Morgunblaðið - 24.03.2000, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 24.03.2000, Qupperneq 46
^6 FÖSTUDAGUR 24. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Virðingarleysi gagn- vart tannsmiðum BRYNDÍS Kristins- dóttir tannsmiður ritar grein í Morgunblaðið tíunda þessa mánaðar. Hún sakar fram- kvæmdastjóra Tann- læknafélags fslands um rangfærslur og ósannindi, lítilsvirð- ingu við iðnstéttir og ofurtrú á tannlæknum sem stundi tannlækn- ingar í tannlausum munni. Hér er aðeins fátt eitt upp talið. Ég ætla hvorki að munn- höggvast við Bryndísi né nöfnu hennar, frisi Bryndísi, sem skrifar í blaðið daginn eftir. Ég velti þó fyrir mér ýmsu. Á Bryndís við að það sé lítilsvirðing við iðnstéttir að gera kröfu um sambærilega menntun mismunandi stétta á því tiltekna sviði sem þeim er ætlað að vinna? Ef svo er þykir mér sú skoðun Bryndís- ar fremur bera vott um lítilsvirðingu hennar gagnvart mikilvægi mennt- unar og því að fólk sitji við sama borð. Þegar betur er að gáð snýst málið nefnilega ekki um lítilsvirðingu held- ur kröfu um réttindi á grundvelli menntunar. Þess vegna er ekkert at- hugavert við það þótt meistarar í tannsmíðum vinni sjálfstætt í munn- holi afli þeir sér viðunandi menntun- ar og starfl sem heilbrigðisstétt. Fyrirhugað fimm vikna námskeið fellur ekki undir það. Né heldur er eðlilegt að iðnstétt stundi á eigin ábyrgð klínísk störf. Málið snýst ekki um það að tannlæknar vilji sitja einir að súpunni, málið snýst um það að aðilar standi jafnfætis. Virðingarleysi er það miklu frekar gagnvart tannsmiðum að gera einungis kröfu um fimm vikna námskeið til öflunar meistara- réttinda, einkum þeim sem farið hafa utan til framhaldsnáms í því skyni. Er það skoðun þeirra sem barist hafa fýrir málinu fyrir hönd tannsmiða um allt land að ekki sé raunhæft að gera meiri kröfur til þeirra um menntun? Er það þess vegna sem baráttu- mennirnir hafa komið því svo að þeir sjálfir þurfi ekki að stunda neitt frekara nám til að öðlast réttindin, eins og fram kemur á bls. 4 í frum- varpinu; þar sem fjallað er um 3. grein? Ef þetta er ávöxtur barátt- unnar þá er metnaðarleysið algjört fyrir hönd tannsmiðastéttarinnar. Osamanburðarhæft Af síðasta tölublaði Tannheilsu, fagtímarits tannsmiða (sem tann- læknar styrkja reyndar útgáfu á), að Tannsmíði Er það skoðun þeirra, spyr Bolli Valgarðsson, sem barist hafa fyrir málinu fyrir hönd tannsmiða um allt land að ekki sé raunhæft að gera meiri kröfur til þeirra um menntun? dæma er þessu metnaðarleysi ekki fyrir að fara. Því læðist óneitanlega sú spurning að manni hvort stjórn Tannsmiðafélagsins eigi yfir höfuð samleið með öðrum tannsmiðum í stéttinni. Málflutningurinn virkar eins og hrópandinn í eyðimörkinni; ekki er að sjá að aðrir tannsmiðir hafi áhuga á fyrirhuguðum réttind- um á þeim forsendum sem að málinu hefur verið unnið. Það er fyrir neðan virðingu tannsmiða, annarra en Bryndísanna og stjórnar félagsins, að leggja að jöfnu fimm vikna nám- skeið í Danmörku og hálfs árs nám í meinafræðum munns og kjálka og tannholdsfræði svo fátt eitt sé nefnt auk eins árs preklínísks og þriggja ára klínísks náms í heilgómagerð. Það er það nám sem tannlæknanem- Bolli Valgarðsson ar verða að þreyta, þar sem farið er yfir alla þætti heilgómasmíðar, einn- ig tannsmíðahlutann. Samt öðlast þeir ekki tannsmíðaréttindi! Tannlækningar á tannlausum Greinilegt er að Bryndís gerir sér ekki grein fyrir mikilvægi tannlækn- inga „í tannlausum munni“, en þær eru mjög mikilvægar af þeim ástæð- um að nú eru flestir tannlausra aldr- aðir einstaklingar sem heilsan er far- in að svíkja. Margir kvillar greinast á ástandi munnhols; sveppasýkingar og ýmsir slímhúðarsjúkdómar, nær- ingar- og vítamínskortur, blóðleysi, blóðstorkutruflanir, krabbamein og jafnvel hvítblæði. í sumum tilvikum má eflaust færa fyrir því rök að ein- stakir tannlæknar leggi ekki nægi- lega ríka áherslu á slíka skoðun sam- fara venjubundnu eftirliti. Það breytir hins vegar ekki því að þeir hafa þá menntun til að bera sem greining slíkra meinsemda krefst, tannsmiðir ekki. Enda greina tann- læknar helming krabbameinstilfella í munnholi samkvæmt upplýsingum Sjúkrahúss Reykjavíkur. Svo var einnig í tilviki því sem Bryndís nefn- ir, þrátt fyrir fullyrðingar hennar um annað. Hins vegar er mér bæði ljúft og skylt að gera eftirfarandi leiðréttingu: í því tilfelli sem ég studdist við í grein í Morgunblaðinu 3. mars var ekki um að ræða sjúkra- húslegu á því augnabliki sem greinin var skrifuð, né heldur er sannað að meinið hafi verið til staðar í upphafi meðferðar hjá tannsmið. Biðst ég velvirðingar á þessum misskilningi sem byggðist á ónákvæmum upplýs- ingum aðstandenda. Réttindi á grundvelli menntunar Þetta breytir því hins vegar ekki að þrátt fyrir að í mörgu fé kunni að finnast misjafn sauður hafa tann- læknar, ekki tannsmiðir, tilskilda menntun til að greina sjúkleika í munnholi. Þeir sem ekki hafa rétt- indin geta aflað sér þeirra. Til þess þarf að leggja stund á nám. Fyrir- hugað námskeið í Danmörku er hvorki fugl né fiskur, enda neitar danska heilbrigðisráðuneytið að staðfesta að í kjölfar þess öðlist ís- lenskir tannsmiðir sömu réttindi og danskir tannsmiðir með klínísk rétt- indi. I 3. gr. athugasemda með frum- varpinu er sú heimild að veita tannsmiðum umrædd réttindi rök- studd með því að það tíðkist meðal annarra iðnstétta að eldri iðnaðar- menn haldi réttindum sínum þótt kröfur séu hertar t.d. með löggjöf. En eru fordæmi þess að menn hafi farið inn á starfssvið annarra lög- verndaðra stétta við það eitt að fara á stutt námskeið, að ekki sé talað um þá fiiiu að veita lögverndaðri iðn- stétt rétt til að ganga inn á verksvið lögverndaðrar heilbrigðisstéttar? Bryndís gerir athugasemd við nöfn tannlækna á gulum síðum síma- skrár undir liðnum Tannsmíði. Á það ber að Hta að tannlæknar bjóða skjólstæðingum tannsmíðaþjónustu. Það þýðir ekki endilega að þeir ann- ist þá vinnu sjálflr. Verið er að geta þeirrar þjónustu sem boðin er á stof- unni. Flestir tannlæknar nýta sér góða þjónustu tannsmiða við tann- smíðahluta vinnunnar. Fáir tann- læknar stunda hana sjálfir, enda hafa samtök tannsmiða bent á að með því gangi þeir inn á verksvið tannsmiða. Auk þess þarf dýr og sér- hæfð tæki til tannsmíðinnar sem fæstir tannlæknar eiga til. Vissirðu það, Bryndís mín?! Höfundur er framkvæmdastjóri Tannlæknafélags íslands. iNNLENT Ráðstefna um starfs- menntaáætlun ESB BJÖRN Bjarnason, menntamála- ráðherra, ýtir öðrum hluta Leon- ardo da Vinci starfsmenntaáætl- unar ESB á íslandi úr vör föstudaginn 24. mars. Opnunarráðstefnan verður haldin í Iðnó við Reykjavíkurtjöm og hefst kl. 14. Erindi flytur Marta Ferreira, deildarstjóri í mennta- og menningardeild Evrópusambandsins, sem hingað er komin af þessu tilefni. 1.150.000.000 Evra eða um 80 milljörðum króna er varið til þessa hluta áætlunarinnar frá 2000- 2006. Leonardo da Vinci starfs- menntaáætlunin hóf göngu síðan 1994. Markmið Leonardó-áætlun- arinnar er að bæta fagkunnáttu og færni fólks í stafsmenntun og sí- menntun sem og að geta af sér nýjungar í starfsmenntun bæði fyrir skólakerfið og atvinnulífið. Áætlunin höfðar því sérstaklega til skóla og fræðslustofnana, smærri fyrirtækja, félaga, sam- taka, svæðisbundinna aðila og samtaka auk þeirra sem standa fyrir félagslegri uppbyggingu t.d. fyrir atvinnulausa og þá sem standa höllum fæti á vinnumark- aði. Áætluninni má gróflega skipta í tvo hluta, annars vegar mannaskipti þar sem nemendum og leiðbeinendum í starfsnámi gefst kostur á að dvelja um lengri eða skemmri tíma í öðru Evrópu- landi til að taka hluta af sínu námi eða öðlist starfsþjálfun. Hinn hlut- inn felst í gerð tilraunaverkefna sem fela í sér nýjungar í námsefni eða nálgun viðfangsefna í starfs- menntun og gefa fólki oft mögu- leika til nýrra starfa. Um 600 íslenskir nemendur og starfsmenn hafa farið í náms/ starfsdvöl til Evrópulandanna og 19 tilrauna-, yfirfærslu- og rann- sóknaverkefni undir íslenskri verkefnastjórn hafa verið styrkt. Auk þess eru Islendingar þátttak- endur í mörgum verkefnum sem stýrt er frá öðrum Evrópulöndum. r*" Laugavegi 54 - sími 552 5201 Mörkinni 3, sími 588 0640 Casa@islandia.is / ftnStl Atvinnusjúkdómar eru bótaskyldir MORGUNBLAÐIÐ fjallar um vinnueftirlit og atvinnusjúkdóma í greinum um helgina og er það vel. Blaðið tekur upp í leiðara sínum í dag, miðvikudag, til- vitnun í viðtal við yfir- lækni atvinnusjúk- dómadeildar þar sem hann leitar skýringa á því hvers vegna lög um heilbrigðismál fólks á vinnustöðum sem lög- fest voru fyrir 20 árum hafi ekki enn komið til framkvæmda. I fyrsta lagi telur yfirlæknirinn að hér hafi ekki skapast sú venja né verið lögleidd að atvinnu- sjúkdómar séu bótaskyldir sjúkdóm- ar, en þeir séu það í nágrannalöndum okkar. I öðru lagi séu atvinnusjúk- dómar ekki bótaskyldir með trygg- ingabótum. Þá hafi ekki myndast neinn þrýstingur frá sjúklingum sem haldnir eru atvinnusjúkdómum. Yf- irlæknirinn bætti svo við þetta að Gleraugnaverslunin SjónarhólI www.sjonarholl. is 6ui]‘lmal læknar hafi ekki séð af því neinn sérstakan hag fyrir hvern og einn sjúkling að greina hjá honum atvinnutengdan sjúkdóm. Þetta hafi síðan leitt til þess að þekking og áhugi lækna almennt sé mögulega ekki sem skyldi á þessu sviði þótt erfitt sé um það að full- yrða því engin gögn séu til fyrir þeirri fullyrð- ingu. Síðan megi benda á að ekki hafi skapast venja hérlendis um starfsmannaheilsu- vemd, atvinnusjúk- dómavarnir og atvinnusjúdómatil- kynningar sem í nágrannalöndum eiga upptök sín ekki hvað síst í stór- um iðnfyrirtækjum. Það er ekki rétt að atvinnusjúk- dómar séu ekki bótaskyldir sjúk- dómar hér á landi. Bætur til starfsmanna í veikind- um, vinnuslysum og atvinnusjúk- dómum em fjölþættar og byggja á kjarasamningum, lögum, frjálsum tryggingum, reglum sjúkrasjóða stéttarfélaganna og almennum skaðabótareglum. Fyrst ber að nefna lögbundnar greiðslur frá at- vinnurekendum í veikindum, vinnu- slysum og atvinnusjúkdómum í 1.19/ 1979 og sjómannalögum nr. 35/1985. Þar em atvinnusjúkdómar lagðir að jöfnu við vinnuslys. I almannatrygg- ingalögum nr. 117/1993 era líka ákvæði um atvinnusjúkdóma og era þeir á grandvelli laganna jafnsettir vinnuslysum, en það lagt í hendur framkvæmdavaldsins að ákveða með reglugerð hvaða sjúkdómar skuli teljast bótaskyldir samkvæmt kafl- anum um slysatryggingar. Reglu- gerðir sjúkrasjóða leggja atvinnu- sjúkdóma að jöfnu við vinnuslys. Skaðabótareglur undanskilja hvergi atvinnusjúkdóma og hafa dómar Atvinnusjúkdómar Hugtakið atvinnu- sjúkdómur, segir Lára V. Júlíusdóttir, er ekki skilgreint í lögum. gengið þar sem bótaréttur er stað- festur vegna atvinnusjúkdóms. Vil ég hér nefna tvo dóma, annan Hrd. 1996:4139, hinn Hrd. 1997:2663. í báðum þessum málum vora starfs- mönnum dæmdar skaðabætur úr hendi atvinnurekanda vegna heilsu- tjóns sem þeir höfðu orðið fyrir í vinnu. Að mínu mati er ástæðan fyrir því að hér reynir lítið á atvinnusjúk- dóma miklu frekar tengd sönnunar- færslunni. Hugtakið atvinnusjúk- dómur er ekki skilgreint í lögum, ekki hefur verið sett reglugerð í heil- brigðis- og tryggingaráðuneytinu um það hvaða sjúkdómar teljist at- vinnusjúkdómar og erfitt er að sanna orsakasamhengi milli atvinnu og sjúkdóms. Hér hvílir sönnunarbyrð- in á því að um atvinnusjúkdóm sé að ræða á starfsmanninum. Á hinum Norðurlöndunum hefur sönnunar- byrðinni verið snúið við að einhverju marki. Ennfremur má ekki gleyma því að greiðslur í veikindum koma beint úr vasa atvinnurekandans. Hann getur ekki keypt sér trygg- ingu fyrir veikindum starfsmanna. Það er því atvinnurekandinn sjálfur sem greiðir veikindin og eftir atvik- um lengri frávera vegna vinnuslyss og atvinnusjúkdóms. Þessu verður að breyta því á meðan greiðslan kemur beint úr hendi atvinnureka- ndans verður staða starfsmannsins til að leita eftir greiðslum mjög erfið. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. LáraV. Júlíusdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.