Morgunblaðið - 24.03.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
„krúnerar“ lög Cole Porters, hvort
sem þeir voru á Naustinu í Reykja-
vík eða Waldorf í New York. Það
hafa allir heyrt lag eftir Cole Porter
þótt þeir viti ekki að það sé upp-
haflega úr þessum eða hinum söng-
leiknum.“
Jóhanna Vigdís tekur undir þetta
og segir að sér hafi strax þótt tónl-
istin heillandi. „Þetta eru alvöru lög,
sem gaman er að syngja."
„Þetta er mjög vel saminn söng-
leikur. Ekki bara tónlistarlega held-
ur er sagan sjálf samin af mikilli
kunnáttu," segir Þórhildur. „Söng-
leikir eru sjaldan mjög á dýptina,
heldur fremur á láréttari nótunum,"
segir Egill og glottir, „En...“ og
hann lyftir vísifingri til áherslu.
„...þessi er betri en flestir sem ég
hef tekið þátt í.“ Og þar talar rödd
reynslunnar því fáir - ef nokkrir -
hafa sungið í fleiri söngleikjum en
Egill Ólafsson undanfarin 10-15 ár.
„Framan af var maður í söngleik á
þriggja til fjögurra ára fresti en síð-
ustu 5 árin hef ég verið í þeim fjór-
um sem segir talsvert um hvað
þetta hefur verið vinsælt form í leik-
húsinu."
Jóhanna Vigdís hefur orðið tals-
verða reynslu af söngleikjum þó
ekki sé nema eitt ár frá því hún út-
skrifaðist úr Leiklistarskóla Is-
lands. Hún tók þátt í uppfærslunum
á Hárinu, Grease og Litlu Hryll-
ingsbúðinni og leikur þessa dagana í
Stjömum á morgunhimni í Iðnó.
Söngurinn vefst lítið fyrir henni þar
sem hún hefur lokið burtfararprófi í
söng og píanóleik auk þess að hafa
BA-próf í frönskum bókmenntum.
Allt þarf að
smella saman
Þau eru bæði sammála um að fyr-
ir leikara sé söngleikur mjög krefj-
andi. „Það þarf að syngja, dansa og
leika samtímis og engu má skeika.
Svo þarf að skipta um búning á
augabragði baksviðs og koma
syngjandi og dansandi inn á sviðið
eins og ekkert hafi í skorist," segir
Egill og kveður síðustu dagana fyrir
frumsýningu vera hálfgerða mar-
tröð því allt þarf að smella saman.
„Þetta er sá tími sem maður er að
læra sýninguna. Átta sig á því hvað
mikill tími er til stefnu á milli atriða
o.s.frv. Þegar þetta er komið á
hreint er hægt að fara njóta þess að
leika sjóið,“ segir hann. Jóhanna
Vigdís hlær og segir það mikinn
létti þegar fæturnir fara að hreyfast
sjálflcrafa í dansatriðunum og hægt
að einbeita sér að söngnum og
leiknum. Fyrir áhorfandann á þetta
auðvitað að líta út fyrir að vera eng-
inn vandi. Að baki liggja hins vegar
þrotlausar æfingar, „Einn, tveir,
þrír, einn, tveir þrír“, og danshöf-
undurinn breski hrópar utan úr sal í
hundraðasta skipti á æfingatímabil-
inu. „Once more from the top;
please!"
Skemmtun eina
kvöldstund
Og allt er þetta á sig lagt til að „
þú áhorfandi góður getir notið góðr-
ar skemmtunar í leikhúsinu eina
kvöldstund,“ eins og segir í leikskrá
allra leikhúsa að öllum söngleikjum
á öllum tímum.
Þórhildur bendir á í lok samtals-
ins að snilli Porters sem tónskálds
komi hvergi betur fram en í Kysstu
mig Kata. „Hann semur þrjár gerð-
ir tónlistar fyrir verkið. Stíll þeirra
laga sem tilheyra atburðarásinni
baksviðs er allt annar en sá sem til-
heyrir uppfærslu leikhópsins á
Skassið tamið. Svo er enn annar stíll
á þeim lögum sem vísa til skemmti-
bransans og leikhússins sjálfs."
Sjálfur hafði Porter ekki meira en
svo trú á þvi að hægt væri að semja
nothæfan söngleik upp úr Skassið
tamið þegar hugmyndin var lögð
fyrir hann. Ekki höfðu höfundar
textans meiri trú á verkefninu í
upphafi en þegar hugmyndin fædd-
ist að leikhópnum sem væri að svið-
setja Shakespeare af vanefnum þá
fóru brotin að raðast saman. Sjálfur
taldi Cole Porter að Kysstu mig
Kata væri hans besti söngleikur ás-
amt Nú er allt leyft (Anything Goes)
og áhorfendur um allan heim hafa
sýnt samstöðu sína í verki með því
að flykkjast á sýningar þeirra hvar
sem þær hafa birst í leikhúsum.
LISTIR
V egleg kvikmynda-
tónlistarveisla
TOJVLIST
Sinfónfuhljóinsveit
íslands í Háskólabíói
SINFÓNÍUTÓNLEIKAR
Sinfóníuhljómsveit íslands lék lög
úr kvikmyndum eftir John Willi-
ams, Henri Mancini, Harold Arlen,
Mikis Theodorakis, Nino Rota,
Lalo Schifrin og fleiri. Einieikari
og sijómandi Lalo Schifrin.
Fimmtudag kl. 20.
NAFN Lalo Schifrin hefur
óverðskuldað staðið í skugganum
af enn frægari tónskáldum kvik-
myndatónlistar. Allir þekkja tón-
list Ennios Morricones t.d. úr The
Good, the Bad and the Ugly; tón-
list Ninos Rota úr Guðföðurnum,
stef Elmers Bernsteins úr Magnif-
icent Seven og tónlist Johns Willi-
ams úr Star Wars. En það má
segja að Lalo Schifrin sé skapari
almestu töffaranna á hvíta tjaldinu
því hann er höfundur margra flott-
ustu stefja töffaramyndanna. Hann
samdi tónlistina við Dirty Harry
og Magnum Force, Mannix og
Bullit svo nokkrar myndir séu
nefndar. Það var var rífandi
stemmning í Háskólabíói í gær-
kvöldi. Schifrin kynnti verkin sem
flutt voru, og lék sjálfur með á
píanó í nokkrum laganna. Það þarf
ekki að orðlengja það að tónleik-
arnir voru hin allra besta skemmt-
un. Schifrin gaf okkur svolitla inn-
sýn í myndefnið, en hvatti
hlustendur þó til þess að hlusta, án
þess að reyna endilega að sjá fyrir
sér kvikmyndina; - leyfa tónlist-
inni að lifa eigin lífi. í tilfelli kvik-
myndatónlistarinnar getur það
orðið erfitt. Það er kannski auð-
veldast í lögum sem lifa á melód-
íunni einni saman; eins og lögunum
úr Dr. Zhivago, Þriðja manninum,
Casablanca og Rauðu myllunni.
Tónlist Schifrins sjálfs er hins veg-
ar miklu tengdari myndunum sjálf-
um, því hún er svo rík af stemmn-
ingu og spennu, og ber karakter
myndanna einhvern
veginn svo sterkt í
sér. Sinfóníuhljóm-
sveitin var í gríðar-
miklu spilastuði á tón-
leikunum og lék
feiknavel. Tónleikar-
nir hófust á tónlist
Johns Williams úr
Leitinni að týndu örk-
inni. Málmblásaramir
gáfu tóninn fyrir það
sem á eftir kom; -
spiluðu af lífi og sál,
eins og þeir væru að
bjarga sjálfum Indy á
ögurstund. Stef
Schifrins úr Mannix
er eitt það flottasta
sem um getur, hrollvekjandi og
„kúl“. Guðmundur Pétursson lék
gítarsólóið í Bondstefinu eftir
Barry, sem er enn eitt meistara-
verkið úr þessari tegund tónlistar.
Slagverksmaðurinn Pétur Grétars-
son sýndi meistaratakta á trommu-
settinu. í stefinu úr Bullit lék hann
af hreinni snilld og endurtók leik-
inn eftir hlé í tónlist Schifrins úr
Mission Impossible, sem var frá-
bærlega flutt af hljómsveitinni.
Það sem síst gerði sig voru Sinfón-
ískar myndir úr Cool Hand Luke
eftir Schifrin. Útsetningin hélt
ekki, og stefin loddu ekki saman
sem heild. Stefið úr Guðföðurnum
var unaðslega fallega leikið og eins
lag Arlens Somewhere Over the
Rainbow. I laginu úr Casablanca,
As Time Goes By,
settist Schifrin á
píanóbekkinn og spil-
aði eins og Sam forð-
um; flutningur þessa
ljúflingslags var ynd-
islegur. Stef Schifrins
úr The Fox er djass-
að; þar lék hann á
píanóið með hljóm-
sveitinni og náðu þeir
Pétur Grétarsson sér-
staklega vel saman.
Þruma kvöldsins var
Mission Impossible
eftir Schifrin úr sam-
nefndum sjónvarps-
þáttum og bíómynd-
um. Þessi músík er
sannarlega efsta stig töffaratón-
listarinnar.
Undir lok tónleikanna beindi
Schifrin orðum sínum að tónleika-
gestum og óskaði þeim til ham-
ingju með að eiga jafn frábæra
hljómsveit og Sinfóníuhljómsveit
íslands. Það var sannarlega sunnu-
dagur í Háskólabíói í gærkvöldi og
gott ef ekki bara stórveisla líka.
Lalo Schifrin er mikill músíkant og
frábær fagmaður. Honum og Sin-
fóníuhljómsveitinni var fagnað
innilega og ákaft í tónleikalok og
klappið var óvenju heitt og mikið.
Það var augljóst að tónleikagestir
kunnu vel að meta þessa veglegu
kvikmyndatónlistarveislu.
Bergþóra Jónsdóttir
Tvær lífsbækur
væntanlegar
TVÆR lífsbækur eru væntan-
legar á markaðinn í september.
Hafið heillar er lífsbók Sigurðar
Kristmundssonar og Lífsmynd
heitir lífsbók Steingríms St.Th.
Sigurðssonar. Bókina tileinkar
hann föður sínum, Sigurði Guð-
mundssyni skólameistara
Menntaskólans á Akureyri.
Þetta er beiskjulaust en djúp-
lægt uppgjör við íslenskt samfé-
lagj segir í fréttatilkynningu.
Útgefandi er Sigmundur Ern-
ir Einarsson, Akureyri. Bæk-
urnar verða prentaðar í Ás-
prenti.
Lalo Schifrin
Opið hús
í Tónlistar-
skóla Húsa-
víkur
OPIÐ hús verður í Tónlistarskóla
Húsavíkur á morgun, laugardag, kl.
13-19 og leika nemendur á ýmis
hljóðfæri. Veitingasala verður á
Stjömu milli kl. 15-17.30 og rennur
ágóði í ferðasjóð Borgarhólsskóla og
Stúlknakórs Húsavíkur vegna fyrir-
hugaðrar ferðar á norbusang 2000 í
Reykjavík.
Einsöngstónleikar verða þriðju-
daginn 28. mars kl. 20 í sal Borgar-
hólsskóla.
-----*-4-t----
Leiðsögn
um sým
ingar LI
LEIÐSÖGN um sýningar í Lista-
safni íslands, í fylgd Ólafs Gíslason-
ar sérfræðings, verður á morgun,
laugardag, kl. 15. Fjallað verður um
sýningu á verkum Nínu Tryggva-
dóttur og Svavars Guðnasonar en
þeim lýkur sunnudaginn 26. mars.
Auk þess verður leiðsögn um sýn-
ingu á verkum Svövu Bjömsdóttur
og Cosmos eftir Jón Gunnar Ama-
son.
FÖSTUDAGUR 24. MARS 2000 35
GB
Hnattbar
Góð tækifærtsgjöf
húsgögn
Ármúla 44
simi 553 2035
SUSHI
Nú færð þú Sushi bakka
hjá okkur á miðvikudögum
og föstudögum.
Bæði biandaður fiskur og
hrísgrjónarúiiur
Ét
náttúrulega!
eilsuhúsið
Skólavörðustíg, Kringlunni & Smáratorgi
Sturtuklefar
Ifð stuituklefamir em fáanlegir úr plasti
eða öryggisgleri í mörgum stærðum og
gerðum. Ifö sturtuklefarnir eru trúlega
þeir vönduðustu á markaðnum í dag.
Ifö - Sænsk gæðavara
T€fl6l
111 111
Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur
Sími: 5641088 • Fax: 5641089 • tengi.is