Morgunblaðið - 24.03.2000, Page 57

Morgunblaðið - 24.03.2000, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MARS 2000 57'- MINNINGAR SVERRIR SIGURÐUR ÓLAFSSON + Sverrir Sigurður Ólafsson fæddist á Akureyri 15. júní 1928. Hann lést á heimili sinu hinn 18. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ólafur Magnús Tryggvason, bóndi á Kirkjubóli í Skutuls- firði, verkstjóri í Reykjavík, f. 9. jan- úar 1905 í Vals- hamri, Geiradalshr., A-Barð., d. 12. sept- ember 1992 og Jens- ína Jóna Kristín Gunnlaugsdóttir húsfreyja, f. 4. apríl 1907 á Efstabóli, Mosvall- ahr., Isafjarðardjúpi, d. 15. des. 1983. Sverrir ólst upp á Kirkjubóli til 16 ára aldurs en flutti til Reykja- víkur með foreldrum sfnum og systkinum. Systkini Sverris eru, Kristjana Edda (d. 8. febrúar 1957); Þórhallur Gunnlaugur; Ól- afur Tryggvi; Brynja Kolbrún og Snorri Jens. Fyrri kona Sverris var Kaino Annikki Kvick. Börn Sverris og Kaino voru Pía Rakel, f. 10. jan- úar 1953 og Kaino Rebekka, f. 19. október 1954, d. 30. desember 1989. Seinni kona Sverris er Hjördís Unnur Guðlaugsdóttir, f. 6. mars 1930 á Reyðarfirði. Börn Sverris og Hjördísar eru Kristín, f. 9. desember 1958, maki Steinar Harðarson; Sverrir Jóhann, f. 9. mars 1965, maki Inga Rut Hlöð- versdóttir. Fóstur- börn Sverris og börn Hjördísar, Guðlaugur Erlings- son, f. 25. janúar 1954, maki Jarþrúð- ur Ólafsdóttir. Helga Erlingsdóttir, f. 21. mars 1956, maki Kristmundur Hákonarson. Sverrir var stúd- ent frá VI og viðbót- arpróf úr stærð- fræðideild MR tók hann 1949. Nám í verkfræðideild HÍ 1949-51. BSc. Honours-próf í raf- orkuverkfræði frá University of Edinburgh 1954. Sverrir starfaði sem áætlanastjóri hjá íslenskum aðalverktökum sf. frá 1954-1956, deildarverkfræðingur f raf- magnsdeild 1955-1956. Hann var rafveitustjóri Austurlands hjá RARIK 1956-1961, framkvæmda- stjóri Ljósvirkis hf. 1961-1965, verkfræðingur hjá Varnarliðinu 1965-1970. Deildarverkfræðing- ur hjá RARIK 1970-1986. Einnig stundaði hann kennslu við raf- magnsdeild Tækniskóla íslands 1973-1986. Á sfnum yngri árum æfði Sverrir frjálsar íþróttir. Á námsárum sfnum í Edinborg varð hann Edinborgarmeistari í kúlu- varpi, kringlukasti og spjótkasti 1952-53. Sverrir var Frímúrari. Útför Sverris fer fram í Grens- áskirkju í dag og hefst athöfnin kukkan 13.30. Sverrir Sigurður Ólafsson, bekkjarbróðir okkar í Verzlunar- skóla íslands, lést í Reykjavík 18. mars s.l. Sverrir var ágætur náms- maður og lauk stúdentsprófi með okkur 1949 með hárri 1. einkunn. Hann hafði áður tekið ákvörðun um að stunda nám í verkfræði að stúdentsprófi loknu, en þar sem ekki var stærðfræðideild við Verzunarskólann á þeim tíma lauk hann samhliða stúdentsprófi í raungreinum við stærðfræðideild Menntaskólans í Reykjavík, einnig með góðum árangri. Veturinn 1948-1949 rak bekkur- inn skólaverslun með slíkum árangri að nægði að langmestu leyti til þriggja vikna ferðar um Norðurlönd. Við skipulag ferðar- innar naut bekkurinn dyggilegrar aðstoðar og fyrirgreiðslu Vilhjálms Þ. Gíslasonar, skólastjóra og Nor- rænu félaganna á Norðurlöndum. Jók þetta mjög á þá samheldni sem lengi einkenndi þennan hóp. Sverrir stundaði nám við verk- fræðideild Háskóla íslands 1949- 1951, en innritaðist þá um haustið í rafmagnsverkfræði við háskólann í Edinborg í Skotlandi og lauk þaðan B.Sc. Honours prófi vorið 1954. Sverrir var slíkur afburða náms- maður, að hann var annar tveggja af miklum fjölda verkfræðinema sem gengu til þessa prófs og náði því með sæmd. Skýringin á miklu falli var sú að honours námið var tekið samhliða B.Sc. náminu á þremur árum og var flestum ofviða að komast í gegn um það á svo skömmum tíma. Nokkru seinna var verk- fræðinám til honours prófs lengt í fjögur ár. Eftir þennan náms- árangur var Sverrir eindregið hvattur til doktorsnáms af kennur- um sínum. Hann lagði ekki í frek- ara nám enda þá þegar kvæntur fyrri konu sinni, Kaino Kvikk, frá Finnlandi, sem hann hafði kynnst í Edinborg og þau eignast dóttur. Ástæðan var ofur einföld. Náms- menn á þeim árum áttu ekki kost á námslánum eins og tíðkast í dag. Þeir stúdentar sem hófu nám við erlenda háskóla gátu fengið styrk í tvö ár sem nam 6.000 krónum á ári sem jafngilti 130 sterlingspundum. í flestum tilvikum dugði þetta varla einstaklingi fyrir þriðjungi árlegs námskostnaðar. Þriðja árið áttu þeir kost á 6.000 króna náms- láni. Fyrstu árin í Edinborg bjó Sverrir hjá Páli og Hörpu Ardal í Bellevue Gardens, en leigði íbúð í Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist fonnáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takm- arkast við eitt til þijú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisft’éttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. vesturborginni eftir að hann var kominn með fjölskyldu, en þar eignuðust þau Kaino dótturina Píu Rakel, glerlistamann. Sverrir stundaði íþróttir á námsárunum í Verzlunarskólanum með góðum árangri og auk þess keppti hann fyrir Iþróttafélag Reykjavíkur. Hann tók upp þráð- inn þegar til Edinborgar kom og keppti reglulega í frjálsum íþrótt- um innan háskólans og í árlegri frjálsíþróttakeppni skosku háskól- anna, svonefndri Inter Varsity keppni. Hann náði frábærum árangri í kastgreinum. Náði hann undantekningarlaust fyrsta sæti í kúluvarpi og verðlaunasætum í kringlukasti og spjótkasti, stund- um fyrsta sæti. Hann keppti einn- ig á mótum utan háskólans með ágætum árangri. Við bekkjarbræður hans sem vorum við nám á sama tíma í Bret- landi fylgdumst oft með þessum keppnum, m.a. í Aberdeen, St. Andrews auk Edinborgar. Vakti árangur Sverris ætíð verðskuldaða athygli áhorfenda. Eftir heimkomuna stofnuðu Sverrir og Kaino heimili í Reykja- vík. Þar fæddist þeim dóttirin Kaino Rebekka, verkfræðingur, sem er látin. Sverrir og Kaino slitu samvistir. Sverrir hóf störf sem áætlunar- stjóri hjá Islenskum aðalverktök- um á Keflavíkurflugvelli 1954-1956 og deildarverkfræðingur í raf- magnsdeild 1955-1956. Verkfræð- ingur hjá Rafmagnsveitum ríkisins og rafveitustjóri Austurlands var hann 1956-1961 með aðsetri á Eg- ilsstöðum. Umdæmi hans náði yfir báðar Múlasýslur og Austur- Skaftafellssýslu. Þar kynntist hann seinni konu sinni Hjördísi Unni Guðlaugsdótt- ur og gengu þau í hjónaband 1958 og stofnuðu heimili á Egilsstöðum. Þau voru vinsæl mjög, gestakomur tíðar og gestrisni þeirra mikil. Börn þeirra eru Kristín, kennari, búsett í Reykjavík og er sambýlis- maður hennar Steinar Harðarson og Sverrir Jóhann búsettur í Reykjavík og er sambýliskona hans Inga Rut Hlöðversdóttir. Fósturbörn Sverris og börn Hjör- dísar eru Guðlaugur Erlingsson, kona hans er Jarþrúður Ólafsdótt- ir og Helga Erlingsdóttir, hennar maður er Kristmundur Hákonar- son. Árið 1961 stóð Sverrir að stofn- un fyrirtækisins Rönnings h.f., seinna Ljósvirkis h.f. ásamt nokk- urum kunningjum og bekkjarfé- lögum frá Verzlunarskólasárunum og var hann forstjóri þess til 1965. Verkfræðingur varð hann hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli 1965-1970 og deildarverkfræðingur í áætlanadeild Rafmagnsveitna ríkisins frá 1970-1986. Jafnframt var hann stundakenn- ari við rafmagnsdeild Tækniskóla íslands frá 1973-1986. Sverrir lét af störfum 1987. Fyrir hönd bekkjarsystkina okk- ar viljum við votta Hjördísi, fjöl- skyldu hennar og öðrum afkom- endum og skyldmennum Sverris samúð okkar og óskum þeim Guðs blessunar. Helgi Ólafsson og Már Elísson. Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró-og greiðslukortaþjónusta + Fá orð geta lýst því þakklæti sem ( hjarta okkar býr fyrir þann mikla stuðning, samúð og alla þá hjálpsemi, sem okkur hefur verið sýnd við fráfall elskulegs sonar okkar, bróður og barnabarns, JÓNS ARNAR GARÐARSSONAR, Gnoðarvogi 52. Sigurdis Jónsdóttir, Birgir Rafn Árnason, Garðar Ingþórsson, Ingibjörg Óladóttir, Tanja Mist Birgisdóttir, Tómas Óli Garðarsson Matthías Garðarsson, Heiða Björk Garðarsdóttir, Jón Eiríksson, Jóna Karítas Jakobsdóttir, Ingþór Björnsson, Kalla Lóa Karlsdóttir. + Þökkum af alhug öllum þeim er sýndu okkur samúð, vináttu og hjálp vegna andláts og út- farar föður okkar, tengdaföður og afa, GISSURAR GUÐMUNDSSONAR frá Súgandafirði, síðast til heimilís á Skjólbraut 1, Kópavogi. Halldóra Gissurardóttir, Þorbjörn Gissurarson, Guðmundur Gissurarson, Herdís Gissurardóttir, Elín Gissurardóttir, Sesselja G. Halle, Sigríður Gissurardóttir, Jóhanna Gissurardóttir, Óskar Helstad, Dagrún Kristjánsdóttir, Hildur Ottesen, Júlíus Arnórsson, Barði Theodórsson, Alf Halle, Páll Bjarnason, Már Hinriksson og barnabörn. + Innilegstu þakkir fyrir samúð vegna andláts og útfarar okkar elskuðu eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGVELDAR MARKÚSDÓTTUR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Klapparstíg 9, Reykjavík. Stefán T. Hjaltalín, Sigurbjörg M. Stefánsdóttir, Guðmundur M. Sigurðsson, Ingibjörg St. Hjaltalín, Jóhannes Sv. Halldórsson, Sigurður J. Stefánsson, barnabörn og fjölskyldur þeirra. + Hjartanlegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför elskulegrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR ÞÓRU GESTSDÓTTUR, Stóragerði 1. Guð blessi ykkur öll. Guðgeir Þórarinsson, Dóra Guðrún Kristinsdóttir, Jón Þ. Hilmarsson, Eva Sigríður, Guðgeir Sverrir, Davíð Örn, Hildur Ósk, Hilmar Bragi. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elsku- legrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÖNNU MAACK, Skúlagötu 20, Reykjavík. Guðrún H. Maack, Sverrir Sveinsson, María B.J. Maack, Reynir Einarsson og ömmubörnin. *

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.