Morgunblaðið - 24.03.2000, Síða 38
38 FÖSTUDAGUR 24. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 24. MARS 2000 39'
iltofgtsttlilfatfeife
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
HAGSÆLD OGNAR
STÖÐUGLEIKANUM
HORFUR í efnahagslífi þjóðarinnar eru tvísýnar um
þessar mundir samkvæmt yfirliti Þjóðhagsstofnun-
ar um stöðu þjóðarbúskaparins. Segja má að efnahags-
horfurnar skiptist í tvö horn. Annars vegar bendir allt til
þess að hagvöxtur í ár verði meiri en spáð hefur verið,
eða um 4% í stað 2,9%, atvinnuleysi minnki enn og verði
1,7% í stað 1,9%, og kaupmáttur aukizt um 1,5%, sem er
svipað og gert var ráð fyrir, eða 1-1,5%.
A móti er því spáð að verðbólga verði meiri en reiknað
var með eða 3,9% innan ársins í stað 3,5%. Verðbólga
milli áranna 1999 og 2000 er hins vegar áætluð 5,3%. Þá
sígi enn á ógæfuhliðina í viðskiptum við útlönd og hallinn
á þeim verði ríflega 50 milljarðar króna, eða 7,2% af
landsframleiðslu, en spáð var 5,6% halla árið 2000.
Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, segir
að verðbólga og viðskiptahalli sé meiri hér en í öðrum
aðildarríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar
(OECD) og mikilvægt sé að takast á við það verkefni að
ráða bót á því. Hann segir að fylgjast þurfi vel með
framvindunni næstu mánuði og grípa tímanlega og fastar
í taumana en gert hafi verið. Þórður bendir þar á ráð-
stafanir í peningamálum og ríkisfjármálum og að tryggja
þurfi að markmiðin sem sett voru í fjárlögum verði ekki
gefin eftir.
Yfirlit Þjóðhagsstofnunar er birt á óvissutíma, því
samningum á almennum vinnumarkaði er langt frá því að
vera lokið, þótt stefnumarkandi áfanga hafi verið náð í
samningsgerð Flóabandalagsins svonefnda. Þess vegna
þarf að taka efnahagsspám með vissum fyrirvara. Sann-
arlega eru það góð tíðindi að hagvöxtur verði meiri en
búizt var við, atvinna aukist enn og kaupmáttur haldi
áfram að vaxa í kjölfar þeirrar ótrúlega miklu kaupmátt-
araukningar sem átt hefur sér stað sl. fjögur ár. Hins
vegar fer ekki á milli mála að efnahagslegri velferð þjóð-
arinnar stafar hætta af svo háu verðbólgustigi. I því
sambandi er þó ástæða til að benda á að verðbólguvand-
inn er ekki allur heimatilbúinn. Við ráðum t.d. engu um
olíuverðið, sem hefur að sjálfsögðu ýtt undir verðbólg-
una.
Viðskiptahallinn fer vaxandi samkvæmt spá Þjóðhags-
stofnunar. Viðskiptahallinn þýðir í raun að skuldsetning
þjóðarinnar í útlöndum heldur áfram. Viðskiptahallinn
hefur hins vegar stundum verið meiri en nú. Og gleym-
um því ekki að eignir þjóðarinnar í öðrum löndum hafa
stórvaxið vegna aukinnar fjárfestingar þar.
Engu síður er það umhugsunarefni hvort stjórnvöld
þurfi ekki að taka fastar á. Benda má á í þessu sambandi
að bandaríski seðlabankinn hækkar nú vexti aftur og aft-
ur til að slá á þensluna og dugar ekki til.
Þrátt fyrir þessi hættumerki er ástæða til að undir-
strika að þetta eru vandamál sem stafa af góðærinu en
ekki vandi sem fylgir efnahagskreppu. Við megum ekki
gera of mikið úr þessum vandamálum en heldur ekki
vanmeta þau.
GÓÐ TÍÐINDI
FYRSTA sendingin af Windows 98-stýrikerfínu í íslenskri
þýðingu seldist nánast upp á fyrsta degi. Þessi góðu
viðbrögð sýna svo ekki verður um villst að Islendingar
leggja töluvert upp úr því að geta unnið á tölvur sínar í ís-
lensku umhverfí. Það góða fordæmi sem sýnt hefur verið
með þýðingum á stýrikerfum á borð við Windows 98 og
kerfið sem Apple notar ætti að verða öðrum sem starfa við
hina nýju samskiptatækni hvatning til að fylgja í kjölfarið.
Bjöm Bjarnason menntamálaráðherra gagnrýndi símafyrir-
tæki á AJþingi á miðvikudag fyrir að hafa ekki sýnt metnað
í að nota íslenska stafí og íslenskan texta í farsímum. Sagði
Bjöm að aðeins einn farsími hefði verið íslenskaður með
þessum hætti. „Það þarf að knýja markaðinn tD að sinna
þessum þörfum íslenskunnar ekki síður en íslendinga,“
sagði Bjöm. Þáð má taka undir þetta með menntamála-
ráðherra. Framtíð íslenskunnar veltur ekki síst á því hvort
tekst að styrkja stöðu hennar í tækniheiminum. Áðumefnd-
ar þýðingar em stórt skref í þá átt. Efling hinnar svoköll-
uðu tungutækni er þar einnig forgangsverkefni eins og fram
kom í umræðum á þingi á miðvikudag. Skýrsla sem unnin
var á vegum menntamálaráðuneytisins í fyrra sýndi að
staða íslendinga er slæm á því sviði. Til þess að bæta hana
stendur til að hefja átak þegar á þessu ári. Þá hefur
menntamálaráðuneytið beitt sér fyrir því að Háskóli Islands
skipuleggi nám á sviði tungutækni. Þetta em góð tíðindi.
Lagareglur um mat á umhverfísáhrifum gagnrýndar á málstofu Líffræðifálagsins
Matsferlið ólíkt
því sem þekkist í
öðrum löndum
Ferli það sem fylgt er við mat á umhverfis-
✓
áhrifum á Islandi er ólíkt því matsferli sem er
við lýði í nálægum löndum. Þetta kom fram í
máli umhverfisstjóra Landsvirkjunar á mál-
stofu Líffræðifélagsins. Kærur eru mun al-
gengari hér en annarsstaðar og samráð
skortir. Ómar Friðriksson fylgdist með um-
ræðunum, þar sem einnig kom fram gagnrýni
á nýtt frumvarp umhverfísráðherra.
Morgunblaðið/Sverrir
Gestir á málstofu Líffræðifélags Islands fylgdust af áhuga með framsögu-
erindum og umræðum um mat á umhverfisáhrifum.
Bauffur lýsir yfír að fyrirtækið muni taka þátt í að stuðla að stöðugleika
Alagning verður
ekki hækkuð í tvö ár
Geislabaugur eða hali, horn og klaufir? Staða
Baugs hefur vakið deilur undanfarið og fyrir-
tækið verið gagnrýnt, en í gær tilkynnti fyr-
irtækið að það myndi leggja sitt lóð á vogar-
skálarnar til að viðhalda stöðugleikanum og
gagnrýndi forstjóri þess ásakanir ráða-
manna um að það ætti sök á hækkandi verð-
lagi. Karl Blöndal sat blaðamannafund í
vöruskemmu Aðfanga.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Tryggvi Jónsson, aðstoðarforstjóri Baugs, Jón Ásgeir Jóhannesson for-
stjóri og Hreinn Loftsson stjómarformaður kynna aðgerðir sem þeir
hyggjast blása til undir kjörorðinu „Viðnám gegn verðbólgu".
FERLIÐ sem fylgt er við
mat á umhverfisáhrifum
hér á landi er í mörgum
grundvallaratriðum frá-
brugðið því ferli sem farið er eftir
við umhverfismat í öðrum löndum.
Þetta kom fram í máli Ragnheiðar
Ólafsdóttur, umhverfisstjóra Lands-
virkjunar, á málstofu Líffræðifélags
íslands um mat á umhverfisáhrifum
í Odda sl. miðvikudagskvöld.
Ragnheiður starfaði í Svíþjóð í
mörg ár við ráðgjöf á sviði umhverf-
ismála áður en hún kom til starfa
hjá Landsvirkjun. Hún sagði að í
Sviþjóð væru lög um mat á um-
hverfisáhrifum einskonar verkfæri
til að meta á kerfisbundinn hátt
hvaða áhrif framkvæmdir hefðu á
umhverfið. Þessi vinna væri unnin í
samráði á milli framkvæmdaraðila
og hinna ýmsu stofnana sem bæru
ábyrgð á umhverfismálum og einnig
með þátttöku almennings og hags-
munaaðila.
Ragnheiður lýsti því ferli sem
fylgt er við mat á umhverfisáhrifum
í Sviþjóð og Noregi og sagði að
margt kæmi undarlega fyrir sjónir
þegar íslenska matsferlið væri borið
saman við það sem tíðkast í ná-
grannalöndunum. Mikil áhersla væri
lögð á samráð við mat á umhverfis-
áhrifum í nágrannalöndunum en
kæruleiðir væru mun færri en hér á
landi. Hún benti á að í matsferlinu í
Sviþjóð væri ekki hægt að kæra
úrskurð um mat á umhverfisáhrifum
enda væri ekki um neinn slíkan
úrskurð að ræða. Vinnan við mat á
umhverfisáhrifum væri ákveðin að-
ferðafræði og niðurstöður matsins
væru einn af þeim þáttum sem leyf-
isveitandi þyrfti að taka tillit til þeg-
ar hann tæki ákvörðun um hvort
veita ætti framkvæmdaleyfi.
Hún benti einnig á að í Noregi
væri ekki gert ráð fyrir kærum á
meðan mat á umhverfisáhrifum ætti
sér stað, þótt heimilt væri að kæra
sjálft framkvæmdaleyfið. „í Noregi
fara innan við 5% mála í kæruferli,“
sagði Ragnheiður.
Marga grundvallarþætti
vantar í íslenska löggjöf
„Ég verð að viðurkenna að það
tók mig nokkuð langan tíma að átta
mig á íslenska matsferlinu þegar ég
kom hingað til lands. Matsferlið hér
á landi hefst í raun ekki með sjálfri
matsvinnunni, þ.e. vinnunni við
skýrsluna, heldur er matsferillinn
kæruferill sem tekur við þegar
framkvæmdaraðili er búinn að
skrifa matsskýrslu, sem hann skrif-
ar oftast með aðstoð ráðgjafa en án
nokkurs eiginlegs samráð við um-
sagnaraðila eða almenning.
Þegar núgildandi íslensk lög eru
skoðuð kemur í ljós að miðað við
hina alþjóðlegu hugmyndafræði á
bak við mat á umhverfisáhrifum
vantar marga grundvallarþætti inn í
íslenska löggjöf. Mark-
mið íslensku laganna er
að tryggja að áður en
tekin er ákvörðun um
framkvæmd hafi farið
fram mat á umhverfis-
áhrifum. Það er sem sé ekki mark-
mið laganna að greina og skýra frá
beinum og óbeinum áhrifum sem
framkvæmdin getur haft á umhverf-
ið heldur að skrifa matsskýrslu,"
sagði hún.
Ragnheiður benti m.a. á að meg-
ináherslan í matsvinnunni væri
skv. gildandi lögum ekki sú að
draga fram umhverfisáhrif fram-
kvæmda, heldur, eins og kæmi
fram í reglugerð, skyldi lýsa fram-
kvæmd, m.a. stað, hönnun og um-
fangi o.s.frv.
Hún sagði að svokallað samráð í
íslenska matsferlinu fælist í því að
umsagnaraðilar og almenningur
sendu skriflegar umsagnir og at-
hugasemdir við tillögu fram-
kvæmdaraðila til Skipulagsstofnun-
ar, eftir að framkvæmdaraðili hefði
lokið matsskýrslu sinni og tilkynnt
framkvæmd til stofnunarinnar.
Þessu næst gæti skipulagsstjóri not-
að umsagnirnar til að meta hvaða
kröfur hann ætti að gera til fram-
kvæmdaraðila í úrskurði sínum.
Þetta sagðist Ragnheiður ekki geta
talið vera samráð.
„íslensk lög og reglugerð um mat
á umhverfisáhrifum fjalla hins vegar
mjög ítarlega um hvernig allir máls-
aðilar geta kært hver
annan, enda endar
helmingur allra mála á
íslandi í kæruferli, og
allar stórframkvæmd-
ir,“ sagði hún.
Ragnheiður gagnrýndi það fyrir-
komulag hér á landi sem leiddi til
þess að farið væri seint af stað við
matsvinnuna. „Það hefur skapast sú
hefð að það þurfi að fullhanna
mannvirki áður en skýrslan er sam-
þykkt af Skipulagsstofnun og þá er
framkvæmdaraðili jafnframt búinn
að kosta til milljónum króna í hönn-
un og annan undirbúning sem teng-
ist ekki beint vinnunni við mat á
umhverfisáhrifum," sagði Ragnheið-
ur.
„Frá sjónarhóli framkvæmdarað-
ila er vinna við mat á umhverfis-
áhrifum afar mikilvægt ferli og til
þess að fá sem bestar lausnir frá
umhverfissjónarmiði þyrfti mats-
ferlið að vera samráðsferli en ekki
kæruferli. Vinnan við matið er að-
ferðafræði sem á að felast í því að
skoða framkvæmd frá öllum sjónar-
hornum, draga fram jákvæð og
neikvæð umhverfisáhrif sem fyrir-
huguð framkvæmd kann að hafa og
stuðla að því að fyrirhuguð fram-
kvæmd verði í sem mestri sátt við
umhverfið," sagði hún.
Nauðsynlegft að finna
Ieiðir til að bæta matsferlið
Talsverðar umræður urðu um
ástæður þess að íslenska
ferlið við mat á umhverf-
isáhrifum væri svo frá-
brugðið því sem þekktist
í öðrum löndum. Fram
kom á málstofunni að
þessi sérstaða yrði enn til staðar
þrátt fyrir lögfestingu nýs frum-
varps um mat á umhverfisáhrifum
sem umhverfisráðherra hefur lagt
fram á Alþingi.
Ingimar Sigurðsson, skrifstofu-
stjóri í umhverfisráðuneytinu, tók
undir að það væri staðreynd að
þetta ferli hér á landi væri einstakt.
Hann sagðist hins vegar ekki hafa
skýringar á því en benti m.a. á að
stofnanauppbygging hér á landi
væri talsvert frábrugðin því sem
væri í nágrannalöndunum og Islend-
ingar byggju yfir mun minni upp-
lýsingum um náttúru og náttúrufar
en t.d. Svíar. Ingimar benti einnig á
að ríkisstjórn á íslandi væri ekki
fjölskipað stjórnvald heldur bæru
einstakir ráðherrar ábyrgð á mála-
flokkum sem undir þá heyrðu.
Nokkrir fundarmenn tóku undir
orð Ragnheiðar um að finna þyrfti
leiðir til að bæta matsferli umhverf-
isáhrifa sem stafa af framkvæmd-
um.
Umdeilt bráða-
birgðaákvæði
í framsöguræðu sinni fjallaði
Ingimar Sigurðsson um endurskoð-
un laga um mat á umhverfisáhrifum
og kynnti þær breytingar sem felast
í hinu nýja frumvarpi umhverfis-
ráðherra. Markmið þess væri m.a.
að uppfylla þær skyldur sem ísland
hefði tekið á sig með aðild að EES-
samningnum og byggðist það í
mörgum atriðum á meginreglum
Evróputilskipunar nr. 97/11.
Samkvæmt bráðabirgðaákvæði í
frumvarpinu er gert ráð fyrir að
framkvæmdaleyfi sem gefin voru út
fyrir 1. maí 1994 falli úr gildi hefjist
framkvæmdir ekki fyrir árslok 2002.
Ingimar sagði að fram hefði komið
að margir væru ósáttir við svo lang-
an frest.
Telur að kærumálum
myndi fjölga gífurlega
Hilmar Malmquist, frá Náttúru-
verndarsamtökum Islands, fjallaði á
gagnrýnan hátt um frumvarpsdrög-
in og sagði að samtökin gerðu fjöl-
margar og viðamiklar athugasemdir
við þau. Fara samtökin fram á að
umrætt bráðabirgðaákvæði verði
fellt niður, enda sé með því í raun
verið að veita frest í níu og hálft ár.
Náttúruverndarsamtökin gagn-
rýna einnig harðlega ákvæði þar
sem umhverfisráðherra er veitt
heimild til að ákveða að þegar fleiri
en ein framkvæmd eru fyrirhugaðar
á sama svæði verði umhverfisáhrif
þeirra metin sameiginlega.
Hilmar sagði ófært að ekki væri
gert ráð fyrir að framkvæmdir á
verndarsvæðum væru matsskyldar.
í 2. viðauka frumvarpsins eru til-
greindar þær framkvæmdir sem ber
að tilkynna til Skipulagsstofnunar
og í 3. viðauka eru taldar upp þær
viðmiðanir sem hafa skal til hlið-
sjónar við ákvörðun um matsskyldu
framkvæmda. „Allar þessar fram-
kvæmdir í öðrum viðauka verða háð-
ar mati og túlkun Skipulags-
stofnunar og síðan má aftur kæra
ákvörðun Skipulagsstofnunar til
ráðherra. Maður sér fyrir sér að
fjöldi kærumála komi til með að
aukast gífurlega, sem bætir málin
lítið,“ sagði Hilmar.
Hann gagnrýndi einnig ákvæði í
11. grein frumvarpsins þar sem seg-
ir að hefjist framkvæmdir ekki inn-
an tíu ára frá úrskurði Skipulags-
stofnunar skuli stofnunin ákvarða
hvort mat á umhverfisáhrifum hinn-
ar fyrirhuguðu framkvæmdar skuli
fara fram að nýju. Hilmar sagði
þetta allt of rúman tímafrest. Svo
langur tími væri í engu samræmi við
þá umræðu sem átt hefði sér stað
um Eyjabakkamálið. Afstaða manna
til náttúruverndar og umhverfis-
mála breyttust á miklu styttri tíma.
Þóra Ellen Þórhallsdóttir, próf-
essor við Háskóla íslands, fjallaði á
fundinum um hlutverk líffræðinga
við mat á umhverfisáhrifum. Fram
kom í máli hennar að þrátt fyrir
mikilvægt hlutverk líffræðinga við
umhverfismat vegna framkvæmda
heyrði það enn til und-
antekninga að líffræð-
ingar störfuðu á verk-
fræðistofum. Skv. laus-
legri athugun væri
aðeins einn líffræðing-
ur við störf á verkfræðistofu í
Reykjavík. Þóra fjallaði um ýmis
álitaefni sem líffræðingar standa
frammi fyrir í störfum sínum við
mat á umhverfisáhrifum hjá opin-
berum stofnunum og fyrir fram-
kvæmdaraðila. Vék hún í því sam-
bandi m.a. að skýrslu Lands-
virkjunar um mat á umhverfis-
áhrifum Fljótsdalsvirkjunar og
sagði: „Ég hef kynnt mér þá
skýrslu og tel engan vafa leika á
því að hún er hlutdræg og ekki not-
hæf sem forsenda fyrir matinu."
LÝST var yfir því á blaða-
mannafundi, sem efnt var til
í gær á vegum Baugs hf., að
fyrirtækið hygðist á næst-
unni efna til sérstaks átaksverkefnis
undir kjörorðinu „Viðnám gegn verð-
bólgu“ með það að markmiði að lækka
verð á matvöru, einkum með auknum
innflutningi á vegum fyrirtækisins
sjálfs, nýjum samningum við framleið-
endur og hagræðingu í rekstri. Jafn-
framt gáfu stjómendur fyrirtækisins
út loforð um að matvörverð í verslun-
um Baugs myndi ekki hækka vegna
aukinnar álagningar fyrirtækisins
næstu tvö ár frá og með gærdeginum.
Á fundinum kom fram að ætlunin með
yfirlýsingu fyrirtækisins og fundinum
sjálfum var ekki síst að koma því á
framfæri að það væri ekki Baugur,
sem stæði á bak við verðhækkanir á
matvöru, og bjóða birgjum birginn.
„Þessi fundur er haldinn til að
kynna stefnu Baugs í verðlagsmálum í
tilefni af umfjöllun í þjóðfélaginu að
undanfömu þar sem fyrirtækið hefur
verið sakað um að hækka vömverð í
landinu,“ sagði Jón Ásgeir Jóhannes-
son, forstjóri Baugs, á blaðamanna-
fundi, sem haldinn var í stórri vöra-
skemmu fyrirtækisins í Skútuvogi í
gær, þar sem hann sat á milli Tryggva
Jónssonar aðstoðarforstjóra og
Hreins Loftssonar stjómarformanns.
Las hann síðan fréttatilkynningu
þar sem sagði að á undanfomum mán-
uðum hefði verðbólga hér á landi auk-
ist umfram það, sem gerst hefði í
nágrannalöndnunum. Þessi þróun
kæmi í kjölfar langavarandi verðstöð-
ugleika, sem væri meginforsenda góð-
ærisins í íslenskum efnahagsmálum
undanfarin misseri. Allir ættu því
mikilla sameiginlegra hagsmuna að
gæta í baráttunni gegn verðbólgu.
Segir í tilkynningunni að kjarasamn-
ingar Flóabandalagsins og Samtaka
atvinnulífsins og aðgerðir ríkisstjóm-
arinnar í tengslum við þá samninga
beri vitni víðtækum áhuga og vilja til
að tryggja jafnvægi í efnahagsmálum
og skapa skilyrði fyrir auknum kaup-
mætti. Forsenda væri hins vegar að
allir legðust á eitt.
Álagning hækkaði
ekki1998-99
„Verslanir Baugs hafa lagt sitt af
mörkum í baráttunni gegn verð-
bólgu,“ segir í tilkynningunni. ,Álagn-
ing þeirra hefur ekki hækkað milli
áranna 1998-99, en verðhækkanir
hafa þó orðið í haust og í vetur, sem
einkum verða raktar til hækkana frá
innlendum framleiðendum og stóram
innflytjendum, en Baugur hefur að-
eins flutt inn um 7% af þeirri matvöra
sem seld er í verslunum fyrirtækis-
ins.“
Síðan segir að Baugur hyggist
„leggja enn meira af mörkum í þessari
baráttu og mun á næstunni efna til
sérstaks átaksverkefnis undir kjör-
orðinu „Við nám gegn verðbólgu".
í tilkynningunni er einnig skorað á
þá aðila, sem stýri „verðlagningu á
landbúnaðarvörum, innlendum oginn-
fluttum, þ.e.a.s. mjólkurvöram, kjöti
ávöxtum og grænmeti, að
tryggja verðstöðugleika í
þeim vöraflokkum“.
Jón Ásgeir sagði að líkt
og fram kæmi í reikning-
um, sem lagðir vora fram
á aðalfundi Baugs í gær, hefði fyrir-
tækið ekki hækkað álagningu milli ára
þótt fyrirtækið hefði verið gagnrýnt
fyrir slíkt.
Verðhækkanir frá birgjum hafa
skollið á fyrirtækinu
„Hins vegar hafa verðhækkanir frá
birgjum skollið á fyrirtækinu," sagði
hann. „Þess er getið í ársskýrslu fé-
lagsins að tíu stærstu birgjarnir hafa
hækkað vöraverð til félagsins um
fimm til 10 prósent síðustu 14 mánuði
og nemur sú hækkun á innkaupsverði
Baugs 200 milljónum. Þessu ætlum
við að berjast gegn og leita leiða til að
halda verðlagi í skefjum."
Hann sagði að í því skyni myndi fyr-
irtækið leitast við að auka eigin inn-
flutning. Hann er nú um 7% af þeirri
matvöra, sem seld er í verslunum fyr-
irtækisins, en stefnt er að því að það
hlutfall tvöfaldist og verði 14% á
næstu 12 mánuðum.
„Það er forsendan í því átaki að
lækka vöraverð,“ sagði hann. „[Það
má gera] með því að auka innflutning
beint frá framleiðendum erlendis og
stærri verslunarkeðjum. Þar má til
nefna samstarf við verslunarkeðjuna
Tesco og innkaupasamstarfið við Reit-
an-hópinn.“
Jón Ásgeir benti á að íslenski mark-
aðurinn með 270 þúsund neytendur
teldist mjög lítill. Ánnars staðar væra
þrjú til fjögur fyrirtæki að vinna á 80
milljóna manna markaði, eins og til
dæmis ætti við um Bretland: „Það
sýnir að stærð og styrkur era megin-
forsenda til að geta lækkað vöruverð
til framtíðar."
Hann sagði að um leið treysti hann
á að aðrir aðilar, bæði
birgjar og framleiðendur,
gengju til liðs við þetta
verkefni með það að leiðar-
Ijósi að halda stöðugleika í
efnahagslífinu.
Á fundinum kom fram að Baugur
skipti aðallega við um 15 birgja og
sagði Tryggvi Jónsson þegar hann var
spurður hverjir þeirra myndu nú
missa spón úr aski sínum að hann von-
aði að þeir myndu taka þátt í þessu
átaki þannig að enginn þyrfti að missa
neitt.
Munu ekki geta
skýlt sér bakvið Baug
„Það er líka rétt að undirstrika að
þeir munu ekki geta skýlt sér á bak við
Baug,“ sagði Hreinn, „sagt að Baugur
einn sé ábyrgur fyrir þeim hækkun-
um, sem orðið hafa. Þetta er mjög
metnaðarfull stefna og við viljum taka
af öll tvímæli um það hvert Baugur vill
stefna og hvar Baugur vill standa í
þessum málum.“
„Einnig er ágætt að fram komi að í
heildarvísitölunni hefur matvara verið
að lækka sem kostnaðarliður og stefn-
an með þessu er að það ferli haldi
áfram og við munum sjá frekari lækk-
un, “ sagði hann. „í dag er hlutfall mat-
vöra og drykkjarvöra um 16,8%.“
Hann sagði einnig að mikilvægt
væri að benda á að fyrirtæki á borð við
Osta- og smjörsöluna, sem væra í
skjóli einokunar, héldu aftur af sér í
verðhækkunum til að stefna af þessu
tagi næði fram að ganga. Kom fram sú
gagnrýni, sem áður hefur verið sett
fram af hálfu Baugs, að þegar þessir
aðilar hækkuðu vöraverð fylgdu aðrir
þeim eftir í verðhækkunum.
Þegar Baugur heitir því að álagning
verði ekki hækkuð er átt við ákveðið
hlutfall sem, að sögn stjórnenda fyrir-
tækis, er að meðaltali 21,7%, þótt vita-
skuld sé það misjafnt eftir því um
hvaða vöra er að ræða.
Sagði Jón Ásgeir að þetta
væri mjög svipuð álagn-
ingartala og hjá verslun-
arkeðjunni Walmart, sem
byggi þó við mun ftjálsari
rekstrarskilyrði.
Tryggvi Jónsson sagði að markmið-
ið væri vitaskuld að lækka verð mat-
vöra, en færi verðbólga úr böndum
eða annað bæri að, sem ekki yrði ráðið
við, yrði að bregðast við: „En með
þessari aðgerð eram við að leggja okk-
ar lóð á vogarskálamar til að fyrir-
byggja að verðbólga fari af stað og
styðja þannig við þá samninga, sem
hafa verið gerðir."
Jón Ásgeir sagði að ógjörningur
væri nefna ákveðna hlutfallstölu þeg-
ar hann var spurður hvað lækka mætti
vöraverð mikið. „Það væri út af fyrir
sig mikill árangur ef hægt væri að
koma í veg fyrir hækkanir næstu tvö ~
árin,“ bætti Hreinn Loftsson við.
Ekki yóst hvað
mikið má lækka
Á fundinum kom fram að það hefði
verið talið hæfileg landsýn að miða við
að álagning hækkað ekki næstu tvö ár.
Hins vegar væri alls ekki þar með sagt
að 23. mars myndu dynja á hækkanir.
En menn yrðu að hafa hugfast að að-
eins tvennt gæti leitt til þess að verð
hækkaði, hærri álagning eða hærra
innkaupaverð.
„En ef kjarasamningar verða á
þeim nótum, sem Flóabandalagið hef-
ur samið, sjáum við enga aðra vá, sem
ætti að leiða okkur í það að hækka
okkar álagningu," sagði Jón Ásgeir oj»
bætti við að þar með væri hann ekki að
blanda sér í yfirstandandi kjarasamn-
inga. „En í þessum málum þarf að
vera skynsemi og við höfum séð verð-
bólgusamninga og hvað þeir hafa þýtt.
Það era alltaf einhverjar línur í því
hvað fyrirtæki geta tekið á sig.“
Jón Ásgeir sagði að Baugur hefði
ekki fundið fyrir því að ásakanir um að
Baugur ætti sök á hækkandi verðlagi
hefðu fælt viðskiptavini frá: „Hins
vegar höfum við fundið fyrir því að sá
misskilningur sé í gangi að við séum,.
•ábyrgir fyrir þeim kauphækkunum,
sem hafa orðið. Að vissu leyti hafa
fréttir af þessu máli verið þannig að
almenningur hefur ætlað að þetta sé
verslunarkeðjunum að kenna."
Hreinn sagði að rétt væri að verð á
matvælum hefði hækkað: „Þá hefur
fréttaflutningurinn oft og tíðum verið
þannig að verð hafi hækkað í skjóli fá-
keppni og svo framvegis. Við eram að
segja að verð hafi ekki hækkað vegna
þess að við höfum verið að hækka
álagningu eins og fréttir hafa verið,
heldur vegna þess að verð hefur
hækkað til okkar. Það er að segja að
það eram ekki við, sem eram að maka
krókinn, eins sumir vilja halda fram,
heldur eram við eingöngu að taka á
móti þeim verðhækkunum sem við-
höfum fengið. Það er það sem við vilj-
um stoppa, þessa sjálfvirkni sem hef-
ur verið og að þeir, sem era orsaka-
valdarnir, taki nú þátt í þessu með
okkur.“
„Að vera hafður fyrir rangri
sök getur skaðað fyrirtækið"
Jón Ásgeir sagði þegar hann var
spurður hvort þetta hefði skaðað fyr-
irtækið að það væri alveg ljóst að það
„að vera hafður fyrir rangri sök getur
skaðað fyrirtækið“.
Þegar hann var spurður hvort nefna
mætti dæmi um það að Baugur hefði
verið hafður fyrir rangri sök var svar-
ið: ,Af fréttaflutningi má [skilja að
tenging sé milli þess] að aðilum hafk
fækkað á matvörumarkmið og þeir
séu að taka meira til sín.“
Hreinn benti á að fyrir Alþingi lægi
meira að segja fyrirspurn um það
hvað liði rannsókn á fákeppni vegna
þeirra verðhækkana, sem átt hefðu
sér stað.
„Það er gefið í skyn að
við séum að taka meira til
okkar í krafti þess að við
séum með meiri mark-
aðshlutdeild sem er ekki,“
sagði Jón Ásgeir.
Gætum verið að taka áhættu jt-
Hann var spurður hvort fyrirtækið
væri að taka áhættu með þessum að-
gerðum: „Við gætum verið að taka
áhættu ef við getum ekki staðið við
þetta,“ svaraði Jón Ásgeir. „Þá vær-
um við í miklum vandræðum. En við
eram að beina því til þeirra aðila, sem
hafa verið orsakavaldar í þessuro
verðhækkunum að þeir haldi aftur af
sér.“
50% mála kærð á
íslandi en innan
við 5% í Noregi
Fáir líffræðingar
starfa á verk-
fræðistofum
Orsaka-
valdar haldi
afturaf sér
Eigin inn-
f lutningur fari
úr 7% í 14%