Morgunblaðið - 24.03.2000, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.03.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 24. MARS 2000 29 Ar liðið frá upphafí hernaðarátakanna í Kosovo Reuters Fyrir ári síðan hófu NATO-ríkin árásir á serbneska heraflann í Kosovo til að binda enda á ofsóknir hans gegn albanska meirihlutanum en nú eru það serbnesku íbúarnir sem krefjast þess að fá frelsi sitt aftur. Sæta þeir oft svipuðum ofsóknum og Albanir áður. Myndin er frá mótmælaaðgerðum Serba í borginni Mitrovica. Friðurinn ótryggur og vaxandi óánægia London, Pristina. AFP, Reuters. ÁR ER liðið frá því að NATO-ríkin hófu árásir á serbneska herinn í Kosovo og eru sérfræðingar á einu máli um, að þótt hernaðarlegu markmiðin hafi náðst, sé það erfið- asta samt eftir, en það er að tryggja frið í héraðinu. Er farið að gæta mikillar þreytu meðal NATO-rikj- anna, sem fínnst þau vera föst í ein- hvers konar feni, og mikillar óánægju gætir meðal þeirra og al- mennings í Kosovo vegna vaxandi umsvifa glæpasamtaka. John Chipman, forstöðumaður Alþjóðlegu herfræðistofnunarinnar, IISS, sagði í London í gær að ástandið í Kosovo stafaði annars vegar af hatrinu sem ríkti milli Serba og albanska meirihlutans í héraðinu og hins vegar af afskipta- leysi erlendra ríkja. Raunar væri staða Kosovo mjög undarleg. Það tilheyrði Serbíu, án þess að Serbar réðu þar nokkru og m.a. vegna þessa hefði dregist að koma þar upp eðlilegu réttarfarskerfi. Hefði þessi óvissa einnig spillt fyrir tilraunum til að framfylgja alþjóðalögum í héraðinu og afvopna albanska að- skilnaðarsinna. Chipman sagði að í svipinn væri tvennt nauðsynlegt: í fyrsta lagi að fjölga í lögregluliðinu upp í 6.000 manns eins og að hefði verið stefnt en nú er liðið aðeins skipað um 2.000 mönnum. I öðru lagi yrðu er- lend ríki að standa við fyrirheit sín um 22 milljarða króna aðstoð en að- eins lítill hluti upphæðarinnar hefur verið afhentur. Milosevic jafngildir áframhaldandi óvissu Chipman sagði að fyrir utan þetta væri það Slobodan Milosevic, forseti Júgóslavíu, sem hefði mest áhrif á framvinduna. „Svo lengi sem Milosevic er við völd, verður neyð- arástand á Balkanskaga," sagði Chipman og spáði því, að NATO yrði að hafa herlið í Kosovo í 10 ár eða lengur ef Milosevic færi ekki frá fyrr. George Robertson, fram- kvæmdastjóri NATO, vék einnig að þessu fyrr í vikunni þegar hann sagði, að herliðið yrði í Kosovo svo lengi sem þurfa þætti. Robertson leggur mikla áherslu á að vel hafi tekist til í Kosovo og bendir á í því sambandi, að gæslu- liðið, KFOR, hafi gert hundruðum þúsunda manna kleift að snúa til síns heima og fara aftur að lifa eðli- legu lífi. Innan NATO gætir þó vax- andi óánægju með ástandið og ótta við, að smám saman fari íbúarnir að líta á gæsluliðið sem hernámslið. „Eitt ár er liðið og við stöndum enn í sömu sporunum," sagði ónefndur sendimaður eins NATO-ríkis. Fækkun og takmarkanir Gæsluliðið í Kosovo hefur nú á að skipa 37.200 mönnum frá 36 ríkjum. Frá NATO-ríkjunum koma 30.000 og flestir hinna eru frá Rússlandi. 42.000 menn voru í herliðinu í haust og þar af 35.000 NATO-hermenn. Sum NATO-ríki, t.d. Bretland, hafa kallað heim hermenn og það var með heilmiklum eftirgangsmun- um að Wesley Clark, yfirmaður NATO, fékk því framgengt fyrir skömmu að fjölgað væri um 2.000 menn. Bandaríkjamenn og Frakkar eru raunar ekki sammála honum um, að efla þurfi herstyrkinn í Kosovo og þar við bætist, að sum ríkin setja hermönnum sínum mikl- ar skorður. Bandarísku hermenn- irnir mega t.d. ekki hafa sig mikið í frammi vegna ótta við mannfall enda kosningaár vestra. Aðeins má beita bresku, frönsku og ítölsku hermönnunum eins og þurfa þykir. Glæpaflokkar vaða uppi Vaxandi ítök glæpasamtaka í Kosovo eru mönnum mikið áhyggjuefni. Sumir þeirra sem NÁTO-ríkin litu áður á sem banda- menn sína, t.d. liðsmenn í Frelsis- her Kosovo, hafa lagt fyrir sig glæpi alls konar; mannrán, eitur- lyfjasölu og fleira og þeir sem verða fyrir barðinu á glæpalýðnum þora ekki að vitna gegn honum af ótta við hefndir. Sumir hemenn gæsluliðsins hafa gerst sekir um afbrot og þá eru þeir dregnir fyrir herrétt en svo er ekki um glæpagengin í svörtu leðurjökk- unum. Liðsmenn þeiiTa fara sínu fram óáreittir og aka um á þýskum lúxusbifreiðum, með eða án núm- eraplatna, sem stolið hefur verið í Vestur-Evrópu. Upp á þetta ástand horfa hermennirnir og ekki er hægt að segja, að samúð þeirra með Albönunum vaxi dag frá degi. Einskis manns land Mesta vandamálið í Kosovo er að það er nokkurs konar einskis manns land. Vestræn ríki viður- kenna afdráttarlaust, að það sé hér- að í Serbíu en albanski meirihlutinn hefur hingað til trúað því að það geti orðið sjálfstætt ríki með ein- hverjum hætti. Það er hins vegar að renna upp fyrir honum núna að Vesturlönd ætla ekki að ganga lengra gagnvart Júgóslavíustjórn en orðið er. Hvernig úr þessu verð- ur leyst veit enginn. Það eina sem er alveg ljóst er að NATO-herliðið er ekki á förum. Franska ríkisstjórnin í vanda Uppstokkun sögð í undirbúningi Parfs. AFP. LIONEL Jospin, forsætisráðherra Frakklands, var í gær sagður undir- búa uppstokkun á stjórn sinni í því skyni að bægja frá ásökunum um pólitískt stefnuleysi. Jospin hefur verið gagnrýndur fyrir að gefa eftir í deilum stjórnar- innar við ríkisstarfsmenn sem hafa lagst gegn ýmsum áformum hennar um umbætur og búist er við að hann stokki upp í stjórninni í byrjun næstu viku til að bæta ímynd henn- ar. Tveir ráðherrar, Christian Sautt- er fjármálaráðherra og Claude All- egre menntamálaráðherra, eru lík- legasth- til að láta af embætti. Báðir hafa þeir haft umsjón með metnað- arfullum umbótaáfonnum en ekki fengið stuðning Jospins og neyðst til að gefa eftir vegna mótmæla franskra stéttarfélaga. Sautter varð á mánudag að falla frá áformum um breytingar á skatt- kerfinu, sem að margra mati er orðið úrelt. Allegre hefur hins vegar orðið að falla frá ýmsum tillögum sínum um að koma skólum landsins í nú- tímalegra horf vegna andstöðu kenn- ara sem eru í verkfalli. Sagður heykjast á umbótum Jospin er sagður íhuga hvort hann eigi að láta nægja að víkja þessum tveimur ráðherrum úr stjórninni eða flýta uppstokkun sem ráðgerð var síðar á árinu. Nokkrir ráðherrar, svo sem Martine Aubry félagsmálaráð- herra, ætla að sækjast eftir borgar- stjóraembættum í kosningum á næsta ári og Jospin vill skipa nýtt ráðherralið sem á að stjórna landinu síðustu tvö árin fyrir kosningarnar árið 2002. Á meðal þeirra sem talið er hugs- anlegt að taki við fjármálaráðuneyt- inu ei-u Alain Richard varnarmála- ráðherra, Laurent Fabius þingfor- seti, Francois Hollande ritari Sósíal- istaflokksins og Elisabeth Guigou dómsmálaráðherra. Að sögn franskra blaða er líklegt að Jean Glavany landbúnaðarráð- herra taki við menntamálaráðuneyt- inu. Jospin hefur verið sakaður um að glutra niður tækifæri til að koma efnahag landsins í nútímalegra horf með tilraunum sínum til að sefa stuðningsmenn sósíalista úr röðum ríkisstarfsmanna. Auk eftirgjafar- innar í deilunni um breytingar á skattkerfinu hefur hann ekki viljað ráðast í róttækar breytingar á lífeyr- Lionel Jospin iskerfinu, sem ívilnar mjög ríkis- starfsmönnum. Þá hefur hann reynt að sefa kennara og starfsmenn sjúkrahúsa, sem eru einnig í verk- falli, með því að lofa auknu fé og þús- undum nýrra starfa í mennta- og heilbrigðiskerfinu. Jafnvel nokkrir leiðtogar verka- lýðshreyfmgarinnat' hafa sakað Jospin um að heykjast á því að stokka upp í lífeyriskerfinu, sem er talið mjög brýnt vegna fjölgunar aldraðra á næstu árum. Hægrimaðurinn Alain Juppé, fyrrverandi forsætisráðherra - sem tókst ekki heldur að koma á róttæk- um breytingum á lífeyriskerfinu meðan hann var við völd árið 1995 - sagði að Jospin hefði aðeins frestað erfiðum ákvörðunum. „Það er kænskulegt en ekki til marks um hugrekki." Tvær brezkar konur gefnar saman London. Morgnnblaðið. TVÆR konur hafa gengið í fyrsta löglega hjónaband samkyn- hneigðra í Bretlandi og fengust gefnar saman, þar sem önnur er fæddur karl, sem hefur gengizt undir kynskiptaaðgerð. Lesbíurnar Clair Ward-Jackson, 23 ára, og Diane Maddox, 43 ára, voru gefnar saman hjá sýslumann- inum í Aldershot. Sú síðarnefnda hefur látið breyta sér úr karli í konu og gat lagt fram fæðingar- vottorð, sem sagði hana fætt sveinbarn. Ut áþað vottorð fékkst giftingin framkvæmd. 'í4aN,0 Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs FLOKKUR LOKAGIALDDAGI INNLAUSNARVERÐ* Á KR. 10.000,00 1980 1. fl. 15. 04. 2000 kr. 506.928,10 * Innlausnai-verð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka Islands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 24. mars 2000 SEÐLABANKIÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.