Morgunblaðið - 11.03.2000, Page 78
78 LAUGARDAGUR 11. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Morgunblaðið/Kristinn Ljósmynd/Anton Brink Hansen
Þeir Gunnlaugur Lárusson, Jón Björn Ríkarðsson, Hörður Stefánsson Hljómsveitin Toy Machine, ein þriggja hljómsveita frá Akureyri, spilar
og Vagn Leví eru í hljómsveitinni Brain Police sem verður í ham í kvöld. ásamt nokkrum aðkomusveitum í Kompaníinu í kvöld.
Hart rokk á Akureyri
NORÐLENDINGAR eiga von á
góðum gestum um helgina því hvorki
fleiri né færri en sex hljómsveitir úr
Vleykjavík tóku sig saman, leigðu
rútu og óku beinustu leið til Akureyr-
ar. Hljómsveitirnar, sem eiga það all-
ar sameiginlegt að leika hart rokk,
eru Klink, Burning Eyes, Squert, El-
exír, Vígspá og Brain Police. Meðlim-
ir sveitanna verða þó ekki einir á ferð
því boð var látið út ganga á Netinu að
ferðin væri í uppsiglingu og munu
vinir og vandamenn hafa brugðið
skjótt við og skráð sig í ferðina.
Þrjár sveitir frá Akureyri munu
einnig spila á tónleikunum sem
haldnir verða í Kompaníinu í kvöld
og eru það sveitimar Shiva, Choke
og Toy Machine.
„Þetta byrjaði þannig að það var
hópurinn af krökkum sem langaði að
fara að sjá hljómsveitina Shiva spila
á Akureyri," segir Birkir Viðarsson
talsmaður hópsins sem ásamt Guð-
nýju Láru sá um að skipuleggja Ak-
ureyrarferðina. Þau liöfðu síðan
Kristján Heiðarsson sem er tromm-
ari í hljómsveitinni Shiva sér til full-
tingis. „I þessum hópi voru aðilar úr
hljómsveitum og síðar var ákveðið að
fara norður og spila með Shiva.“
En gestimir ætla ekki aðeins að
skemmta sér á tónleikum heldur er
einnig stefnt á að skunda í Hlíðarfjall
og munu flestir væntanlega bregða
sér á snjóbretti.
kr 699 m/vgk. 3. tbl. 12. érq. nr. 59 ISSN 1021 7150
10 aöferöir
Vald reöursins
f murkri geta margir draumar ræst
Með þessu tölublaði fylgir
ótakmarkaður tími i 7 daga*
á Nýja spjalisvæðinu!
’fiá útgafudegi
Konur og dýr
DVD:
betra klám?
Robbie
skorar á
Liam í
hringinn
HLJÓMSVEITIN Oasis hefur kynt
ansi vel uppi í „Islandsvininum“
Robbie Williams. Upphaflega
ástæðan var blaða viðtal sem tekið
var við Noel Gallagher, forsprakka
sveitarinnar, þar sem hann lýsti
söngvaranum sem „feitum dans-
ara.“ Eitthvað fór þetta fyrir bijóst-
ið á Robbie og svaraði hann fyrir
sig með því að senda Noel
blómakrans sem á var letrað: „Til
Noels, hvíl í friði. Hlustaði á síðustu
plötuna þina, samúðarkveðja, Robb-
ie.“ Það var svo yngri bróðirinn, Li-
am sem sagði að næst þegar Robbie
yrði á vegi hans myndi hann nef-
bijóta hann. Þegar Brit-verð-
laununum var úthlutað í síðustu
viku skoraði Robbie á Liam í opin-
bera hnefaleika og sagðist vera til-
búinn að leggja 100.000 pund undir.
Loks benti hann á að hér væri kom-
ið tækifæri til að athuga hvort
söngvarinn málglaði væri maður til
að standa og falla með orðum sín-
um.
Eftir að þessar „vinalegu" orða-
sendingar byrjuðu hafa slúðurblöð-
in gert allt sem í þeirra valdi stend-
ur til að gera bardagann að veru-
Ieika. Jafnvel hafa virtir hnefa-
leikahaldarar eins og Frank
Warren og Lloyd Honeyghan boðist
til að útvega þeim keppnispláss.
Einnig hefur söngvarinn Mark
Morrisson boðist til að taka að sér
hlutverk dómara auk þess sem hann
segist muni greiða vinningshafan-
um önnur 100.000 pund. Umræðan
er orðin svo mikil að pabbi Robbies
hefur lýst yfir stuðningi sínum og
fullyrti að þetta væri það eina sem
myndi kenna hinum háværu Gall-
agher-bræðrum lexíu. Oasis eru
fyrir utan alla anga bresku press-
unnar, á tónleikaferðalagi um Jap-
an. Talsmaður þeirra sagði samt að
þeir væru afar hissa að
pressan væri að
hvelja til ofbeldis og
fyndist umræðan
vera „sjúk, aum-
kunarverð og
óábyrg“. Einnig
fyndist þeim
óhugnanlegt að
i, Robbie
og hnefa-
leika-
haldarar
fengju
slíka út-
rásút
frá of-
beldi.
Enda eru
þeir Gall-
agher-
bræður
þekktir
fyrir að
vera fyr-
irmynd-
ar
dreng-
ir.
Sko þig.
Þú varst að finna nálina
i heystakknum.
Þetta er ein af þessum litlu
auglýsingum um námsstyrki frá
Landsbankanum. Þær eru næstum
allar svona litlar og ekki á allra færi
að finna þær. En þar sem þú fannst
eina þeirra veistu að Landsbankinn
er að leita aö fólki til aö fara út
og sigra heiminn.
Ef þú ert i Námunni skaltu senda inn
umsókn um Námustyrk fyrir 15. mars
nk. Allar nánari upplýsingar
á www.naman.is.