Morgunblaðið - 24.03.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.03.2000, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 24. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Veruleg fjölgun verslana Baugs-samstæðunnar fyrirhufflið á komandi árum Helsti vaxtarbroddur- inn á Norðurlöndum BAUGUR hf. hyggur á verulega uppbyggingu verslana erlendis á komandi árum auk opnunar fleiri stórverslana hér á landi, og gera áætlanir ráð fyrir að vörusala fé- lagsins vaxi úr 25 milljörðum króna á þessu ári í 36 milljarða árið 2002. I máli Hreins Loftssonar, stjórn- arformanns Baugs hf., á aðalfundi félagsins, sem haldinn var í gær, kom fram að síðastliðið ár ein- kenndist af miklu uppbyggingar- starfi fyrirtækja innan Baugs-sam- stæðunnar. A árinu bættist 10-11 verslunarkeðjan við þær verslunar- keðjur sem fyrir voru, þ.e. Hag- kaup, Nýkaup, Bónus og Hrað- kaup. Einnig bættist verslunin Útilíf í hópinn og hafin var sókn á erlendum mörkuðum með kaupum Baugs á 50% hlut í SMS-verslunar- fyrirtækinu í Færeyjum, fjárfest- ingu upp á 50% hlut í Bonus Dollar Stores í Bandaríkjunum og sam- starfssamningi um stofnun og rekstur Debenhams, Top-Shop og Arcadia á Norðurlöndum. Fyrsta Top-Shop-verslunin hefur þegar verið opnuð í Reykjavík, og önnur verður opnuð í Stokkhólmi á næst- unni. Þá er Baugur þátttakandi í nýrri verslunarmiðstöð í Smáralind í Kópavogi, en þar mun Baugur reka tvær mjög stórar verslanir, annars vegar undir merkjum Hag- kaups og hins vegar undir merkj- um Debenhams. Ari eftir opnun Debenhams í Smáralind mun Baugur opna aðra slíka verslun í miðborg Stokkhólms og á árunum þar á eftir munu fylgja Deben- hams-verslanir í öðrum höfuðborg- um Norðurianda. Að auki rekur Baugur umfangs- mikla innflutnings- og heildverslun, Aðfóng, sem Hreinn sagði í raun vera undirstöðu hins umfangsmikla verslunarreksturs fyrirtækisins. Þá sinnir Baugur verslun með sérvöru í sífellt auknum mæli og er m.a. Morgunblaðiö/Sverrir Frá aðalfundi Baugs hf. sem haldinn var í gær. stærsti hluthafinn í gleraugna- versluninni Augunum okkar og lyfjaversluninni Apótekum. „Ekki hefur farið hjá því að verkir hafi fylgt svo miklum og hröðum vexti, svo ekki sé minnst á þau stórhuga áform, sem kynnt hafa verið opinberlega um frekari uppbyggingu fyrirtækisins. Baugur er aðeins tveggja ára gamalt fyrir- tæki og aðiens tæpt ár síðan hluta- bréf þess voru sett á almennan markað. Fyrirtækið hefur gengið í gegnum tímabil mjög mikillar gagnrýni og ásakana um að standa fyrir samþjöppun vaids og fjár- magns, sem bitnar á neytendum. Þessi gagnrýni er skiljanleg og óumflýjanleg vegna aukinna um- svifa fyrirtækisins, jafnvel þó að hún hafi ekki alltaf verið jafn yfir- veguð og æskilegt hefði verið. Óvægin gagnrýni hefur eigi að síð- ur skerpt skilning stjómenda á að- stæðum á markaði og í þjóðfélag- inu í heild og mótað afstöðu þeirra til nýrra og breyttra áherslna í rekstrinum. Að því leytinu hefur hún verið gagnleg," sagði Hreinn. Baugur Svíþjóð á markað í lok ársins Heildartekjur Baugs á árinu 1999 námu 24,6 milljörðum króna sem er um 32% aukning frá árinu áður. Stór hluti teknanna er vegna kaupanna á 10-11 verslunarkeðj- unni og Lyfjabúðum hf. Hagnaður Baugs í fyrra nam 645 milljónum króna en var 401,5 milljónir króna árið 1998. í máli Jóns Ásgeirs Jóhannes- sonar, forstjóra Baugs, á aðalfund- inum kom m.a. fram að á þessu ári er gert ráð fyrir að vörusala fyrir- tækisins nemi 27 milljörðum króna, en hún vaxi í 30 milljarða árið 2001 og 36 milljarða árið 2002. Jón Ásgeir sagði að stærsta verkefni Baugs hf. til framtíðar og Aðalfundur Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis Aðalfundur Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis verður haldinn á Hótel Loftleiðum, Þingsölum 1-4, kl. 16:30, í dag. Dagskrá: * Skýrsla stjórnar um starfsemi sparisjóðsins á árinu 1999. * Lagður fram til staðfestingar endurskoðaður ársreikningur sparisjóðsins fyrir árið 1999 ásamt tillögu um ráðstöfun tekjuafgangs fyrir liðið starfsár. * Kosning stjórnar. * Kosning endurskoðanda. * Tillaga um ársarð af stofnfé. * Tillaga um þóknun stjórnar. * Tillaga um breytingu á 4. gr. samþykkta sparisjóðsins. * Önnur mál. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir á fundarstað í fundarbyrjun. Stjórn Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis * mesti vaxtarbroddur fyrirtækisins væri verkefnið á Norðurlöndum í samvinnu við Arcadia og Deben- hams. „Þetta verkefni hljómar mjög stórt í okkar eyrum sem störfum á þessum litla markaði, en Bretarnir hafa hrifist af verkum okkar og hvernig við vinnum sérvöruna og eftir kynni þeirra af okkur fengum við rétt til að opna undir þeirra merkjum á þessum mörkuðum. Þeim finnst þessir markaðir smáir, en við sjáum þarna tækifæri til að reka þessar verslanir, auk þess sem við höfum ákveðinn grunn í sérvöruþekkingunni í Hagkaup sem nýtist í það vöruval sem við getum ekki fengið frá þessum verslunarkeðjum og þurfum að koma með annars staðar frá. Þann- ig mun Debenhams útvega okkur 70% af vöruúrvalinu en 30% þurf- um við að kaupa í gegnum önnur viðskiptasambönd og þar nýtast mjög vel þau viðskiptasambönd sem Hagkaup hefur haft,“ sagði Jón Ásgeir. Hann sagði að reiknað væri með að fyrsta verslunin undir rekstrar- stjórn Baugs Svíþjóð yrði opnuð í maí næstkomandi og markmiðið væri að Debenhams-verslanir fé- lagsins yrðu orðnar fimm talsins árið 2005, og Arcadia-verslanir 25, en heildarvelta félagsins yrði þá orðin 15-18 milljarðar króna. Stjórn Baugs hefur ákveðið að leggja á þessu ári um 200 milljónir króna í fyrirtækið Baugur Svíþjóð og gert er ráð fyrir að félagið auki hlutafé um 30% og selji fagfjárfest- um, en reiknað er með að hægt verði að skrá félagið á hlutabréfa- markaði í lok þessa árs eða í byrj- un næsta árs. Frjálsi fjár- festingar- bankinn verður til STJÓRNIR Samvinnusjóðs íslands hf. og Fjárvangs hf. hafa undirritað samrunaáætl- un og greinargerð sem lögð verður fyrir aðalfund Sam- vinnusjóðsins 27. mars nk. Samþykktir Samvinnu- sjóðsins munu gilda um hið sameinaða félag, en nafni þess félags verður við sam- runann breytt í Frjálsa fjár- festingarbankann hf. Við sameininguna fá hlut- hafar í Fjárvangi hf. hluta- bréf í Frjálsa fjárfestingar- bankanum hf. í skiptum fyrir öll hlutabréf sín í Fjárvangi. Nafnverð hlutafjár í Sam- vinnusjóði Islands hf. er nú 840.832.595 krónur og hlutafé í Fjárvangi hf. 126.000.000 krónur. Skiptihlutfallið er ákveðið þannig að fyrir allt hlutafé í Fjárvangi hf. koma hlutabréf að nafnverði 377.765.369 krónur í Frjálsa fjárfestingarbankanum hf. eða um 31% en hlutafé í Frjálsa fjárfestingarbankan- um hf. eftir samruna verður samtals 1.218.597.964 krónur. I fréttatilkynningu kemur fram að endurskoðendur fé- laganna hafa framkvæmt kostgæfnisathugun og stað- fest að skiptihlutfall sé eðli- lega ákvarðað og að samruni félaganna muni ekki koma til með að rýra á nokkurn hátt möguleika lánardrottna á fullnustu krafna í hinu sam- einaða félagi. Megininntak samrunaáætl- unarinnar er að samruninn miðist við 1. janúar 2000 og taki hið sameinaða félag við öllum réttindum og skyldum hinna sameinuðu félaga frá þeim tíma. Ferðaskrifstofa íslands og dótturfyrirtæki Úr ársreikningi 1999 Rekstrarreikningur 1999 1998 Breyling Rekstrartekjur Milljónir króna 3.509 3.041 +15% Rekstrargjöld 3.447 3.000 +15% Rekstrarhagnaður 62 41 -51% Fjármunatekjur 5 10 -50% Aðrar tekjur 10 40 -75% Hagnaður ársins 77 91 -15% Efnahagsreikningur 31.12.99 31.12.98 Breyting Eignir samtals Milljónir króna 822 8.208 +8% Eigið fé 343 250 +37% Skuldir 479 510 -6% Skuldir og eigið fé samtals 822 760 +8% * Ferðaskrifstofa Islands hf. 77 milljónir í hagnað í fyrra spron m SPARISJÓBUR REYKJAVlKUR ob nábrennis HAGNAÐUR Ferðaskrifstofu Is- lands hf. og dótturfyrirtækja þess, Plúsferða og Urvals-Utsýnar, var 76,6 milljónir króna á árinu 1999. Rekstrartekjur voru 3.510 milljónir króna á árinu, sem var 15% hækkun frá fyrra ári þegar tekjurnar námu 3.014 milljónum króna. I tilkynningu frá Ferðaskrifstoíú íslands hf. kemur fram að jákvæða afkomu megi rekja til tveggja þátta. Annars vegar góðrar nýtingar í leiguflugi félagsins, m.a. til Portúgal, Mallorca, Kanaríeyja, Edinborgar og í skíða- og sérferðir, þar sem far- þegar voru 29.000 á árinu. Hins veg- ar til mikillar aukningar í komu er- lendra ferðamanna á vegum fé- lagsins á árinu 1999, en þeir voru 31.000 talsins. Alls var farþegafjöldi Ferðaskrif- stofu íslands hf. og dótturfyrirtækja 94.800 á árinu 1999, þar af komu um 31.000 erlendir farþegar til landsins, en íslendingar sem fóru til útlanda voru 63.800.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.