Morgunblaðið - 24.03.2000, Síða 56

Morgunblaðið - 24.03.2000, Síða 56
98 FÖSTUDAGUR 24. MARS 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, fóst- urfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRGVIN LÚTHERSSON fyrrv. stöðvarstjóri Pósts og síma í Keflavík, Básbryggju 51, Reykjavík, lést á heimili sínu miðvikudaginn 22. mars. Bogga Sigfúsdóttir, Eydís Rebekka Björgvinsdóttir, Þröstur Ólafsson, Rikharð Björgvinsson, Björgvin Björgvinsson, Sigurður Lúther Björgvinsson, Steinar Björgvinsson, Sólrún Björk Björgvinsdóttir, Ásta Björgvinsdóttir, Anna Björgvinsdóttir, Auðunn Þór Almarsson, Gunnar Steinn Almarsson, Sigurður S. Almarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Kristín Hjartardóttir, Kristín Marja Baldursdóttir, Hrafnhildur Gísladóttir, Kristín Rover, Michael L. Hunt, Páll Heiðar Jónsson, Halldór Þorsteinsson, Þórey Eyjólfsdóttir, Kristín Stefánsdóttir, t Dóttir mín og systir okkar, JENSÍNA SIGRÍÐUR FRIÐJÓNSDÓTTIR, (Stella), lést á Kópavogshæli miðvikudaginn 8. mars sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Gunnvör S. Gísladóttir, Friðjón B. Friðjónsson, Jón Svavar Friðjónsson, Gísli Jens Friðjónsson, Jórunn Friðjónsdóttir. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN VALFRÍÐUR ODDSDÓTTIR, Sælingsdal, lést á Heilbrigðisstofnun Suðumesja að kvöldi miðvikudagsins 22. mars. Börn, tengdabörn og barnabörn. Okkar ástkæra LOVÍSA SIGURGEIRSDÓTTIR frá Hrísey, verður jarðsungin frá Hríseyjarkirkju laugar- daginn 25. mars kl. 13.30. Börn, tengdabörn og ömmuböm hinnar látnu. t Jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, STEINUNNAR GISSURARDÓTTUR, Naustahlein 9, Garðabæ, fer fram frá Fossvogskapellu laugardaginn 25. mars kl. 10.30. Jarðsett verður að Skarði í Landsveit sama dag kl. 15.00. Jón Guðmundsson, Marinella R. Haraldsdóttir, Þórir Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur hlý- hug og samúð við andlát og útför SVANHVÍTAR STEFÁNSDÓTTUR, Nýbýlavegi 62, Kópavogi. Þökkum starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð fyrir góða umönnun. Jakob Jónatansson, Stefán Jónatansson, Ása Benediktsdóttir, Sigrún Finnjónsdóttir, Ásgeir Sigurðsson, Þorleifur Á. Finnjónsson, María A. Finnjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. MARSHALL B. COYNE + Marshall B. Coyne, mikill at- hafnamaður í Wash- ington og Islandsvin- ur en best þekktur fyrir eign sína, Mad- ison-hótelið, lést á heimili sínu í Wash- ington 16. mars síð- astliðinn, 89 ára að aldri. Hann fæddist í New York, en fluttist til Washington á 5. áratugnum. Marshall var tví- kvæntur, en báðar dætur hans af fyrra hjónabandi voru látnar. Afkom- endur hans eru firnm barnabörn hans og eitt barnabamabarn. Útför Marshall B. Coyne fer fram í Washington í dag. Þær fréttir hafa borist að hinn 16. mars hafi mikill íslandsvinur, Marshall B.Coyne, látist í hárri elli á heimili sínu í Washington D.C. Þær leiðu fregnir komu undirrituðum og ýmsum vinum hans hér þó ekki alveg á óvart. Marshall hafði orðið fyrir því slysi að beinbrotna illa fyrir nokkru og hafði hann legið rúmfastur síðan. Hann lést á sínu fagra heimili við Massachusetts Avenue með fjöl- skyldufólk sér við hlið og verður jarðsettur föstudaginn 24. mars. Af ferli Marshall á athafnasviði kann ég það að segja að hann mun hafa gerst umsvifamikill verktaki í Bandaríkjunum í heimsstyrjöldinni. Að stríðinu loknu fékkst hann mikið við byggingar stórhýsa í höfuðborg- inni. Þar reisti hann, átti og rak um áratugaskeið hið glæsilega hótel The Madison, sem nú er reyndar eina stórgistihúsið þar í einkaeign. Af miklum eignum hans var þetta hótel hið mesta yndi eigandans. Hann stundaði söfnun listmuna sem mjög prýddu The Madison. Heimili hans var og í leiðinni listasafn en þar var einnig mjög merkilegt safn fágætra bóka. Marshall var vinur valda- manna í heimalandinu og víða um heim en flikaði lítt þeim tengslum. Að honum látnum var það haft eftir Ted Stevens, öldungar- deildarþingmanni frá Alaska, að Marshall Coyne hefði verið sá besti vinur sem stjóm- málamaður í Washing- ton gat átt. Ekki vill undirritaður draga það í efa en hann telur, að ekki hafi það síður átt við um erlenda sendi- herra í Washington. Atvikin höguðu því svo, að skömmu eftir komu mína sem sendi- herra í Washington, fóru sendiherrahjónin Parker og Anna Borg til starfs til Reykjavíkur. Við Elsa kona mín héldum þeim hádegisverð í kveðju- skyni en meðal gesta var Marshall, sem ég vissi að átti til vina að sækja á íslandi. Við þetta tækifæri upplýst- ist að hann hefði verið við laxveiðar heima frá því um 1970 og það á hverju sumri í ýmsum helstu veiðiám landsins. Og þó rétt sé að gæta hátt- vísi hans sjálfs um vinatengsl verður ekki hjá því komist að nefna úr hópi vina hans hér þau Vigdísi Finnboga- dóttur og Steingrím Hermannsson. Þegar Marshall var á níræðisaldri í sendiherratíð minni í Washington var lát beggja dætra hans á þrem ár- um af krabbameini honum þungbært og lét hann þá af sumarferðum sín- um til íslands um skeið. Tvö síðast- liðin sumur var hann hér aftur. Var ánægja hans að vera hér á landi mik- il og augljós. Með okkur Marshall Coyne tókst góður kunningsskapur frá því fýrsta og síðan vinátta og skal hið beina til- efni nánar skýrt. Við blasti að finna þyrfti hentugra skrifstofuhúsnæði fyrir sendiráðið í Washington. Við Jón Egill Egilsson, nú sendiherra í Moskvu en þá varamaður sendiherra þar vestra, hófum mikla húsnæðis- leit sem ekki virtist ætla að bera árangur. Eftir eina þrjá mánuði höfðu margir tugir möguleika verið skoðaðir en ekki virtist geta gengið upp að við aðgengilegri leigu færi í senn saman rétt staðsetning, góð að- koma og útsýni með bílastæði í lagi. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. + Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður og afa, GUÐMUNDAR H. INGÓLFSSONAR sveitarstjóra í Reykhólahreppí, sem lést á Landspítalanum, Fossvogi, sunnu- daginn 19. mars sl., fer fram frá ísafjarðar- kirkju laugardaginn 25. mars kl. 14.00. Jarðsett verður í Hnífsdalskirkjugarði. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför móður minnar, tengda- móður og ömmu, ÁSTU TÓMASDÓTTUR, Hvassaleiti 56, Reykjavík. Gísli Gíslason, Sigrún Halldórsdóttir, Ásta Gísladóttir, Halldór Hrafn Gíslason, Jóhanna Ýr Jónsdóttir, Heba Sigríður Kolbeinsdóttir. Þá var það morgun einn að ég minnt- ist þess að eitthvað hefðu þessi mál sendiráðsins borið á góma í fyrr- greindum hádegisverði fyrir Borg- hjónin og hafði þá einn gestanna sagt: „Svona nokkuð getur þú nú leyst, Marshall." Við eftirgrennslan kom í ljós að gegnt Madison hótelinu var 15 hæða skrifstofubygging í eigu Marshalls, sem ég að sjálfsögðu vissi ekkert um. Einnig var mér tjáð að í þessari svo mjög eftirsóttu byggingu var að losna pláss á efstu hæðinni með hinu besta útsýni. Inngangur var hinn veglegasti, aðkoma á hæð- inni ágæt, bílageymsla fyrir hendi og þetta svo á hinum ákjósanlegasta stað! Þegar ákveðið var að semja um langtíma leigu bauð Marshall mjög hagstæð kjör. Vestra tekur húsráð- andi þátt í endurinnréttingu svo sem nauðsynlegt er. Einnig hvað þetta snerti fengum við ágæta úrlausn því Marshall Coyne var í raun jafn áhugasamur og við um að koma í framkvæmd þeirri stórmerkilegu, listrænu sköpun arkitektsins Guð- mundar Jónssonar sem þama varð að veruleika. Nú eru framundan í Washington á þessu ári merkir íslenskir menning- arviðburðir í tilefni árþúsundamóta og 1000 ára afmælis landafundar Leifs Eiríkssonar. Enginn staðar- manna fagnaði mér vitanlega þeim fyrirætlunum jafn innilega og þessi nýlátni vinur Islendinga. Alls staðar bar hann okkur vel söguna og minnti sína mörgu vini á íslensk hagsmuna- mál, sem hann gerði sér far um að kynnast vel. Það er því skarð fyrir skildi þar sem nú er allur þessi ágæti vinur lands okkar og þjóðar. Góðs vinar í starfi mínu í Washing- ton minnist ég með þakklæti og virð- ingu. Blessuð sé minning Marshall B. Coyne. Einar Benediktsson. Marshall B. Coyne lést á heimili sínu í Washington D.C. 16. mars síð- astliðinn, tæplega níræður að aldri. Marshall tengdist íslendingum á ýmsan þann máta sem verðugt er að minnast. Hér mun ég aðeins nefna atriði, þar sem ég átti nokkurn hlut aðmáli. Marshall kom til laxveiða á Islandi í fjölmörg ár. Þannig kynntumst við hjónin Marshall fyrst. Ur því varð góð vinátta. Upp frá því höfum við ætíð gist á The Madison, glæsihóteli hans í Washington. Þar gerði hann íslendingum kleift að búa með sér- stökum kjörum. Marshall reyndist íslendingum ákaflega vel. Naut í því sambandi ekki síst góðra tengsla hans við ráða- menn og stofnanir í Washington. Þegar ég á vegum Seðlabanka ís- lands vann að því að fá Bandaríkja- menn til að gefa út samhliða okkur minnispening um Leif Eiríksson nefndi ég það við Marshall. Hann vildi veita því máli lið og bauð til fjöl- menns kvöldverðar á sínu glæsilega heimili. Þarna voru ýmsir áhrifa- menn úr stjómsýslunni í Washing- ton. í ávarpi sem hann flutti þar, minntist hann þess að faðir minn hefði neitað Þjóðveijum um lending- arrétt árið 1937 og fullyrti að sagan hefði orðið önnur ef Þjóðveijar hefðu ráðið Islandi. Bandaríkjamenn, sagði hann, stæðu því í stórri þakk- arskuld við íslendinga. Marshall minntist þessa iðulega, meðal annars á heimili okkar þar sem hann var gestur sumarið 1998. Þótti mér hann með því vilja undirstrika þann vilja sinn að endurgjalda íslendingum þótt í litlu væri þá örlagaríku gerð. Marshall sat í stjómum margra merkra stofnana, meðal annars þess þekkta háskóla, Georgetown Uni- versity. Hann styrkti íslenska náms- menn til framhaldsnáms þar. Eg kynntist því, hve mikla áherslu hann lagði á að styrkþegar væm ekki að- eins frábærir námsmenn heldur í einu og öllu landi sínu til sóma. Með fráfalli Marshall B. Coyne er skarð fyrir skildi í Washington D.C. Við íslendingar eigum ekki lengur þar þann hauk í homi sem Marshall var. Með þessum fáu orðum þakka ég þann velvilja sem Marshall ætíð sýndi íslandi og íslendingum. Við hjónin vottum fjölskyldu Marshall innilega samúð. Steingrímur Hermannsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.