Morgunblaðið - 24.03.2000, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 24.03.2000, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FÖSTUDAGUR 24. MARS 2000 49*. Hlíðarendi á Hvolsvelli og Landspítali í Fossvogi FRÁ landnámi ís- lands hafa bæir verið kenndir við dali og önnur kennileiti í um- hverfinu, svo sem Hlíðarendi í Fljóts- hlíð. Þeir sem lesa Is- lendingasögurnar, hvort sem eru inn- lendir menn eða er- lendir, vita, við hvaða sveitabæi er átt eftir því hvar þeir eru staðsettir skv. fornum örnefnum. íslending- ar hafa rakið uppruna sinn og ættir til ákveðinna bæja og byggða. Enginn hefur velkst í vafa um, að Hlíðarendi er staðsettur í Fljótshlíð, þeirri sem fjallað er um í ljóðinu Gunnar- shólmi eftir Jónas Hallgrímsson. Á síðari árum hefur sú hljóðláta breyting orðið, án þess að opinber Nafngiftir ✓ Islendingar staldri nú við og hugsi sitt ráð, áður en lögð eru af sér- heiti á byggingum, segir Auðdlfur Gunnarsson, og forðist að taka upp skrípanöfn í þeirra stað. umræða hafi átt sér stað, að póst- númerakerfið hefur orðið til þess, að sveitabæir eru nú kenndir við næsta þéttbýlisstað með því póstn- úmeri, sem því tilheyrir. Þannig hef ég orðið þess áþreifanlega var, að fólk utan af landi ritar heimilis- fang sitt á þann hátt, t.d. við inn- lögn á sjúkrahús. Af þeim upp- lýsingum verður ekki ljóst, hvort þjóðþekkt býli eins og Húsafell í Borgarfirði sé sveitabær á Mýrum eða jafnvel hús við götu í Borgar- nesi. Það sama gildir um aðra staði svo sem Reykholt, Borg á Mýrum og önnur höfuðból og bæi í Borgarfirði og annars staðar á landinu. Mér kæmi ekki á óvart, þótt forfeður mínir sneru sér við í gröfinni, ef þeir uppgötvuðu, að Skútustaðir í Mývatnssveit væru skyndilega fluttir í vitund fólks til Húsavíkur. Hér er þó ekki eingöngu um þann vanda að ræða, að sveitabæir haldi ekki lengur eðlilegri stað- setningu sinni í byggð landsins. Með riðlun sveitarfélaga hafa kom- ið upp nafngiftir, sem virðast brjóta í bága við íslenska málhefð. Þannig hélt ég að borg þýddi í vit- und flestra stór þéttbýliskjarni. Vart verður sagt, að hinar dreifðu byggðir á bökkum Ölfusár, sem hlotið hafa heitið Árborg, falli und- ir þá skilgreiningu. Svipað má segja um heiti sveitarfélaganna Snæfellsbæjar og Reykjanesbæj- ar. Loks hefur svo tekið steininn úr, þegar farið er að gefa rótgrónum stofnunum og þekktum bygging- um, sem háðar eru höfundarétti hönnuða sinna, ný nöfn, sem brjóta gegn öllum hefðum. Margir núlifandi Islendingar muna byggingu Landspítalans, hvað þá Borgarspítala, og fjölmargir hafa unnið á þessum stofnunum í áratugi. Frá upphafi hefur nafnið Land- spítali átt við þá byggingu, sem reist var árið 1930, enda þótt nafnið hafi verið látið ná til viðbygg- inga og annarra bygg- inga henni tengdra á lóðinni. Þetta á ekki síður við um Borgarspítalann. Nafn hans gaf til kynna, hverjir stóðu að byggingu hans og segir einnig til um staðsetninguna. Landakotsspítalinn, sem á sér lengsta sögu og byggður var af ka- þólsku fólki og rekinn af nunnum í áratugi, hefur frá upphafi tengst Landakotstúninu og öðrum bygg- ingum, sem þar voru reistar af kaþólska söfnuðinum. Hver einstaklingur fær sitt nafn í upphafi æviskeiðs síns og heldur því frá vöggu til grafar og áfram inn í eilífðina. Það verður hluti af persónuleika hans og sérkenni. Svipað á við um staði og opin- berar byggingar. Nöfn þeirra segja oft ákveðna sögu um eðli þeirra og uppruna og tengjast þeim órjúfanlegum böndum. Þess- um nöfnum á því að halda, þótt reksturinn breytist, en slíkt má gefa til kynna með öðrum hætti. Það hljómar hjákátlega og rugl- ar flesta í ríminu að kalla Borgarspítalann fyrst Sjúkrahús Reykjavíkur og síðan Landspíta- lann í Fossvogi, í stað þess að gefa til kynna með öðrum hætti ný tengsl við Landspítalann og Há- skólann í rekstri hins opinbera. Nöfn og önnur auðkenni eiga að vera til að auðvelda einstaklingum að rata á réttan stað. Þannig varð- ar sjúklinga, sem leið eiga á sjúkrahús, meira um að vita hvar viðkomandi bygging er til húsa, en hvort rekstur sjúkrahússins sé í höndum ríkisins eða annarra aðila. Því miður virðist ekki öllum ljóst, að greinilegar nafngiftir og merkingar þjóna mikilvægu hlut- verki til að auðvelda umferð og forða slysum. í því sambandi má benda á ruglingslegar merkingar SLIM-LINE dömubuxur frá gardeur Oðuntv tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680 Auðólfur Gunnarsson LL.OCLUJ'Í3JJJJJjJ nú á heildsöluverði fyrir þig PMS: Við streitu, svefntrufiunum, andlegu ójafnvægi, fyrirtíðarspennu, kvíðaköstum, ofvirkni barna o.fl. í honum er kvöldvorrósarolía auk 20 teg- unda jurta og vítamína sem koma jafnvægi á taugakerfið og veita orku. Blágrænir þörungar: Við sóríasis, exemi, æðakerfi o.fl. Megrunarúdi: L-Carnitine og króm eru frábærir fitubrennarar og slá á hungurtilfinningu. Furubörkur: Vinnur á vöðvabólgu og byggir upp frumur. Kolbrún s. 565 7096 og 895 7096 og Bima s. 566 7732 og 898 8220. gatna, t.d. í Kópavogi og jafnvel merkingar sjúkrastofa á spítölum. Á stórum sjúkrahúsum erlendis eru stofur yfirleitt merktar 3 töl- ustöfum, sú fyrsta gefur til kynna á hvaða hæð og hinar staðsetningu á gangi. Á okkar litlu sjúkrahúsum gera óglöggar merkingar aðstan- dendum oft erfitt að finna aðstan- dendur sína og þurfa því oft á að halda óþarfa leiðbeiningum. Merk- ingar og viðvaranir á þjóðvegum landsins hafa einnig verið mjög ófullkomnar og hætt er við að það hafi valdið óþarfa slysum í umferð- inni. Hér á landi virðist ennþá eima eftir af þeim hugsunarhætti, að vegfarendur eigi að þekkja vegi og aðrar aðstæður eins og bóndi göturnar í túni sínu. Með aukinni umferð bæjarbúa og útlendinga á þjóðvegum landsins er nauðsyn- legt að vara rækilega við hættum, svo sem þrengingu vegar vegna einbreiðra brúa, eða breytingum á akstursskilyrðum, t.d. frá malbiki á möl og hættulegum vegamótum með góðum fyrirvara. Á ferð um hálendi landsins fyrir nokkrum ár- um tók ég eftir því, að víða voru merki á íslensku, sem bönnuðu umferð utan slóða, en engar á er- lendum málum, þótt langflestir vegfarendur væru útlendingar og væru því jafnnær um, hvar leyfi- legt væri að aka. Þeim er því vork- unn, þótt þeir valdi skemmdum á hálendi íslands með akstri utan vega. Eins og skáldið Tómas orðaði það væri landslag lítils virði, ef það héti ekki neitt. Því tel ég nauðsynlegt, að Islendingar staldri nú við og hugsi sitt ráð, áður en lögð eru af sérheiti á byggingum og örnefni og forn heiti á bæjum og byggðum, sem hafa verið veg- vísar í menningu okkar í gegnum tíðina, og forðast að taka upp skrípanöfn í þeirra stað. Höfundur er yfírlæknir á Landspítalnnum. HAGKAUP Meira urval - betri kaup NÝJA BÍLAHÖLLIN Renault Twínoo Easy, áro. 95. ek. 82 Wm. grænn, 5 gita, s-t-v dekk, sk. 01. Verfl 590 þús. Dodoe Grand Caravan SE 4x4 31 árg. 95. ek 100 b.km.. grænn, ssk, 7-manna, s+v dekk. einn með ðllu. Verö 1.390 jiús, lilbofl 1.B50 bús. blár. ssk, r-r, saml, toppl, álfelgur, abs. Verð 2.I5D þús., áhv. lán 2.000 bús. M.Benz 190E, árg. 87, ek. 140 b.km, ssk, blár. toppl. saml, einn eigandi. Fluttur inn al Ræsi (konubíll). Verð 770 þús. VW Bora GL1600, árg. 98, ek. 19 bkm. rauður, 5 gíra, állelgur, s+v dekk. Verð 1.550 þús. ábv. lán 1.430 þus. Funahöfða 1, www.notadirbilar.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.