Morgunblaðið - 24.03.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.03.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 71. TBL. 88. ÁRG. FÖSTUDAGUR 24. MARS 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Páfí flytur ræðu við minningarathöfn í helfararsafninu í Jerúsalem Sagði engin orð geta lýst hryllingi helfararinnar AP Páfi lagði blómsveig á steinkistu þar sem aska fórnarlamba helfararinnar er geymd í Yad Vasheim-safninu. LEIÐTOGAR gyðinglegra samtaka í Israel lýstu í gær vonbrigðum með að Jóhannes Páll páfí II skyldi ekki í ræðu sinni í Yad Vasheim-helfar- arsafninu í Jerúsalem minnast á af- stöðu Vatíkansins á árum seinni heimsstyrjaldar. Margir ísraelar höfðu vonast til þess að páfí bæðist fyrirgefningar á því að Vatíkanið skyldi ekki hafa reynt að stöðva fjöldamorð nasista á gyðingum. „Sem biskup Rómaborgar og sporgöngumaður Péturs postula fullvissa ég gyðinga um að kaþólska kirkjan, með lögmál guðspjallsins um sannleika og kærleika að leiðar- ljósi og án pólitískra sjónarmiða, er innilega miður sín vegna hatursins og ofsóknanna sem gyðingar hafa mátt sæta af hendi kristinna í ald- anna rás,“ sagði páfi. Forystumenn gyðinga í ísrael höfðu bundið vonir við að páfi minntist sérstaklega á Píus páfa XII, sem var páfi á árum seinni heimsstyrjaldar, og margir gyðing- ar bera kala til íyrir að hafa ekki andmælt fjöldamorðum á evrópsk- um gyðingum. Búist er við því að Píus XII verði tekinn í helgra manna tölu á næstunni. Lau æðstirabbíni, sem er leiðtogi gyðinga af evrópskum uppruna í Israel, og lifði sjálfur af vist í út- rýmingarbúðum nasista, sagðist í gær fremur hafa vonað að einhverj- ir þeirra Evrópubúa sem hættu lífi sínu til að bjarga gyðingum undan nasistum yrðu lýstir heilagir, held- ur en þeir sem „þögðu þunnu hljóði meðan blóði okkar var úthellt“. Rabbíninn hefur þó viðurkennt að erfitt sé fyrir Jóhannes Pál páfa að gagnrýna forvera sinn á páfastóli. „Við erum mjög þakklát fyrir þá baráttu sem páfi hefur háð gegn kommúnismanum og gerði bræðr- um okkar og systrum, sem var haldið föngnum bak við járntjaldið, kleift að sameinast okkur,“ sagði æðstirabbíninn. Bar hana þriggja kílómetra leið Meðal þeirra sem voru viðstaddir minningarathöfnina um fórnarlömb helfararinnar í Yad Vasheim-safn- inu í gær voru pólskir gyðingar sem páfi hafði þekkt á sínum yngri ár- um. Einn þeirra, kona að nafni Edith Tzirer, sagðist hafa verið 11 ára við lok stríðsins og hefði þá ver- ið sú eina í sinni fjölskyldu sem enn var á lífi. Tzirer var fangi í vinnu- búðum nasista í Skarzysko-Kamm- ienna og var fársjúk og vart hugað líf. Hún segir að ungur prestur, Karol Wojtyla, hafi gefið sér að borða og drekka og síðan borið sig á bakinu þriggja kílómetra leið að lestarstöð, þaðan sem hún komst í öruggt skjól. Jóhannes Páll páfi, sem áður bar nafnið Karol Wojtyla, heilsaði Tzir- er innilega við athöfnina í Yad Vas- heim í gær. „Engin orð fá lýst þeim hryllilega harmleik sem shoah var,“ sagði páfi í ræðu sinni og notaði þar hebreska heitið á helförinni. Síðar í gær sat páfi fund með trúarlegum leiðtogum múslíma og gyðinga í Jerúsalem. Ætlunin var að ræða sættir milli trúarhópanna en deilur um yfirráð yfir Jerúsalem einkenndu fundinn. Bæði Palestínumenn og Israelar líta svo á að Jerúsalem sé höfuð- borg þeirra. Palestínumenn vilja fá að stofna höfuðborg væntanlegs ríkis síns í austurhluta hennar. Æðsti trúarlegi leiðtogi palest- ínskra múslíma, æðstimufti Jerús- alemborgar, Sheikh Ekrima Sabri, sniðgekk fundinn með gáfa í mót- mælaskyni við yfirráð Ísralesríkis yfir borginni. Norður-írland Býður sig fram gegn Trimble Belfast. Reuters. DAVID TRIMBLE, formaður flokks sambandssinna (UUP) og oddviti hinnar óvirku heimastjómar á Norður-írlandi, sagðist í gær vera vongóður um að miðstjóm UUP styddi sig áfram til forystu á fundi sínum næstkomandi laugardag. Um- mæli Trimbles féllu í tengslum við ákvörðun eins flokksbróður hans, Martins Smyths, um að bjóða sig fram til formanns flokksins á mið- stjórnarfundinum. Smyth hefur sagst eiga helmings- möguleika á að vinna formannsem- bættið af Trimble en sá síðamefndi hefur að undanförnu sætt gagnrýni af hálfu þeirra sem teljast til íhalds- samari arms flokksins. Ein af ástæð- um gagnrýninnar er sögð vera vilji Trimbles til að fallast á að gera breytingar á heimastjóminni áður en Irski lýðveldisherinn (IRA) hefur hafið afvopnun. Tregða IRA til að af- vopnast var ástæða þess að bresk stjómvöld leystu heimastjómina ótímabundið frá völdum í síðasta mánuði. Spáð allt að 30% atkvæða Að sögn The Irish Times lýsti Trimble í gær undmn og vonbrigð- um með framboð Smyths en sagði jafnframt að málið væri í höndum miðstjómar flokksins. Smyth, sem hefur setið á breska þinginu fyrir Belfast í 20 ár og er einnig fyrrver- andi leiðtogi Óraníureglunnar, bauð sig fram í formannsslag gegn Trimble árið 1995 og tapaði. Hann sagði í gær að framboði sínu væri ekki stefnt gegn friðarsamkomulag- inu frá 1998 en að hann væri fulltrúi fyrir þá meðlimi flokksins sem væm óánægðir með forystu Trimbles. Dagblaðið Belfast Telegraph hef- ur eftir ónefndum heimildum innan flokks sambandssinna að Smyth geti hlotið allt að 30% atkvæða þeirra 750 meðlima miðstjórnarinnar sem koma saman til fundar á laugardag. Musharraf boðar endur- reisn lýðræðis í áföngum íslamabad, Nayla. AFP. Miðar hægt í Kosovo Mitrovica. AP. FRIÐARGÆSLULIÐAR á vegum Atlantshafsbandalagsins (NATO) reyna enn að stilla til friðar í borg- inni Mitrovica í Kosovo-héraði milli albanskra og serbneskra íbúa. Borginni er skipt f tvo hluta af li'tilli á sem rennur um hana. Albanar, sem eru í meirihluta sunnan megin árinnar, hafa viljað snúa aftur til hcimila sinna á norðurbakkanum en hafa ekki þorað það af útta við árásir Serba. Á sama hátt hafa Serbar sem áður bjuggu sunnan megin árinnar ekki talið óhætt að halda til fyrri heimkynna sinna vegna hræðslu við viðbrögð albönsku íbúanna. Á miðvikudag settu friðargæsluliðar upp „örygg- issvæði“ á suðurbakkanum til að auðvelda Serbum að snúa aftur. Lít- ill árangur hefur orðið af þeirri framkvæmd. Ár er nú liðið síðan NATO húf loftárásir á Serbíu og serbneska Flutningalest, hlaðin bandarísk- um herbflum, á leið til Kosovo frá Makedúníu í gær. herinn vegna ástandsins í Kosovo. Vaxandi úánægju gætir mcðal NATO-ríkja með hversu hægt geng- ur að koma þar á friði og reglu. ■ Friðurinn ótryggur/29 PERVEZ Musharraf, hershöfðingi og foringi valdaránsmanna í Pakist- an, tilkynnti í gær, tveimur dögum fyrir heimsókn Bills Clintons Banda- ríkjaforseta, að efnt yrði til sveitar- og héraðsstjómarkosninga í landinu á næsta ári. Hann lofaði einnig að þeim yrði fylgt eftir með þingkosn- ingum. Búist er við að Clinton leggi fast að Musharraf að endurreisa lýðræði sem fyrst í landinu. Bandaríkjafor- seti er væntanlegur í stutta heim- sókn til Pakistans á morgun eftir fimm daga ferð um Indland. Musharraf sagði í gær að lýðræði yrði komið á í áföngum og fyrst efnt til sveitarstjómarkosninga, á tíma- bilinu frá desember til maí á næsta ári. Yrði því næst kosið til héraðs- stjóma í júlí. Musharraf var í gær ómyrkur í máli þegar hann ræddi þá gagnrýni sem vestrænir ráða- menn hafa sett fram vegna þess hversu hægt þeim þykir hafa miðað í því að koma á lýðræði í Pakistan að nýju. í kjölfar valda- ráns hersins síðastliðið haust var Pakistan vikið úr Breska samveldinu og landið hefur ekki fengið ný lán hjá alþjóðlegum fjármálastofnunum. „Ég geri allt í þágu hagsmuna þjóðarinnar," sagði Musharraf. „Ég þarf ekki samþykki neins. Enginn getur sagt okkur fyrir verkum.“ Hershöfðinginn kvaðst einnig ætla að stofna sérstaka héraðsdóm- stóla fyrir konur og lýsti áformum sínum sem „upphafi að byltingu í Pakistan". Völd héraðanna yrðu auk- in á kostnað ríkisins og „yfirstéttar- innar í íslamabad," eins og hann komst að orði. Clinton forseti skoðaði í gær af- skekkt þorp á Indlandi, Nayla, og hlýddi á frásagnir kvenna af því hvemig þær hafa brotist úr sárri fá- tækt til bjargálna og sigrast á for- dómum indverskra karlmanna í garð kvenna. MORQUNBLAOHB 24. MARS 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.