Morgunblaðið - 24.03.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 24. MARS 2000
hús reis af grunni og í það var flutt
sumarið 1950. En reiðarslagið kom
veturinn eftir. Sigfús þurfti til lækn-
inga í Reykjavík, hafði viðdvöl hjá
Einari bróður sínum, sem var lækn-
ir í Vestmannaeyjum en fórst með
flugvélinni Glitfaxa á leið til borgar-
innar. Þetta var þungt áfall fyiir
Sólrúnu og börnin en ekki brást að
þau elstu styddu móður sína við að
halda heimilinu saman. Svo tóku
þau eitt við af öðru með vaxandi
þroska og þrótti. Starf Sólrúnar var
unnið í kærleika, trú og von um að
börnin nytu þess að vera ung og al-
ast upp saman en læra að starfa eins
og hugur og geta leyfðu. Þessum ár-
um, fátækt og erfiðleikum lýsti Sól-
rún best sjálf með tærum einfald-
leika ljóðsins:
Þegar héðan hópurinn
heldur leiðir sínar,
þeirra eini auðurinn
erubænirmínar.
Sólrún hætti búskap vorið 1964
og eftir það dvaldi hún hjá börnum
sínum, lengst þó á vegum yngstu
dótturinnar Oddbjargar, fyrst á
Arnórsstöðum á Jökuldal en síðast í
Fellabæ. Hún sat og prjónaði, því
margar litlar hendur og fætur
barnabarna þurftu leista og vettl-
inga. En hún hafði mikið yndi af
lestri góðra bóka, bæði sagna og
ljóða. Henni var létt um að segja frá
og féllu frásögur jafnan í létt form
og stuðla. Ljóð eftir hana birtust í
ljóðabókinni „Aidrei gleymist Aust-
urland", sem Prentverk Odds
Bjömssonar á Akureyri gaf út árið
1949. Hún var elsti höfundurinn í
ljóðasafninu „Raddir að austan“,
sem Félag ljóðaunnenda á Austur-
landi gaf út fyrir síðustu jól. Grunur
minn er sá að Sólrún hafi búið yfir
hæfileikum, sem ekki vannst tími til
að hlúa að meðan hún var yngri.
Ljóðin geyma þrá og búa yfir sigri
hljóðlátrar persónu. Frelsið er fólg-
ið þar sem fólkið berst með starfi
hugar og handa.
Þrátt fyrir kjör sín eða kannske
vegna þeiri-a átti Sólrún ætíð þann
auð að ég fór glaðari af fundi henn-
ar. Þær samvistir eru hér þakkaðar
og eru ómetanlegur fjársjóður í
minningunni.
Börnum hennar og afkomendum
flyt ég innilegar samúðarkveðjur.
Sigurður Kristinsson.
ÁSLAUGUR
BJARNASON
+ Áslaugur Bjarna-
son fæddist á
Mýrum í Ytri-Torfa-
staðahreppi í V-
Húnavatnssýslu 10.
nóvember 1925.
Hann lést á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur 12.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Bjarni Gunnlaugsson
Björnsson, bóndi á
Mýrum, f. 1. okt.
1896 á Óspaksstöð-
um, Staðahreppi í V-
Húnavatnssýslu, d.
22. febr. 1946, og Áslaug Ás-
mundsdóttir, f. 7. ágúst 1894 á
Mýrum, d. 16. nóv. 1925 Áslaugur
ólst upp á Mýrum og sfðar Skíða-
stöðum í Skagafirði. Systkini hans
eru Björn Bjarnason, f. á Mýrum 7.
sept. 1918, Gunnar Trausti
Bjarnason, f. á Mýrum 1. mars
1924, d. 9. sept. 1947, Ingibjörg
Steinunn Bjarnadóttir, f. á Mýrum
15. nóv. 1929, d. 29. jan. 1994, og
Bjarni Gunnlaugsson Björnsson, f.
í Reykjavík 19. júní 1945.
Áslaugur kvæntist 16. apríl
1960 eftirlifandi eiginkonu sinni,
Margréti Steinunni Guðmunds-
dóttur, f. á ísafirði
11. janúar 1928. For-
eldrar hennar voru
Daðey Guðmunds-
dóttir og Guðmund-
ur Jónatansson,
bóndi í Engidal í
Skutulsfirði. Börn
Áslaugs og Margrét-
ar eru Albcrt Om, f.
28. ágúst 1959,
Reynir, f. 16. ágúst
1962, og Áslaug Rut,
f. 17. apríl 1965. Fyr-
ir átti Áslaugur
Kristbjörgu Hafdísi,
f. 18. september 1951. Margrét
átti fyrir Herdísi Harðardóttur, f.
15. desember 1946 og gekk Ás-
laugur henni í föðurstað.
Aslaugur nam rafvirkjun hjá
Kristjáni Einarssyni og Johan
Rönning og lauk hann sveinsprófi
1950. Frá 1953 til 1958 starfaði
Áslaugur hjá Landsmiðjunni en
með eigin rekstur til 1967 er hann
hóf störf hjá Rafmagnsveitu
Reykjavíkur og gegndi þeim til
1996, þá sjötugur.
Utför Áslaugs fer fram frá
Laugarneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Ég hugsa til þess nú þegar þú ert
dáinn, pabbi, að í þau 37 ár sem við
lifðum saman skyldir þú aldrei hafa
skipt skapi þannig að ég muni það,
jafnvel þegar við bræðumir fórum
með þér, ég líklega fjögurra til fimm
ára og Albert sjö til átta ára. Þú þurft-
ir að kaupa rafmagnsefni. Við biðum í
bílnum sem stóð í halla fyrir ofan Skú-
lagötu og það gerðist eldsnöggt að
með fikti náði ég að losa um bílinn
sem lagði af stað niður brekkuna og
Albert tók við stjóminni, hamaðist á
fótstigunum en allt kom fyrir ekki,
bíllinn rann beinustu leið yfir Skúlag-
ötuna og hafnaði á ljósastaur og já þér
fannst best að við vorum óhultir. Það
eina sem kannski vantaði var að þú
værir stundum heima þegar við vor-
um litlir en þegar ég eltist sá ég að þú
varst afskaplega vinnusamur og
greiðvikinn þannig að þegar þínu dag-
lega amstri lauk vorum við sofnuð.
Þegar við Anna hófúm búskap kom
í Ijós að við stóðum ekki ein. Ef þurfti
að mála eða eitthvað að gera varstu
kominn um hæl að hjálpa.
Bamabömin fóm ekki á mis við
góðmennsku þína. Nokkurra vikna
gömuí vom þau farin að skoða heim-
inn yfir öxlina á afa í „salíbununum"
og þegar þau stækkuðu sýndir þú því
áhuga sem þau tóku sér fyrir hendur.
Haustið 98 fómm við saman í frí til
Portúgals og sú minning yljar, að
rölta um á daginn og borða úti á
kvöldin. Ef við hefðum farið aðra ferð
sem við ætluðum er aldrei að vita
nema þú hefðir lagst í sólbað.
Eftir að þú veiktist í haust leiðstu
kvalir yfir því að geta ekki aðstoðað
og nú í byijun mars komstu upp í hús
til að aðstoða mig þótt þú hefðir ekki
heilsu til.
Að lokum vil ég þakka þér fyrir allt.
Reynir.
Vinur minn Áslaugur Bjamason
lést sunnudaginn 12. mars síðastlið-
inn. Nú þegar leiðir skilur vil ég minn-
ast hans nokkmm orðum.
þeirra Gerðu og Edda á Merkurgöt-
unni að passa hana Onnu Völu mína
frá því að ég var níu ára gömul. í dag,
35 ámm seinna, er samband okkar
svo náið að Gerða og Eddi taka böm-
um mínum og hafa alltaf tekið þeim
eins og þau væru þeirra eigin bama-
böm. Mig langar til að kveðja hann
Edda okkar og þakka honum fyrir
allar þær skemmtilegu stundir sem
við fjölskyldan höfum átt með þeim í
gegnum öll árin.
Elsku Gerða mín, Nonni, Ingó,
Frikka, Anna Vala, Sjonni, börn og
barnabörn, megi góður Guð vera
með ykkur og styrkja í þessari miklu
sorg.
Rannveig, Carlos, Gerða
Rún og litli Carlos.
Ég var ung að ámm er ég kynntist
fyrrverandi tengdaföður mínum,
Emi Ingólfssyni, prentsmiðjustjóra.
16 ára gömul flutti ég á heimili hans
og Gerðu sem væntanleg tengda-
dóttir, er við Jón, sonur þeirra, hóf-
um sambúð undir vemdarvæng
þeirra hjóna. Reyndust Gerða og
Eddi mér hinir bestu foreldrar og
féll aldrei skuggi á þau 25 ár sem við
áttum samleið, eða þar til við Jón slit-
um „amvistum fyrir sex ámm.
Ég á margar góðar minningar um
Edda frá þessum ámm. Minningar
frá ámnum í prentsmiðjunni, en ég
fetaði í fótspor hans og undir hans
handleiðslu lærði ég prentsetningu,
svo og minningar frá öllum veiðiferð-
unum, ferðalögum og öðmm ánægju-
stundum með fjölskyldunni.
Þó að samskipti okkar Edda væm
ekki mikil hin síðustu ár kom hann
nokkmm sinnum að heimsækja okk-
ur í Hrísmóana og brást það ekki að
hann færði mér pakka af harðfisk
sem hann vissi að var í uppáhaldi hjá
mér.
Bömin mín em harmi slegin
vegna fráfalls afa síns og vilja þau
þakka honum fyrir samfylgdina.
Geyma þau góðar minningar um afa
sinn í hjarta sínu.
Ég vil senda Gerðu mínar dýpstu
samúðarkveðjur, svo og Nonna,
Ingó, Önnu Völu og fjölskyldum
þeirra. Megi guð styrkja þau og leiða
á erfiðri stund. Ég vil að lokum
þakka Edda fyrir samfylgdina og
kveð hann með þessum orðum:
Skærthannskein
skein eigi lengi.
Þávarðdimmtídal
erandidrottins
afupphæðum
blés á hið bjarta Ijós.
(Sveinbjöm Egilsson.)
Ellý Helga Gunnarsdóttir.
Tilafa.
Utanfrá þýtur vindurinn um laufin á
tijánum,
hann er að segja þeim frá þér.
Utanfrá er sólin að setjast bak við fjöllin,
húneraðþerrasíntár.
Utanfrá þegja allir heimsins fuglar,
þeir era að vísa þér í átt að ljósinu.
En að innanfrá eru aðeins minningar,
minningar sem ég á af þér.
(AldísAnna.)
Þín
Aldís Anna.
Eitt sinn verða allir menn að
deyja. Öll verðum við að sætta okkur
við að mannlegt líf endar.
Okkur langar til að kveðja vin okk-
ar, Öm Ingólfsson, með nokkrum
orðum.
Með hækkandi aldri finnum við
fyrir því hversu fækkar í vinahópn-
um.
Rólegur, hlýr, myndarlegur og
duglegur eru orð sem okkur finnst
lýsa þér vel. Margar góðar minning-
ar hrannast upp, frá hálfrar aldar
vináttu.
Að leiðarlokum viljum við nú
þakka þér, kæri Örn, fyrir allt og allt
í gegnum lífið. Við minnumst Kan-
aríeyjaferðanna og til dæmis var síð-
asta ferðin þangað farin fyrir rúmum
mánuði.
Kærar minningar vekja þær
mörgu veiðiferðir og útilegur sem við
fórum í. Sérstaklega er Hlíðarvatn
með öllum þeim flugubleikjum sem
við veiddum þar og flestar laxveiðiár
landsins eru ekki undanskildar. Öm
vinur okkar var mikill laxveiðimaður.
Það var mikið gæfuspor þegar Öm
eignaðist sína góðu konu, Gerðu, sem
bjó fjölskyldunni yndislegt heimili
sem alltaf stóð börnum, bamabörn-
um, ættingjum og vinum opið.
Élsku Gerða, við óskum þess að
góður Guð styrki þig og fjölskyldu
þína á þessari sorgar- og saknaðar-
stundu.
Lifendum guð minn líkna þú,
liðnum þú miskunn gefur.
Veit huggun þeim sem harma nú,
hvíld væra þeim er sefur.
Góðir menn, drottinn, gef þú að,
í góðra manna komi í stað,
áölluráð,einnþúhefur.
(Sveinbjöm Egilsson.)
Jenný og Davíð,
Sigrún og Ragnar.
Áslaugur var meðalmaður á hæð
en grannur, beinn í baki og léttur í
spori. Hann var mikið Ijúfmenni og
hógvær í framkomu, hjartahlýr og öll-
um velviljaður.
Áslaugur vann alla ævi langan
vinnudag enda vinnufús og hafði
ánægju af vinnu, fylgdist vel með í
sínu fagi og reyndar með öllum
tæknimálum á hverjum tíma. Vand-
virkni hans var og hafin yfir allan
vafa.
Við Áslaugur kynntumst í ágúst
1976 þegar hann og Magnús heitinn
Markússon rafvirki frá Amarhóh í
Vestur-Landeyjum drógu rafmagns-
leiðslur í nýja íbúð okkar hjóna í
Engjaseli hér í Reykjavík.
Eg hafði hins vegar þekkt Magnús
lengi, allt frá 1960 þegar ég var fyrst í
sveit í Yztakoti í Vestur-Landeyjum,
og vissi að hann átti marga góða vini
sem voru tíðir gestir á verkstæði
Magnúsar sem var fyrst í Þverholtinu
og síðast á Laugavegi 168. Áslaugur
var einn af þeim. Magnús hafði lofað
mér aðstoð í rafmagninu í nýju íbúð-
inni og sagði að þetta yrði „htið mál-
...hann Áslaugur ætlar að koma með
mér í þetta.“ Það voru orð að sönnu.
Við lukum við að draga í og ganga frá
öllum dósum og innstungum á tveim-
ur kvöldstundum. Frá þessum tíma
vorum við Áslaugur góðir vinir og
ræktuðum ætíð vinskapinn. Hann leit
síðast inn hjá mér á vinnustað í vik-
unni áður en hann lést. Margir vinir
mínir kynntust einnig Áslaugi. Allir
vildu þeir hafa Áslaug með í ráðum ef
eitthvað þurfti að gera í rafmagns-
málunum á heimilinu, það voru engar
ákvarðanir teknar nema ræða vanda-
máhð og lausn þess fyrst við Áslaug.
Við hjónin áttum vísa aðstoð hjá
Áslaugi þegar við keyptum nýtt rað-
hús í Seljahverfinu sumarið 1984. Auk
þess að draga í allar raflagnir og
ganga frá öllu þar tilheyrandi þurft-
um við að leggja mikla vinnu í að laga
ýmislegt sem reyndist ekki vera í lagi
í rafmagnsrörunum þegar til átti að
taka. Ég hef oft vitnað í það hversu
skemmtilegur tími það var þegar við
Áslaugur vorum...að byggja".
Áslaugur var einn af þeim mönnum
sem miðlaði af reynslu sinni af raf-
magninu til þess að koma í veg fyrir
slys. Dæmi um þetta er þegar fjöl-
skylda mín flutti í raðhúsið þá kom
Áslaugur og skipti um lekarofann fyr-
ir húsið. Mér fannst þetta hreinasti
óþarfi enda lekarofinn nærri því nýr.
Áslaugur sagði mér þá að svona vildi
hann hafa þetta, lekarofinn væri að
vísu ekki gamall en allt það finasta í
honum löngu farið á byggingartíman-
um. Nokkrum vikum síðar bjargaði
þessi fyrirhyggja Áslaugs lífi dóttur
okkar hjóna þegar hún af óvitaskap
stakk hámál inn í eina innstunguna
án þess að bíða skaða af fyrir það að
lekarofinn virkaði fullkomlega rétt.
Áslaugur vann lengi hjá Raf-
magnsveitu Iteykjavíkur og hkaði vel.
En þegar hann hætti þar vegna al-
durs hélt hann áfram að vinna af full-
um krafti í ýmsum minni háttar raf-
magnsverkefnum alveg fram á
síðasta haust þegar kransæðastíflan
fór aftur að hrjá hann en hann hafði
fyrst fundið fyrir henni í kringum
1990. Þá fór hann til Lundúna í að-
gerð sem heppnaðist vel en töluverð-
an tíma var hann að jafna sig og ná
kröftum á ný.
Ég kveð þennan góða vin minn með
þakklæti fyrir langa og góða viðkynn-
ingu um leið og ég og fjölskylda mín
vottum aðstandendum samúð okkar.
Þorgils Júnasson.
Fyrir hálffi öld var húsnæðisekla
hér á Reykjavíkursvæðinu síst minni
en nú, jafnvel öllu meiri. Hvort-
tveggja var að lóðir lágu ekki á lausu
og lánafyrirgreiðsla var vægast sagt
óbjörguleg, ekki síst fyrir auralausa
stráka. Samt vildi svo til að fjórir ung-
ir menn stóðu uppi með byggingar-
leyfi fyrir 28 íbúða blokk sem þeim
var auðvitað gersamlega ofviða að
nýta sér svona fáum. En þeir létu ekki
deigan síga, heldur söfnuðu saman
kunningjum og kunningjakunningj-
um uns komnir voru 28 tilvonandi
byggjendur og hafði hver þeirra gerst
áskrifandi að sinni íbúð. Við Áslaugur
Ientum báðir í þessum hópi og hér
hófust okkar kynni, sem entust með-
an báðir lifðu, eða tæplega hálfa öld.
Þessi hópur kann að hafa sýnst nokk-
uð sundurleitur við fyrstu sýn, en
hann átti það þó sameiginlegt að efna-
hagur flestra eða allra var niðri við
núllmörkin. En hér hafði tekist gifti*--
samlega til. Samvinna varð hin ákj-
ósanlegasta allt frá byijun og efldist
við hverja raun. Auk þess voru hér
samankomnir fagmenn úr hinum
ýmsu greinum byggingariðnaðarins,
trésmiðir, múrarar, járniðnaðar-
menn, rafvirkjar, málarar, jafnvel
verkfræðingur o.fl. o.fl., svo harla lítið
þurfti að kaupa út af fagvinnu og má
segja að bygging hússins væri unnin
svo til öll af okkur sjálfum í frístund-
um, kvöldum, helgum og sumarleyf-
um. Og með sameiginlegu átaki, (er of
væmið að segja bræðralagi?) komst
húsið upp. Og hér hafa nokkrir okkar
búið æ síðan ásamt með fjölskyldum.
Áslaugur heitinn teiknaði raflögn-
ina í húsið og setti síðan upp ásamt
þeim ágæta félaga Finni Bergsveins-
syni, og hefur verið vel að henni stað-
ið, því mér vitanlega hefur hún hvergi
bilað á þessum áratugum.
Þessi hópur, sem hér hafði valist
saman, reyndist einkar samstilltur,
og þótt stundum vildi svo til, að sitt
sýndist hverjum um aðferðir og
áherslur, man ég ekki til að slíkt yrði
að sundurþykkju, eða einn sakaði
annan um ótugtarskap eða viðhefði
dylgjur um slíkt. Kannski höfum við
ekki hlustað svo mikið á ræður al-
þingismanna til að við tileinkuðum
okkur orðbragð þeirra. En við þe*e>:
konar aðstæður var Áslaugi mjög
sýnt um með sinni lipurmennsku að
sýna mönnum fram á að hér væri um
smávægilegan ágreining að ræða,
sem auðvelt væri að sætta með gagn-
kvæmri sanngimi og lítilsháttar til-
hkðrunarsemi, og undu báðir vel við.
Þess háttar menn eru hollir hverjum
félagsskap.
Áslaugur var mikill og farsæll
starfsmaður og oft furðaði maður sig
á, að maður, sem löngum bjó þó við
skerta heilsu, skyldi hafa úthald í ssús
langa vinnudaga. Hann hefur allt ira
fyrstu séð um viðhald og viðgerðir á
sameiginlegum rafmagnstækjum
okkar félaga svo sem þvottavélum,
strauvélum, vindum o.s.frv., svo og
nýjungum sem orðið' hafa síðan, eins
og sjónvarpsnetum og öðru, og fúrðar
mann á hve mörgum þeim nýjungum
hann gerði ráð fyrir við hönnunina.
Alla þessa þjónustu leysti hann af
hendi fljótt og vel, jafnvel áður en við
hinir höfðum gert okkur grein fyrir
nokkurri bilun í tækjunum. Undirrit-
uðum, sem löngum var gjaldkeri hús-
félagsins ætti að vera kunnugt um að
áhugi Áslaugs beindist fremur að því
að kippa hlutunum í lag fljótt og vel,
en að innheimta greiðslur fyrir veitta
þjónustu. Hef ég enda sterkan grudi
raunar rökstuddan, um að hann hafi
býsna oft ekki hirt um að innheimta
greiðslu fyrir viðvik sín. Uggir mig að
við húsfélagar söknum vinar í stað,
þegar hans nýtur ekki lengur við. En
Áslaugur kom víðar við en í rafmagn-
inu. Vegna langvarandi starfa hans í
byggingariðnaðinum hafði hann heyj-
að sér staðgóðrar þekkingar í flestum
greinum, sem þar að lýtur, og maður
með atorku hans og áhuga lét sér ekk-
ert óviðkomandi sem viðkom viðhaldi
hússins og var hvarvetna liðtækur í
besta lagi. Hann snerti ekki á neinu
verki án þess að gera það vel. Það var
gott að leita til hans um holl ráð og
annan greiða því ekki skorti hann
greiðviknina. v
Sem að líkum lætur hefur þeim
fækkað hér í húsinu sem upphaflega
byggðu það. Sumir hlutu fljótlega
vegna stækkandi fjölskyldu að leita
sér rýmra húsnæðis, aðrir hafa í tím-
anna rás horfið til feðra sinna. Við er-
um nú við fráfall Áslaugs aðeins fjórir
eftir hér í húsinu af „frumbyggjun-
um“. Við erum allir þakklátir fyrir að
hafa kynnst og fengið að njóta félags-
skapar og vináttu þessa drengskapar-
manns.
Heimili þeirra hjóna Áslaugs og
hans ágætu konu, Margrétar Guð-
mundsdóttur, er þokkafullt og og aÍÁ
laðandi í besta lagi, þar er manni æv-
inlega tekið með sama hlýleika og
alúð. Alúðin sýnist mér ganga í arf til
afkomendanna.
Við Svava og böm okkar vottum
Margréti, bömum þeirra, svo og
öðm vandafólki innilegustu samúð
og blessum minningu þess mæj*
manns, Áslaugs Bjamasonar.
Hilmar Pálsson.