Morgunblaðið - 24.03.2000, Síða 16

Morgunblaðið - 24.03.2000, Síða 16
16 FÖSTUDAGUR 24. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Nemendur allra bekkja Mýrarhúsaskóla senda gamalt skóladót til barnaskóla í Malaví Skemmtilegt að vita að þau eiga eftir að læra með þessu Seltjarnarnes Stefán Bjarnason, Sunna María Helgadóttir og Hjörleifur Guðjónsson raeð hluta af dótinu sem þau ætla að gefa. NEMENDUR allra bekkja í Mýrarhúsaskóla eru í óða önn að safna saman öllu gömlu skóladóti sem þeim tekst að komast yfir og ætla eftir nokkra daga að senda það til barnaskóla í Malaví þar sem „krakkamir eiga ekkert skóladót," eins og nemend- umir í 3-b orða það. Krakkamir em búnir að læra um Malaví í skóianum undanfamar vikur og vita orðið heilmikið. Þeir vita að krakkarnir í skólanum sem fær sendinguna munu ömgg- lega hafa mikið gagn af henni því þeir eiga lítið sem ekkert skóladót sjálfir og skólinn þeirra er næstum því tómur. Krakkarnir em búnir að fara í gegnum skápa og skúffur heima hjá sér og tína til gamlar stílabækur, blý- anta, yddara, strokleður, liti, pennaveski, skólatöskur og fleira sem þeir em hættir að nota. Rúna Gísladóttir, kenn- ari 3-b, er búin að segja nem- endum sínum að þetta sé leið fyrir þau til að hjálpa krökk- unum í Malaví við að ganga betur í skólanum. Krakkamir segja að þeim finnist gott og gaman að gefa öðmm og em margir þeirra búnir að leggja þó nokkra vinnu í að Ieita að gömlu dóti og gera það not- hæft. Þeir em til dæmis búnir að hefta saman renninga og blöð og búa til litlar skrif- og teikniblokkir, ydda blýanta og tréliti svo hægt sé að skrifa með þeim og laga pennaveski og töskur. í stofunum eru kassar sem börnin fylla af skóladóti Krökkunum í 3-b fannst sumum gaman að fara í gegn- um gamla dótið sitt, öðmm fannst ekkert sérstaklega gaman að taka til, en allir em þeir mjög ánægðir með það sem safnast hefur og verða afar glaðir þegar þeir hugsa til þess að krakkarnir sem fá þetta verði ánægðir. Þeir segja að seinna geti þeir svo kannski safnað einhveiju öðm og sent til Malaví, til dæmis fötum sem þeir em hættir að nota, eða Ieikföng- um sem þeir em orðnir of stórir til að leika sér með. „Þetta var bara hugmynd sem kom upp og hefur gengið Ijómandi vel,“ segir Margrét Sigurgeirsdóttir kennari og umsjónarmaður verkefnisins. „ Við vissum af skóla sem Þró- unarsam vinnustofnun er að byggja upp í Malaví og viss- um að það væri gámur á leið- inni þangað og i' honum væri nóg pláss og ákváðum því að reyna að fá krakkana til að safiia gömlu skóladóti og _ senda það með gámnum. í hverri skólastofu em kassar sem krakkamir íylla af dóti.“ Öðlast skilning á kjörum annarra Margrét segir að krakk- amir hafi sýnt verkefninu gríðarlegan áhuga og að þeir séu mjög duglegir að safha. „Tilgangurinn er að leyfa öðrum að nýta skóladót sem þau era hætt að nota. Einnig er markmiðið að fá þau til að spá aðeins í lífíð og tilvemna í kringum sig og reyna að þroska með þeim skilning á kjöruin annarra." Margrét segir að sumir kennarar nýti sér verkefhi þetta mikið í kennslunni. Þeir tengi það við ýmsar náms- greinar, til dæmis landafræði og ensku, ásamt því að þeir noti tækifærið til að vekja umræðu um stöðu fólks í öðr- um löndum. Nemendumir hafa allir fengið smárit sem Þróunar- samvinnustofnun íslands gaf út um Malaví, þar sem sagt er frá landi og þjóð og því sem íslendingar em að gera þar, og hefur hann verið notaður sem kennsluefni. Margrét segir að einnig sé von á heim- ildarmynd sem Sjónvarpið tók í Malavi í fyrra og hana muni krakkarnir fá að sjá bráðlega. „Þar er einmitt farið f heimsókn í skólann sem fær sendinguna og það er að sjálf- sögðu mjög gaman fyrir þau að sjá hvert dótið er að fara.“ A heimasíðu Mýrarhúsa- skóla, myrarhusaskoli.is- mennt.is, er búið að setja fróðlegar og aðgengilegar upplýsingar um Malaví sem nemendur geta skoðað og þar er einnig tengill við vefsíðu Morgunblaðið/Ásdís Erna Hinrkisdóttir heldur á bláu boxi með litum sem hún fann inni í skáp og ætlar að senda til Malaví. Hjá henni standa Einar Ingi Jóhannsson og Helgi Páll Melsted. Ingólfur Arason, Sólrún Guðjónsdóttir, Þómnn Guðjóns- dóttir, Einar Helgi Jóhannsson og Hjörleifur Guðjónsson. Sólrún Guðjónsdóttir, Sunna María Helgadóttir, Sara Marta Barichon og Ingólfúr Arason. með landafræðileik sem Mar- grét segir að sé mjög vinsæll hjá nemendum efri bekkja. Á heimasi'ðunni em einnig nán- ari upplýsingar um verkefnið sem foreldrar og aðrir áhugasamir geta kynnt sér. Margrét segir að það yrði gaman fyrir krakkana ef þeir fengju einhver viðbrögð við sendingunni. „Það væri gaman ef þau fengju að vita að þetta hefði komist á staðinn og komið að notum,“ segir Margrét. Gaman að gefa þeim sem þurfa á því að halda Krakkamir / 3-b segja ein- um rómi að þetta verkefni hafi verið alveg ótrúlega skemmtilegt, það hafi verið gaman að læra um annað land og heyra um krakka þar og segja þeir að það hafi ver- ið alveg óskaplega gaman að fá að gefa þeim, sem þurfa á því að halda, dótið sitt. Ema Hinriksdóttir, einn nemenda 3-b, segist hafa far- ið í skápinn sinn heima og þar hafi hún fundið tvö blá box með litum sem hún vildi endi- lega senda til krakkanna í' Malaví. „Það sem er skemmilegast er að vita að krakkamir eiga eftir að Iæra með þessu,“ seg- ir Ema. Annmarki á vinnubrögðum slökkviliðsstjóra kemur í veg fyrir lokun húss þar sem er almannahætta Hafnarfjördur Ráðuneytið gefur Byrginu frest Umhverfisráðuneytið hefur kveðið upp þann úrskurð að vegna annmarka á meðferð mála Byrgisins í Hafnarfirði hjá slökkviliðsstjóranum í Hafnarfirði beri að hnekkja þeirri ákvörðun sýslumanns- ins í Hafnarfirði að loka hús- næðinu, eins og ráðgert hafði verið, þótt ráðuneytið telji að þar sé um almannahættu að ræða með tilliti til ástands brunavama. Ráðuneytið ger- ir slökkviliðssstjóra að leggja fyrir Byrgið framkvæmda- áætlun um heildarúrbætur á húsnæðinu. Byrgið, kristilegt líknarfé- lag, hefur frá 1997 rekið áfangaheimili við Vesturgötu 18-24 í Hafnarfirði og búa þar 19 manns, auk þess sem samkomur eru haldnar í hús- inu. Afskipti byggingaryfir- valda af rekstrinum hófust snemma árs 1998 en ástand brunavamarmála var talið ófullnægjandi. Slökkviliðs- stjóri bæjarins óskaði eftir í mars 1999 að sýslumaður lok- aði húsnæðinu þar til úrbæt- ur hefðu verið gerðar en lög- maður Byrgisins óskaði eftir því í bréfi til slökkviliðsstjóra að veittar yrðu upplýsingar um hvaða notkun hússins eða annmarka væri brýnast að lagfæra með tilliti til al- mannahættu þannig að bætt yrði úr innan frests ef unnt væri. Lögreglustjóri frestaði aðgerðum á meðan reynt var að ná samkomulagi. í nóvem- ber sl. ítrekaði bæjarráð Hafnarfjarðar beiðni um að húsið yrði rýmt vegna al- mannahættu m.t.t. bruna- varna. Við skýrslutöku hjá lögreglu í desember sl. kom fram að forsvarsmenn Byrg- isins höfðu engin svör fengið frá slökkviliðsstjóra við fyrr- greindu bréfi. Lögmaður Byrgisins kærði til ráðuneyt- isins þá ákvörðun sýslu- manns að loka húsnæðinu og frestaði lögreglan aðgerðum meðan kæran var í meðferð. Lögboðin leiðbeiningarskylda Urskurður ráðuneytisins var kveðinn upp hinn 17. mars. I niðurstöðum er m.a. vísað til úttektar Brunamálastofn- unar og sagt að ekki sé ágreiningur um að um al- mannahættu sé að ræða í um- ræddri húseign. Síðan segir að ekki verði séð af gögnum málsins að Byrgið hafi fengið svör frá slökkviliðsstjóranum í Hafnarfirði um þær úrbæt- ur sem Byrginu bæri að gera á húsnæðinu með tilliti til al- mannahættu þrátt fyrir beiðni um slíkt. Ráðuneytið telur að slökkviliðsstjórinn hafi ekki sinnt lögboðinni leiðbeiningarskyldu sinni gagnvart Byrginu samkvæmt stjórnsýslulögum en líta yerði til þess að Byrgið hafi óskað sérstaklega eftir upp- lýsingum um hvaða úrbætur bæri að framkvæma á hús- næðinu og hafi því sýnt vilja til að koma húsnæðinu í við- unandi horf. Þá hafi ítrekuð ákvörðun slökkviliðsstjórans um að húsnæðinu skyldi lokað þar til úr hefði verið bætt ekki uppfyllt þá meginreglu stjórnsýsluréttar að vera ákveðin og skýr. „Það er niðurstaða ráðu- neytisins samkvæmt framan- greindu að vegna þeirra ann- marka sem voru á meðferð málsins hjá slökkviliðsstjór- anum í Hafnarfirði sé ekki heimilt að loka húsnæðinu að Vesturgötu 18-24 enda skal Byrgið nú þegar hefjast handa við að framkvæma [...] úrbætur á húsnæðinu,“ segir í úrskurðinum og er þá vísað til aðfinnsluatriða Bruna- málastofnunar. „Hafi Byrgið ekki framkvæmt þær úrbæt- ur [...] innan þeirra tíma- marka sem slökkviliðsstjóri setur skal slökkviliðsstjóri þegar í stað krefjast lokunar húsnæðisins." Frestur til 6. apríl Þá segir að slökkviliðs- stjóranum beri að leggja fram framkvæmdaáætlun fyrir Byrgið um heildarúr- bætur húsnæðisins á grund- velli athugasemda Bruna- málastofnunar, áætlunin skuli taka til ákveðins tíma og þar skuli koma fram hvaða úrbætur Byrgið skuli fram- kvæma þannig að húsnæðið uppfylli lágmarkskröfur um brunaöryggi. Vísað er m.a. til þess að Brunamálastofnun telji að fyrst þurfi að bæta rýmingar- leiðir og brunahólfun á ann- arri hæð hússins, setja skuli upp sjálfvirkt brunaviðvör- unarkerfi, tengt viður- kenndri vaktstöð og koma skuli á næturvakt í húsinu þar til úrbætur hafi verið gerðar sem byggingafulltrúi og slökkviliðsstjóri telji full- nægjandi. Fjallað var um þennan úrskurð ráðuneytisins á bæj- arráðsfundi í Hafnarfirði í gær og jafnframt var þar lagt fram bréf slökkviliðsstjóra sent Eimskipafélaginu, sem er húseigandi. Þar er gerð krafa um næturvakt frá 23.30-08 alla daga og að eigi síðar en 6. apríl verði sótt um til byggingarnefndar bæjar- j ins leyfi til að gerðar verði breytingar á húsinu með brunavarnir í huga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.