Morgunblaðið - 11.03.2000, Síða 76
76 LAUGARDAGUR 11. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Hæfíleikaríkur Matt Damon
i
Oskarsverðlaunahafínn Matt Damon er
einn vinsælasti leikari ungu kynslóðarinnar
í HollywoocL Rósa Erlingsdóttir ræddi við
hann á kvikmyndahátíðinni í Berlín um
stuttan en viðburðaríkan stjörnuferil.
LEONARDO DICAPRIO var ekki
fyrr farinn frá Berlín þegar næsta
sítórstirni ungra stúlkna og drengja
mætti á svæðið. Hinn tuttugu og níu
ára Matt Damon sem fyrir tveimur
árum vann til Oskarsverðlauna fyrir
besta handrit að myndinni „The
Good Will Hunting". Eftir það var
stutt á stjörnutoppinn og leikstjórar
Hollywood keppast við að bjóða
honum hlutverk. A aðeins tveimur
árum hefur hann unnið með leik-
stjórum eins og Steven Spielberg og
Francis Ford Coppola og fer nú með
aðalhlutverkið í mynd Anthony
Minghella um hinn hæfileikaríka
Tom Ripley. Hann leikur einnig
stórt hlutverk í mynd Kevin Smiths
„Dogma“ sem valdið hefur miklu
fjaðrafoki í Bandarikjunum og verð-
lur frumsýnd innan skamms í
Evrópu.
Skrítið að vera frægur
Matt Damon mætir of seint í við-
talið og spyr viðstadda blaðamenn
kurteisislega hvort þeim leiðist
nokkuð biðin. Hann afsakar seink-
unina með því að hann þurfi að fá
sér sígarettu á milli viðtala. Hann er
í dökkbláum Diesel-gallabuxum,
Reuters
stuttermabol og mjög töff striga-
skóm sem blaðamaður man ekki
hvað heita. Þegar blaðamaður spyr
hvort hann langi ekki stundum að
vera einhver annar en hann er, byrj-
ar hann að tala um hvað lífið sé
skrítið þegar maður er orðinn svona
frægur. Hann sýnir okkur húfu sem
hann keypti sérstaklega fyrir ferða-
lagið til Berlínar. A húfunni er langt
der og eyrnaskjól. Klæddur þessu
höfuðfati tókst honum að fara
óáreittur í dagsferð um götur og
torg Berlínarborgar. En ólíkt Tom
Ripley langaði hann aldrei að vera
neinn annar en hann er, en viður-
kennir þó að hann öfundi aðra
stundum af eiginleikum sem hann
myndi gjarna vilja tileinka sér. Til
dæmis leiklistarhæfileika Marlons
Brandos. En Matt Damon er greini-
lega þrautþjálfaður í að svara svona
spurningum svo við vendum kvæði
okkar í kross.
Blm.: Þú fékkst Óskarsverðlaun
fyrir myndina The Good Will Hunt-
ing. Ekki fyrir leik þinn í myndinni
heldur besta handritið sem þú skrif-
aðir ásamt æskuvini þínum Ben Aff-
leck. Eruð þið enn að skrifa handrit?
Matt Damon: Við skrifuðum í
raun handritið af The Good Will
Hunting með það að markmiði að
vekja athygli kvikmyndagerðar-
manna á okkur sem leikurum. Til
þess var leikurinn var gerður og það
gekk upp. Síðan þá höfum við báðir
verið mjög uppteknir af hlutverkum
okkar og höfum1 engan tíma haft af-
lögu til að sinna skriftum. Það var
Kevin Smith (leikstjóri Chasing
Amy, Clerks Dogma) sem benti
framleiðendum myndarinnar á
handritið okkar og við Ben reynum í
dag að hjálpa hæfileikaríkum vinum
okkar á sama hátt.
Blm.: Ég las einhvern tíma að þú
og Ben Affleck hefðuð ákveðið að
verða kvikmyndastjörnur aðeins tíu
ára gamlir. Er það rétt?
Matt Damon: Við vildum verða
leikarar.
Blm.: Hver er munurinn? Matt
Damon: Hlutverkum kvikmynda-
stjarna eru settar meiri skorður en
hlutverkum leikara þar sem hinir
fyrrnefndu þurfa oft að uppfylla
kröfur sem er fyrirfram ákvarðaðar
og fastmótaðar. Leikarar hafa
meira rými til að hafa sjálfir áhrif á
mótun hlutverka sinna. Kannski
vildi ég verða leikari að sömu
ástæðu og Tom Ripley þráir svo
heitt að gefa sig út fyrir að vera önn-
ur persóna en hann er í raun og
veru. Munurinn á Ripley og venju-
legum leikara er hins vegar sá að
Ripley liflr í stöðugum ótta við að
missa gervið. Að aðrir sjái í gegnum
hans falska, lífshættulega leik.
Blm.: En í dag ertu kvikmynda-
stjarna.
Matt Damon: Vissulega. En ég er
svo heppinn að geta ennþá valið
sjálfur úr hlutverkum.
Blm.: Fyrir tveimur dögum var
Leonardo Dicaprio í Berlín sem er á
sama aldursreki og þú. Er hann
samkeppni íyrir þig?
Matt Damon: I Hollywood eru til
listar með nöfnum leikara sem
tryggja s>ölu mynda í kvikmynda-
húsum. Ég veit ekki hvaða sæti mitt
nafn vermir á lista þessum en ég er
næstum fullviss um að öll handrit
sem ég fæ í hendurnar hafi áður
verið lesin af Tom Cruise, Brad Pitt
eða Leonardo Dicaprio. Ég get í
raun aðeins prísað mig sælan af því
að standa á listanum.
Blm.: Margir segja þig hafa valið
hlutverk Toms Ripleys vegna þess
að kynhneigð hans virðist flækjast
fyrir honum.
Matt Damon: Já, en einna helst af
því að hann drepur fólk. Ég var
strax mjög hrifinn af handritinu, af
margþættum persónuleika Toms
Ripleys og síðast en ekki síst upp
með mér að leika undir stjórn Anth-
onys Minghellas. Ég las bók Patr-
iciu Highsmith eftir að ég heyrði að
myndin væri í bígerð og var að sjálf-
sögðu mér meðvitandi um muninn á
persónu Ripleys annars vegar í bók-
inni og hins vegar í myndinni þegar
ég undirbjó mig fyrir hlutverkið.
Tom Ripley er í myndinni óhugnan-
lega kærulaus en hefur samvisku
sem vekur samúð áhorfenda. I raun
er þetta lykilatriði því hugmyndin
er einmitt að sýna raðmorðingja
meðal okkar. Mann sem stendur
ekki algjörlega á sama um mann-
eskjurnar sem hann myrðir. Annað
hefði varla gengið upp á hvíta tjaldi
dagsins í dag.
Blm.: Kevin Smith olli mörgum
sárum vonbrigðum með því að segja
mynd sína Dogma vera ástarbréf til
Guðs. Er Matt Damon jafn guð-
hræddur og Kevin Smith?
Matt Damon: Upphafssenan í
Dogma þar sem fólk situr í kirkju og
leikur sér í tölvuleikjum er ekki
ádeila á trúna sem slíka heldur á
þann ótta/sem kirkjan elur á meðal
trúaðs fólks í Bandaríkjunum. Kev-
in vildi benda á að fólk sækir ekki
lengur kirkju til að njóta návistar
Guðs. Að kirkja samtímans sé ekki
guðshús. Hann var sem sagt ekkert
að grínast.
Lífshættulegur leikur hins hæfíleikaríka Toms Ripleys
I endalausu fríi við
Miðjarðarhafið
Þau Matt Damon, Jude Law og Gwyneth Paltrow fara með aðal-
hlutverkin í kvikmyndinni Hæfileikaríki herra Ripley.
Á NÝAFSTAÐINNI kvikmyndahá-
tíð í Berlín þar sem myndin „The
Talented Mr. Ripley“ var Evrópu-
frumsýnd var Minghella einna
helst gagnrýndur fyrir að fara
^frjálslega með efnivið skáldsögu
Patriciu Highsmith, en auk þess að
leikstýra myndinni skrifaði Mingh-
ella handritið. Fyrir vikið er hann
tilnefndur til Óskarsverðlauna fyr-
ir besta handritið byggt á sögu-
legri fyrirmynd. Þegar fjallað er
um eins vandasamt verkefni og að
kvikmynda áður þekkt bókmennta-
verk er eins og flestir kvikmynda-
gagnrýnendur forðist að nota stóru
orðin og eyði pistlum sínum í að
vega og meta kosti og galla mynd-
arinnar og velta fyrir sér hvað sé
sögunni til framdráttar og hvað
ekki.
Á sama hátt og mörgum unnend-
um spennusagna Patriciu High-
. j|mith þykir Minghella illa að til-
iiefningunni kominn eru aðrir
þeirrar skoðunar að handritið sé
jafnvel enn betra en bókin og sögu
hins hæfileikaríka Toms Ripleys
séu sömuleiðis gerð betri skil í
kvikmyndinni. Það væri því ofsög-
um sagt að Minghella væri illa að
heiðrinum kominn þótt lengi megi
deila um tilnefningar til Óskars-
verðlauna sem mælistiku á gæði
kvikmynda.
Allt frá því að Minghclla vann til
níu Óskarsvcrðlauna fyrir myndina
„The English Patient", sem hlaut
fyllcfu tilnefningar árið 1997, geng-
ur hann undir uppnefninu „Golden
Boy“ eða gulldrengurinn f kvik-
myndaheimi Hollywood. „The
English Patient" naut meiri vel-
gengni í kvikmyndahúsum heims-
ins en nokkur önnur mynd síðustu
ára. Hún hlaut svo til einróma lof
meðlima alþjóða samtaka kvik-
TDjíyndagagnrýnenda og sérstök
verðlaun þeirra á kvikmyndahátíð-
inni í Berlín árið 1997. Minghella
skrifaði handritið eftir sögu Micha-
els Ondaatjes sem eldri starfsbræð-
ur hans höfðu afgreitt sem skáld-
sögu sem ekki væri hægt. að koma
á hvíta tjaldið. Eftir þessa vel-
gengni er Minghella án efa einn
eftirsóttasti leikstjóri Hollywood
og í stakk búinn til að velja þá
bestu til samstarfs við sig. Bún-
inga- og sviðsmyndahönnuðurinn
Ann Roth er ein þeirra, en hún og
samstarfsmaður hennar Gary Jon-
es, sem hlutu Óskarsverðlaun fyrir
sviðsmynd- og búningahönnun í
„The English Patient", eru einnig
tilnefnd fyrir The Talented Mr.
Ripley. Tvíeykið hefur hlotið mikið
lof kvikmyndagangrýnenda fyrir
myndina enda með ólíkindum
hversu vel tókst til að sviðsetja
myndina á Italíu ársins 1958.
Áhorfendum er boðið ísjónrænt
ferðalag um gjörvalla Italíu suður
til Palermo á Sikiley þar sem Tom
Ripley dvelur eftir að hafa framið
annað morðið af þremur. Hvergi
annars staðar hefði Minghella tek-
ist að mynda löngu horfinn sjarma
ítalskra borga en einmitt í Palermo
þar sem enn eimir eftir af stemmn-
ingu gamalla tíma.
„All that Jazz“
Kvikmyndatónlistin gegnir einn-
ig veigamiklu hlutverki í myndinni,
en fyrir útsetningu hennar er
Gabriel Yard tilnefndur til Óskars-
verðlauna. „AIl that Jazz“ eins og
máltakið segir. Djass fór sigurför
um Evrópu á sjötta og sjöunda ára-
tugnum og var þar enn vinsælla en
í Bandaríkjunum. Tónlistin er not-
uð á snilldarlegan hátt til að gera
stutt kynni Toms og Dickies að trú-
verðugum vinskap. Dickie er mikill
djassunnandi og Tom, sem er stað-
ráðinn í að vera ekki eftirbátur
hans í einu né neinu, er snillingur í
að tileinka sér hluti og lærir að
herma eftir Sonny Rollins, Duke
Ellington og Charlie Parker. I einu
atriði myndarinnar hverfur Tom
meira að segja í hlutverk trompet-
leikarans Chet Bakers og syngur
„My Blue Valentirie" en það var
einmitt Baker sem vakti athygli
fyrir að geta beitt rödd sinni þann-
ig að nær ómögulegt var að segja
til um hvort um væri að ræða kven-
manns- eða karlmannsrödd. Djass-
unnandinn Dickie fellur þannig
fyrir fagkunnáttu Toms, sem er
eins og aðrir eiginleikar hins síðar-
nefnda frekar fyrirsláttur en kunn-
átta. Á milli þeirra upphefst vin-
átta sem verður Dickie að bana.
Goðsögn um morðingja
Breski leikarinn Jude Law er til-
nefndur sem besti karlleikari í
aukahlutverki fyrir túlkun sína á
hinum spillta, bandaríska auðjöf-
urssyni Dickie Greenleaf. Jude
Law er eini leikarinn í þessari
mynd sem á slíkan heiður skilinn.
Hann stelur hvað eftir annað sen-
unni og er f raun mun betri en Matt
Damon í hlutverki Toms Ripleys.
Dickie Greenleaf er allt í senn við-
kunnanleg og fráhrindandi per-
sóna. í hópi vina og kunningja er
hann ávallt miðpunkturinn. Sé hon-
um ekki sýnd sú athygli sem hann
telur sig verðskulda leggur hann
sitt af mörkum til að vinna athygli
viðstaddra. Tom og Marge (Gwyn-
eth Paltrow) mynda ásamt Dickie
þríeyki sögunnar. Marge er ást-
kona Dickies. Tom er aðkomumað-
urinn sem er sendur til Ítalíu í um-
boði föðurs Dickies í þeim erinda-
gjörðum að sannfæra soninn, sem
Iifir í vellystingum á kostnað for-
eldra sinna, til að snúa heim til
Bandaríkjanna. Tom, sem vann áð-
ur sem klósettvörður og tónlistar-
maður í New York, neitar að sjálf-
sögðu að sinna fyrrnefndu
verkefni. Hann heimsækir Dickie
sem eyðir, að því er virðist, enda-
lausu frfi við Miðjarðarhafið. Eins
og áður segir vinnur hann fljótt
traust landa sinna og verður upp-
áhaldsvinur Dickies.
Sálarkreppa Toms verður mið-
punktur myndarinnar. Sjálfshatur
og óseðjandi þrá hans að vera ein-
hver annar en hann er á að gefa
áhorfendum innsýn í völundarhús
sálarlífs verulega sjúks manns. í
myndinni er látið líta út fyrir að
bæld samkynhneigð sé undirrót
geðveilu Toms Ripleys, sem brýst
út í tilfinningaþrungnu stundar-
brjálæði þegar Dickie hafnar frek-
ari samskiptum við hann. Aðkomu-
maðurinn þrengir stöðugt að
einkalífi Dickies sem reynir að Iosa
sig við sníkjudýrið sem Tom reyn-
ist vera. Morðsenan sem fylgir í
kjölfarið kemur áhorfendum í opna
skjöldu því þó svo að samband
þeirra sé spennuþrungið virðist
önnur lausn ávallt í sjónmáli. Hinn
hæfileikaríki Tom Ripley breytist í
morðmaskínu. Mann sem kemst
upp með að fremja alls þrjú morð
án þess upp komist um gervi hans,
en þar fylgir Minghella goðsögn-
inni sem Patricia Highsmith skap-
aði í bókum sfnum. I bók Highsmith
finnur lesandinn fyrir erótískri
spennu á milli karlmannanna sem
koma við sögu án þess að kyn-
hneigð þeirra sé gerð að aðalatriði
sögunnar. En skáldaleyfi Minghell-
as fer einna helst fyrir brjóstið á
upplýstum áhorfendum nútímans
einmitt í lokaatriðum myndarinn-
ar. Síðasta fórnarlamb Ripleys er
hinn samkynhneigði Peter sem
trúir blindur af ást á sakleysi hins
kaldriljaða morðingja. Morðið á
Peter er viðbót Minghellas. Á mjög
klisjukenndan hátt notar hann
bælda samkynhneigð sem hugsan-
lega ástæðu morðingjans. Ástsjúk-
ur drepur Tom manninn sem elsk-
ar hann. Hann er of veikur til að
gangast við kynhneigð sinni. Tom
Ripley er í sögu Highsmiths maður
án tilfinninga. Hann elskar ekki,
finnur ekki til sektarkenndar eða
eftirsjár. Hann er fullkominn rað-
morðingi. Þannig er útspil Mingh-
ellas bæði hallærislegt og klisju-
kennt og undirstrikar flatneskju
myndarinnar í heild sinni.