Morgunblaðið - 24.03.2000, Blaðsíða 76
MORGUNBLAÐW, KRINGLUNNU, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040,
ÁSKRIFT-AFGREWSLA 5691122, NETFANG: R1TSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
FÖSTUDAGUR 24. MARS 2000
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK.
Hafa orðið
að fella
, niður 268
ferðir
FRÁ ÞVI í janúarbyrjun á þessu
ári hafa 268 flugferðir verið felldar
niður í innanlandsflugi Flugfélags
Islands, en á sama tíma í fyrra varð
að fella niður 158 ferðir. Atli Vivás
stöðvarstjóri segir að í 90% tilvika
sé veðrinu um að kenna. Félagið
flýgur nærri 30 ferðir á dag frá
Reykjavík til áfangastaða sinna.
Átli segir að rysjótt veður undan-
farnar vikur og mánuði hafi gert
það að verkum að oft hafi orðið að
fella niður ferðir og í mun meiri
mæli en á sama tíma í fyrra. Hann
*.-^egir að ófærð að morgni dags geti
^íðan sett áætlun félagsins úr
skorðum langt fram eftir degi og
því náist stundum ekki að fara allar
ferðir sem áætlaðar séu. Aðrar or-
sakir fyrir því að felldar eru niður
ferðir segir hann helst vera bilanir,
en þær séu þó fátíðar.
Stöðvarstjórinn segir að þrátt
fyrir þetta sé ljósi punkturinn sá að
félagið fljúgi fleiri en eina ferð til
margra áfangastaðanna og því falli
samgöngur við staðina ekki endi-
iega niður með öllu þótt ein ferð sé
ÁJWfelld niður.
Ljósmynd/Hallgrímur Óli
Flugleiðavél í næratviki á Kennedy-flugvelli í fyrra
Flugturni og flutn-
ingaþotu kennt um
Björgun-
aræfíng í
sólarhring
EIN viðamesta björgunaræf-
ing sem íslenskar björgunar-
sveitir hafa staðið fyrir hefst í
kvöld, föstudagskvöld, í
Reykjavík og nágrenni og
stendur sleitulaust yfir í sólar-
jp , hring. Æfingin er landsæfing
Slysavarnafélagsins Lands-
bjargar og jafnframt fyrsta
landsæfing hinna nýju sam-
taka.
Verkefnin sem björgunar-
menn þurfa að leysa eru fjöl-
breytt, s.s. aðkoma að stór-
slysum, rústabjörgun eftir
jarðskjálfta, fjallaverkefni og
reykköfun.
Um 750 þátttakendur
Æfingin hefst klukkan 20 í
kvöld með 100 manna stórslysi
í skólaskipinu Sæbjörgu í
Reykjavíkurhöfn og lýkur með
flugslysaæfingu í Óskjuhlíð
seinnipartinn á laugardaginn
þar sem reiknað er með 200
„slösuðum" og 3-400 manna
björgunarliði. Áætlaður fjöldi
þátttakenda, sjúklinga og
skipuleggjenda, er 750 manns.
ÁSTÆÐU þess, að litlu munaði að
Flugleiðavél í flugtaki á Kennedy-
flugvelli í Bandaríkjunum rækist á
flutningavél Air France í júní í
fyrra, má rekja til samskipta flutn-
ingavélarinnar og flugturns. Alvöru
atviksins má merkja af því, að það
er eitt fjögurra slíkra sem formaður
Öryggisráðs samgöngumála benti
sérstaklega á í skýrslu sinni fyrir
undirnefnd samgöngumálanefndar
bandaríska fulltrúaþingsins sl. mið-
vikudag. í skýrslunni kemur fram,
að rannsókn málsins er ekki enn að
fullu lokið.
Morgunblaðið skýrði frá atvikinu
sl. sumar. Sunnudagskvöldið 27.
júní ók flutningavél Air France í
veg fyrir Flugleiðavél í flugtaki á
Kennedy-flugvelli í New York. í
skýrslu Jim Hall, formanns Örygg-
isráðs samgöngumála, National
Transportation Safety Board, fyrir
bandarísku þingnefndinni kemur
fram, að 322 nándaratvik urðu á
flugbrautum bandarískra flugvalla
á síðasta ári. Aukningin frá 1993 er
71% og ef miðað er við atvik á hverj-
ar 100 þúsund hreyfingar á flugvöll-
um er aukningin 56% frá 1993. Hall
lagði áherslu á það við þingnefndina
að brýnt væri að huga að öryggis-
þáttum varðandi flugstjóm á flug-
völlum. Þá kom fram í máli for-
mannsins að Öryggisráðið væri að
rannsaka fjölda tilvika, en hann til-
greindi sérstaklega fjögur þeirra í
skýrslu sinni. Þar á meðal var atvik-
ið með Flugleiðavélinni.
Sáu stélið undir
Flugleiðavélinni
í skýrslunni, og í lýsingu á heima-
síðu Óryggisráðs samgöngumála,
segir að atvikið hafi orðið kl. 21.49
að staðartíma. Boeing 747-flutn-
ingavél í eigu Air France lenti á
vellinum og fékk þá fyrirskipun frá
flugturni að aka eftir flugbraut, en
bíða áður en kæmi að flugbraut
22R. Á þeirri braut var Boeing 757-
vél Flugleiða, flug 614, um það bil
að taka á loft. Flugmenn flutninga-
vélarinnar endurtóku fyrirmælin,
en með þeirri breytingu að þeir
töldu sig ekki eiga að bíða við flug-
braut 22R. Flugturn tók ekki eftir
þessu orðalagi flugmannanna, sem
óku vél sinni þvert fyrir stefnu
Flugleiðavélarinnar. Flugmenn
Flugleiðavélarinnar hófu hana á loft
með eðlilegum hætti, en sáu stél
flutningavélarinnar þegar þeir flugu
yfir hana og skildu um 30 metrar
vélamar að. Sex manna áhöfn og
185 farþegar vom um borð í Flug-
leiðavélinni og þriggja manna áhöfn
og tveir farþegar í flutningavélinni.
Fram-
skriði
Dyngju-
jökuls að
ljúka
MESTI krafturinn virðist vera úr
framskriði Dyngjujökuls. Oddur
Sigurðsson, jarðfræðingur hjá
Orkustofnun, segir að jökullinn sé
víða kominn yfir jökulgarðana frá
síðasta jökulskriði, sem var 1977-
1978, en víða sjáist þó í garðana.
Oddur segir að enn sé hreyfing
á jöklinum en ýmislegt bendi til
þess að framskriði hans sé að
ljúka. Jökullinn hefur ekki verið
mældur en Oddur telur að hann
hafi skriðið fram um rúman kíló-
metra.
Dyngjujökull er allur sundur-
tættur og verður ófær öllum far-
artækjum næstu árin. Hópur
jeppamanna var á ferð við jökul-
inn þegar þessi mynd var tekin. í
austri sést Snæfell.
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
Vona að fleiri fyrirtæki
fylgi fordæmi Baugs
„MÉR finnst þetta mjög gott
framtak hjá fyrirtækinu," sagði
Ari Edwald, framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins, um þá
stefnu Baugs hf. að stuðla að verð-
lækkunum í verslunum fyrirtækis-
ins.
„Mér finnst gaman að sjá að
þeir vísa í nýgerðan kjarasamning
við Flóabandalagið og markmið
ríkisstjórnar og samningsaðila um
minnkandi verðbólgu. Það er, eins
og komið hefur fram, grundvallar-
forsenda fyrir því að samningar
takist til langs tíma í samfélaginu
á skynsamlegum nótum og að
stöðugleiki haldist í efnahagslífinu
að menn hafi trú á að við getum
náð fullum tökum á verðbólgunni.
Þegar allt kemur til alls snýst
þetta um trú allra á því að hægt sé
að ná slíkum markmiðum og að
neytendur séu vel á verði. Ég vona
að fleiri fyrirtæki eigi eftir að
fylgja fordæmi' Baugs og marka
sér skýra stefnu og eiga þannig
þátt í að stuðla að minnkandi verð-
bólgu.“
■ Álagning/39