stílaður á hinn sívax-
andi ferðamannastraum sem berst
að ströndum landsins. Islenski fán-
inn liggur sem þverlína í einu horn-
inu og umslagið er bláleitt með ein-
hvers konar munstri. Fyrir miðju er
svo settleg mynd af hinu ágæta
söngpari. Fyrir neðan myndina
stendur svo „A Treasury of Icelandic
Poems and Songs“. Þessi markmið-
sbundna ferðamannahönnun tekst
ekki betur til en svo að umslagið
minnir helst á pakkaða fiskstauta frá
Icelandic Seafood! Hræðilegt, svo
ekki sé nú meira sagt.
Þessi plata verður seint talin bylt-
ingarkennd en hún þjónar ágætlega
því hlutverki sem henni virðist vera
ætlað, þ.e. að veita útlendingum ein-
hverja innsýn í íslenska ljóða- og
sönglagahefð. Það er því verst með
umslagið, sem fer nokkuð létt með
að fæla áhugasama kaupendur í
burtu, ef því er að skipta.
Arnar Eggert Thoroddsen
Nœturqatinn
í kvöld leika Hilmar Sverrisson og
Anna Vilhjálms.
Borðapantanir í síma 587 6080.
7T*
IM
IIIMK
Stjórnandi: Andri Snær Magnason
Spyrlar: Steinunn Sigurðardóttir og
Adda Steina Bjömsdóttir
Einnig koma fram Steindór Andersen
kvæðamaður, Jóhann G. Jóhannsson
tónlistarmaður og Örn Árnason leikari
og flytja brot úr verkum hórarins.
MiSaverS kr. 500
VAKAIirMAUll.
Ritþing
Þórarins Eldjárns
laugardaginn 11. mars
kl. 13.30 - 16.00
S
Menningarmiöstöðin Gerðuberg
Bók Stephens
Kings á Netinu
NÆSTA skáldsaga rithöf-
undarins vinsæla, Steph-
ens Kings, kemur út bráð-
lega en þú getur gleymt
því að nálgast hana í
næstu bókabúð, hún verð-
ur eingöngu seld á Netinu.
Þetta mun vera í fyrsta
sinn sem almennt þekktur
höfundur fer þessa leið að
bjóða bókina aðeins á staf-
rænu formi. Sagan er 66
blaðsíður og kallast „Rid-
ing the Bullet“ og segir
King hana draugasögu.
Hún fer í sölu á Netinu
þann 14. mars og geta
kaupendur fjárfest í
gripnum fyrir 1.775 krón-
ur og lesið á tölvuskján-
um. Flestar netbókaversl-
anir munu bjóða bókina til
sölu en það er netfyrir-
tækið Simon & Schuster sem gefur
söguna út á Netinu og fyrirtækið
SoftLock.com sem sér um tækni-
legu hliðina. Samkvæmt heimildum
ABCNews.com verður hægt að
skoða fyrstu átta blaðsíðurnar í
sögunni ókeypis en ef lesandinn
verður forvitinn og vill vita meira
verður hann að kaupa söguna.
Gengið hefur verið þannig frá mál-
Reuters
inu að ekki er hægt að senda sög-
una til vina og vandamanna heldur
aðeins hægt að eiga eitt eintak af
henni á harða disknum. King samdi
söguna er hann var að jafna sig af
meiðslum eftir að ekið var á hann L
fyrrasumar. „Ég hlakka til að vita
hver viðbrögð almennings verða og
komast að því hvort þetta sé fram-
tíðin,“ sagði King.
—
Ttlnefntngar
tíl óskarsverðlauna
RINGULREIÐ
MYND EFTIR MIKE LEIG