Morgunblaðið - 02.04.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.04.2000, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/RAX ,í fyrirsætustarfinu eru útlit og líkami það eina sem maður hefur. Ef maður fer ilia með það kemur það niður á vinnunni; ein Ijósmynd segir meira en þúsund orð.“ Um það fjallar bókin ,Elite Street“, sem Huggy gaf út i fyrra. Gpngutu .. himnariki HÚN ■ skemmti sér konunglega," segir Huggy við blaðamann og það má heyra að hún er útkeyrð eftir helgina, enda kom vinkona hennar, þýska fyrirsætan Claudia Schiffer, í heimsókn og sat með henni í dóm- nefnd fegurðarsamkeppninnar. „Pað höfðu aðeins 50 miðar selst áður en fréttist af komu hennar, en um leið og tíðindin bárust varð uppselt á hálf- tíma. Það þótti Claudiu vænt um þar sem aðgangseyririnn rann til góðs rnálefnis." Að auki gerðu þær vinkon- ur sér ýmislegt til gamans. „Við fór- um m.a. í jeppaferð upp á hálendið og þegar Claudia fékk að keyra ók hún svo hratt að hún velti næstum því bílnum,“ heldur hún áfram. „Hún hló bara þegar ég spurði hana hvort hún héldi að hún væri í Monte Carlo.“ Að sögn Huggy hafði Claudiu Schiffer langað að koma til Islands í tíu ár. „Ég kalla hana heiðursvíkinginn minn. Þýskan getur verið ótrúlega lík íslenskunni, mörg orð eru þau sömu, eins og „augenblick" og „augnablik", og mamma hennar heitir Gudrun. Þótt Claudia sé ægifögur hefur mér samt alltaf fundist mest til um hversu sterkan persónuleika hún hefur. í of- análag er hún vel að sér í sögum af víkingum.“ Huggy var líka ánægð með að Claudia hitti móður hennar, sem gaf henni fallega gjöf fyrir stuðn- inginn við þær mæðgur í gegnum ár- in. „Þegar mamma þurfti að gangast undir hjartaaðgerð var ég að mynda Claudiu og Naomi á þrjár forsíður fyrir Marie Claire á Fashion Café í Barcelona. Þá reyndust þær mér mjög vel og Claudia bauðst meira að segja til að standa fyrir fjáröflun fyrir íslenska heilbrigðiskerfið, svo hægt væri að kaupa ný tæki og búnað á spítalana." Manneskja án landamæra Huggy er ung í anda en gömul sál. Það er eitthvað við hana, hvemig hún hugsar og talar um lífið, sem er svo hrífandi. Ekkert virðist ómögulegt, hindranir jafnast út og sjóndeildar- hringurinn takmarkast ekki lengur við Snæfellsnesið. Enda er veröndin hennar með útsýni yfir Bretland, Bandaríkin, arabalöndin og Bahamas. Hún var ellefu mánaða þegar hún flutti frá íslandi til Bandaríkjanna og sneri fyrst aftur þegar hún var fimm ára, til að vera við jarðarför tvíbura- Bókarkápa Elite Street sem seldist upp f Englandl. systur sinnar, sem lést í bílslysi. „Hún hét Eyrún,“ segir hún. „Þegar mamma var ólétt vissi hún ekki að hún ætti eftir að eignast tví- bura því við vorum svo nánar að það munaði aðeins einum tíunda úr sek- úndu á hjartslættinum í okkur. Mér hefur alltaf fundist ég vera tvíburasál og það hefur alltaf verið dálítið tóma- rúm í mínu lífi, sem er kannski ástæð- an fyrir því að ég eignast svona góðar vinkonur." Huggy skapaði sér nafn sem fyrirsæta, vann firnastóra fyrir- sætukeppni vestanhafs þegar hún var 17 ára og hafði lifibrauð af því að vinna fyrir framan myndavélar í sex ár. „Það tóku 250 þúsund stúlkur þátt í íbrvalinu eða jafn margir og bjuggu á Islandi á þeim tíma. I úrslitunum var ég hæst og renglulegust og var viss um að vinna ekki, enda hétu allar hinar stúlkumar Cindy, voru með sykurhúðaða rödd og óskaplega sæt- ar. Þegar nafnið á sigurvegaranum var lesið upp heyrði ég það ekki einu sinni heldur horfði á hinar stúlkumar og beið. Það þurfti að lesa það upp aft- ur og nánast ýta mér fram á sviðið til að ég rankaði við mér. Þegar ég hringdi í mömmu og sagðist hafa unn- ið svaraði hún: „Þetta er ekki fyndið.“ Hún hélt að þetta væri brandari. „Nei, mamma, ég er að segja alveg satt, - og ég var að vinna bíl,“ svaraði ég með grátstafinn í kverkunum.“ Lyktin af íslandi Eftir þetta flutti Huggy til Evrópu og hefur búið þar síðan, en móðir hennar flutti aftur til íslands. Það var svo ekki fyrr en Huggy var átján ára að hún ferðaðist í annað sinn tíl íslands. „Þegar maður vinnur í tískuiðnaðinum vill maður fara á hlýjan stað í frí, þar sem maður getur borðað ferska ávexti og baðað sig í sólinni. Vinnuálagið er svo mikið þegar tískuvikur standa yfir að maður tekur þátt í tíu til tólf sýningum á dag. Það þýðir að maður vaknar sex á morgn- ana og vinnur til þrjú á nætum- ar. Eftir það er maður alveg út- keyrður og þá hljómar það einkar vel að fara í frí á sólar- strönd. Mamma var samt alltaf að biðja mig um að koma til íslands,“ heldur Huggy áfram. „Það hljóm- ar kannski einkennilega en skynjun getur verið minning eins og sjón og bragð. Ég hafði alltaf haft hugmynd um ákveðna skynjun en vissi ekki hvaðan hún var fyrr en ég gekk út úr vélinni á Keflavíkurflugvelli og andaði að mér fersku lofti; þar upplifði ég skynjunina sem ég hafði leitað alla mína ævi. Hún hafði þá verið að heim- an. ísland er góður staður til að hvíla hugann. Maður verður kannski ekki sólbrúnn en þess í stað hleður maður batteríin og andinn örvast af lands- laginu, sem að mínum dómi er það fal- legasta í heiminum, - og hef ég víða farið.“ Huggy átti farsælan feril sem fyrirsæta, ferðaðist um allan heim og sat fyrir hjá mörgum af helstu ljós- myndurunum. Það hefur ef til vill átt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.