Morgunblaðið - 24.03.2000, Síða 59

Morgunblaðið - 24.03.2000, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MARS 2000 59^ KIRKJUSTARF Morgunblaðið/Árni Sæberg Vídalínskirkja Safnaðarstarf Arsafmæli fermingar- innar NU eru fermingarbörn fyrra árs, í Garðaprestakalli, þ.e.a.s. börn fædd 1985, boðuð til kirkjunnar að nýju, ásamt foreldrum sínum. Þarna munum við rifja upp og endurnýja kynnin. Hér er um árvissan atburð að ræða til styrkingar fermingarbörn- unum og fjölskyldum þeirra, á þess- um fyrstu árum eftir ferminguna. Dagskrá: Stutt helgistund í kirkjunni, fulltrúi frá forvarnar- deild lögreglunnar kemur og fræðir okkur um ýmislegt, m.a. vímuefni og vandamál þeim tengd. Umræður á eftir. Veitingar í boði kirkjunnar. Happdrætti með glæsilegum vinn- ingum. Skemmtiatriði frá ferming- arbörnum. Það er von okkar að „Ársafmæl- ið“ megi verða til að styrkja þau vináttubönd sem bundin voru í fermingarstarfinu og stuðla að kynnum milli fermingarbarna og nýja prestsins, sr. Friðriks J. Hjartar, svo að þau endist út ævina. Fermingarbörn mega vita að þau eiga „hauka í horni“ þar sem kirkj- an þeirra er. Hittumst glöð og hress í kirkjunni og eigum góða samveru. Hans Markús Hafsteinsson sókn- arprestur og Friðrik J. Hjartar prestur, Garðaprestakalli. 1 n\C lUv JyLf KRISTIN TRÚ í ÞÚSUND ÁR ÁRIÐ 2000 Kirkjugöngur Á laugardaginn kemur, 25. mars, verður ellefta kirkjugangan. Kirkjugöngurnar hófust frá Sel- tjarnarneskirkju í lok október og var komið við nánast öllum kirkjum á leiðinni. Áð var yfir jól og áramót í Laugarneskirkju, en ferð- imar hófust aftur þaðan nú um miðjan febrúar. Síðan þá hefur ver- ið gengið um Laugarásinn inn í Langholt og um Grensás að Bú- staðakirkju, um Grafarvoginn og Árbæinn og þaðan um Breiðholtið. Nú á laugardaginn kemur verður farið frá Seljakirkju, haldið í Breið- holtskirkju, síðan verður komið við á Smiðjuveginum hjá fríkirkjunni Veginum og þaðan haldið í Hjalla- kirkju. Tvær síðustu göngurnar verða tvo fyrstu laugardagana í apríl, en leiðin liggur um Kópavog, endað verður í Kópavogskirkju 8. apríl nk. Fólk er hvatt til að kynna sér auglýsingar í kirkjunum og koma og taka þátt í gefandi og fræðandi starfi. Á morgun verður ganga nr. 11. Lagt verður af stað frá Umferðar- miðstöðinni kl. 10 og hefst gangan við Seljakirkju. Gönguleiðin verður frá Selja- kirkju að Breiðholtskirkju, síðan verður komið við á Smiðjuveginum hjá fríkirkjunni Veginum og þaðan haldið í Hjallakirkju. Hreyfing, fræðsla og bænahald. Veitingar í boði sóknarnefndar Hjallakirkju. Þátttökugjald kr. 500. Frítt fyrir börn undir 15 ára í fylgd með full- orðnum. Hallgrímskirkja. Lestur passíu- sálma kl. 12.15. Langholtskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl.11-13. Létt hreyfing, slökun og kristin íhugun. Kyrrðar- og bænastund í kirkjunni kl. 12. Orgelleikur, sálmasöngur. Fyrirbænaefnum má koma til sókn- arpresta og djákna. Kærleiksmál- tíð, súpa, salat og brauð eftir helgi- stundina. Lestur passíusálma kl. 18. Laugarneskirkja. Mömmumorg- unn kl. 10. Kaffispjall fyrir mæður, góð upplifun fyrir börn. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús í Strandbergi laugardagsmorgna. Trú og mannlíf, biblíulestur og kyrrðarstund. Fíladelfía. Unglingasamkoma kl. 20.30. Mikill og hress söngur. Allir hjartanlega velkomnir. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Samkomur alla laugardaga kl. 11 og á sunnudögum kl. 17 er námskeið í Daníelsbók. Allir hjartanlega vel- komnir. Á morgun er Bjarni Sig- urðsson með prédikun og Steinþór Þórðarson með biblíufræðslu. Sam- komunum er útvarpað á FM 107. Barna- og unglingadeildir á laugar- dögum. Súpa og brauð eftir sam- komuna. Landakirkja, Vestmannaeyjum. Kl. 12.30 Litlir lærisveinar, eldri deild. Kl. 13.15 Litlir lærisveinar, yngri deild. Ilofskirkja á Skaga. Kirkjuskóli kl. 14. Víkurprestakall í Mýrdal. Kirkjuskólinn í Mýrdal er með sam- verur á laugardagsmorgnum kl. 11.15 í Víkurskóla. Frelsið, kristileg miðstöð. Bæn- astund kí. 20 og Gen X, frábær kvöld fyrir unga fólkið, kl. 21. Sjöundadags aðventistar á ís- landi: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjón- usta kl. 11.15. Ræðumaður Björgvin Snorrason. Safnaðarheimili aðventista, Blikabraut 2, Keflavik: Guðsþjón- usta kl. 10.15. Biblíufræðsla eftir guðsþjónustu. Ræðumaður Einar Valgeir Arason. Safnaðarheimili aðventista, Gagnheiði 40, Selfossi: Biblíu- fræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Eric Guðmundsson. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vestmannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 11. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnarfirði: Guðsþjónusta kl. 11. Biblíufræðsla að guðsþjónustu lok- inni. Ræðumaður Kristinn Ólafs- son. FRÉTTIR Yfírlýsing Flóabandalagsins Verkfallsboðun á fölsk- um forsendum? MORGUNBLAÐINU hefur borist yfirlýsing frá Flóabandalaginu, sem í eru Efling - stéttarfélag, Verka- lýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og Hlíf. Þar segir m.a. að þær grófu tilraunir til beinnar íhlutunar í innri málefni sjálfstæðra stéttarfélaga, sem Flóabandalagið hafi orðið vitni að á undanfómum dögum, séu eins- dæmi í sögu verkalýðshreyfingar- innar á seinni tímum. Fer yfirlýs- ingin hér á eftir: „Undanfarna daga hafa nokkrir forystumenn úr samninganefnd Verkamannasambands íslands túlkað niðurstöður atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun þannig að þar hafi félagsmenn verið að hafna ný- gerðum kjarasamningi Flóabanda- lagsins. Staðreyndin er hins vegar sú að kjarasamningurinn hefur hvorki verið kynntur félagsmönnum né forystu þeirra aðildarfélaga VMSÍ sem nú hafa ákveðið að hefja verk- fall. Forsenda verkfallsboðunar hlýt- ur ætíð að vera sú stefna og kröfu- gerð sem félögin sjálf marka sér hverju sinni. Skylda umræddra for- ystumanna er því að kynna fagleg- ar, félagslegar og efnahagslegar forsendur krafnanna sem fylgja á eftir. Það hafa þeir ekki gert. Þeir geta því ekki fullyrt að þúsundir fé- lagsmanna hafi verið að kjósa um samning Flóabandalagsins. Þá hefði verið hreinlegra að leyfa félags- mönnunum að kjósa beint um samning Flóabandalagsins að und- angenginni ítarlegri kynningu. Flóabandalagið hefði fúslega get- að aðstoðað umrædda forystumenn við að kynna kjarasamning banda- lagsins sem ítarlegast fyrir öllum félagsmönnum VMSÍ og Li. Þannig hefði mátt eyða þeim misskHningi á innihaldi samningsins sem hefur komist á kreik. Þá hefði fiskvinnslu- fólk t.d. fengið staðfest að það eru lægstu launataxtar í fiskvinnslunni sem munu hækka um 30% svo að á samningstímanum verður LAUNA- TAXTI, sem í dag er 70.000 kr., Snjóbretta- kvöld í Skála- felli BRETTAKVÖLD Sprite í Skálafelli verða á hveiju föstudagskvöldi fram að páskum, en fyrsta skiptið verður í kvöld. Á brettakvöldum er svæðið opnað sérstaklega klukkan átta og opið til miðnættis, sem er mun lengri tími en venjulega. D.J- Kári sér um að halda uppi fjörinu í fjallinu og starfsmenn Skála- fells útbúa stökkpalla í tilefni dagsins. Sérstakt verð á lyftukortum á Brettakvöldum er 500 kr., en Teitur Jónasson sér um sætaferðir frá Reykjavík, Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi og Mosfellsbæ. Fargjaldið fram og til baka er 700 kr. Netnámskeið fyrir byrjendur FÉLAG háskólakvenna stendur fyr- ir Netnámskeiði fyrir byrjendur mánudaginn 27. mars og þriðjudag- inn 28. mars kl. 17-19.30. Markmið námskeiðsins er að ná til þeirra sem hafa áhuga á að nýta sér þá möguleika sem Netið hefur. Farið verður yfir öll helstu tól og tæki sem viðkoma Netinu, s.s. uppbygging Netsins, vefskoðarar, tölvupóstur, HTML og WAP. Leiðbeinandi er Björn Hólmþórsson kerfisfræðing- ur. Námskeiðið er öllum opið og inn- ritun og nánari upplýsingar gefur formaður félagsins, Geirlaug Þor- valdsdóttir. kominn upp í 91.000 kr., óháð bón- us, en sjálfstæð hækkun á álags- og bónusgreiðslum er 12,71%. Þessar staðreyndir og margar fleiri voru ekki birtar fiskvinnslu- fólki til upplýsingar vegna atkvæða- greiðslu um verkfallsboðun. I umræðum síðustu daga hefur forysta VMSÍ einnig haft uppi gagnrýni á þær hækkanir á bótum almannatrygginga sem ákveðnar voru af ríkisstjórninni. Flóabanda- lagið telur að þessi þrýstingur VMSÍ hefði mátt koma til fyrr. í því sambandi er rétt að rifja upp að á meðan Flóabandalagið og sambönd ASÍ lögðu á það áherslu við stjóm- völd að þau hækkuðu skattleysis- mörk, drægju úr tekjutengingum bamabóta og hækkuðu tekjuskerð- ingarmörk þeirra og bættu og jöfn- uðu rétt fólks til fæðingarorlofs, sat formaður VMSÍ ætíð hjá með þeim orðum að hendur hans væm bundn- ar af þingsamþykkt VMSÍ um að sambandið skyldi ekkert ræða við stjórnvöld. Málið er fyrst tekið upp nú, þegar Flóabandalagið hefur náð fram kröfunum á hendur stjórn- völdum og undirritað kjarasamning. Að mati Flóabandalagsins er kjami málsins eftirfarandi: Þau félög, sem nú hafa boðað vinnustöðvun eftir 6 daga, mótuðu sjálf sína stefnu og kröfugerð og fýlgja henni eftir með þeim hætti sem þau telja farsælast. Til þess hafa þau fullan rétt. Flóabandalagið virðir þann rétt til ákvarðanatöku og áskilur sér sama rétt. Félög Flóabandalagsins lögðu mikla félagslega og faglega vinnu í sína kröfugerð og náðu henni fram að mestu leyti. Þar munar mestu um að hafa mótað þá almennu launastefnu að sérstök hækkun lægstu launa njóti forgangs en að samningurinn verði uppsegjanlegur ella. Það var fólkið í Flóabandalag- inu sem mótaði kröfurnar. Nú er það fólkið sjálft sem metur afrakst; urinn. Við væntum þess að VMSÍ virði sjálfsákvörðunarrétt félags- manna Flóabandalagsins. Þær grófu tilraunir til beinnarft íhlutunar í innri málefni sjálfstæðra stéttarfélaga, sem við höfum orðið vitni að á undanfömum dögum, era einsdæmi í sögu verkalýðshreyfing- arinnar á seinni tímum.“ Árshátíð Hell- as á laugardag Grikklandsvinafélagið Hellas heldur hátíðlegan þjóðhátíðardag Grikkja með árshátíð laugardag- inn 25. mars í Borgartúni 12, efstu hæð og hefst hún með borð- haldi þar sem boðið verður upp á hlaðborð með grískum réttum. Undir borðum og að borðhaldi loknu verða á boðstólum fjöl- breytt dagskráratriði. Aðalræðis- maður Grikkja á íslandi, Garðar Halldórsson, mun ávarpa sam- komuna en ræðumaður kvöldsins verður Þorsteinn Gylfason. Þá verður þátturinn „Af grískum grínistum“ í samantekt Helgu Þórarinsdóttur og Jóhönnu Þrá- insdóttur og happdrætti í umsjá fjáröflunarnefndar, þeirra Dóra Guðmunsdóttur og Guðbjargar Guðmunsdóttur. Hljóðfæraleikararnir Ari Agn- arsson og Kristján Matthíasson munu leika undir borðum og gefa einnig veislugestum kost á því að taka undir í fjöldasöng. Loks verður stiginn dans með grískum hætti undir stjórn Helgu Hann- esdóttur og einnig með almenn- um hætti fram eftir nóttu. ililllií ............... LATTU Þ LÍÐA Mjög vönduð sófasett, hornsófar og sjónvarpsstólar úr gæðaleðri. Margir litir. ~ *.^ Opnunartími: virka daga 10:00 -18:00 helgar 10:00 - 15:00 Heildsöhiverð Einnig til tveggja sæta. COLONY Vörur fyrir vandláta Síðumúla 34 (Homlð á Sfðumúla og Fellsmúla) Sími 568 7500 863 2317 - 863 2319 tS' 1*1 + 1 Sjón er sögu rlkarl. ■W>-‘ m

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.