Morgunblaðið - 24.03.2000, Qupperneq 48
48 FÖSTUDAGUR 24. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Umbreytingakraftur
dáleiðslunnar
VILJUM við ekki öll
búa í samfélagi þar sem
við sjáum samferðafólk
okkar nýta sér alla sína
frábæru krafta og
hæfileika, sér og öðrum
til ánægju, hamingju
og hagsældar?
'' Manneskjan býr yfir
mögnuðum krafti sem
hún getur nýtt sér bet-
ur.
Flestu fólki er þann-
ig farið að það gerir sér
ekki grein fyrir nema
smáhluta af þeim
möguleikum sem felast
innra með því og það
vonar að heppni eða
einhver óþekktur kraftur muni
kannski einhverntíma breyta lífi
þess. Þegar fram líða stundir horfir
það til baka og spyr sig hvers vegna
það hafi „misst af lestinni".
Það gerir sér ekki grein fyrir því
að þessi óþekkti kraftur er þegar
/j.TÍr hendi, innra með því, bíður eftir
að þjóna því og er þess megnugur að
færa því allt sem það vill.
Með dáleiðslu getur þú breytt
viðhorfi þínu til lífsins
Með dáleiðslu er hægt að leiðrétta
misskilning sem búið er að koma fyr-
ir inni í undirmeðvitundinni. Undir-
meðvitundin þjónar okkur eins og
minnisbanki eða tölva. I undirmeð-
vitundinni dvelja ímyndunaraflið og
tilfmningar okkar. Hún viðheldur
vanabundinni hegðun okkar og sér
um ósjálfráða starfsemi líkamans.
Undirmeðvitundin er rafallinn sem
stjórnar orku okkar í lífinu. Orku
sem fær okkur til að ná markmiðum
okkar. Hún framleiðir og losar þessa
orku vægðarlaust og ef meðvitaði
hugurinn stjórnar henni ekki, þá er
henni stjórnað eftir tilviljunum og
kringumstæðum. Hegðun er einung-
is orka sem er túlkuð á einn eða ann-
an veg. Það er ekki hægt að eyða
þessari orku og það er ekki hægt að
skapa hana en það er hægt að beina
henni í ákveðna átt. Undirmeðvit-
undin er bæði stöðugt og ómeðvitað
að nota þessa orku til að ná fram
markmiðum. An stjórnar þinnar
gæti hún stefnt að veikindum, mis-
íökum eða einhverju öðru niður-
brjótandi markmiði og hún nær allt-
af því sem hún stefnir að. Hér er
augljóst að undirmeðvitundin ætti að
vera hlýðinn þjónn. Hún er ekki góð-
ur húsbóndi því hún er ófær um að
velja rétt markmið.
Undirmeðvitundinni er ekki ætlað
að hugsa heldur bregðast við hugs-
unum sem þú gefur henni og fram-
kvæma skipanir þínar. Henni er ætl-
að að vera til þjónustu en þér er
ætlað að stjóma.
Ef undirmeðvitund þín hefur ekki
ýtt þér til velgengni og hamingju er
tími til kominn að þú farir að skipa
fyrir.
Ýmis form sjálfsdáleiðslu, eða
■Jiugleiðslu sem er ástunduð um
nokkurra vikna skeið, leiða til
merkjanlegra breytinga. Það er dá-
samlegt að geta bæði slakað á líkama
og huga með hugleiðslu og víkkað út
undirmeðvitundina með því að fylgj-
ast með án íhlutunar. Enn betra er
að stjórna henni með því að setja inn
í hana jákvæðar hugmyndir um lífið
sem þú velur og það er það sem
sjálfsdáleiðsla býður upp á. Kvíði
minnkar, minnið batnar, náms-
árangur eykst, sjálfstraustið vex og
því fylgir betri líðan og hamingja.
Frábærir eiginleikar- dáleiðslunnar
•eru þeir að hægt er að læra að nota
dáleiðslu einn með
sjálfum sér á einfaldan
hátt og með góðum
árangri.
Sjálfsdáleiðsla er
náttúrulegt og eðlilegt
mismunandi djúpt hug-
arástand þar sem
manneskjan hefur
íramkallað sefjun hjá
sér, kyrrð, ró og ein-
beitt athygli ríkir innra
með henni. I dáleiðslu,
hvílum við meðvitaða
hugann, leyfum því
góða að fara beint nið-
Viðar ur í undirmeðvitundina
Aðalsteinsson án ritskoðunar meðvit-
aða hugans.
Undirmeðvitundin er opin til að
taka við jákvæðum uppbyggjandi og
styrkjandi innsetningum (hugmynd-
um) sem stefna að ákveðnu mark-
Dáleiðsla
Undirmeðvitundin,
segir Yiðar Aðalsteins-
son, ætti að vera
hlýðinn þjónn.
miði án íhlutunar og efasemda rök-
hugans. Fólk hefur vald til að takast
á við hegðunarmynstur og vana sem
það vill losna við og getur einnig
styrkt hvaðeina sem það vill hafa
meira af.
Aðgát í orðavali
Undiimeðvitund okkar hegðar sér
eins og hún hefur verið forrituð til að
gera, alveg eins og tölva er forrituð
og mikið af forrituninni fór fram áð-
ur en við vorum nógu gömul til að
greina á milli hjálplegra og skað-
legra hugmynda.
Til dæmis ef ungt barn fær að
heyra frá pirruðu foreldri: „Þú gerir
aldrei neitt rétt“ eða: „Hvað er eigin-
lega að þér? Getur þú aldrei gert
neitt rétt?“ Þá getur barnið upplifað
sig sem misheppnaðan og einskis-
verðan einstakling þegar það eldist.
Meðvitaði hugurinn er ekki full-
þroskaður og barnið getur ekki
gagmýnt þessa neikvæðu hugmynd.
Undirmeðvitundin tekur við henni
og býr til það grundvallarviðhorf í
tölvulíkt hugsanakerfi sitt að það
geti aldrei gert neitt rétt.
Hugmyndin verður heildarhug-
mynd í viðhorfum barnsins og hegð-
un.
Þar sem margar hugmyndanna
sem samþykktar voru snemma á
æviskeiðinu eru falskar og margar
hugmyndir síðan samþykktar á
grunni þeirra fölsku getur þú reynt
að ímynda þér samsafnið af rang-
færslum eða hálfsannleika, falskri
hræðslu, ástæðulausu hatri og
hleypidómum sem við höfum með-
tekið á uppvaxtarárunum og jafnvel
á fullorðinsárunum!
Þú getur breytt vihorfi þínu núna
ef þú vilt. Það eina sem þú þarft að
gera er að taka ákvörðun. Getur t.d.
sagt við þig mjög ákveðið nokkrum
sinnum: Eg er sjálfsörugg/ur, eða ég
er frábær og góð manneskja.
Þetta getur þú endurtekið nokkr-
um sinnum og þú munt fljótt finna
mun á þér.
Við getum kallað þetta hugarþjálf-
un, ámóta og þegar talað er um
líkamsþjálfun.
Næsta skref er að koma skilaboð-
unum inn í undirmeðvitundina og
treysta því að þau hafi náð alla leið,
þannig að við getum notað þau við
allar þær aðstæður í lífi okkar þar
sem við þurfum á þeim að halda.
Einbeiting, ögun og djúp sannfær-
ing er lykillinn að undirmeðvitund-
inni.
Undirmeðvitundin er samsett af
löngunum, duttlungum og tilfinning-
um og orkunni sem knýr þig áfram
til að fullnægja þeim. Fyrir mörgum
öldum skrifaði Salomon konungur
„Maðurinn er eins og hann hugsar í
hjarta sínu.“ Orðið hjarta þýddi auð-
vitað sæti tilfinninganna, sem er í
undirmeðvitundinni, og hann hafði
sannarlega rétt fyrir sér. Krafturinn
sem fær þig til að haga þér á þinn
venjulega hátt er ekki það sem þú
hugsar meðvitað, heldur ómeðvitað.
Það sem ræður því hvort um mistök
eða velgengni er að ræða, veikindi
eða góða heilsu, óhamingju eða ham-
ingju, er hvort undirmeðvitundin
hefur tekið við nýjum jákvæðum
uppbyggjandi og styrkjandi hug-
myndunum eða ekki.
Við erum ábyrg, leiðréttum mis-
skilninginn og munum að við höfum
valið.
Og þá munum við hafa þá gæfu til
að bera að lifa í meiri gleði, ljósi og
kærleika.
Höfundur er dáleiðslufræðingur.
Oryrkjar
vonsviknir!
ORYRKJAR eru
virkilega sárir um
þessar mundir yfir
tvennu. I fyrsta lagi
áttum við öryrkjar
von á verulegri kjara-
bót í tengslum við
samninga Flóabanda-
lagsins. Við fengum
að vísu nokkur prós-
ent en höfðum vænst
þess að launum okkar
yrði lyft upp með
fastri krónutölu á
sama hátt og gert var
fyrir lægstu launa-
flokka verkafólks.
Ekki veitti okkur af
því að fá kjarabót.
Rauði kross íslands hefur sýnt
fram á að ótrúlega stór hópur ör-
Sigurður
Magnússon
Oryrkjar
Ekki veitti okkur af
því að fá kjarabót, segir
Sigurður Magnússon
í opnu bréfi til
forsætisráðherra.
yrkja lifir við hungurmörk hér í
þessu velsældarríki „íslandi" eins
og það er skráð í dag af alþjóða
stofnunum.
Síðan þér, hæstvirtur forsætis-
ráðherra Davíð Oddsson, fóruð að
vera í framboði og forsvari fyrir
ríkisstjórnum íslands, sem nú er
sú þriðja í röðinni, hefur flokkur
yðar og fleiri ríkisstjórnarflokkar
hvað eftir annað lofað lagfæringu á
lægstu launum okkar öryrkjanna,
en þær bætur sem við höfum feng-
ið eru ekki til að tala um, vegna
þess hversu lágar þær eru.
Nú í síðustu samningum var
kaup verkafólks hækkað með pen-
ingaupphæð og þar að auki prós-
entuhækkun. En öryrkjar báru úr
býtum nokkur hundruð krónur á
mánuði með prósentureikningi
„sérfræðinga" yðar.
Þar með hefur ríkisstjórn yðar
og þér hæstvirtur forsætisráð-
herra, Davíð Oddsson, sýnt mér
sem er orðinn öryrki og öðrum ör-
yrkjum mikla lítilsvirðingu með því
að setja okkur til hliðar í launamál-
um og segið að sumir verði að
sætta sig við að vera
fátækir, eða svo má
skilja af orðum yðar.
Þér fullyrðið einnig
að við styðjum ákveð-
inn stjórnmálaflokk,
sem yður geðjast ekki
að. Með þeim stóryrð-
um yðar, sem þér not-
uðuð í þingræðu um
fjárreiður þingflokk-
anna á Alþingi, ráðist
þér ómaklega á mig,
sem er öryrki, með
ævilanga örorku,
nýkjörinn formann
okkar og aðra þá sem
eru innan Öryrkja-
bandalagsins og eru
félagar mínir.
Nokkur atriði er vert að rifja
upp frá liðinni tíð. Árið 1944 var
mynduð ríkisstjórn undir forsæti
Ólafs Thors, „nýsköpunarstjórnin“
sem svo var nefnd. I stjórnarsátt-
mála hennar segir á þessa leið:
„Ríkisstjórnin hefur með samþykki
þeirra þingmanna, er að henni
standa, ákveðið að komið verði á á
næsta ári svo fullkomið kerfi al-
mannatrygginga, sem nái til allrar
þjóðarinnar, án tillits til stétta eða
efnahags, að Island verði á þessu
sviði í fremstu röð nágrannaþjóð-
anna. Mun frumvarp um slíkar al-
mannatryggingar lagt fyrir næsta
reglulegt Alþingi."
Af hálfu stjórnarflokkanna var
lögð áhersla á að hraða afgreiðslu
frumvarpsins og varð það að lögum
7. maí 1946. Eftir að þetta frum-
varp var samþykkt varð Island
óumdeilanlega í fremstu röð á sviði
almannatrygginga á Norðurlönd-
um.
Takið eftir áherslunni í frum-
varpinu 1944: „sem nái til allrar
þjóðarinnar, án tillits til stétta eða
efnahags".
Hæstvirtur forsætisráðherra,
Davíð Oddsson. Að lokum rifja ég
upp úr Markúsarguðspjalli, þar
sem segir í 12. kafla, 30. versi: „Og
þú skalt elska Drottin, Guð þinn,
af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni,
öllum huga þínum og öllum mætti
þínum.“ Og í 31. versi: „Annað er
þetta: Þú skalt elska náunga þinn
eins og sjálfan þig. Ekkert boðorð
annað er þessum meira.“
Höfundur er öryrki.
Karlarnir klárir í bleiurnar
í TENGSLUM við yfirstandandi
kjaraviðræður hefur ríkisstjórnin
svarað kröfum verkalýðshreyfingar-
innar með yfirlýsingu sem í rauninni
felur í sér að stjómarflokkarnir ætli
sér að standa við nokkur af sínum
gömlu kosningaloforðum. Þessu ber
að sjálfsögðu að fagna þótt vafalaust
þyki einhverjum það undarlegt að
það þurfi kröfugerð af hendi verka-
lýðshreyfingarinnar til að þvinga
fram efndir á áður gefnum loforðum.
En hvað um það.
Launamunur og lenging
fæðingarorlofs
Eitt af því sem fram kemur í yfír-
lýsingu ríkisstjómarinnar og jafn-
framt var áberandi í loforðaflaumi
síðustu alþingiskosninga em áform
um lengingu fæðingarorlofs. Slíkar
aðgerðir era löngu tímabærar og því
rSushí borðbúnaður
Bakkar kr. 1.500. Diskar frá kr. 525
Hnífar frá kr. 2.900.
Japansprjónar kr. 395 parið.
r fcn PIPAR OG SALT
klapparslfg 44 ♦ Sinii 562 3614 j
ánægjulegt að nú skuli
látið til skarar skríða.
En lenging fæðingaror-
lofs á sér margar hliðar
og útfærsla þeirra
skrefa sem ríkisstjórn-
in hyggst stíga skiptir
miklu máli um raun-
veralegan árangur.
Mikilvægasta verk-
efni jafnréttismála um
þessar mundir er án
nokkurs vafa að taka á
staðfestum launamun
kynjanna en ítrekað
hafa kannanir sýnt
fram á 16-18 % bil á
milli kynjanna í þessum
efnum. Þrátt fyrir skýr
lagaákvæði og yfirlýstan vilja aðila
vinnumarkaðarins um að taka á
þessum mun hefur árangurinn því
miður látið á sér standa. Á undan-
fórnum árum hafa sífelt ficii'i orðið til
að benda á að mikilvæg orsök þessa
launamunar liggi í ójafnri stöðu
kynjanna gagnvart uppeldi og um-
önnun bama sinna og að meðan ekki
sé tekið á því misvægi muni lög og
reglur litlu fá breytt. Vinnumarkað-
urinn finni sér alltaf leið til að meta
þann kostnað sem til fellur vegna
Hrannar Björn
Arnarsson
fjarvera vegna barn-
anna og reikna hann til
launa eða starfskjara.
Raunveralegur árang-
ur í baráttunni við
launamun kynjanna
liggur því í breyting-
um á ábyrgð og við-
horfum kynjanna til
uppeldis og umönnunar
barna sinna og þar gæti
fæðingarorlof karla
gegnt mikilvægu hlut-
verki að mínu mati.
Jafnrétti með
karlaorlofí
Með því að hvetja
karla með slíkum hætti
til aukinnar þátttöku í uppeldi barna
sinna vinnst margt. Tengslin á milli
föður og barns ættu að styrkjast,
reynsluheimur og viðhorf beggja for-
eldra breytast, vonandi þannig að
ábyrgðin á uppeldinu, umönnun í
veikindum og „fórnir“ í atvinnulífi
eða tómstundum vegna barnanna
verði sameiginlegar í stað þeirrar
kvennaslagsíðu sem nú er í þessum
efnum. Síðast en ekki síst myndi
fæðingarorlof karla jafna stöðuna
gagnvart þátttöku kynjanna á vinnu-
Fæðingarorlof
Raunverulegur árangur
í baráttunni við
launamun kynjanna,
segir Hrannar Björn
Arnarsson, liggur í
breytingum á ábyrgð og
viðhorfum kynjanna til
uppeldis og umönnunar
barna sinna.
markaði og þannig vinna beint gegn
kynbundnum launamun. Eg vil því
skora á ríkisstjórnina að efna ítrekað
loforð sitt um lengingu fæðingaror-
lofs með þeim hætti að lengingin
verði bundin við fæðingarorlof karla.
Slíka breytingu mun sagan efalaust
flokka með mikilvægustu skrefum
sem stigin hafa verið í jafnréttismál-
um á íslandi.
Höfundur er borgarfulltrúi.