Morgunblaðið - 24.03.2000, Síða 4
4 FÖSTUDAGUR 24. MARS 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Björgvin Guðmundsson, varaformaður Heimdallar, hót-
ar málssókn verði skattframtal hans birt opinberlega
Birting skerðir rétt
til friðhelgi einkalífs
Morgunblaðið/Jónas
Oddsteinn Arnason og Grétar Einarsson við snjóbílinn í Vík en þeir
stóðu í björgunaraðgcrðuin fram undir kaffi í gær.
Ófærð og
vonskuveður
á Suðurlandi
BJÖRGVIN Guðmundsson, vara-
formaður Heimdallar, félags ungra
sjálfstæðismanna, sendi skattstjóra
framtal sitt fyrr í vikunni með þeim
skilmála að almenningi yrði „ekki
veittur aðgangur að þeim upplýs-
ingum og engin efnisatriði fram-
talsins [yrðu] gerð opinber", og
hvatti jafnframt aðra til að skila
framtölum sínum með sama skil-
mála.
Björgvin sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að yrði ekki
farið að óskum hans um verndun
persónulegra upplýsinga um sig og
skattstjóri birti almenningi álagðan
tekju- og eignaskatt myndi hann
fela lögfræðingi sínum, Jóni Stein-
ari Gunnlaugssyni, að undirbúa
málssókn á hendur ríkisvaldinu.
Leitar stuðnings fjármála-
ráðherra og þingmanna
„í millitíðinni hef ég verið að tala
bæði við fjármálaráðherra og þing-
menn í von um að þeir íhugi þetta
mál vandlega og beiti sér í kjölfarið
fyrir lagabreytingu í þá átt að
vernda þessar persónuupplýsing-
ar,“ sagði hann. „Ég hef fengið
mjög góð viðbrögð. Ég hef sent öll-
um þingmönnum Sjálfstæðisflokks-
ins bréf og fleiri þingmönnum að
auki. Þetta einskorðast ekki við
sjálfstæðismenn eða unga hægri-
menn, heldur er það skoðun
margra, sem ég hef talað við, að
þessi birting sé óeðlileg og skerði
sjálfsagðan rétt okkar til friðhelgi
einkalífs.“
Skattframtali Björgvins fylgdi
bréf frá Jóni Steinari Gunnlaugs-
syni þar sem tekið er fram að upp-
lýsingarnar í framtalinu séu sendar
með „þeim skilmála að almenningi
verði ekki veittur aðgangur að þeim
og engin efnisatriði framtalsins
verði gerð opinber".
„Fjárhagsmálefni einstaklinga
eru viðkvæm einkamál og í sam-
ræmi við það er stjórnvöldum al-
mennt óheimilt að veita almenningi
aðgang að slíkum upplýsingum,“
segir í bréfmu. „Kemur þetta m.a.
skýrlega fram í sérákvæðum um
þagnarskyldu skattyfirvalda, auk
þess sem bannað er að viðlagðri
refsiábyrgð skv. 136. gr. almennra
hegningarlaga nr. 19/1040 að skýra
óviðkomandi mönnum frá upplýs-
ingum um tekjur og efnahag skatt-
aðila.“
í umræddri grein hegningarlag-
anna segir að opinber starfsmaður,
sem segi frá nokkru, sem leynt eigi
að fara og hann hafi fengið vitn-
eskju um í starfi sínu eða varði
emþætti hans eða sýslan, skuli sæta
fangelsi.
I bréfinu segir að skattyfirvöld
hafi veitt aðgang að álagningarskrá
og skattskrá í skjóli heimildar í 98.
gr. laga nr. 75/1981 þar sem segir
að þegar lokið sé álagningu skatta
og kærumeðferð skuli skattstjórar
semja og leggja fram skattskrá fyr-
ir hvert sveitarfélag í umdæminu
þar sem tilgreindur skuli álagður
tekjuskattur og eignarskattur
hvers gjaldanda og annar skattur
eftir ákvörðun ríkisskattstjóra.
Skattskrá skuli liggja frammi til
sýnis í tvær vikur á hentugum stað í
hverju sveitarfélagi.
Gegn stjórnarskrá og mann-
réttindasáttmála Evrópu
„Telja verður slíka birtingu gegn
vilja umbj. míns stangast á við
sjálfsagðan rétt hans til þess að
njóta friðar um einkahagi sína,“
skrifar Jón Steinar í bréfinu til
skattstofunnar í Reykjavík. „Sá
réttur er tryggður í 71. gr. stjórn-
arskrár lýðveldisins, sem kveður á
um friðhelgi einkalífsins, og í 8. gr.
mannréttindasáttmála Evrópu. Þau
brot gegn friðhelgi einkalífs sem
felast í opinberri birtingu upplýs-
inga sem almenningi ber skylda til
að veita skattyfirvöldum verða með
engu móti réttlætt með vísan til rík-
ishagsmuna eða réttinda annarra."
Þegar Björgvin var spurður hver
hefði verið hvatinn að því að hann
ákvað að fara þessa leið, sagði hann
að mörgum hefði blöskrað meðferð-
in á upplýsingum í skattskýrslum,
bæði að skattstjóri skuli birta þær
upplýsingar með þessum hætti og
fjölmiðlar kafa í skrárnar og birta
upplýsingar um menn og jafnvel
bera saman milli ára.
Engin rök fyrir
þessari birtingu
„Það er þessi skerðing á persónu-
frelsi manna, sem fékk mig til að
mótmæla þessum aðferðum," sagði
hann. „Ég taldi nauðsynlegt að
koma í veg fyrir það, enda eru eng-
in rök fyrir þessari birtingu og oft
um að ræða viðkvæmar upplýsingar
um fjárhagsmálefni einstaklinga."
Björgvin kvaðst vera alfarið á
móti birtingu þessara upplýsinga
og mætti einu gilda hvort hún ætti
sér stað áður en menn hefðu haft
tækifæri til að kæra álagningu og
gera athugasemdir eða eftir það.
Starfshópur, sem skipaður var á
vegum fjármálaráðuneytisins fyrir
nokkrum árum, komst meðal ann-
ars að þeirri niðurstöðu að óæski-
legt væri að álagningarskrár væru
vettvangur mikillar fjölmiðlaum-
fjöllunar þar sem þær gætu haft að
geyma rangar upplýsingar og þar
af leiðandi verið villandi. Taldi hóp-
urinn eðlilegra að sú umfjöllun biði
útgáfu hinnar endanlegu og leið-
réttu skrár, eða skattskrárinnar.
„Ég er ekki sammála niður-
stöðum starfshópsins um að í lagi
sé að birta skattskrána eftir leið-
réttingu," sagði Björgvin. „Upplýs-
ingarnar eru ekkert veigaminni þá
en fyrir leiðréttingu og ég er alfarið
á móti birtingu þeirra.“
Ein röksemdin fyrir birtingu
álagningar hefur verið sú að þannig
sé almenningi gert kleift að kæra
skattgreiðendur, sem þeir teldu að
greiddu of lágan skatt.
Björgvin benti í þessu sambandi
á að Indriði H. Þorláksson ríkis-
skattstjóri hefði greint frá því í
Tíuncl, fréttabréfi sínu, að þeim til-
vikum færi ört fækkandi að ein-
staklingar væru að gera honum við-
vart um lágar skattgreiðslur
einstaklinga miðað við lífshætti.
Ógeðfelld hugsun að gera
almenning að uppljóstrurum
„Auk þess tel ég að hugsunin á
bak við þessa aðferð sé frekar ógeð-
felld,“ sagði hann. „Þarna er ríkis-
valdið að krefjast þess að menn hafi
auga með náunga sínum og komi
upp um hann. Þá hefur skattstjóri á
að skipa hæfu fólki til að fara yfir
þessar skrár til að vega og meta
hvort einstaklingar greiði of lága
skatta. Skattstjóri hefur einnig víð-
tækar heimildir til að rannsaka og
krefjast þess að fá allar þær upp-
lýsingar, sem hann biður um. Þetta
eftirlit á að vera í höndum stjórn-
valds, en ekki einstaklinganna
sjálfra. Persónufrelsi mitt verður
ekki skert með því að setja hags-
muni ríkis eða annarra ofar því.“
FORYSTUMENN Verkamanna-
sambands íslands, VMSÍ, saka
Flóabandalagið um að hafa innleitt
að nýju láglaunabætur með nýleg-
um kjarasamningi við Samtök at-
vinnulífsins. Pétur Sigurðsson, for-
seti Alþýðusambands Vestfjarða,
segir að með kjarasamningnum
hafi Flóabandalagið tekið upp fyr-
irbæri sem menn hafi verið sam-
mála á sínum tíma um að senda út
í ystu myrkur.
Láglaunabætur neyðarbrauð
„Nú hefur uppgötvast að samn-
ingur Flóabandalagsins er ekki all-
ur þar sem hann sýnist. Láglauna-
bætur hafa verið algjört neyð-
arbrauð í gerð kjarasamninga og
mér þykir skelfilegt til þess að
hugsa að hífa eigi upp laun fólks
sem ekki nær 91 þúsund króna
lágmarkslaunum með öllu saman-
lögðu; tímakaupi, yfirvinnu og
bónus. Þetta eru nú allar kjara-
bæturnar sem ætlast er til að fólk
samþykki,“ segir Pétur.
Hann nefnir að einkum bitni
þetta á fiskvinnslufólki og hann
hafi talið að það þyrfti meiri kjara-
bót en þetta.
ÓFÆRÐ og vonskuverður var víða
á Suðurlandi í gær og vegir víða
lokaðir vegna snjókomu og skaf-
rennings. Um morguninn var þegar
orðið ófært um Suðurlandsveg við
Vík í Mýrdal og austur á Skeiðar-
ársand, en hálka og skafrenningur
um Hellisheiði og Þrengsli. Eftir
hádegi var Hellisheiði síðan lokað
rétt fyrir klukkan þrjú, en þá hafði
veðrið versnað skyndilega og bílar
farnir að lenda í vandræðum í
Kömbunum.
Flutningabíll rann til í hálkunni
utan í hliðina á lögreglubíl frá Sel-
fossi sem skemmdist þó ekki mikið,
að sögn lögreglunnar. Nokkrir
fólksbílar urðu þó fyrir talsverðum
skemmdum eftir árekstra. Ekið var
bæði framan og aftan á einn fólks-
bíl og síðan keyrt aftan á annan bíl,
en mikill skafrenningur og hálka
var á leiðinni upp á Hellisheiði og
Aðalsteinn Baldursson, formað-
ur fiskvinnsludeildar Verkamanna-
sambandsins, sakar Flóabandalag-
ið um feluleik í þessu sambandi.
„Greiða verður því fólki sem ekki
hefur bónusa láglaunabætur til að
ná lágmarkinu sem svo mjög hefur
verið hampað," segir hann. „Þess-
ar bætur eiga að hífa fólk upp í 91
þúsund króna laun árið 2003. Geta
menn virkilega unað slíku í ljósi
alls góðærisins og methagnaðar
fyrirtækja og fjármálastofnana?“
Lágmarkslaun þau sem forystu-
menn VMSÍ vísa til eiga við um
byrjunarlaun 18 ára verkafólks í
fiskvinnslu, sem þróast úr 71.975
kr. á mánuði upp í 88.000 kr. undir
lok samningstímans árið 2000.
Aukinheldur benda þeir á fleiri
dæmi, sem eiga munu við árið
2003; 88.599 kr. sem byrjunarlaun
18 ára byggingarverkamanna,
88.000 kr. byrjunarlaun 18 ára
vaktmanna, almennra og í skipum
og við störf annars staðar. Þá
nefna þeir til sögunnar byrjunar-
laun 18 ára iðnverkafólks árið
2003; 88.375 kr. á mánuði.
Halldór Björnsson, formaður
Eflingar og talsmaður Flóabanda-
ákvað lögreglan á Selfossi því að
loka heiðinni. Þrengslin voru áfram
fær en þar var talsverð hálka og
skafrenningur.
Hjón festust í bíl sínum í snjó-
skafli 5 kílómetra vestan við Vík í
Mýrdal í fyrrinótt og sátu alla nótt-
ina í bílnum. Þau vildu ekki yfirgefa
bílinn er þeim var boðið það í tví-
gang um nóttina. Björgunarmenn
úr Víkverja fóru síðan á tíunda tím-
anum í gærmorgun og sóttu fólkið
úr bílnum. Þau biðu þess í Vík í
gær að fært yrði aftur að bílnum.
Veðrið í Vík tók að skána þegar
líða fór á daginn og á fimmta tím-
anum var farið að hlýna og rigna.
Þá var byrjað að ryðja götur í þorp-
inu og menn farnir að undirbúa að
moka þjóðveginn. Einn bílstjóri sat
þá ennþá fastur í póstbíl á Mýr-
dalssandi og beið þess að vegurinn
yrði ruddur.
lagsins í kjarasamningunum, segir
að um sé að ræða tölur sem vissu-
lega séu innifaldar í samningnum,
en séu annars hvergi notaðar,
nema til þess að reikna út bónusa
starfsmanna í fiskvinnslu.
„Það er ekki hægt að neita því
að þessar tölur sjást á fimm eða
sex stöðum í samningnum, en það
breytir ekki þeirri staðreynd að
lægstu launin fara úr 70 þúsund í
91 þúsund á samningstímanum og
hækka þannig um 30%,“ segir
Halldór.
Hann viðurkennir að Flóabanda-
lagið hafi verið óhresst með að
hafa þessar tölur inni í samningn-
um, en menn hafi metið það svo að
þessu mætti kyngja svo unnt væri
að ná öðru fram. „Auðvitað hefði
átt að kalla þessar tölur sínu rétta
nafni, þ.e. viðmiðunartölur til bón-
usútreiknings, enda efast ég stór-
lega um að þær eigi við um nokkra
starfsmenn.“
Halldór segir að þessi gagnrýni
Verkamannasambandsins sé
hreinn áróður. „Afar ósmekklegur
áróður og óþolandi afskiptasemi af
innri málum okkar,“ bætti hann
við.
vfiOcaomifiBai
THE TIMES ATLAS OF THE WORLD
Kortabókin frá Times hefur alltaf verið í sér-
flokki og þessi útgáfa af Times Atlas - í tilefni
aldamótanna - er í einu orði sagt stórkostleg
bók sem vísar þér veginn um atlar átfur heims.
W«tm*r's Encyctopedk fWlip'í Contíie
Ufiabrklgcd Dictlonary Wofld Atlai
Erlendar bækur
daglega
Ivniimdsson
Austurstræti 511 1130* Kringlunni 533 1130 • Hafnarfirði 555 0045
Forystumenn VMSI ásaka Flóabandalagið
Láglaunabætur inn-
leiddar á nýjan leik