Morgunblaðið - 24.03.2000, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 24. MARS 2000 9&J
strákbjálfi sem var á ballinu bauð
sjálfum sér í heimsókn, en þú varst
nú fljót að reka hann út. Svo hlógum
við að þessu hálfa nóttina. En upp
frá þessu hefur þú, frænka mín, allt-
af átt frátekið hólf í hjarta mér. Svo
líða nokkur ár, þú fluttir af Króknum
til Keflavíkur til að vera í nálægð við
þína góðu dóttur og syni. Og ég var
búin að eignast böm og bú, fyrst í
Reykjavík síðan í Hveragerði. Þá var
það að þú komst til mín einu sinni á
ári og dvaldir hjá mér nokkra daga í
senn. Mikið vai- það alltaf gaman. Ég
man hvað maðurinn og börnin urðu
glöð á svipinn þegar ég sagði þeim að
þú værir að koma í heimsókn. Það
var ekki alltaf farið snemma í hátt-
inn, þú hafðir frá svo mörgu að segja
og kunnir að koma því svo skemmti-
lega frá þér. Og ekki skemmdu vís-
urnar sem stundum hrukku með. En
svo fækkaði ferðunum. Heilsunni hjá
þér hrakaði eins og gengur þegar
aldurinn færist yfir, enda búin að
skila þínum vinnudegi og vel það.
Það hefur ekki verið neinn leikur að
koma upp stórum barnahópi því ekki
var nú auðæfunum fyrir að fara. En
þér tókst það, öll urðu þau dugleg og
vel gerð bömin þín, yngsta soninn
misstir þú langt um aldur fram, en
þú stóðst þig eins og hetja í þeim
raunum. Og mikið saknaðirðu
Skagafjarðarins, enda ortirðu falleg
kvæði til hans. Ég vil minnast þess
þegar börnin þín héldu þér myndar-
lega afmælisveislu fyrh' tveimur ár-
um, þú varst eins og drottning og
naust þess að vera með ættingjum
og vinum og Álftagerðisbræður
sungu þér til heiðurs. Elsku frænka
mín, ég vil þakka þér fyrir allar sam-
verustundirnar, ég hefði gjaman
viljað hafa þær fleiri, en minningin
um þig yljar mér um hjarta. Ég veit
líka að þú varst oft mikið lasin og
varst farin að þrá að losna úr þessu
jarðlífi. Ég og börnin mín kveðjum
þig og biðjum guð að annast þig á
æðri stöðum. Ég sendi öllum niðjum
hennar frænku minnar innilegar
samúðarkveðjur, guð blessi ykkur
öll.
Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna
og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð.
Þú vaktir yfir velferð bama þinna,
þú vildir rækta þeirra ættarjörð.
Frá æsku varstu gædd þeim góða anda
sem gefur þjóðum ást til sinna landa
og eykur þeirra afl og trú.
En það er eðli mjúkra móðurhanda
að miðla gjöfum eins og þú.
(Davíð Stefánsson.)
Fjóla Ólafsdóttir.
Árið 1979 kom út Ijóðabók hjá
bókaútgáfunni Þjóðsögu í Reykjavík
og nefndist Við arininn. Bókin var af-
ar falleg að ytri frágangi enda komin
úr smiðju meistarans Hafsteins Guð-
mundssonar. En hvernig var hún þá
hið innra?
Höfundur var rúmlega sjötug
skagfirsk kona sem fáir höfðu heyrt
getið og lítið hafði birst eftir. En
þegar bókinni var flett kom í ljós
óvenjuleg hagmælska og góð tök á
íslensku máli:
Tré, sem vörðust vetri hörðum,
vakna í görðunum.
Hitnar jörð á holtabörðum
heimaíSkörðunum.
Klæðist lind úr klakabindi,
kemstískyndiáról
þegarvindarvorsinsyndi
vefjaTindastól.
Ekki er í sjálfu sér óalgengt að
Skagfirðingur hafi góð tök á rími og
sitji skáldfákinn jafnvel með enn
meiri reisn en þá gæðinga sem um
grundir tölta. Hitt er kannski öllu
sjaldgæfara að venjulegur alþýðu-
maður kunni til verka við að beita
myndmáli þann veg í Ijóði að eftir-
minnilegur skáldskapur verði úr.
Dæmi þess var að finna í þessari bók,
til að mynda í kvæði því sem hún dró
nafn af:
Sest að sál minni hrollur;
sit ég við kulnaðan arin.
I öskunni lít ég leiftursýn
þó loginn sé burtu farinn.
Húmið var þungt eins og þögnin
þeldökku vetrarkveldin.
Með blik í augum og bros á vör
bættirðu sprekum á eldinn.
Ef kveikirðu á aminum aftur,
ástin mín, logann bjarta
þá veit ég að kuldinn hverfúr burt
sem kreppir að mínu hjarta.
Og hver var hún þá þessi sjötuga,
skagfirska kona sem orti svo vel að
jafnvel páfinn hefði verið fullsæmd-
ur af? Hún hét Sigrún Fannland og
hafði átt heima í Keflavík suður um
árabil. Hún var barn einstæðrar
móður og undir slík börn var síður en
svo mulið á fyrsta þriðjungi tuttug-
ustu aldar. Hún var þó mörgum
heppnari því að hún ólst upp hjá
einkar góðu fólki. Þar var ekld ver-
aldlegum auði fyrir að fara en fornar
dyggðir í hávegum hafðar, að
ógleymdum íslenskum kveðskap.
Bernsku sinnar minntist hún afar
hlýlega í kvæðinu Hann fóstri minn.
Sigrún Fannland mun aldrei hafa
notið kennslu í venjulegri skólastofu.
Skólagangan öll var npkkrar vikur í
svonefndum farskóla. Á þeirri tíð var
ekki verið að fást um hvort börn
fengju einum eða tveimur dögum
styttri skólavist en einhverjir aðrir.
En þó að langskólagöngu væri ekki
fyrir að fara á ævi Sigrúnar Fann-
land hafði hún á valdi sínu svo hreint
og fagurt íslenskt tungutak að flestir
þáttastjórnendur ljósvakamiðlanna
hefðu haft gott af örlitlu námskeiði
hjá henni, að ekki sé minnst á ýmsa
ábúðarmikla viðmælendur. Áldrei
hefði Sigrún Fannland talað um
verðin í Kaupfélaginu eða hjá KG
eða hún hefði verslað einhverja vöru
í þeim ágætu sölubúðum. Seint hefði
hún gert sem sagt (semst) og þú
veist (þúst) að uppistöðu í máli sínu.
Og ræða hennar hefði aldrei snúist
um aðaðað eða eeeeee. Og hvar sér
þá aukinnar skólagöngu stað ef mál-
fari fer sífellt hrakandi? Eða eru
kannski valdir úr verstu málsóðarnir
og bögubósarnir til að þenja sig í
fjölmiðlum? Ég minnist þess að ein-
hverju sinni ræddum við Sigrún
þessi mál og kom saman um að þá
hefði hnignunin í vörpunum hafist
fyrir alvöru er Pétur og Jón Múli
hættu að annast morgunútvarp.
Ung að árum giftist Sigrún Fann-
land Páli Sveinbjörnssyni bifreiða-
stjóra og settu þau fljótlega saman
heimili sitt á Sauðárkróki. Það var í
byrjun heimskreppunnar miklu.
Börn þeirra urðu sex svo að í ýmsu
var að snúast fyrir húsfreyjuna enda
Páll löngum fjarri heimilinu, ók til að
mynda áætlunarbílum milli Akur-
eyrar og Reykjavíkur. Mörgu al-
þýðufólki voru þetta erfið ár en
óbuguð stóð Sigrún þó að ekki væri
alltaf úr miklu að moða. Mannkostir
hennar voru slíkir að hún óx að
þroska og vitsmunum við hverja
raun.
Ég hygg að lífsgæfa Sigrúnar
Fannland hafi verið sú að eiga miklu
barnaláni að fagna. Einn sona henn-
ar lést að vísu ungur en hin eru öll
hið ágætasta fólk, greint og listfengt,
en umfram allt heiðarlegt og
hreinskiptið.
Sigrún Fannland bar ellina vel.
Níræð var hún glöð og glæsileg í
veglegu afmælishófi sínu. Það var
haldið í Keflavík. Mér býður þó í
grun að hugur hennar hafi verið
norður í Skagafirði og hún ljómaði
þegar frændur hennar, Álftagerðis-
bræður, hófu söng henni til heiðurs.
Hún var alin upp við rætur Tinda-
stóls og ól upp börnin sín þar sem
„báran bláa brotnar við sand og
sker“ eins og hún segir í kvæðinu
Sauðárkrókur 100 ára. Má og vera
þegar hún naut hinna hljómfögru,
skagfirsku tóna að læðst hafi upp í
hug vísan hennar góða sem segja má
það sama um og stórvirki Eysteins
munks að margir vildu þá Lilju kveð-
ið hafa:
Alltafverðaeinhverráð
auðsþólækMsólin
meðan gefur Guð af náð
gull í Tindastólinn.
Aldin að árum en ung í anda hefur
Sigrún Fannland gengið inn í fögnuð
herra síns. Hún lifði lífinu þannig að
sjónarsviptir er að henni þó að kom-
in væri á tíræðisaldur. Við Björg
þökkum henni vináttuna fölskva-
lausu og vottum ástvinum hennar
samúð en jafnframt gleðjumst við
með þeim yfir minningunum um
greinda konu sem hélt reisn sinni til
æviloka.
Ólafur Haukur Árnason.
SIGURÐUR
BACHMANN
+ Sigurður Bach-
mann fæddist í
Borgarnesi 17. ágúst.
1912. Hann lést á
Hrafnistu í Reykjavík
16. mars síðastliðinn.
Foreldrar Sigurðar
voru hjónin Guðjón
Bachmann, vega-
vinnuverkstjóri, f.
1868, d. 1963 og Guð-
rún Guðmundsdóttir
Bachmann, f. 1879, d.
1961. Guðjón ættaður
úr Borgarfirði en
Guðrún úr Mýra-
sýslu. Guðjón og Guð-
rún eignuðust 12 börn en af þeim
dóu tvö í æsku. Eftirlifandi eru:
Áslaug, f. 1910; Guðmundur, f.
1915; Bjami, f. 1919; og Þórhildur
Kristín, f. 1922. Önnur systkini
voru Sigríður, f. 1901, d. 1990;
Jón, f. 1902 dó sama ár; Guðlaug,
f. 1904, d. 1913; Ragnheiður, f.
1906, d. 1993; Geir, f. 1908, d.
1987; Guðlaug, f. 1913, d.1995;
Skúli, f. 1917, d. 1996.
Sigurður kvæntist Unni Gísla-
dóttur, f. 25. júlí 1921, d. 5. júlí
1998, hinn 4. júm'
1953. Þau bjuggu all-
an sinn búskap í
Reykjavík.
Sigurður og Unn-
ur eignuðust þrjá
syni: 1) Birgir, f. 23.
desember 1952,
kvæntur Þórunni B.
Jónsdóttur. Böm
þeirra em Unnur, f.
19. júlí 1988 og Jón, f.
23. febrúar 1990.
Auk þess á Birgir
Höllu, f. 1. maí 1979.
Móðir Höllu er Guð-
laug Narfadóttir. 2)
Hörður, f. 4. nóvember 1955,
kvæntur Auði Kjartansdóttur.
Böm þeirra em Iris Dögg, f. 22.
apríl 1985 og Hildur Björg, f. 13.
september 1989. 3) Gísli, f. 9. júlí
1959.
Sigurður var lengst af háseti á
skipum Eimskipafélagsins og síð-
an starfsmaður Reykjavíkurhafn-
ar.
_ Utför Sigurðar fer fram frá
Áskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Hinn 16. mars síðastliðinn lést
tengdafaðir minn á Hrafnistu í
Reykjavík. Þó svo að dauðinn eigi að
vera jafn sjálfsagður og lífið þá er allt-
af jafn erfitt að kveðja þá sem manni
þykir vænt um. Núna er mér þannig
innanbijósts, ég á erfitt með að
kveðja. Þó svo að ég viti að Sigurður
hafi verið tilbúinn til að fara og verið
sáttur við allt og alla.
Sigurður var hár maður, glaðlegur
og bjartur yfirlitum. Hann var ein-
staklega geðgóður og jákvæður mað-
ur sama hvað bjátaði á. Alltaf gat
hann séð björtu og einnig broslegu
hliðamar á hlutunum. Ég er ríkari
manneskja eftir að hafa þekkt hann.
Þegar ég kynntist Sigurði var hann
kominn á eftirlaun. Þá bjó hann
ásamt Unni tengdarmóður minni í
Eskihlíðinni. Þar bjuggu þau, sæl og
glöð og ánægð með lífið. Þau voru
bæði heimakær og það var gott að
heimsækja þau. Að koma til þeirra
eftir dagsins önn var sérstaklega
notalegt. Þau fylgdust vel með h'ðandi
stund og alltaf fylgdist Sigurður með
veiðinni í ánum sínum í Borgarfirðin-
um en á yngri árum þekkti hann þar
hveija sprænu.
Eftir að Unnur lést fór Sigurður á
Dvalarheimilið í Borgamesi og seinna
á Hrafnistu í Reykjavík. I Borgamesi
átti hann góðan tíma, þar var hann
kominn á heimaslóðir og hitti marga
æskufélaga. Frá hausti 1998 bjó Sig-
urður á Hrafnistu í Reykjavík og var
mjög ánægður og sáttur við dvölina
þar.
Blessuð sé minningin um Sigurð
Bachmann.
Þórunn B. Jónsdóttir.
Að hryggjast og gleðjast
hérumfáadaga.
Að heilsast og kveðjast
þaðerlífsinssaga.
(Þ.J. Árdal.)
Elskulegur afi okkar er látinn eftir
langa og farsæla ævi.
Það er mjög erfitt að sætta sig við
fráfall ástvina, en það veitir okkur
hugarró að hugsa til þess að nú er afi í
góðum höndum hjá ömmu. Minning-
amar hrannast upp á svona stundum.
Það fyrsta sem kemur upp í huga
okkar er hversu jákvæður og góður
þú varst, alltaf í góðu skapi, þótt
stundum á móti blési. Það var alltaf
gott að koma til þín og ömmu í Eski-
hlíðina, við eigum þaðan kærar minn-
ingar.
Eftir að amma dó fórst þú upp í
Borgarnes og fékkst að dveljast á
Dvalarheimilinu í nokkra mánuði og
var það mjög gott og gaman fyrir þig
að vera á æskuslóðum og í kringum
þín elskulegu systkini sem ávallt var
mikill kærleikur á milli.
Síðasta árið dvaldist þú á Hrafnistu
og varst þú þá orðinn mjög veikur, en
aldrei var kvartað, það var alltaf sama
ljúfmennskan, sagðir að þér liði vel og
vel væri um þig hugsað, þetta vom
þín einkenni til síðustu stundar.
Um síðustu jól komst þú ekld til
okkar eins og þú hefur gert undan-
farin ár vegna veikinda og var þín
sárt saknað fyrir þína góðu og hlýju
nærvem.
Við systumar emm mjög þakklát-
ar fyrir að hafa faðmað þig og kvatt
eins vel og við gerðum nokkmm tím-
um áður en þú lést.
Á kveðjustund þökkum við þér af
alhug samfylgdina, elsku afi, og minn-
inguna um þig munum við varðveita í
hjörtum okkar um ókomna tíð.
Og vertu nú sæll. Það fer vel um þig nú,
ogvorgyðjan o’n á þig breiði,
og sætt er það þreyttum að sofa’ eins og
þú
með sólskin á minning og leiði.
(Þ. Erlingss.)
íris Dögg og Hildur Björg.
Elskuafi.
Þá ert þú farinn frá okkur og von-
andi búinn að hitta hana ömmu aftur.
Það var alltaf jafti gaman að koma
til ykkar í Eskihlíðina. Þar var alltaf
svo rólegt og notalegt. Þið gáfuð ykk-
ur alltaf tíma til að tala við okkur þó
svo að amma væri á fullu í eldhúsinu
og þú á fullu í að horfa á fótboltann.
Alltafvar tími.
Svona viljum við muna eftir ykkur.
Unnur og Jón.
Við sem fædd erum á seinni hluta
20. aldarinnar þekkjum ekki, mörg
hver, hvemig það var að alast upp í
stórum systkinahópi. Aftur á mq^,
var það þeim mun algengara hér fyrr
á öldinni, þegar foreldrar okkar, eða
ömmur og afar ólust upp. Þannig áttu
amma og afi í Borgarnesi alls 12
böm, en 10 þeirra náðu fullorðins-
aldri. Þó systkinin væra ólík, er í
rauninni einstakt hvað sá systkina-
hópur hefur alla tíð verið samrýndur,
og náði það ekki aðeins til systkin-
anna, heldur hafa þau öll haft einlæg-
an áhuga á systkinabömum sínum.
Siggi föðurbróðir okkar var einn af
þessum systkinum. Hann var grall-
arinn í hópnum. Maður með afdrátta-
lausar skoðanir á mönnum og máÞ
efnum og svo skemmtilegur í sam-
ræðum, að yngra fólkið í fjöl-
skyldunni sótti í að heimsækja hann
og ræða við hann um ýmis þjóðfé-
lagsmál. Siggi átti það jafnvel til að
setja sig upp á móti skoðunum bara
til að umræðan yrði sem skemmtileg-
ust. Einlægni hans, hlýja og jákvætt
viðhorf til lífsins urðu til þess að
manni þótti sériega vænt um hann.
Þó líkaminn væri orðinn hramur
undir það síðasta var hugurinn
skarpur. Hann las Moggann á hverj-
um morgni og fylgdist vel með fólk-
inu sínu. Ef komið var í heimsókn til
hans spurði hann áhugasamur frétta
af öllu sínu fólki og sagði svo sjálfur
íréttir og bað fyrir kveðj ur.
Siggi hefði ekki getað eignast betri
h'fsforanaut en konu sína Unni Gísla-
dóttur, en hún lést fyrir tæpum
tveimur áram. Hún var einhver sú al-
skemmtilegasta kona sem hægt er að
hugsa sér. Hún var bæði einlæg og
hreinskilin og sá oft hlutina í
skemmtilega húmorísku ljósi. Hún
hlúði vel að sinni fjölskyldu, Sigga,
drengjunum sínum þremur og svo
seinna þeirra fjölskyldum.
Minningar um samverastundir
með þeim Sigga og Unni, ýmist með
fjölskyldunni allri eða heimsókniffii
þeirra í Samtúnið og seinna í Eski-
hlíðina era okkur dýrmætar. Unnur
bar fram kaffi og með því, kom með
óborganlegar athugasemdir, sá til
þess að bömin fengju nammi og dót,
svo var spjallað saman um alla heima
og geima. Siggi lifði sig inní samræð-
urnar og hló að því hvað litlir munnar
gleyptu hratt í sig pönnukökur.
Þannig var góð stund með þeim hjón-
um.
Við systkinin eigum öragglega oft
eftir að rifja upp skemmtileg atvik
sem tengjast þeim Sigga og Unni.
Það er ekki sjálfsagt mál að eiga góða
að á lífsleiðinni. Það var gott að eiga
þau að, fyrir það eram við þakklát.
Rúnar, Petrína (Peta)
og Sigríður (Didda).
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
GESTUR EYJÓLFSSON
garðyrkjubóndi,
Heiðmörk 42,
Hveragerði,
lést á Landspítalanum þriðjudaginn 21. mars.
Jarðarförin fer fram frá Hveragerðiskirkju laug-
ardaginn 1. april kl. 14.00.
Halldóra Guðlaug Steindórsdóttir,
Eyjólfur Gestsson,
Sigrún V. Gestsdóttir, Sigursveinn K. Magnússon,
Steindór Gestsson, Ólöf Jónsdóttir,
Guðriður Gestsdóttir, Kristján B. Gíslason,
Sigurbjörn Á. Gestsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Móðir mín,
MARGRÉT SVANFRÍÐUR HANSSEN
frá Skálum
á Langanesi,
er látin.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Sigurþór Sigurðsson
og fjölskylda. ^