Morgunblaðið - 02.04.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.04.2000, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ Munkhausen á íþróttaþingi Það er líkt á komið með Þorgeiri Hávarssyni og Ellert B. Schram, að þeir renna ekki af hólmi, enda lítil frægð í því að deyja eða heyja orrustur án þess að segja sjálfur tíðindin. LESTIR þekkja sög- urnar hans Munkhaus- en baróns, af eigin af- rekum, eins og til dæmis þá, þegar hestur hans festist í kviksyndi með kappann á baki. Þeg- ar sýnt var að hesturinn næði ekki að klóra sig upp á bakkann, greip Munkhausen til þess ráðs að klemma fæturna vel um klár- inn og rífa sig síðan upp á hárinu og hestinn með. Ég hef alltaf haft mikið dálæti á þessum frægðarsögum barónsins af sjálfum sér og mér finnst margt líkt með Munkhausen og Þorgeiri Hávarssyni í fóstbræðrasögu Lax- ness, sem var víkingur mikill að eigin áliti, og ekki varð honum svefnsamt ef hann vissi af mönnum sem voru þess verðir að hann dræpi þá. Þorgeir hafði það til siðs að leggjast ekki til svefns heldur sofa sitjandi með alvæpni, „enda var það trúa hans að hetjur svæfu í slíkum stellingum en lægju ekki niður“. Því er ég að rifja upp hetjudáðir þessara tveggja garpa að ein slík hetjudáð var drýgð norður á Akureyri um daginn, sem hefði sómt sér vel, hvort heldur í sögum Munkhausens eða Gerplu Laxness, af þeim fóstbræðrum Þorgeiri og Þormóði Kolbrún- arskáldi. Skal nú greint frá þeim atburði. Undirritaður lagði leið sína norður í land á íþróttaþing um síðustu helgi og þar sem ég kem í fundarsal, snemma dags, var verið er að leggja síðustu hönd á undirbúning þingsins. Nokkrir menn stóðu uppi á senu og reistu skilti. Þar sem ég er gamall senu- þjófur og kann vel við mig á sviði, snaraði ég mér upp á senuna til að rétta þeim hjálp- arhönd. I miðju verki varð mér hins vegar fótaskortur og skipti það engum togum að ég steyptist fram af senunni og féll þar nið- ur á gólfið áður en að nokkur fengi rönd við reist eða ég sjálf- ur komið vömum við. Nærstaddir sögðu þetta fall hafa verið um einn og hálfan metra og það verð ég að segja að oft hef ég fallið um sjálfan mig, fallið í kosningum, fallið á prófum, fallið í metorðastigum og fallið fyrir freistingum, en þetta fall var þó sýnu verst, fyrir þá sök, að ég skall niður á bakið og höfuðið og lá óvígur eftir. I raun og veru er ég þeirrar skoðunar að fallið hafi verið um fjórir metrar, jafnvel þótt senan hafi ekki mælst nema einn og hálfur. Að minnsta kosti hafði ég ótrúlega drjúgan tíma til að hugsa með leifturhraða um margvíslegar afleiðingar þess að mín síðasta stund væri að renna upp. Þetta hafa margir upplifað sem hafa dáið, hafa þeir sagt mér, sem hafa lifað það af!! Eg sá fyrir mér fyrirsagnirnar í blöðun- um: Forseti íþróttasambandsins féll. Eða: Stal senunni og dó. Eða: Björgunsveitir kallaðar út, þegar forseti ÍSI hvarf spor- laust af sviðinu. vo hefðu menn getað farið að fjalla um enn eitt íþróttaslysið og áfell- ast íþróttahreyfinguna fyrir að tryggja ekki sitt fólk og allt hefði farið í háa loft á íþróttaþingi, af því að for- maðurinn kunni ekki fótum sínum forráð. Mér varð auðvitað líka hugsað til fjöl- skyldunnar, sem þarna var að missa fyrir- vinnuna fyrir lítið og mér varð hugsað til þingfulltrúa, sem áttu eftir að dvelja á slysstað það sem eftir var helgarinnar og mér var að sjálfsögðu hugsað til forseta vors og fósturjarðarinnar og þjóðarinnar allrar sem yrði harmi slegin, vegna þessar- ar slysalegu uppákomu, sem varð mér að fjörtjóni. Allt þetta rann í gegnum huga minn og ég HUGSAÐ UPPHÁTT Ellert B. Schram segist löngum hafa hrifist af Munkhausen og Þorgeiri Hávarssyni og hetjudáðum þeirra og eftir slíka hetjudáð á Akureyri, sem hefði sómt sér vel, hvort held- ur í sögum Munkhausen eða Gerplu Laxness, er höfundur ekki frá því að hann sé kominn í hópinn. Myndin er hins vegar af John NeviIIe í hlutverki greifans í frægri kvikmynd. saknaði þess að geta ekki flutt ræðuna, sem ég var búinn að leggja vinnu í og verst var að ég var með farsímann í vasanum, sem sennilega mundi laskast í brotlendingunni og enginn gæti náði í mig, hvorki hérna megin né fyrir handan. A þessu augnabliki, sem ég hrapaði niður af senunni og beið dauða míns, greip ég til þess snarræðis að láta mig falla á bakið í staðinn fyrir að koma standandi niður, ekki síst vegna þess að ég hef verið slæmur í fætinum og mátti ekki við öðru hnjaski á hnjáliðinn. að var þá betra að deyja með sæmd, heldur en að ganga um bæklaður, það sem eftir var. Eng- inn bæklunarlæknir var á staðn- um, svo ég vissi til og örlög mín voru hvort sem er ráðin. Þannig að það var betra að brotlenda á bakinu en eyðileggja fótinn meir en orðið var. Þetta var mikill fall eins og fyrr greinir og er mér sagt að ég hafi ekki náð andanum í fimm mínútur og legið í öngviti, þannig að það voru fleiri en ég sem voru búnir að af- skrifa mig. En svo gerðist kraftaverkið og líkið reis upp við dogg, stóð meira að segja á fætur og spurði samstundis: hvernig stend- ur? Var þar kominn gamli knattspyrnukapp- inn í mér, sem reyndist stundum vigamóður af slysum og áföllum á vígvelli knattspyrn- unnar, en lét þó aldrei deigan síga, fyrr en í leikslok. Er þar líkt á komið með okkur Þorgeiri Hávarssyni, að renna ekki af hólmi, enda lítil frægð í því að deyja eða heyja orrustur án þess að segja sjálfur tíð- indin. ífgjöf mín, undir þessum kring- umstæðum, segir allnokkuð um gildi íþróttanna og þeir á slysa- varðstofunni töldu mig rifbeins- brotinn og vankaðan, umfram það sem fyrir var, og aftraði það mér þó ekki að gera skyldur mínar á þessu íþróttaþingi. Eftir því sem leið á helgina, spurðist þessi hetju- dáð mín út og aðspurður neitaði ég því ekki að snarræði eitt og líkamsburðir hefðu bjargað mér frá ótímabæru fráfalli. Eftir því sem leið á kvöldið fjölgaði þeim rifbein- um, sem brotin voru. Ekki er ég frá því að þetta fall hafi orðið mér til fararheillar. Að minnsta kosti sáu þingfulltrúar aumur á mér og endurkusu mig með lófaklappi. Nú, þegar ég er kominn heim aftur og nokkrir dagar um liðnir frá því að ég stal senunni, með því að detta út af henni, hefur verkurinn að mestu horfið og beinin nánast gróin. En jafnvel þótt ekkert þeirra hafi brotnað og ekkert hafi í rauninni gerst, nema það að ég missti fótanna, þá er ég sannfærður um að þeir Þorgeir og Munk- hausen eru stoltir af hetjudáð minni, þeii'ri arna, og mun sú frægð vonandi lifa, meðan mikilmenni eru einhvers metin í þessu landi. TOU.FI>)AlS VERSIUN SKÝJUM OFAR SUMAR 2000 Nýr og glæsilegur | listi en kominn út \ a o Náðu þér í eintak á söluskrifstofu 1 1 O Flugleiða eða á ferðaskrifstofu * Sumarvörurnar eru komnar [ Saga Boutique verslunina f Leifsstöð. Ný sending frá \JbC3. Buxna- og pilsdragtir Kjólar ásamt léttum síðum skyrtum Blússur og bolir Mikið úrval og margir litir Opið í dag sunnudag kl. 13-17 marion Reykjavíkurvegi 64 • Hafnarfirði • Sími 565 1147 AUGLÝSINGADEILD Sími: 569 1111, Bréfsími: 569 1110 Netfang: augl@mbl.is ^mbl.is -ALLTAF £ITTH\SA£} MYTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.