Morgunblaðið - 24.03.2000, Page 58
á8 FÖSTUDAGUR 24. MARS 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
Ragnheiður
Jónsdóttir fædd-
ist að Botni í Dýra-
fírði 9.september
1909. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Garðvangi, Garði
19. mars siðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Krist-
jana Sigurlínadótt-
ir, f. 6. janúar 1882
og Jón Jústsson, f.
28. september 1854.
Systkini hennar
voru Sigurlína Mar-
grét, f. 16. október
1900; Sigríður Jóna, f. 24. októ-
ber 1901; Þórður Kristinn, f. 24.
júlí 1904; Magnús, f. 9. septem-
ber 1909 (tvíburi við Ragnheiði);
Sigurlaug, f. 14. febrúar 1914;
Ingunn, f. 9. maí 1916; Garðar, f.
28. júní 1917 og Inga Snæbjörg,
f. 8. september 1921.
Ragnheiður eignaðist soninn
Hjalta, f. 29. desember 1932.
Faðir hans var Hjalti
Hansson, f. 25. júní
1909, d.10. janúar
1998. Þau hófu
aldrei sambúð. Hjalti
kvæntist í ágúst 1961
Poltru Frederiksen,
f. 21. aprfl 1935.
Börn þeirra: 1)
Ragnar Arnar, f. 9.
júní 1962, rafvirki, d.
9. október 1991 og 2)
Álfhildur Ósk, raf-
virki f. lö.maí 1965.
Maki: Anfinn Paul-
sen rafvirki. Þau
eiga þrjá drengi, Al-
bert, Hjalta Ragnar og Jósef og
eru búsett í Færeyjum.
Um 1940 hófu Ragnheiður og
Jón Valgeir Eliesersson, f. 8. maí
1895, d. 19. nóvember 1956, bú-
skap í Keflavík, fyrst að Aðal-
götu 5 og síðar að Aðalgötu 17
þar sem Ragnheiður bjó þar til í
nóvember sl. er hún flutti að
hjúkrunarhcimilinu Garðvangi.
Synir þeirra eru 1) Marinó
Þórður, f. 24. október 1943.
Sambýliskona hans var Hrönn
Haraldsdóttir, f. 28.ágúst. 1940,
d. 31. janúar 1987. 2) Sigurður,
f. 12. mars 1946. Hann kvæntist
Önnu Skúladóttur, f. 30. október
1948 árið 1972, en þau slitu sam-
vistum _ 1982. Börn þeirra: 1)
Eirný Ósk, f. 3. maí 1973, fram-
kvæmdastjóri búsett í Skotlandi,
og 2) Áslaug Dröfn, f. 12. októ-
ber 1979, nemi í Reykjavík.
Ragnheiður ólst upp í Dýra-
firði, fyrst hjá foreldrum sinum,
en 12 ára gömul fór hún í skóla
á Þingeyri og var þá tekin í fóst-
ur af sr. Þórði Ólafssyni prófasti
og Maríu Isaksdóttur konu hans
á Þingeyri. Hún flutti síðan með
þeim til Reykjavíkur þar sem
hún starfaði við Laugarnesspít-
ala og víðar. Eftir að hún fluttist
til Keflavíkur vann hún ýmis
fiskvinnslustörf þar til 1954 að
hún hóf störf hjá Kaupfélagi
Suðurnesja þar sem hún starfaði
í 25 ár eða þar til hún varð sjö-
tug.
Utför Ragnheiðar verður gerð
frá Keflavíkurkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 16.
RAGNHEIÐUR
JÓNSDÓTTIR
Mig langar að minnast fyrrver-
andi tengdamóður minnar í örfáum
orðum.
Eg kynntist Ragnheiði fyrir tæp-
um þrjátíu árum þegar sonur henn-
ar, Sigurður, kynnti mig fyrir til-
vonandi tengdamóður minni.
Eg man að ég hugsaði: „Hvernig
getur svona lítil kona átt svona stór-
an son?“ En þegar ég kynntist
Ragnheiði betur uppgötvaði ég
hversu stór hún var. Þarna fór
kona, sem lét sér ekki allt fyrir
brjósti brenna. Hún hafði ákveðnar
skoðanir á mönnum og málefnum,
og ef henni mislíkaði eitthvað var
hún ekkert að skafa utan af því.
Hún var vinmörg og fannst mörg-
um gott að koma og fá sér kaffisopa
við eldhúsgluggann á Aðalgötunni.
Þar var margt rætt og oft hlegið
dátt.
Ragnheiður hélt áfram að vera
tengdamóðir mín, þó svo við Sigurð-
ur slitum samvistir. Hún hefur
ávallt reynst mér mjög vel því það
er ekki sjálfgefið að fá að halda
áfram að vera hluti af fjölskyldunni
eftir skilnað.
Hún var amma tveggja dætra
minna, sem hún vildi allt fyrir gera.
Þegar ég síðar eignaðist Karen
Emilíu leit hún á hana sem sitt
ömmubam og hefur aldrei gert upp
á milli þeirra þriggja.
Karen þótti líka ákaflega vænt
um ömmu sína í Keflavík.
Ragnheiður hafði gaman af að
ferðast bæði innan- og utanlands.
Hún ferðaðist til Norðurlandanna
og Færeyja, þar sem sonur hennar,
Hjalti, býr. Nokkrar ferðir fór hún
til sólarianda, henni fannst gott að
vera í sólinni og kom svo tíl baka
kaffibrún og endurnærð.
Þegar hún var tæplega sjötug lét
hún sig ekki muna um að ferðast
alla leið til Afríku. Við Sigurður
bjuggum þá í Naíróbí í Kenýa, þar
sem hann vann við þróunaraðstoð.
Þetta var langt og mikið ferðalag
fyrir fullorðna konu með takmark-
aða málakunnáttu. Fyrir Ragnheiði
var þessi ferð eitt stórt ævintýri.
Það var ekki síður ævintýri fyrir
mig að upplifa ævintýrið með henni.
Hún tók eftir smáatriðum sem mér
fannst sjálfsögð.
Að eyða jólunum í sumarsól, sitj-
andi undir pálmatrjám, borða fram-
andi ávexti og nýstárlega rétti. Að
skynja lykt og hljóð náttúrunnar,
heyra trumbuslátt innfæddra og
horfa upp í stjörnubjartan Afríku-
himininn.
Það er margs að minnast þegar
ég hugsa til baka og ég á eftir að
sakna hennar og símtalanna okkar,
sem stundum gátu orðið nokkuð
löng.
Þakka þér fyrir að þykja vænt um
mig.
Blessuð sé minning þín.
Anna Skúladóttir.
Nú hefur vinkona mín og frænka
Ragnheiður Jónsdóttir, eða Ragna,
lagt upp í sína hinstu ferð eftir 90
ára lífsleið og mig langar því til að
kveðja hana með nokkrum orðum.
Ragna fæddist og ólst upp í Dýra-
firði í byrjun 19. aldar og var alla tíð
mikill Vestfirðingur í mínum huga.
Hún hafði þau skapgerðareinkenni
sem margir þeirra bera, þ.e. þraut-
seigju og ákveðni í bland við húmor
og hlýju.
Mín fyrstu kynni af Rögnu voru
þegar ég kynntist syni hennar Sig-
urði um tíu ára aldurinn og fór að
venja komur mínar á Aðalgötuna.
Þá hafði fjölskyldan nýlega gengið í
gegn um þá miklu raun að missa
fjölskylduföðurinn, Jón Elíesersson.
Var mikið á þau lagt og sérstaklega
Rögnu, sem nú hafði ein fyrir fjöl-
skyldunni að sjá. Engan bilbug var
þó á henni að finna og hún hélt sínu
striki. Hún vann af hörku alla tíð,
kom sonum sínum til manns og skil-
aði sínu hfsstarfi með prýði.
Ragna bjó lengst af í sínu húsi að
Aðalgötu 17 í Keflavík og þó eflaust
væru efnin oft ekki mikil var hún
alltaf rík af hjartahlýju og gestrisni.
Ein minning sem upp kemur í hug-
ann er þar sem við Siggi sitjum við
eldhúsborðið að borða klatta beint
af pönnunni og drekka kaffi með.
Ragna stendur við eldavélina og
bakar syngjandi. Milli þess ræðir
hún málin við okkur strákana og
hggur ekkert á skoðunum sínum
enda ákveðin kona með sínar sjálf-
stæðu skoðanir. Seinna, þegar leiðir
okkar Sigga höfðu legið út í heim og
til baka, heimsótti ég hana stundum
á efri árum, þó vík væri milli vina,
og fékk enn klatta eða pönnukökur
og sömu skemmtilegu samræðumar
um gang málanna. Þetta eru ljúfar
minningar sem ég mun geyma lengi.
Síðast liðið haust flutti Ragna á
hjúkrunarheimilið Garðvang í Garði
og móðir mín stuttu seinna. Þar fór
vel um hana og naut hún frábærrar
umhyggju og hjúkrunar starfsfólks-
ins þar. Þangað heimsótti ég hana
nokkrum sinnum og komst að því að
létta skapgerðin og lífsáhuginn voru
enn á sínum stað, þó líkaminn væri
eitthvað farinn að bila.
Mig langar að endingu til að
þakka Rögnu fyrir samfylgdina og
þá tryggð og umhyggju sem hún
sýndi mér alla tíð. Fjölskyldunni
sendi ég mínar samúðarkveðjur.
Páll V. Bjamason.
MARGRETP.
EINARSDÓTTIR
+ Margrét P. Einarsdóttir fædd-
ist á Þórustöðum í Bitrufirði á
Ströndum 2. júní 1909. Hún lést á
Hrafnistu í Reykavík 10. mars síð-
astliðinn og fór útför hennar fram
frá Áskirkju 21. mars.
Mig langar til að minnast góðrar
konu, Margrétar Einarsdóttiu-.
Þegar við Pétur vorum að byrja að
búa fengum við leigt á Kambsvegin-
um hjá Möggu og Eyþóri, þau
jrjuggu þar með þremur sonum sín-
um. Þar var gott að vera, okkur leið
þar mjög vel þótt plássið væri ekki
stórt, það skipti ekki máli í þá daga.
Magga reyndist mér mjög góð og
hjálpsöm, hún kenndi mér margt
sem ég bý að í dag. Ég man þegar við
fórum í Þvottalaugamar að þvo
þvottinn okkar árin 1953-1955. Ég
hafði aldrei komið þar, svo þetta var
mikið ævintýri, það voru yndislegir
dagar sem ég hefði ekki viljað missa
af.
Ég minnist Möggu með virðingu.
Sendi sonum hennar, Birgi, Þórami,
Steinjxiri og fjölskyldum þeirra sam-
úðarkveðjur.
Svanhildur Óladóttir.
UTFARARSTOFAISLANDS
Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður
Útfararstofan sér um stóranhluta af útförum á höfuðborgarsvæðinu og er samkvæmt
verðkönnun Mbl. með lægstu þjónustugjöldin v. kistulagningar og/eða útfarar.
Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu.
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri.
•ími 896 8242
Sverrir
Olsen
tfararstjóri.
Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi.
Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn.
www.utfararstofa.ehf.is
tíalilur Bóbó
Vrederiksen
útfararstjóri.
ími 895 9199
ELISABET
SÓLVEIG
HARÐARDÓTTIR
+ Eh'sabet Sólveig
Hai'ðardóttir
fæddist í Bay Shore á
Long Island í Banda-
ríkjunum hinn 6. nóv-
ember 1950. Hún lést
á deild A-5 á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur
hinn 17. mars síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Hörður
Gunnarsson frá Þver-
árdal í A-Hún, f. 13.1.
1915, d. 26.5.1985, og
Katheryn Roberta
Catlin, f. 2.8. 1923, d.
8.4. 1985. Systkini
Sólveigar vom: Ámi Haukur
Gunnarsson, samfeðra, f. 1.1.
1937, Gunnar Birgir Gunnarsson,
f. 28.2. 1945, Virginia Lóa Gunn-
arsson, f. 20.3. 1946, William
Reynir Gunnarsson, f. 28.11. 1948,
og Ellen Brynja Thorsteinsson, f.
28.2. 1952. Þau era öll búsett í
Bandaríkjunum.
Bamsfaðir Sólveigar var André
Muhammed Kadmiri, f. 10.5.1947.
Bam þeirra er Katrín María And-
résdóttir, svæðisfúlltrúi Rauða
krossins á Norðurlandi, f. 28.12.
1968. Eiginmaður hennar er Rún-
ar Gíslason, bifreiðarstjóri. Sonur
Katrínar og Rúnars er Matthías
Rúnarsson, f. 28.10.
1999.
Eiginmaður Sól-
veigar var Siguijón
Tobíasson, f. 8.12.
1944. Þau skildu.
Börn þeirra eru Jó-
hanna Friðbjörg Sig-
urjónsdóttir lífefna-
fræðingur, f. 1.5.
1972, sambýlismað-
ur hennar er Magnús
Gunnarsson húsa-
málari, f. 27.9. 1969,
og Elfa Björk Sigur-
jónsdóttir, f. 5.6.
1975. Sonur þeirra
var andvana fæddur 22.7.1973.
Sólveig var búsett í Bandaríkj-
unum til tíu ára aldurs en fluttist
þá til Islands með (jölskyldu sinni
og næstu tíu árin bjuggu þau í
Reykjavík og nágrenni. Hún fór í
Húsmæðraskólann á Löngumýri í
Skagafirði veturinn 1969-70. Þann
vetur kynntist hún eiginmanni sín-
um og bjuggu þau í Geldingaholti í
Skagafirði. Hún fluttist aftur til
Reykjavíkur 1984 og hefur búið
þar síðan. Hún vann meðal annars
verslunar- og skrifstofustörf.
Utför Sólveigar fer fram frá
Háteigskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30
Elsku Sólveig. Það tekur mig
sárt að kveðja þig en það er jú allt-
af sárt að kveðja þann sem manni
þykir vænt um, en allar þær fjöl-
mörgu góðu minningar sem ég á
um þig munu hjálpa mér að komast
í gegnum sorgina. Þegar ég flutti
norður með mömmu minni þá var
mér strax tekið vel á heimili þínu
og var algjör heimalningur hjá þér
og eftir að þú fluttir suður þá var
það eins, það var alltaf gott að
koma í heimsókn til þín hvort sem
það var í Lynghaganum eða Stór-
holtinu og rabba við þig um allt og
ekkert. Ég man líka eftir því að
eftir að þú varst flutt suður beið ég
alltaf spennt eftir að þú kæmir
næst í heimsókn norður og var allt-
af tilbúin með lítinn pakka handa
þér nema í eitt skipti, þá vissi ég
ekki að þú værir að koma fyrr en
mamma sagði við mig: „Ætlarðu
ekki að hlaupa uppeftir og kíkja á
Sólveigu?" Og ég sagði að ég gæti
ekki farið strax því ég væri ekki
með neinn pakka tilbúinn. Þá sagði
mamma að þú þyrftir ekki pakka
en það fannst mér ekki ganga svo
ég tók gula drykkjarkönnu sem ég
átti og gaf þér og mér þótti svo
vænt um hvað þú hélst upp á hana
þó svo að með tímanum upplitaðist
kannan og handfangið brotnaði af.
Þegar veikindin þín komu upp
fyrst var ég stödd ásamt yngstu
dóttur þinni í Bandaríkjunum sem
au pair og ég man að ég talaði við
þig í símann og man að þú sagðir:
„Æ, þú veist að Sólveig þarf alltaf
að vera öðruvísi en aðrir og fékk
krabbamein í eyrað en ekki bara í
litlu tá sem ég hefði bara látið
skera af.“
Mér fannst erfitt að vita hve oft
þér leið illa í veikindum þínum sem
voru mikil og erfið en mér finnst
það heldur ekki sanngjarnt að
þurfa aðsætta mig við að þú hafir
verið tekin frá okkur og hafa bara
minninguna um þig en geta ekki
farið og kíkt í heimsókn til þín en
allar góðu minnigarnar munu vafa-
laust hjálpa mér í gegnum sorgina.
Síðast þegar ég hitti þig varstu
að hitta Ella kærasta minn í fyrsta
sinn og ég man að þú sagðir:
„Hugsaðu nú vel um Lullu mína.“
Það lýsir einmitt persónuleika þín-
um best, þú hugsaðir vel til allra og
fylgdist líka með að aðrir gerðu
það.
Að lokum vil ég þakka þér fyrir
allar stundirnar sem við áttum
saman og alla þá tryggð og vináttu
sem þú gafst mér.
Elsku Elfa, Hanna, Maggi, Kata,
Rúnar, Matthías og aðrir aðstand-
endur, ykkur sendum við Elli okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Megi Guð styrkja ykkur í þessari
sorg.
Þín
Sigurlaug Dóra.
Birting afmælis- og
minningargreina
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjóm blaðsins í
Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi (569
1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer
höfundar/sendanda fylgi.
Um hvem látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200
slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þijú erindi. Greinarhöfundar em beðnir að hafa
skímamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein-
ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar em birtar afmælisfréttir
ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent-
uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað.
Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali em
nefndar DOS-textaskrár. Þá era ritvinnslukerfin Word og Wordperfect
einnig auðveld í úrvinnslu.