Morgunblaðið - 24.03.2000, Side 69

Morgunblaðið - 24.03.2000, Side 69
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MARS 2000 69 i) FÓLK í FRÉTTUM Forvitnilegar vefsídur Vefsíður á strumpamáli ALLIR þekkja litlu bláu skógardýrin sem hafa einhverja óútskýranlega leið til fjölgunar þar sem það er aðeins eitt + kvendýr í öllu þorpinu. ‘ Þau búa í innréttuðum sveppahúsum og gera Kjartani galdrakarli lífið leitt með syk- ursætum uppátækjum sínum. Tungumálið sem þeir tala er mjög sérstakt þar sem orðaforði þeirra er mun takmarkaðri en okkar og orðið „strump" hefur líklega yfir þúsund merkingar. Þetta hefur líklega valdið þeim sem tala „strumpatungumálið" í okkar þjóðfélagi miklum erfið- Clinton í fé- lagsskap fila BILL Clinton Bandaríkjaforseti og Bina Kak, ferðamálaráðherra Ind- lands, röltu saman um þorpið Amber Fort og hittu þar m.a. fyrir nokkra litskrúðuga ffla en Clinton er i heim- sókn á Indlandi þessa dagana. Hann nýtur þess meðal annars að skoða sig um og kynnast menningu og sið- um íbúanna. „Það er gaman að vera umkringdur vinalegum fflum,“ sagði forsetinn er hann gekk framhjá hin- um stóru og virðulegu dýrum. leikum þar sem þeir hafa þurft að læra nýjan og óþarflega flókinn orða- forða. Það er því fagnað- arefni að benda „strumpum“ á sérstakan „strumpa“-þýðingarvef sem þýðir texta netsíðna yf- ir á „strumpatungu". Heimasíðan heitir „The Incredible Smurfalizer" og hana er að finna á slóðinni www.- smurfalizer.com. Notkun síðunnar er með auðveldasta móti. Þegar síðan birtist á skjánum sést eyða sem setja skal inn í slóð þeirrar heimasíðu sem ætlunin er að fá þýdda á„strumpamálið“. Sem dæmi má benda á gagn síðunnar sem þýðingarvef frétta á Netinu, því mákynnast með því að slá t.d. www.mbl.is inn í eyðuna og lesa allar nýjustu fréttirnar á „strumpamáli". Fyrir þá sem ekki hafa „strumpamálið“ að móðurmáli er þarna komin þrælskemmtileg af- þreying og tækifæri til að læra nýja tungu á mjög þægilegan máta. Ekki náðist í Æðsta strumpinn til að færa honum fagnaðartíðind- in, en hann er víst staddur í glæfralegum björgunarleiðangri í fortíðinni til að ná Strympu úr klónum á Kjartani galdrakarli þar sem hann hyggst nota hana til að framleiða svokallað „strumpate". ^mbl.is -ALLTAf= G/TTH\SAÐ NÝTT~ svmneu Síðasta öskrið er alltaf það skelfilegasta... TRYGGÐU I'HR MIÐA A ’IVÆR MIÐNÆTURSÝNINGAR í REGNBOGANUM í KVÖLD 0G ANNAD KVÖl.D KL. 24:1 MIÐASALAN OPNAR KL. 16:00 t LEDCFELAG J REYKJAVÍKUR www.brassefieborg.com ~ALL.TAT= eiTTHXtAÆ) JMYTT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.