Morgunblaðið - 24.03.2000, Page 10
10 FÖSTUDAGUR 24. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Frumvarp bíður
þar til niðurstaða
afgreiðslu er ljós
GEIR H. Haarde fjármálaráðherra
sagði á Alþingi í gær að ástæða
þess að ekki væri búið að mæla fyr-
ir frumvarpi um breytingar á tekju-
og eignarskatti, í samræmi við yfir-
lýsingu ríkisstjórnarinnar í tengsl-
um við kjarasamninga Flóabanda-
lags og Samtaka atvinnulífsins,
væri sú að enn væri ekki búið að
greiða atkvæði um samningana.
Ekki hefði verið talið eðlilegt að af-
greiða frumvarpið á Alþingi áður en
niðurstaða þeirrar atkvæðagreiðslu
lægi fyrir.
Jóhanna Sigurðardóttir, þing-
maður Samfylkingar, hafði kvatt
sér hljóðs um störf þingsins við
upphaf þingfundar í gærmorgun og
sagði að óvíst væri hvort skattleys-
ismörk myndu hækka um næstu
mánaðamót eins og að hefði verið
stefnt, þar sem ekki væri búið að
mæla fyrir frumvarpinu. Ljóst væri
að það kæmist ekki á dagskrá á
næstunni, enda nefndavika fram-
undan á Alþingi en þá eru engir
þingfundir. Pví væru engar líkur á
að fyrirtæki gætu greitt laun um
Nefndavika
fer í hönd
TVEIR varamenn tóku sæti á Al-
þingi í gær en í hönd fer nefndavika
á þinginu og kemur það næst sam-
an 3. april. Pétur Bjarnason kom
inn sem varamaður fyrir Guðjón A.
Kristjánsson, þingmann Frjáls-
lynda flokksins, og Katrín And-
résdóttir fyrir Margréti Frímanns-
dóttur, þingmann Samfylkingar.
Pétur hefur áður sest á Alþingi en
Katrín er nýliði og undirritaði hún
drengskaparheit að stjórnarskrá
við upphaf þingfundar í gær.
ALÞINGI
mánaðamót í samræmi við breytt
skattalög. Leitaði hún eftir skýr-
ingum frá fjármálaráðherra á því
hvernig á þessu stæði.
Fjármálaráðherra sagði það
álitamál hafa komið upp hvort rétt
væri að lögfesta frumvarpið, í ljósi
þess að niðurstaða atkvæðagreiðslu
Flóabandalagsins yrði ekki ljós fyr-
ir 1. apríl. „Það er ekki eðlilegt að
gera það með þeim hætti,“ sagði
hann. „Lögfestingin bíður því nið-
urstöðu atkvæðagreiðslu félags-
manna Flóabandalagsins, sem sagt
þess að það liggi fyrir hvort kjara-
samningarnir verði á þeim nótum
sem þar er lagt upp með, og sem er
auðvitað forsenda þessa frum-
varps.“
Geir sagði jafnframt að margir
launamenn í Flóabandalaginu
fengju laun sín greidd eftir á, þ.e. 1.
maí fyrir vinnu í apríl, og því kæmi
persónuafsláttur ekki fram fyrr en
þá. Gagnvart þeim væri þetta þess
vegna ekki vandamál. Mál þeirra
sem fá laun sín greidd fyrirfram
yrðu afgreidd sérstaklega 1. maí,
þ.e. eftir á, og því væri ekki um nein
vandamál að ræða hvað þetta varð-
aði. Kvaðst Geir hafa gert formanni
Eflingar grein fyrir þessari máls-
meðferð og hann hefði engar at-
hugasemdir gert við hana.
Utanríkisráðherra mælir fyrir lagafrumvarpi
um stofnun hlutafélags um Flugstöðina
Ríkissjóður myndi losna
úr 8 milljarða ábyrgðum
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra mælti í gær fyrir frumvarpi
til laga um stofnun hlutafélags um
Flugstöð Leifs Eiríkssonar sem gerir
ráð fyrir því að stofnað verði hlutafé-
lag í eigu ríkisins sem taki við rekstri
Flugstöðvarinnar, rekstui- Fríhafn-
arinnar verði sameinaður starfsemi
Flugstöðvarinnar og hlutafélagið yf-
irtaki eignir og skuldir stofnananna.
I framsöguræðu ráðhen-a kom
m.a. fram að í lok árs hefði Flugstöðin
í fyrsta sinn getað staðið í skilum með
vexti og afborganir á lánum en hún
var byggð á árunum 1983-1987, og
höfðu langtímaskuldir vegna bygg-
ingarkostnaðar verið komnar í 4,1
milljarð króna árið 1995 en voru 2,4
milljarðar árið 1988. Því hefði verið
gripið til þess ráðs að endurskipu-
leggja reksturinn árið 1997.
Halldór sagði þá stöðu nú komna
upp að nauðsynlegt væri að stækka
Flugstöðina enda hefði orðið mikil
aukning í flugumferð. Ljóst væri hins
vegar að með óbreyttu rekstrarfyrír-
komulagi hefði Flugstöðin ekki bol-
magn til að greiða niður viðbótar-
fjárskuldbindingar vegna stækkunar
og þörf væri breytinga.
„Með þessu frumvarpi er stefnt að
því að skapa forsendur fyrir því að
tekjur Flugstöðvarinnar geti staðið
undir fjárfestingarkostnaði, rekstri
og afborgunum áhvílandi lána,“ sagði
Halldór. „Starfsemi Fríhafnar mun
verða sameinuð rekstri Flugstöðvar-
innar og lagður grunnur að frekari
telq'uaukningu af verslunarrekstri í
stöðinni. Flugstöðin mun yfirtaka
þær skuldir sem rekja má til bygg-
ingar stöðvarinnar, sem og ný lán
vegna stækkunar. Þannig mun ríkis-
sjóður losna úr ábyrgðum sem munu
nema nálega 8 milljörðum króna á
næsta ári.“
Sagði Halldór ennfremur að þrátt
fyrir áætlaðan tekjuauka og samein-
ingu Flugstöðvar og Fríhafnar væri
gert ráð fyrir að hið nýja fyrirtæki
greiddi 1.355 milljónir í ríkissjóð í
formi skatta og arðgreiðslna á næstu
fimm árum. Nettótekjur ríkissjóðs af
verslunarrekstri í Flugstöðinni
myndu því einungis dragast saman
um 140 milljónir króna á ári að meðal-
tali næstu fimm ár.
Halldór sagði að hingað til hefði
það verið verkefni embættismanna í
utanríkisráðuneytinu að finna rekstr-
arforsendur fyrir F’lugstöðina. Nú
yrði hún hins vegar gerð að hlutafé-
lagi með sérstakri stjórn sem byði
upp á tækifæri og sveigjanleika í
rekstri. Jafnframt yrðu hagsmunir
starfsmanna tryggðir og sagði Hall-
dór að í tengslum við breytingar á
rekstrarformi og stækkun Flug-
stöðvarinnar væri gert ráð fyrir að
mikill fjöldi nýrra starfa skapaðist,
sennilega á milli 100 til 150 störf.
Fyrsta skref í átt að
einkavæðingu?
Sighvatur Björgvinsson, þingmað-
ur Samfylkingar, sagði alvarleg mis-
tök hafa verið gerð við byggingu
Flugstöðvarinnar 1983-1987, mistök
sem líklega mætti rekja til pólitískra
hagsmuna eins stjómmálaflokks í
kjördæminu. Framkvæmd verksins
hefði verið í algeru skötulíki, fyrst
hefði verið byggt og síðan teiknað.
Þann vanda sem nú steðjaði að mætti
rekja til þess hvernig þessum undir-
búningi hefði verið háttað og taldi
Sighvatur því eðlilegt að þegar frek-
ari framkvæmdir stæðu fyrir dyrum
spyrðu menn um það hvemig mein-
ingin væri að standa að málum. Sagði
hann Samfylkinguna á hinn bóginn
telja að fyrirhugaðar skipulagsbreyt-
ingar ætti að skoða með jákvæðum
huga. Kom þó fram í máli Sigríðar Jó- |
hannesdóttur síðar við umræðuna að
hún saknaði haldbærari raka fyrir
þessum gjömingi.
Ögmundur Jónasson, þingmaðui'
Vinstrihreyfingarinnar - græns
framboðs, hélt því fram að með breyt-
ingunni væri stefnt að einkavæðingu
Flugstöðvarinnar „með manni og
mús“, eins og hann komst að orði. Ut- |
anríkisráðherra hefði að vísu sagt að §
hlutafélagið yrði í eigu ríkisins en |
hann hefði hins vegar ekki útilokað |
sölu síðar. Taldi Ögmundur þennan
heiðarleika Halldórs í öllu falli virð-
ingarverðan, sagði að samgönguráð-
hema Sjálfstæðisflokksins hefði á
sínum tíma neitað því að selja ætti
Islandssíma, þótt öllum hefði mátt
vera Ijóst að það var markmiðið með
hlutafélagavæðingunni.
Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálf-
stæðisflokks, sagðist ekki telja að
frumvarpið gengi nógu langt. Hann
styddi það hins vegar þar sem það
væri skref í rétta átt og vonaði hann
að ekki liði á löngu þar til ríkið ákvæði
að selja Flugstöðina. Einar K. Guð-
finnsson, sem sæti á í utanríkismála-
nefnd fyrir hönd Sjálfstæðisflokks-
ins, vildi ekki ganga jafn langt og
flokksbróðir hans en taldi eðlilegt að
huga að því viðskiptaumhverfi Flug-
stöðvarinnar væri sem heppilegast.
Nokkrir þingmenn lýstu við um-
ræðuna í gær áhyggjum sínum vegna |
stöðu starfsmanna Flugstöðvarinnai' 1
við þær formbreytingar sem stefnt
væri að en Halldór Ásgrímsson utan-
ríkisráðherra ítrekaði í seinni ræðu
sinni að þeirra réttur yrði tryggður.
Sagði hann aðalatriðið það að Flug-
stöðin væri í sókn, verið væri að ná
utan um fjármálin og formbreyting
gæfi ný sóknarfæri við reksturinn.
Ný bók Einars Benediktssonar sendiherra um fsland og Evrópuþróunina 1950-2000
Úr fjötrum hafta til
„fjórfrelsis“ nútímans
ÍSLAND og Evrópuþróunin 1950-
2000 er ný bók eftir Einar Bene-
diktsson sendihen-a. Útkomu hennar
var fagnað með móttöku í húsakynn-
um Verzlunarráðs íslands í Húsi
verzlunarinnar síðdegis í gær.
Um er að ræða fyrstu heildstæðu
frásögnina af þátttöku íslands í við-
skipta- og efnahagssamvinnunni í
Evrópu frá stríðslokum fram til
dagsins í dag. Útgefandi er bókafor-
lagið Fjölsýn, en að sögn Einars naut
hann við frágang bókarinnar ráð-
gjafar þeirra Gylfa Þ. Gíslasonar, fv.
ráðherra, Þórhalls Ásgeirssonar, fv.
ráðuneytisstjóra, og Jónasar H. Har-
alz; fv. bankastjóra.
I bókinni setur Einar meðal ann-
ars útfærslur fiskveiðilögsögunnar
1952,1958, 1972 og 1976 í samhengi
við viðleitni íslendinga til að tryggja
frjálsan markaðsaðgang fyrir ís-
lenzkar útflutningsafurðir.
í samtali við Morgunblaðið segir
Einar að ísland hafi á fyrstu áratug-
unum eftir lýðveldisstofnunina verið
í erfiðri sérstöðu, bæði vegna land-
helgismálsins og fyrirkomulags hag-
stjómarmála hér á landi.
„Við vorum í miklu erfiðari sér-
stöðu en nokkurt annað Evrópuland
út af þessu sérstaka máli [landhelgis-
málinu]; við þurftum að gera það sem
varð mesta forgangsmál utanríkis-
stefnu hins nýstofnaða íslenzka lýð-
veldis árið 1944 - að sjá til þess að
þessi mikli erlendi togarafloti eyði-
legði ekki lífsafkomu þjóðarinnar,"
segir Einar. Það hafi ekki verið um
neitt að ræða, íslendingar hafi orðið
að ná yfirráðum yfir fiskimiðunum.
Þeir hafi jafnframt alltaf þurft að
reyna að tryggja frjáls utanríkisvið-
skipti. Þessi tvö markmið fari ekki
saman og hafi því gert sérstöðu okk-
ar erfiða.
„Það er annað atriði sem menn af
minni kynslóð verða að leggja
áherzlu á,“ segir Einar; „íslenzkt
þjóðfélag, eins og það var þegar þessi
samvinna fór af stað, var algjörlega
vanbúið til að taka þátt í samvinn-
unni. Hér ríkti haftakerfi sem var al-
veg einstakt meðal Vestur-Evrópu-
þjóða og var hér við lýði frá því í
kreppunni og fram til um 1960. Þetta
haftahagkerfi gat ekki fallið að við-
skiptasamstarfinu heldur.“ Einar
segir að meðal stjómmálamanna hér
og vafalaust meðal almennings í
landinu hafi sú skoðun verið viðtekin,
að við gætum ekki tekið þátt í þessu
milliríkjasamstarfi vegna þess að
„við værum á einhvern hátt svo sér-
stakt þjóðfélag að það hentaði okkur
ekki að opna hagkerfið".
Því hafi farið saman annars vegar
hinir hörðu hagsmunaárekstrar við
grannríki okkar vegna fiskveiðilög-
sögunnar og hins vegar haftastefnan
við hagstjómina „og þessi mikla van-
trú“ á að virk þátttaka í alþjóðlegri
viðskiptasamvinnu hentaði íslenzk-
um þjóðarhagsmunum.
í lok bókarinnar bendir Einar á þá
gerbreytingu sem orðið hefur á ís-
lenzku þjóðfélagi á því tímabili sem
bókin nær til. „Við lok aldarinnar er-
um við virkir þátttakendur í hinu al-
þjóðlega hagkerfi. Breytingin frá því
sem var í upphafi, hálfri öld fyrr, er
algjör." Úr því þröngt sniðna kerfi
hafta og vantrúar á ávinninginn af
þátttöku í alþjóðlegu viðskiptasam-
starfi sé risið þjóðfélag með mjög
opnu hagkerfi og vel menntuðu og at-
orkusömu fólki, sem horfi fullt
bjartsýni fram á veginn í hinu al-
þjóðavædda samkeppnisumhverfi
nútímans.
Gerbreyting á þjóðfélaginu
í lokaorðum bókarinnar, undir yf-
irskriftinni „Á árþúsundamótum",
skrifar Einar:
„Það verður fyrst til umhugsunar
hversu feikileg breyting hefur orðið
á íslensku þjóðfélagi og öllu umhverfi
þess á þeirri hálfu öld, sem hér hefur
verið til umfjöllunar. Á síðasta ára-
tug 20. aldarinnar virðast breyting-
amar hafa gengið yfir með enn meiri
hraða en áður og er ekki að efa að
framkvæmd fjórfrelsis EES-samn-
ingsins á sinn þátt í því. Stefna
stjómvalda á undanförnum árum
hefur verið að létta sem mest af
hömlum og höftum til athafna á efna-
hagssviðinu og sá var einmitt til-
gangurinn með stofnun Evrópska
efnahagssvæðisins. Þegar um leið
opnaðist til fullnustu aðgangurinn að
stærsta markaði heims, gat það varla
orðið til annars en jákvæðra áhrifa
hjá framtakssamri og vel menntaðri
þjóð.“
Það eru fleiri mikilvæg atriði í
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bókarhöfundur, Einar Benediktsson sendiherra og Þór Sigfússon, full-
trúi bókaforlagsins Fjölsýnar, er útgáfu bókarinnar var fagnað í Húsi
verzlunarinnar í gær.
þessu sambandi sem Einar vekur at-
hygli á. „Við sjáum núna, en áttum
erfiðara með að átta okkur á því áður
fyrr, að Evrópumálin eru í stöðugri
þróun - Evrópusambandið er alltaf
að ;,dýpka og víkka“,“ segir hann.
I lokakafla bókarinnar segir: „Það
vakna að sjálfsögðu hinar margvís-
legustu spurningar þegar litið er til
EES/EFTA og ESB, og sem eðli
málsins samkvæmt hljóta að vera til
umhugsunar. Hver og einn hefur þar
sína skoðun en mér virðist að slíkar
vangaveltur gætu verið eitthvað sem
hér segir:
1. Er kyrrstaða í Evrópuþróuninni
eða hið gagnstæða? Svarið við þeirri
spurningu, sem alveg ótvírætt, er að
samrunaferlinu er að sjálfsögðu ekki
lokið. Það hefur verið mikill misskiln-
ingur okkar og reyndar Norðmanna,
að halda að á sérhverju stigi sé að
lokum komið. Þannig hefur verið litið
á EFTA-aðildina og EES-samning-
inn. Hvort tveggja eru áfangar og
ekki annað og kalla á aðlögun að nýj-
um aðstæðum. Sé svo vakna spurn-
ingar um það hver staðan geti verið
við ýmsar forsendur, t.d.:
Hver er staðan ef ísland yrði eitt
síns liðs í EFTA/EES?
b. Er áhugavert fyrir ísland sem
meiri háttar framleiðanda innan
bandalagsins að hafa áhrif á hugsan-
lega þróun sjávarútvegsstefnu ESB?
c. Hver verður afstaðan gagnvart
evrunni?"
Einar tekur engu að síður fram, að
bókin sé ekki ætluð sem „leiðarvísir"
um hvaða stefnu væri affarasælast
fyrir ísland að taka í Evrópumálun-
um á næstu árum.
„Ég er ekki að skrifa hvað á að
gera. Þetta er ekki bók um það. Les-
endum er eftirlátið að draga sínar
ályktanir,“ segir Einar að lokum.