Morgunblaðið - 24.03.2000, Side 52
,-32 FÖSTUDAGUR 24. MARS 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Sólrún Eiríks-
dóttir fæddist í
Refsmýri í Fellum í
Fcllasveit 14. desem-
ber 1902. Hún lést á
sjúkrahúsinu Egils-
stöðum 18. mars síð-
astliðinn. Foreldrar:
Sveinn Eiríkur Jóns-
son frá Kleif í Fljóts-
dal og Guðbjörg
Gunnlaugsdóttir í
^ Refsmýri og bjuggu
þau þar. Systkini
Sólrúnar sem upp
komust voru: Jón, f.
25. janúar 1891,
lengi kennari og skólasljóri í
Vopnafirði; Kristinn, bóndi í Refs-
mýri og síðar á Keldhólum á Völl-
um, f. 14. júní 1896; Sigríður, f. 7.
febrúar 1898, dó úr lömunarveiki
22 ára; Guðný, f. 16. janúar 1905,
húsmóðir á Dallandi i Vopnafirði,
lést um 1930. Fimm systkini dóu
ung.
Sólrún fór í fóstur að Krossi
Það fór ekki mikið fyrir Sólrúnu
ömmu minni. Reyndar kölluðum við
sýstkinin á Krossi hana litlu ömmu.
En þrátt fyrir að vera frekar lág-
vaxin og fmgerð var hún og verður
ætíð mikil kona í mínum augum og
huga. Amma reyndi mikil áföll og
sorgir á lífsleiðinni en ekkert bugaði
hana. Líklega var það hin mikla og
sterka trú hennar sem hjálpaði
henni yfir erfiða hjalla. Víst þurfti
hún oft að leita á náðir trúar sinnar.
Þrek hennar í andstreymi var og er
öllum sem til þekkja aðdáunarefni.
Amma fæddist í byrjun aldarinn-
'5Sf. Það er ótrúlegt til þess að hugsa
að menn réðu ekki yfir þeirri tækni
að fljúga vélflugvélum þegar hún
fæddist.
Fyrsta vélflug fór ekki fram fyrr
en árið eftir að hún fæddist. Amma
ólst upp á Krossi í Fellasveit hjá
fósturforeldrum sínum Páli og Sól-
veigu. Þau hjónin voru mikið ágæt-
isfólk sem amma mat mikils. A
Krossi átti amma góða æsku og
minntist hún oft með gleði bemsku
sinnar. Á æskuárum hennar voru
ekki girðingar kringum tún. Hún
hafði á sumrin það starf að vaka yfir
misserisgömul. Fóst-
urforeldrar hennar
voru Páll Pálsson frá
Fossi á Síðu og Sol-
veig Jónsdóttir föð-
ursystir hennar frá
Kleif. Sólrún var í
húsmæðraskólanum á
Staðarfelli í Dölum
1927-28.
Hinn 31. júlí 1930
giftist Sólrún Sigfúsi
Guttormssyni, f. 12.
nóvember 1903, sem
ættaður var úr Fellum
og Fljótsdal. Foreldr-
ar hans voru Gutt-
ormur Einarsson og Oddbjörg
Sigfúsdóttir. Sólrún og Sigfús
bjuggu fyrst á Dalhúsum í Eiða-
þinghá 1929-1931 og á Krossi frá
1931. Sigfús fórst með flugvélinni
Glitfaxa 31. janúar 1951. Sólrún
bjó áfram á Krossi til 1964 með að-
stoð barna sinna, sem verða talin
hér: 1) Páll, f. 1931, bjó á Hreiðar-
sstöðum, nú í Fellabæ, kvæntur
túninu og reka kindur frá sem sóttu
í túngresið. Hún sagði mér oft frá
löngu liðnum sumarnóttum þegar
sólin kom upp yfir Svartamelinn og
baðaði landið geislum sínum. Minn-
ingar um fallegar sumarnætur
fylltu hana gleði.
En ekki skein sólin alltaf og þegar
rigning var og kalt skrapp amma
inn í fjós og hlýjaði sér með því að
kúra hjá kúnum sem sváfu á básum
sínum. Sú tilvera sem amma lýsti
frá bernskuárum sínum er í svo
mikilli óravegu frá þeim heimi sem
við nútímafólk lifum í að torskilið er.
Það voru forréttindi að kynnast
þessum heimi í gegnum frásagnir
ömmu. Amma var gáfuð, víðlesin og
hagmælt. Hún var orðin læs sex ára
og hún las mikið alla tíð. Varia kom
maður til hennar öðruvísi en hún
væri með bók í hendi og væri að
lesa. Það var henni mikil blessun að
halda sjóninni þannig að hún gæti
lesið sér til gamans.
í júlí 1930 giftist hún afa mínum,
Sigfúsi Guttormssyni. Árið áður
hófu þau búskap á Dalhúsum í Eiða-
þinghá. Þar fæddist þeim sveinbarn
sem dó í fæðingu. Árið 1931 keyptu
Þóreyju Eiríksdóttur. Eiga sjö
dætur sem allar hafa stofnað eigin
heimili. 2) Oddur, f. 1933, húsa-
smiður Kópavogi, starfsmaður
Áhaldahúss Reykjavíkur, ókvænt-
ur. 3) Sólveig, f. 1935, starfsmaður
bókaútgáfu Iðnú í Reykjavík, á
eina dóttur í námi við Háskóla Is-
lands.
4) Guttormur, f. 1938, bjó á
Krossi, nú húsvörður á Egils-
staðaflugvelli, kvæntur Sigríði
Sigfúsdóttur, eiga fjögur uppkom-
in börn. 5) Eiríkur, f. 1939, vöru-
bílstjóri Fellabæ, kvæntur Þór-
laugu Jakobsdóttur, eiga tvö
uppkomin börn búsett á Akureyri.
6) Þórey, f. 1940, ólst upp á Reyð-
arfirði og bjó þar fyrst, nú búsett á
Hornafirði, átti tvö börn en annað
er látið. 7) Baldur, f. 1941, húsa-
smiður í Fellabæ, kvæntur Hólm-
fríði Hallsdóttur, eiga þrjú börn.
8) Jón, f. 1943, bifvélavirki í Fella-
bæ, kvæntur Svölu Óskarsdóttur,
eiga þrjú börn. 9) Oddbjörg, f.
1944, húsmóðir í Fellabæ, var gift
Víkingi Gíslasyni frá Skógargerði,
áttu fjögur börn en eitt er Iátið.
Útför Sólrúnar fer fram frá Eg-
ilsstaðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14. Jarðsett verð-
ur í heimagrafreit á Krossi.
þau Kross og fluttust þangað. Þar
fæddust þeim níu börn. Starfið var
margt. Afi var heljarmenni til verka
og völundur á tré og járn. Amma
var vel verki farin og afkastaði
miklu. Afi og amma lögðu nótt við
dag og með hverju árinu þokaðist til
betri vegar með húsakost og rækt-
un. Mesti sigurinn vannst sumarið
1950 þegar fjölskyldan fluttist í
nýbyggt steinhús. Eftir erfitt rign-
ingarsumar fylgdi mesti snjóavetur
aldarinnar. Hinn 31. janúar 1951
dundi áfallið yfir. Afi fórst þegar
flugvélin Glitfaxi hrapaði í sjóinn úti
fyrir Vatnsleysuströnd. Flugvélin
var á leið frá Vestmannaeyjum til
Reykjavíkur. í Vestmannaeyjum
hafði afi verið til lækninga hjá Ein-
ari bróður sínum. Það er ógjörning-
ur að setja sig inn í það hversu mikið
áfall lát afa var fyrir ömmu og
bamahópinn. Með einstökum dug,
samheldni, trú og hjálp góðra sveit-
unga tókst að halda áfram þaðan
sem frá var horfið. Oft minntist
amma á með þakklæti í huga hjálp
og stuðning sveitunga sinna á þess-
um erfiðu tímum. En fyrst og síðast
kom erfiðið í hlut fjölskyldunnar
sem eftir stóð. Allir á heimilinu und-
ir leiðsögn ömmu og elstu systkin-
anna lögðust á eitt og unnið var frá
morgni til kvölds við halda bú-
skapnum áfram. Oddbjörg, tengda-
móðir ömmu, var henni stoð og
stytta á búskaparárum hennar og
afa. Hún lést í desember sama ár og
afi og var þar líka skarð fyrir skildi.
Eg á margar mínar dýrmætustu
bemskuminningar frá því amma var
enn á Krossi. Eg man að hún var
óþreytandi við að snúast með mig
úti og inni. Hún las fyrir mig og ég
var tímunum saman hjá henni. Þeg-
ar hún var að prjóna á rúminu sínu
austur í herbergi vatt ég upp band-
hnykla sem hún lét mig hafa eða
skoðaði bækurnar hennar. Á kvöld-
in skreið ég upp í rúm til hennar og
sofnaði hjá henni. Það var alltaf
hlýtt og notalegt hjá ömmu. Ég
saknaði hennar mikið þegar hún fór
af heimilinu. En amma kom og gisti
nokkrar nætur á hverju ári á meðan
heilsan leyfði. Þá var sannkölluð há-
tíð hjá okkur systkinunum. Það
sama gilti eflaust á öðrum heimilum
barna hennar sem hún gisti á. Við
erum öll þakklát fyrir minningarnar
sem eftir standa.
Á efri árum átti amma heimili hjá
Oddbjörgu, yngstu dóttur sinni.
Oddbjörg og fjölskylda hennar eiga
miklar þakkir skildar fyrir að veita
ömmu skjól á heimili sínu eins lengi
og raun varð á. Það er fátítt nú á
dögum að gamalt fólk hafi kost á að
vera á einkaheimilum þannig að
börn og unglingar njóti samvista við
það.
Nú er komið að kveðjustund.
Amma er búin að hafa vistaskipti
eins og hún orðaði það svo oft. Hún
óttaðist ekki vistaskiptin og leit á
þau sem upphaf á nýrri og betri til-
veru. Amma var orðin þreytt og
hlakkaði til nýrra samvista við Sig-
fús sinn sem hún missti svo alltof
fljótt. Hún beið líka eftir að hitta
löngu horfið skyld- og vinafólk og
jafnvel dýr sem henni þótti vænt
um. Amma mun hvíla á Krossi á
þeim stað sem hún kenndi sig ætíð
við og þótti hvað vænst um. Ég mun
ætíð geyma og reyna að hafa fyrir
afkomendum mínum þann arf sem
ég hlaut í viðkynningu minni við
ömmu. Hún var af þeirri kynslóð
sem lagði mikið á sig og bar lítið úr
býtum miðað við erfiði sitt. Trú,
æðruleysi, þakklæti, umhyggja fyr-
ir öðrum og lítillæti ömmu ættu að
vera til fyrirmyndar öllum sem
kynntust henni. Ég, Stefanía Ósk og
dæturnar tvær þökkum fyrir allt.
Ég læt ömmu hafa síðustu orðin
með ljóði sínu Austurland.
Yndistöfrar Austurlands
aldrei gleymast neinum,
en geymast alla æfi manns
innstíhugansleynum.
Austurland mitt æfiskjól;
ég þá hníg að foldu
hjá þér hinstu sjá vil sól
og sofa í þinni moldu.
Sigfús Guttormsson frá Krossi.
Þegar mér var tilkynnt um lát
Sólrúnar föðursystur minnar hinn
18. mars sl. kom strax í hugann
fyrsta minning mín um hana.
Ungmennafélagið Huginn í Fella-
hreppi hélt „boðsball" á útmánuðum
1933. Ég fékk að fara þangað með
föður mínum. Við áttum heima á
næsta bæ, Refsmýri. Dansað var í
stofunum að loknum skemmtiatrið-
um. Ég sat einn á bekk og horfði á
dansinn, frekar undrandi en hug-
fanginn og hafði ekki séð dans fyrr.
Allt í einu kom ung kona, settist á
bekkinn og faðmaði mig að sér og
sagði: „Hér ertu, elsku frændi
minn.“ Þetta var Sólrún föðursystir
mín og hafði ég ekki séð hana fyrr.
Hún sat hjá mér góða stund og tal-
aði við mig. Svo kom einhver og
bauð henni í dans en ég sat einn eft-
ir á bekknum. Indæl stund var liðin.
Síðar á æskuskeiði átti ég eftir að
koma oft í Kross, njóta samvistar
Sólrúnar og barna hennar, sem þá
voru ung og mörg.
Fósturforeldrar Sólrúnar, Páll
Pálsson og föðursystir hennar Sol-
veig Jónsdóttir voru valinkunn hjón,
sem hún minntist með virðingu og
þökk. Einnig var á heimilinu Mar-
grét Ólafsdóttir, móðir Páls. Um
hana ritaði Sólrún grein, sem birtist
í 6. bindi Múlaþings. Þar segir frá
listiðju Margrétar við að breyta ull í
fat. Er það ógleymanlegur lestur.
Rúmlega tvítug fór Sólrún á hús-
mæðraskólann á Staðarfelli, átti þar
ánægjustundir og tengdist skóla-
systrum sínum órofa vináttubönd-
um. Síðan lá leiðin aftur austur á
Hérað. Árið 1928 giftist hún Sigfúsi
Guttormssyni Einarssonar og
Oddbjargar Sigfúsdóttur. Hann var
af bændaættum á Héraði. Þau hófu
búskap á Dalhúsum í Eyvindarárdal
en fluttust í Kross 1931. Og þar liðu
árin, börnunum fjölgaði, gamli bær-
inn varð of lítill og hrörlegur, nýtt
SÓLRÚN
EIRÍKSDÓTTIR
+ Örn Ingólfsson
var fæddur á
Seyðisfirði 7. septem-
ber 1930. Hann lést
17. mars síðastliðinn.
Foreldrar Arnar
voru Ingólfur Þ. Ein-
arsson, símritari, f.
13.11. 1906, d. 20.2.
1970 og Sigríður
Ámadóttir, f. 9.9
1909, d. 1990, bæði
fædd í Reykjavík.
Systkini hans em
Gunnar Páll Ingólfs-
son, tónlistarmaður,
f. 1934 og Valgerður
Ingólfsdóttir, búsett í Bandaríkj-
unum, f. 1942.
Öm kvæntist 10. nóvember 1951
Hallgerði Jónsdóttur, f. 15. maí
1930. Böm þeirra em: 1) Jón, f. 4.
apríl 1952, var kvæntur Ellý Helgu
Gunnarsdóttur, f. 1953. Böm
þeirra em Öm, f. 1970, Óli Öm, f.
1981, Hallgeir, f. 1985 og Hallgerð-
ur, f. 1985. 2) Ingólfur, f. 27. des-
ember 1957, kvæntur Friðrikku
^Sigfúsdóttur, f. 1958. Sonur þeirra
Sjáh'lygnumstraumi
spegilmynd þín birtist mér.
Djúpt í lygnum draumi
djásnumhugannber
Bróðurkærleik í bijósti geymi
blítt þú hélst í hönd á mér.
Leiddirmigíhörðumheimi
heiðríkjan ávallt iylgdi þér.
er Þorsteinn Ragnar,
f. 1982.3) Anna Vala,
f. 10. ágúst 1964, gift
Siguijóni Friðjóns-
syni, f. 1964, börn
þeirra era Aldís
Anna, f. 1984, ísak
Óli, f. 1988 og Hrafn-
hildur Gerða, f. 1996.
Öm og Hallgerður
hófu búskap 1951 á
Merkurgötu 2b,
byggðu sér siðan hús
ofar í götunni að
Merkurgötu 9a og
hafa búið þar allan
sinn búskap.
Öm lauk sveinsprófi í prentiðn
21. janúar 1953 og fékk meistara-
bréf 21. janúar 1957. Hann stund-
aði tónlistamám í Tónlistarskóla
Reykjavíkur og lauk þaðan prófí i
klarinettleik 1950. Öm hefur
stundað iðn sína frá þvi hann lauk
sveinsprófi og rak eigið fyrirtæki,
Amarprent, frá 1954.
Útför Araar fer fram frá Víði-
staðakirkju i dag og hefst athöfnin
klukkan 15.
Það er erfitt að kveðja kæran
bróður. Penninn er þungur í hönd og
í róti minninganna er svo margt sem
maður vildi segja. Þetta er harm-
þrungin stund sem orð ná ei að lýsa.
Ég vil þó herða upp hugann og
senda Edda bróður eins og hann var
alltaf kallaður fáein kveðjuorð.
Við bræður lærðum snemma að
bera harm okkar í hljóði. Upplausn
fjölskyldunnar var okkur þung í
skauti og á viðkvæmum aldri vorum
við viðskila um langan tíma, þú móð-
urlaus og ég föðurlaus. Það náði þó
ekki að eyða þeim bróðurkærleik
sem ávallt ríkti í okkar samskiptum.
Það er mér ríkt í minni þegar ég
fékk að fara með þér í sveitina aðeins
átta ára gamall að Árhrauni á Skeið-
um. Þetta var árið 1942 og stríðs-
hætta á íslandi í hámarki. Þá var
reynt að koma bömum í sveit allt nið-
ur í sex ára aldur vegna hættu á loft-
árásum.
Það var tilkomumikil stund þegar
við skröngluðumst niður Kambana í
hálfkassabílnum og beygjumar voru
svo krappar að það þurfti að bakka í
sumum þeirra til að ná þeim.
Þegar við komum að Kílhrauni öxl-
uðum við pinkla okkar og gengum
vagnslóða í hrauninu heim að Ár-
hrauni sem var drjúgur spölur því ég
man að við þurftum oft að hvíla okk-
ur, en allan tímann sagðir þú mér
sögur af skrítnum körlum og atvik-
um úr sveitinni.
Þennan vegslóða þurftir þú að fara
fjórum sinnum í viku með mjólkina á
hestvagni. Þessa morgna varstu vak-
inn klukkan fimm því vegslóðinn var
það grýttur og ekki mátti mjólkin
hristast uppúr brúsunum því ekki
voru lokin alveg þétt. Mig minnir að
ferðin hafi tekið þrjá tíma fram og til
baka. Þú varst titlaður vinnumaður
og barst það heiti með sóma því
dugnaður hefur alltaf verið þitt
aðalsmerki og það var ekki laust við
að litli bróðir liti svolítið upp til stóra
bróður. Eða þegar þú teymdir hey-
lestina með 8 til 12 hestum í, þá kom
oft fyrir að þú þurftir að taka af eða
setja bagga á klakk og þá fannst mér
stóri bróðir sterkur.
En það var ekki nóg með að þú
þyrftir að vinna oft langan vinnudag,
þú þurftir líka að hafa áhyggjur af
litla bróður sem oft var ódæll og upp-
átektarsamur, en þú gekkst alltaf
fram fyrir skjöldu þegar átti að refsa
mér fyrir tiltækin. Eitt atvik er mér
sérstaklega minnisstætt. Við vorum
sendir niður að Hvítánni sem rann
skammt neðan við bæinn til að skola
saltfisk sem nánast var daglega á
borðum. Við héldum í sporðinn og
sveifluðum honum kröftuglega í
straumnum. Lítil steinbryggja lá frá
bakkanum og við stóðum á henni við
þessa iðju. Þegar þú snerir þér til að
fleygja þínum fiski upp í balann sem
var á bakkanum rakst þú þig óvilj-
andi í mig og ég flaug út í strauminn.
Ég flaut inná lygnu fyrir neðan
bryggjustubbinn og gat kraflað mig í
land nokkuð neðar í ánni. Þegai- við
komum heim, ég rennblautur upp-
fyrir haus, og þú reyndir að útskýra
atvikið skipti það engum togum að ég
var tekinn og rassskelltur hressi-
lega. Þú varðst svo hissa að þú
gleymdir að ganga fram fyrir
skjöldu. Við veltum því oft fyrir okk-
ur seinna af hverju ég var rassskellt-
ur. Var það af því að saltfiskurinn
endaði úti í Atlantshafi? Að ég bleytti
fótin mín? Eða var tækifærið bara
tilvalið til að gefa drengnum ærlega
ráðningu? Við komumst aldrei að
neinni niðurstöðu í þessu máli.
Já! Elsku bróðir, það virðist hafa
verið þín örlög að hafa sífelldar
áhyggjur af litla bróður. Stundum
hafðir þú gaman af að fylgjast með,
en stundum gekk ég líka alveg fram
af þér, en alltaf átti ég vísan þinn
stuðning. Ég held að engum hafi létt
eins mikið og þér þegar ég settist aft-
ur við hljóðfærið og byrjaði að sinna
því eingöngu fyrir fimm árum eftir
langt hlé og hætti þessu hugsjóna-
rugli sem þú kallaðir það oft. Músik-
in hefur alltaf verið samofin þínu lífi,
allt frá því við slógumst um fyrsta
gítarinn sem kom inná okkar heimili
sem mig minnir að þú hafir útvegað.
Músikin var eitt af aðal áhugamálun-
um í þínu lífi. þú gekkst í Tónlistar-
skóla Reykjavíkur og laukst þar
prófi í klarinettuleik með sóma og
lékst í Lúðrasveit Hafnarfjarðar um
nokkurt skeið. Stríðsáramúsikin og
stríðsárasagan átti hug þinn allan og
tel ég þig hafa verið manna fróðastan
í þeim efnum. Benny Goodman og
Glenn Miller voru þínir menn.
Það er ekki langt síðan við töluð-
um um það að fara að setjast niður og
rifja upp þetta lífshlaup okkar og þá
sérstaklega stríðsárin sem við vorum
sannfærðir um að væri efni í heila
bók, en örlögin tóku í taumana.
Elsku Gerða mín! Heimili ykkar
hefur staðið sem bjarg í örlagavef
okkar fjölskyldna í tæp fimmtíu ár og
ég veit að margir óskyldir hafa sömu
sögu að segja. Megi minning um það
standa óhögguð um ókomin ár. Við
Lillý sendum þér, börnum þínum og
fjölskyldum þeirra okkar dýpstu
samúðarkveðjur. Megi Guð halda
verndarhendi yfir okkur öllum í sorg
okkar.
Gunnar Páll.
Hver hefði trúað því að á fimmtu-
dagsmorguninn, kom hann Eddi til
mín upp í sjoppu að kaupa sér Diet-
Coke, eins og venjulega, með bros á
vör og alltaf með sitt góða skap, að ég
ætti ekki eftir að sjá hann aftur. Ég
hef verið svo mikið inni á heimili
ÖRN
INGÓLFSSON