Morgunblaðið - 24.03.2000, Síða 14
14 FÖSTUDAGUR 24. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Málþing um mikilvægi vatnsauðlinda á alþjóðadegi vatnsins
Morgunblaðið/Sverrir Frá málþingi JC Reykjavíkur um vatn, sem haldið var við Gvendar-
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri setti málþing um vatnsauð- brunna í fyrrdag. Lengst til hægri á myndinni er fundarstjórinn Gunnar
lindir á alþjóðlegum degi vatnsins í fyrradag. Jónatansson, landsforseti JC íslands.
V atnið mikil vægasta
auðlind Islendinga
VATN er mikilvægasta auðlind ís-
lendinga sem þeir njóta í ríkari
mæli en aðrar þjóðir og gefur
margvíslega nýsköpunarmöguleika
í framtíðinni. Þetta er niðurstaða
málþings, Tært vatn ~ auður kom-
andi kynslóða, sem JC Reykjavík
stóð fyrir við Gvendarbrunna á al-
þjóðlegum degi vatnsins í fyrra-
dag.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri setti málþingið og
minnti á mikilvægi Gvendarbrunna
sem vatnsuppsprettu höfuðborgar-
svæðisins, því neysluvatnið væri
mikilvægustu matvæli borgarbúa
og forsenda uppbyggingar í at-
vinnulífinu.
Þorsteinn G. Jónsson, forstöðu-
maður alþjóðasviðs JC Reykjavík-
ur, fjallaði um verkefni JC hreyf-
ingarinnar, Vekjum heiminn til
vitundar um vatn, sem JC félagar í
Hollandi fóru af stað með fyrir 3
árum. Markmið þess er að vekja
almennig til umhugsunar um vatn-
ið sem takmarkaða auðlind, en
ferskvatn nemur aðeins um 2,5%
af öllu vatni á jörðinni. Hann sagði
fólk almennt líta á aðgang að vatni
of mikið sem sjálfsagðan hlut, en
bæri skylda til að velta því fyrir
sér hvert ástand vatns væri í
heiminum í dag.
„Þetta á við um alla en sérstak-
lega Islendinga þar sem vatnsauð-
lindir okkar eru gífurlegar, eða
rúmlega 600.000 rúmmetrar á
hvern íbúa á ári, samanborið við
td. 43 rúmmetra á hvern Egypta.
Vatnsauðlindum er mjög misskipt
á milli landa og þess vegna munu
vatnsauðlindir Islendinga verða
ennþá verðmætari í framtíðinni."
Útflutningur vatns gæti orðið
stærsta iðngrein fslendinga
Þórir Kjartansson, fram-
kvæmdastjóri Þórsbrunns hf.,
flutti erindi um möguleika Islend-
inga á útflutningi vatns, sem hann
telur að séu talsvert miklir sé rétt
að málum staðið. Hann sagði Is-
lendinga hafa aðgang að einum
hreinustu vatnsuppsprettum í
heiminum og að ýmsir þættir
stuðluðu að því að halda íslenska
vatninu í hærri gæðaflokki en vatn
í öðrum iðnaðarlöndum.
Að sögn Þóris vex neysla á
átöppuðu vatni á erlendum mörk-
uðum um 30-200% á hverju ári.
Aukin vatnsmengun og aukin
áhersla fólks á heilsusamlegra líf-
erni eykur neyslu vatns á kostnað
gosdrykkja, en spáð hefur verið að
árið 2010 verði gosdrykkjamarkað-
urinn í heiminum álíka stór og
markaður fyrir átappað vatn.
„Markaðshlutdeild okkar á er-
lendum mörkuðum er í dag sáralít-
il og nánst ekki mælanleg. Vöxtur
markaðarins er hins vegar gríðar-
legur og í raun þurfum við ekki að
ná nema 1% af vexti hans á hverju
ári til að vatnsútflutningur gæti
orðið eins stærsta iðngrein fslend-
inga eftir 10 ár,“ sagði Þórir.
Til þess að ná því fram þarf, að
sögn Þóris, öflugt markaðsstarf,
þar sem uppruni vatnsins og
ímynd íslands er notuð til kynn-
ingar og sölu á íslensku vatni sem
hágæða vatni í dýrasta verðflokki.
Fyrsta vetnissamfélag
heimsins árið 2040
Jón Björn Skúlason, fram-
kvæmdastjóri íslenskrar NýOrku,
flutti erindi um möguleikana og
ávinning íslendinga af því að koma
hér á vetnissamfélagi, sem hann
sagði vera langtímaverkefni sem
skilað gæti verulegum ávinningi.
Ávinningurinn fælist meðal annars
í því að auka sjálfstæði í orkumál-
um og að íslendingar gætu orðið
að miklu leyti óháðir innflutningi á
orku. Það myndi þýða minnkandi
viðskiptahalla, en í dag er 10 millj-
örðum króna eytt í innflutning
eldsneytis fyrir bfla og skip. Þá
gæti þekking og reynsla af vetnis-
samfélagi orðið útflutningsvara.
Gæði vatnsins eru afar mikilvæg
í vetnisframleiðslu og þar standa
íslendingar vel að vígi með sitt lítt
mengaða vatn. Jón Björn sagði
mikinn kostnað fylgja því að taka
fyrstu skrefin í átt að því að koma
hér á vetnissamfélagi, en telur
jafnframt mikilvægt að þau skref
verði tekin og að stefnuyfirlýsing
ríkisstjórnarinnar hafi vakið veru-
lega athygli erlendis. Það væri þó
flókið langtímaferli að umbreyta
Islandi yfir í fyrsta vetnissamfélag
heims, sem gera mætti ráð fyrir að
gæti verið lokið á árunum 2030-
2040.
Fjáröflun
lögreglu-
kórsins í for-
varnaskyni
LÖGREGLUKÓR Reykjavíkur er
65 ára um þessar mundir. Kórinn er
á leið í söngferðalag til Tallin í
Eistlandi, Helsinki og Stokkhólms í
lok maí, að því er fram kemur í
fréttatilkynningu frá kórnum.
í tilkynningunni segir enn frem-
ur að í Stokkhólmi verði haldið
kóramót lögreglukóra Norðurland-
anna en slík mót eru haldin á fjög-
urra ára fresti. Kórinn samanstend-
ur af 28 söngfélögum og var ákveðið
að hann færi út í fjáröflun sem skil-
aði sér til fólksins í leiðinni. I kórn-
um eru lögreglumenn sem margir
hverjir hafa starfað um áratuga-
skeið í lögreglunni og er ætlunin að
nýta þá reynslu með því að gefa út
forvarnarblaðið Fyrirmyndarfyrir-
tæki 2000 - forvarnir í þína þágu.
Verkefnið verður unnið í sam-
starfi við fyrirtæki og stofnanir í
landinu. Ætlunin er að fyrirtæki
skili greinum um forvarnir sínar og
einnig er möguleiki á að viðkomandi
fyrirtæki hljóti aðstoð lögreglunnar
við að velja efni. Vonast lögreglu-
kórinn til þess að útkoman verði
blað sem nýta megi sem uppflettirit
um forvarnir, auk þess sem þar
komi fram hagnýtar upplýsingar
um hvernig bregðast skuli við hin-
um ýmsu aðstæðum sem geta kom-
ið upp í lífi fólks.
------*_*.-♦---
Atvinnumiðstöðin
við Hringbraut
Yfír 500
námsmenn
áskrá
YFIR 500 námsmenn hafa skráð sig
hjá atvinnumiðstöðinni í leit að sum-
arstarfi þrátt fyrir að marsmánuður
sé ekki liðinn. Á sama tíma hafa bor-
ist óskir frá atvinnurekendum um 17
sumarstarfsmenn. I fréttatilkynn-
ingu frá atvinnumiðstöðinni segir að
fjöldi námsmanna á skrá gefi til
kynna að námsmenn vilji tryggja sér
sumarstarf snemma.
„Síðustu ár hafa atvinnurekendur
oft ekki farið af stað í leit að sumar-
starfsfólki fyrr en í maí og júní en á
þeim tíma hafa flestir námsmenn
hins vegar útvegað sér starf,“ segir í
tilkynningunni og jafnframt bent á
að flestir ljúki prófum í kringum
miðjan maí og óski eftir starfi frá og
með þeim tíma.
Erfíður vetur á skíðasvæðum suðvestanlands
Þurfum nokkra góða
daga til að fá aðsókn
„ÞETTA hefur verið mjög erfitt í
vetur og þó að einn dagur komi inn
á milli er það ekki nóg til að undir-
búa fólk neitt að ráði til að sækja
skíðin," sagði Þorsteinn Hjaltason,
fólkvangsvörður í Bláfjöllum, er
hann var spurður um aðsókn og
rekstur í vetur.
Þorsteinn sagði að nauðsynlegt
væri að fá nokkra daga í röð tfl að
skíðamenn tækju að sækja al-
mennilega og ná upp stemmningu.
„Hér var gott á þriðjudag en það er
ekki nóg til að ná upp þessari
stemmningu og aðsókn, við þurfum
nokkra daga til þess. Þetta hefur
verið með afbrigðum erfiður vetur
og það eru orðin mörg ár síðan við
höfum mátt þola eitthvað svipað,"
segir Þorsteinn og kveðst þar eiga
við skíðalöndin í Bláfjöllum, Skála-
felli og á Hengilssvæðinu. Hann
sagði orsökina vera umhleyping-
ana síðustu vikur. „Það er svo
vindasamt og vindurinn er okkur
alltaf erfiðastur. Það skefur úr
þessari átt í dag og þá undirbúum
við lyfturnar og ýtum undan þeim
og síðan er fokið í allt næsta dag og
við erum aftur á byrjunarreit."
Ná ekki settum
markmiðum héðan af
Aðsókn í skíðalöndin hefur því
verið með dræmasta móti. Álls
starfa um 30 manns á skíðasvæð-
unum þremur frá janúar og út apríl
og Þorsteinn segir úthaldið dýrt.
„Við erum ekki bara að strauja
brekkumar heldur ýta frá öllum
húsum, vegi, og þar er gífulega
mikil vinna og kostnaðarliðir verða
miklir við þessar aðstæður þótt
ekki sé hægt að hafa mikið opið.“
Þorsteinn sagði tekjumar hafa
verið í lágmarki en ekki treysti
hann sér til að nefna tölur í bili.
Ljóst væri að þótt vonast mætti
eftir góðri aðsókn kringum páska
myndi það ekki duga til að bæta
upp lélega aðsókn að undanförnu.
„En við erum alltaf bjartsýn hér og
það heldur okkur á lofti. Við emm
á því að framundan séu góðir dagar
og þá kemur eitthvað tilbaka eftir
allt erfiðið og streðið. Um aðra
helgi er skíðalandsmót í Skálafelli
og í framhaldi af því fáum við
stemmningu og gott veður fram yf-
ir páska. Það gæti rétt þetta dálítið
við hjá okkur þótt við náum ekki
settu marki um aðsókn," sagði Þor-
steinn Hjaltason að lokum.
^ Morgunblaðið/RAX
A netaveiðum
í Faxaflóa
NETABÁTURINN Grunnvíkingur
RE kom með um 1.200 kg af þorski
á Faxamarkað í Reykjavík á mið-
vikudag eftir um sex tíma rúður á
Faxaflóa út af Kjalarnesi. „Vegna
dtíðar hefur þetta verið frekar ró-
legt en venjulega gerum við út frá
Sandgerði á þessum tíma,“ sagði
Gunnar Örn Hauksson skipsljóri. Á
myndinni er Guðni Hauksson, sem
er með honum á 11 tonna bátnum,
að draga netin.