Morgunblaðið - 24.03.2000, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 24.03.2000, Qupperneq 62
MORGUNBLAÐIÐ *62 FÖSTUDAGUR 24. MARS 2000 BRÉF TIL BLAÐSINS Dýraglens Grettir Hundalíf Ljóska Ferdinand *r Smáfólk ll PEAR contributor,thank YOU FOR LETTIN6 U5 REAP YOUK AUT0BI06RAPMY.." „Kæri rithöfundur. Þakka þér fyrir að leyfa okkur að lesa sjálfævisöguna þína.“ * |T 5 THE W0R5T B00K DE MAVE ÉVER REAP..IF YOU PIPN'T LlVE 50 FAR AWAY, WE’P COME ANP THROW R0CK5 AT YOUR MAlLBOX" 3/ia/oo „ Þetta er einhver versta bók sem við Enn ein útgáfa af höfum nokkurn tíma lesið. Ef þú höfnunarsvari. byggir ekki svona langt í burtu kæmum við og grýttum póstkassann þinn.“ Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Draumar eru hluti af lífínu Frá Atla Hraunfjörð: í HINNI íslensku heimspeki, sem dr. Helgi Pjeturss setti fram í hinu mikla sambandi, upphafskafla Ný- als er út kom árið 1919, er okkur kynnt lögmál lífsins, eðlissamband lífvera, „Samband lífs í alheimi". Einn hluti þess er draumlífið og útskýringar á hvemig það fer fram og á hvern hátt hver og einn getur kannað sannleiksgildi kenningar- innar, enda er lögmálið á bak við draumana ofur einfalt. Hver og einn verður að draum- þega um leið og hann dreymir, og þegar draumþeginn vaknar, getur hann farið yfir það sem hann sá og heyrði í draumi. Þegar fólk og staðhættir eru borin saman við það sem dreyma- ndinn kannast við í vöku, er ekkert sambærilegt við það sem hann dreymdi. Húsin í draumnum eru allt önnur en þau sem við sjáum í vöku, þegar grannt er skoðað. Andlitin á fólkinu sem við tókum sem Jón og Gunnu í draumnum, eru þegar að er gáð, ekki þau sem við þekkjum í vöku. Þetta er hin almenna reynsla, því draumar eru vegna sambands frá starfandi huga til sofandi huga. Eins og áður er sagt, eru draum- ar tilkomnir vegna eðlissambands lífvera. Hinn rauði þráður í skráðum frá- sögnum drauma, segir okkur að verið sé að lýsa lífi og starfi á öðr- um hnetti, en þeim sem við búum á. Oft er það undantekningin sem sannar regluna. Til eru vottfestar frásagnir um drauma sem gerast hér á jörðu. Stundum geta framliðnir ætt- ingjar og vinir komið sér við með skilaboð til draumgjafa. Draumþegi er sá er dreymir drauminn og finnst hann vera hinn gerandi aðili. Draumgjafi er sá sem leggur til efnið í drauminn og er jafnframt gerandinn. Hann er í flestum tilfellum íbúi annars hnattar, en vegna eðlissam- bands lífsins, tekur draumþeginn þátt í lífi draumgjafans, án þess að geta nokkru um það ráðið. I nánast öllum tilfellum getur hvorugur gert í þessu, þeir stillast saman samkvæmt stillilögmáli, sem verður skýrt síðar. Á sama hátt verðum við draum- gjafar annarra á meðan við vökum og erum við leik og störf. Mjög marga hefur dreymt að þeir líti í spegil og sjái annað andlit en sitt eigið. Það er einmitt andlit draumgjaf- ans sem er að líta í spegil. Ef rétt er stefnt, getur draumlíf- ið orðið svo gefandi og orkuríkt, að draumþeginn vaknar endurnýjaður á hverjum morgni, eftir að hafa verið í draumsambandi við háþroska kærleiksríkar guðaverur. Við þetta draumsamband magn- ast draumþeginn upp af guðlegum krafti og verður uppnuminn eins og kallað er og þannig eiga allir draumar að verða, uppbyggjandi, þroskandi og göfgandi. ATLI HRAUNFJÖRÐ, Marargrund 5, Garðabæ. Er Davíð líka ráð- herra öryrkjanna? Frá Magnúsi Bjarnarsyni: UMFJÖLLUN um málefni öryrkja hefur aldrei verið meiri, þakka ég það málefnalegri baráttu Garðars Sverrissonar formanns Öryrkja- bandalagsins sérstaklega, sem með fullum rétti byggir mál sitt á rétt- látri sannfæringu. Það er einmitt það sem vantar í grein Jóns Steinars Gunnlaugssonar í Morgunblaðinu 16. mars síðastliðinn,„Þð er nú það“. Jón Steinar sýnir vini sínum Davfð Oddssyni hæstvirtum forsætisráð- herra blíðuhót með þessari grein og gleymir þeim sem málefnið snýst um. Það sama má segja um Ingi- björgu Pálmadóttur hæstvirtan heil- brigðisráðherra í þingræðu sinni þar sem hún taldi upp þá sem lagt höfðu öryrkjum lið í baráttu þeirra en gleymdi að nefna formann banda- lagsins, Garðar Sverrisson, og hlaut að launum blíðuhót Davíðs. Afkoma öryrkja er með öllu óvið- unandi og ólögleg. íslensk stjómvöld hafa skrifað undir mannréttinda- og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, þar sem er meðal annars talað um rétt þeirra sem minna mega sín og að aðstoð skuli miðuð við efnahag hverrar þjóðar. Það er kominn tími til að standa við undirskrift bama- sáttmálans frá 20. nóvember 1989, böm öryrkja sem voru börn árið 1989 eru það ekki enn, nú er mál að linni. Bamalífeyrir er 13.150 kr. á mán- uði og af honum á að búa baminu mannsæmandi lífi á ábyrgð foreldra eða „þjóðfélagsins", það getur ekki verið neitt vit í þessu nema að finna framfærslukostnað. Allir sem þekkja td uppeldis bama í dag vita að það kostar meira í nútímaþjóðfélagi ef eðlilegum kröfum á að vera fullnægt. Finna þarf framfærslukostnað á ein- stakling, börn eða þá sem lifa á líf- eyri einum, annað er samviskulaust klúður, þannig er hægt að útrýma fá- tækt hjá öryrkjum og öldruðum sem eingöngu lifa á örorkubótum og elli- lífeyri. Böm öryrkja era réttlítill áhættu- hópur sem þjóðfélagið uppsker eins og það sáir. Fátæku fólki er sagt að skilja, öryrki er baggi á maka og bömum. Þessi stefna er niðurlægj- andi, sér í lagi fyrir börn sem ekki geta fylgt jafnöldrum sínum í íþrótt- um og öðra tómstundastarfi. Mál öryrkja er svartur blettur. Mannrækt er besta forvömin, fjöl- skyldan er homsteinn heilbrigðs þjóðfélags. Leggðu lóð þitt á vogar- skálina að bættum hag öryrkja. MAGNÚS BJARNARSON, öryrki, Lindasmára 7, Kópavogi. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.