Morgunblaðið - 24.03.2000, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 24.03.2000, Blaðsíða 54
3f4 FÖSTUDAGUR 24. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Sigiiín Ásbjörg Fannland fæddist á Ingveldarstöðum á Reykjaströnd i Skagafírði 29. maí 1908. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Suður- nesja 14. mars síðast- liðinn. Móðir hennar var Anna Guðrún Sveinsdóttir og faðir hennar Hálfdán „ Kristjánsson. Fóstur- foreldrar hennar voru Ingibjörg Bjömsdóttir og Guð- mundur Sigurðsson frá Fagranesi á Reykjaströnd. Hálfsystur hennar vom Sveinfríð- ur Jónsdóttir og Ágústa Jónsdóttir. Sigrún giftist Páli Sveinbjöms- syni frá Kjalarlandi í Austur- Húnavatnssýslu 14. apríl 1931. Hann var fæddur 8. mars 1909, d. 3. júní 1970. Þau skildu. Böm þeirra era: 1) Haukur Frímann, f. 20.1. 1931, mjólkurfræðingur, kvæntur Sigurlaugu Steingrúns- dóttur. Börn þeirra em: Stein- grímur, Sigrún og Theódóra. 2) ^Oskar Sveinbjörn, f. 3.3. 1932, bif- vélavirki, kvæntist Margréti Guð- jónsdóttur. Böm þeirra em: Guð- jón Grétar, Rúnar Kolbeinn, Elsku mamma. Nú kveðjumst við um stund. Nú er gullvagninn komin að sækja þig. Það er margs að minnast á löngum tíma. Sterkt var sambandið á milli okkar mæðgna sennilega vegna þess að ég er þín eina dóttir. Þegar ég lít til baka, t.d. til æsku- ára minna á Króknum. Það var oft •%*iitt fyrir þig að ala okkur upp þar sem lítið var til og ekki voru verald- leg gæði mikil í þá daga. Þú ólst okk- ur systkinin upp á kreppuárunum og það þurfti svo lítið til að gleðjast af, eins og t.d. þegar þú sast við gömlu saumavélina þína og saumaðir á mig jólakjólana og hvernig þér tókst að gera jólin gleðileg þótt lítið væri til. Þú stóðst þig alltaf eins og hetja hvað sem á gekk og þér tókst með þínum hetjuskap að koma okkur systkinunum vel til manns. Sextán ára gömul flutti ég suður til Keflavíkur. Voru þá tveir af bræðrunum fluttir nokkru áður. Sex árum síðar flytur þú hingað til Kefla- víkur. Ég tel að þín bestu ár hafi ver- jjð eftir að þú fluttir suður með sjó. Hér leið þér vel með fólkið þitt í Unnur Sveindís og Steinunn Ósk. 3) Hörður Húrifjörð, f. 27.3. 1933, bakara- meistari, kvæntur Ingu Sigurðardóttur. Böm þeirra em: Guðrún Bryndís, Sig- urður Páll, Hörður og Sigríður Anna. 4) Kolbeinn Skagfjörð, f. 11.8.1934, verslun- armaður, kvæntur Koibrúnu Sigurðar- dóttur. Böm þeirra era: Margrét, Sigrún María, Sigurður og Anna Ósk. 5) Ásta Eygló, f. 2.2. 1938, myndlistarmaður, giftist Gunnari Árnasyni. Þeirra böm em: Ámi og Páll. 6) Bragi, f. 11.4. 1939, d. 6.10. 1986, ókvæntur og barnlaus. Sigrún flutti til Keflavíkur árið 1961. Hún vann bæði við físk- vinnslu og afgreiðslustörf hjá Kaupfélagi Suðurnesja. Hún gaf út Ijóðabókina „Við arininn" árið 1979. Síðustu tvö árin dvaldi hún á Hlévangi, dvalarheimili aldraðra í Keflavík. Utför Sigrúnar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. kringum þig og fylgdist með þegar bamabömin komu í heiminn hvert af öðru. Það var þér mikil gleði og elsku mamma mín, mikið var gott að hafa þig hjá okkur. Elsku mamma mín, nú er komið að kveðjustund og megi guðs englar vaka yfír þér. Að endingu viljum við þakka starfsfólki Hlévangs umönnun móð- ur minnar meðan hún dvaldist þar. Þín Ásta. Manmildiþína, móðirin hlýja. Brauðgafstaðborða bömunum ungu. Undirkinnkúrðu konunni bh'ðu. Man mildi þína, móðirin hlýja. Afreksmann áttir í sálu þinni. Eivissumendi orku þinnar, afburða elju okkur til handa. Man mildi þína, móðirin hlýja. Kenndirosskvæði, kunnum að hlýða skáldkonan skynug, skópokkurdáðir. Oftmáíanda auðlegðarnjóta. Man mildi þína, móðirin hlýja. Skagfirskur skörungur skartarnúfógru. Með guði hún gengur grösugar lendur. Lífdögum löngum lokiðerhéma. Man mildi þína móðirin hlýja. (ÓskarPálsson.) Þinn sonur, Óskar. Nú hefur hún elsku amma okkar kvatt í hinsta sinn. Hún hefur verið meðal okkar frá því við systkinin munum eftir okkur og því er skrýtið til þess að hugsa að ömmukapítulinn er búinn í okkar lífi. Amma var einstakur persónuleiki og sagði hlutina á sinn hátt. Hún var hreinskilin og gat verið hvöss ef því var að skipta. Hún lét mann óspart heyra það ef maður bætti á sig kíló- um eða breytti um hárgreiðslu sem henni fannst ekki nógu góð eða ein- faldlega var byrjaður að missa hárið eins og karlpeningurinn er farinn að gera í fjölskyldunni. En hún amma okkar var blíð og sýndi það á sinn hátt. Hún hafði lifað tímana tvenna og ekki átti hún auð- velda ævi. Hún var skemmtileg kona og kunni ógrynni af vísum og kvæð- um sem hún þuldi upp nánast fram á síðasta dag. Hún var dama, fannst gaman að klæða sig upp og setja á sig skart. Hún var hrifin af öllu sem glitraði. Alltaf var hún með kambana í hárinu og fram á síðustu mínútu reyndi hún að setja þá í sig. Hún er með þá núna. Þegar við niðjar hennar komum saman eina helgi árið 1994 og hún leit yfir stóra hópinn sinn trúði hún því vart að allur þessi hópur væri af henni kominn. Það var falleg stund. Við vorum heppin að hafa ömmu svona lengi hjá okkur en við vitum að hún var hvíldinni fegin og friðsæl var hún er hún kvaddi þetta líf. Hún hafði lifað sitt og má h'ta stolt yfir farinn veg. Elsku amma, við þökkum fyiir okkur, ljóðin, sögumar, innsýn inn í líf fólks fyrr á öldinni og fleira og fleira. Okkur langar að enda þessa kveðju með þínum orðum með erind- um úr ljóðinu Aðventan 1977 sem er í ljóðabók þinni. Þessar línur lýsa þér svo vel og þínum þankagangi sem var einstakur í sinni mynd. Þegar ég kveð þig, heimur, í hinsta sinn heilsaðu frá mér öllum sem skildu mig best. Svo máttu gjaman kasta kveðju á hina sem kannski af smávegis yfirsjón reyndust mérverst Nú lifi ég ein í samlyndi og sátt við alla. Senn koma lokin og þá verð ég kölluð heim. Þar bíða vinir handan við móðuna miklu. Mikið verður gaman að fylgjast með þeim. (Sigrún Fannland.) Margrét, Sigrún María, Sigurður og Anna Ósk Kolbeinsbörn. Okkur systkinin langar til að minnast ömmu okkar í nokkrum orð- um. Helstu minningar okkar af ömmu eru frá heimsóknum hennar norður til okkar á Krókinn, dvaldi hún þá hjá okkur í einhvem tíma. Henni þótti gaman þegar við fórum saman í bíltúra, ekki síst út Skaga og víðar um Skagafjörðinn. Amma var fædd og uppalin í Skagafirði. Hún unni Skagafirði og Skagfirðingum. Á Króknum ól amma börnin sín upp, en á þeim tíma bjuggu þar margir við kröpp kjör og atvinnu- leysi, en henni tókst samt að koma bömum sínum vel til manns með dugnaði og eljusemi. Eitt af hugðarefnum ömmu var að yrkja ljóð og átti hún talsvert safn ljóða, sem hún birti í ljóðabókinni Við arininn, en þar á meðal er ljóð, sem hún orti þegar Sauðárkrókur varð 100 ára. Hallar af degi; við stefnum á Stapann, Stefán þar heldur vörð. Við ætlum að heilsa upp á afmælisbamið ogökum niðurífjörð því nú er hann orðinn aldargamall okkarskagfirski bær sem fóstrað hefur æsku og elli og okkur mun löngum kær. I blámóðu eyjar, dalir og drangar dotta í aftanró. Sólglit á skýjum signir Stólinn, sofafuglarímó. Mér finnst eins og til okkar kinki kolli hvereinþúfaogbarð þó ár hafi liðið og öldumar hafi í ýmislegt brotið skarð. Við finnum hve sterk er átthagaástin sem unaði fylli sál. Af angan úr grasi og daggardreyra drekkumviðþínaskál. SIGRUN ASBJORG FANNLAND JONG. ARNORSSON + Jón G. Arnórsson fæddist í Vill- ingadal á Ingjalds- sandi við Önundar- Qörð 29. júlí 1919. Hann lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 15. mars sfðastliðinn. Hann var sonur hjón- anna Margrétar Guð- mundsdóttur frá Vill- ingadal, f. 1890, d. 1957 og Arnórs Kristjáns Amórsson- ar frá Mosdal, f.1887, d.1923. Systkini Jóns: Jóhann, f. 4. ágúst 1920, d. 1981; Arnfríður, f. 23. desember 1923, býr í Hafnarflrði. Árið 1944 kvæntist Jón Guð- rúnu Guðmundsdóttur frá Litla- Holti á Flateyri, f. 28. desember 1919, d. ll.febrúar 1984. Þau jí i bjuggu allan sinn búskap í Hafn- arfirði, lengst af á Öldugötu 8. Þeim varð sjö bama auðið og komust fimm þeirra upp, þau eru: 1) Hall- grímur, f. 30. sept- ember 1941. 2) Mar- grét Dóra, f. 1. nóvember 1944, maki Sveinn Frið- finnsson. Börn: Rún- ar, Hafþór og Arnór. 3) Guðmundur, f. 31. október 1945, maki Ruth Ámadóttir, börn Jón Örn, Guð- rún og Árni Freyr 4) Sigurður, f. 4. janúar 1949, maki Dagný Guðjónsdóttir, þeirra böra Rakel, Andri og Signý. 5) Gunnar, f. 10. febrúar 1953, maki Þórunn Kristín Sverr- isdóttir, þeirra börn Margrét Kristín og Þóranna. Barnabarna- bömin em þrjú. Útför Jóns fer fram frá Hafnar- fjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13:30. Elskulegur tengdafaðir minn er látinn eftir langa og stranga sjúk- dómslegu, hann veiktist fyrir rúmu ári og má segja að það hafi verið samfelld þrautaganga þó birti upp á -’Áiilli. Við sáum vonina skína úr aug- um hans, hann ætlaði að fara heim aftur, en aftur syrti og að lokum var stríðið tapað. Ég kynntist Jóni og konu hans Guðrúnu fyrir rúmum 30 árum þeg- ar ég kynntist syni þeirra Guðmundi og var strax mjög vel tekið af þeim hjónum, þar eignaðist ég aðra fjöl- skyldu sem reyndist mér mjög vel, sérstaklega þegar á reyndi. Jón missti konu sína Guðrúnu árið 1984. Það var mikið áfall í lífi hans enda höfðu þau hjón verið mjög sam- hent, það var þeim mikil ánægja að geta verið í sumarbústaðnum sínum í Þrastarskógi og voru barnabörnin þá ósjaldan boðin með. Þau eignuð- ust sjö börn en tvö þeirra dóu ung. Jón var glaðlyndur maður, blíður og tilfinningaríkur og ófeiminn við að sýna það, hann stóð fast við sínar skoðanir og hvikaði ekki frá þeim þegar hann lenti í rökræðum um mál líðandi stund- ar. Hann fylgdist vel með því sem var að gerast í þjóðmálunum og hafði á því skoðun til síðustu stundar. Ég man hvað hann varð ánægður þegar von var á fyrsta barnabarninu, sagði að það væri mál til komið, enda sýndi hann það vel þegar hann var með þeim. Það brást aldrei hversu veikur sem hann var, að gleðin skein úr andliti hans þegar litlu börnin komu í heimsókn. Jón varð þeirrar ánægju aðnjót- andi að kynnast vinkonu sinni Kristínu, sem sýndi best hvem mann hún hafði að geyma nú í veikindum hans. Hún var hans stoð og stytta og varla leið sá dagur í þetta rúma ár sem hún sat ekki við rúmið hans. Nú er komið að kveðjustund, elsku Jón, hvíl í friði. Ruth Ámadóttir. Elsku afi minn, nú er komið að kveðjustund. Nú hefur þú fengið hvíldina eftir löng og erfið veikindi. Ég man svo vel eftir ferðunum í sum- arbústaðinn með þér og ömmu, þær voru yndislegar stundirnar sem við áttum saman þar. Þegar amma dó voru bæði erfiðir og góðir tímar hjá okkur. Þú fluttir til okkar í nokkra mán- uði meðan þú varst að bíða eftir nýju íbúðinni þinni. Þú varst blíður og við- kvæmur, þú varst fastur fyrir ef þér fannst þú hafa á réttu að standa og þorðir að standa við það sem þú sagðir, gerðir það sem þér fannst rétt hvað sem aðrir sögðu. Ég man eftir peningakrukkunni þinni uppi á skáp. Þú áttir það til að lauma að mér peningum og mamma og pabbi þurftu ekki að vita af því. Þegar ég kom frá Englandi ófrísk að Daniel varst þú mjög glaður yfir því að verða loksins langafi, og þú sýndir það alltaf þegar þú og Daniel hittust hvað þér þótti vænt um hann og hann á eftir að sakna langafa sem honum þótti svo gaman að heim- sækja á spítalann. Eg dáðist að Stínu hvað hún var góð við þig og þú kunn- ir svo vel að meta allar þær stundir sem hún var hjá þér. Þegar við Stína vorum hjá þér rétt áður en þú kvadd- ir þennan heim var mikill friður yfir þér, þú hélst í höndina á mér eins og þú værir að kveðja mig í síðasta sinn. Ég trúi því að þú sért kominn til ömmu aftur. Elsku afi minn, nú kveð ég þig í hinsta sinn. Þín sonardóttir, Guðrún Guðmundsdóttir. Við heilsum og kveðjum með klökkum huga sem komum að gleðjast með þér. Lifðu sæll meðan báran bláa brotnar við sand og sker. Amma hafði ríka réttlætiskennd og þoldi ekki að níðst væri á þeim sem minna máttu sín. Lét hún þá duglega í sér heyra og oft í bundnu máli. Amma var stundum nokkuð berorð, sem sumum kannski mislík- aði, en aðrir sem hana þekktu, vissu betur. Það bjó góður hugur að baki og stutt var í blíðuna og barngæsk- una. Sjaldan var amma ánægðari en þegar við stórfjölskyldan vorum saman komin. Voru þá oft rifjuð upp brosleg atvik úr bemsku þeirra systkina og mikið hlegið. Þessara góðu stunda minnumst við nú með þakklæti og gleði í huga. Takk fyrir hve góð og örlát þú hef- ur verið við okkur systkinin og börn- in okkar. Guð blessi þig, elsku amma. Dvína mátt ég drúgum finn, degi brátt fer að halla. Kýs ég hátta í hinsta sinn helst í sátt við alla. (S. Fannland.) Steingrímur, Sigrún og Theodóra. í dag kveðjum við elskulega ömmu okkar, Sigrúnu Fannland. Elsku amma, það rifjast svo margt upp fyrir okkur systkinunum þegar við förum að bera saman bækur okk- ar og koma sérstaklega æskuárin upp og hvað þú komst sterk inn í þau og fylltir okkur af gæsku og fróðleik. Það var alltaf jafn gott að koma til þín, alltaf eitthvað ljúffengt með kaffinu sem þú hafðir bakað, já amma, það fór enginn svangur frá þér, meira að segja ef maður kom í kaupfélagið til þín hljópstu inn á kaffistofu og náðir í kex eða eitthvað annað í svanginn handa okkur. Aldrei gleymum við föstudeginum langa þegar öll fjölskyldan kom til þín, öll börnin þín og makar og barnabörn í litlu risíbúðina á Suður- götunni og við börnin biðum spennt eftir stóra, stóra páskaegginu sem var svo bróðurlega skipt á milli okk- ar barnanna. Amma, þetta var há- punktur páskanna á hveiju ári, og svo fjölskylduboðin á nýársdag sem þú hélst okkur þangað til að þú varst orðin áttatíu og níu ára. Elsku amma, við þökkum þér fyrir alla sokkana og vettlingana sem þú prjónaði á börnin okkar og að lokum þökkum við þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með þér. Ó hvar ert þú, Ijós sem að lifðir í gær? Þú lifir víst enn, þó að bærist þú fjær, því birtan þín hverfur ei bjarta frá mér, né blíðan og varminn sem streymdu frá þér. (Vindína.) Þín bamaböm, Guðjón, Rúnar, Unnur og Stcinunn. Hún mamma er dáin, sagði röddin hans Kalla frænda í símann. Mig setti hljóða, ég hafði einmitt verið að hugsa til hennar fyrr um daginn meðan ég var að puða í vinnunni. Ég ætla að hringja til hennar í kvöld, sagði ég við sjálfa mig, ég hafði ekki heyrt í henni í nokkrar vikur, en svona er maður, heldur að það sé alltaf nægur tími. Mig langar til að minnast hennar frænku minnar með nokkram fátæklegum orðum. Sigrún móðursystir mín, eða Rúna frænka eins og hún var alltaf kölluð á mínu heimili, var einstaklega skemmtileg og vel gefin persóna, fljúgandi hag- mælt enda kom út eftir hana ljóða- bók fyrir allmörgum áram. Hún gat stundum virkað svolítið kuldaleg í augum þeirra sem þekktu hana lítið, en þannig var hún ekki í raun. Undir skelinni var hún hlý og yndisleg manneskja. Mig langar til að rifja upp atvik, þegar ég kom eitt sinn til þín, frænka mín. Þú áttir heima á Sauðárkróki, ég hef verið 15 eða 16 ára og hafði stolist smástund á ball, sem haldið var þarna í samkomuhús- inu. Ég var rétt komin inn fyrir dymar hjá þér þegar rafmagnið fór af plássinu, við voram að paufast um húsið í myrkrinu þegar einhver
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.