Morgunblaðið - 02.04.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.04.2000, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ Hún erorðin léttari! Dagbók frá Damaskus Varðmaður við húsið og neitun um dvalarleyfi! FYRST hélt ég að einhver mikilsháttar maður væri fluttur í húsið, en með slík- um mönnum er nauðsynlegt að hafa eftirlit og gæta vel að lendi ekki í neinu klandri. Þangað til ég áttaði mig á að það var verið að fylgjast með mér og ég varð að taka þetta af mestu alvöru; þegar ég kem út á morgnana er þessi aumingi grámyglulegur og lítið sofinn. En þó ekki verr á sig kom- inn en svo að hann sendir sam- viskusamlega og skilmerkilega skýrslu; nú er frúin að labba niður götuna og bendir allt til að hún sé í þann veginn að taka leigubíl o.s.frv. Eg reikna með að hann hafi siðan tautað syfjulega: Vinsamlegast tak- ið við henni og athugið hvaða skuggalegu áform hún hefur nú á prjónunum. Smám saman hætt að finnast þetta fyndið. Fyrri utan að ég hef alltaf verið sérlega byssuhrædd og segjum nú svo að ég tæki hægri beygju í stað vinstri og hann mjög leiður og syfjaður - ja, hvað getur þá ekki gerst? Það þýðir ekki að brosa til hans og láta eins og mér þyki allt þetta hið sniðugasta mál. Hér er ekkert skcmmtilegt að sjá: maðurinn tek- ur starfíð alvarlega og varla orð um það meir. Burtséð frá þessu með strákinn með vélbyssuna er íhugunarefni að hér fást líbönsk blöð í tonnatali og er ekki tíðindavert nema hvað það varðar að þó svo Sýrlendingar ráði öllu í Líbanon sem þeir vilja ráða Ekki er að orðlengja að þeir fylgjast með manni þessar krúsidúllur hér, skrifar Jóhanna Krist- jónsdóttir. Síðan ég sendi tvær sakleysisleg- ar greinar um for- setasoninn gæfa og ut- anríkisráðherrafund Arababandalagsins í Beirút hefur hermaður með sannfærandi vél- byssu verið settur til að fylgjast með mér. virðist ritskoðun þar vera með minna móti en hér er hún aftur á móti kurteislega mælt algjör. Líbönsk blöð skrifa það sem þeim dettur í hug um sýrlensk stjómvöld og ekki er það alltaf nógu blíðlegt að mínu viti og enginn segir orð við því. Ef erlend blöð önnur eru með einhvern steyting í garð sýrlenskra stjórnvalda er síðan klippt í burtu af listfengi eða í versta falli er blaðið gersamlega ófííanlegt um hríð. Þetta er viðfangsefni handa mannfræðingum eða alla vega ein- hverjum fræðingum. Eg fékk ekki dvalarleyfi í apríl! Svo einfalt er það. Málið er leyst og nú er að vona að ég komist heilu og höldnu yfír sýrlensku landamærin á sunnudag þegar ég hverf með ákveðnum trega en samt hundleið á þessu skriffinnskurugli. Annars er ekki bara skriffinnskunni um að kenna. Forstjórinn á blessaðri ferðaskrif- stofunni sem ég hef nefnt nokkrum sinnum taldi sig hafa efni á því að guma sig af því við nokkra félaga sem hann þekkir í ráðuneytinu að ég væri ofsalega fínn blaðamaður sem væri alltaf að senda heim greinar um Sýrland. Svona upplýsingar liggja náttúr- lega ekki lengi í þagnargildi og ekki nóg með það, sendi forstjórinn fullt af greinum og dagbókum sem ég hef skrifað. Og bimsadús. Hann sagði mér frá þessu, ég benti á að þetta væri stórhættulegt en hann hélt að hann gæti nú fíffað aðra eins smámuni. Flaug siðan alsæll til Rússlands og lét mig um að sjá um málið. Sem endaði bara á einn veg. Nú fer ég og það fyrr en síðar og veit ekki einu sinni hvort ég fæ að koma aftur inn í þetta margslungna land. Mér er ekki vísað úr landi en dvalarleyfisframlengingu er neit- að. Það er víst allur munur á því. Ríltishréf f markflokknm Útboð mánudagmn 3. apríl í dag kl. 11:00 mun fara íram útboð á ríkisvíxlum hjá Lánasýslu ríkisins. Að þessu sinni verður boðið upp á V'« mánaða ríkisvíxil, en að öðru leyti eru skilmálar útboðsins í helstu atriðum þeir sömu og í síðustu útboðum. Núverandi Áætlað hámark Flokkur Gjalddagi Lánstími staða* tekinna tilboða RV00-0620 20. júní 2000 Vn mánuður 4.SS0 3.000,- *Milljómr króna Sölufyrirkomulag: Rfldsbréf verða seld með tflboðsfyrirkomulagi. Öllum er heimilt að bjóða í rflásbréf að því tilskyldu að lágmarksfjárhaeð tflboðsins sé ekki lægri en 20 mflljónir. Öðrum aðflum en bönkum, sparisjóðum, fjárfestingalánasjóðum, verðbréfafyrirtækj um, verðbréfasjóðum, lífeyrissjóðum og tryggingafélögum er heimilt að gera tilboð í meðalverð samþykktra tflboða að lágmarki 500.000 krónur. Öll tflboð í rfldsbréf þurfa að hafa borist Lánasýslu iflásins fyrir kl. 11:00, mánudaginn 3. apríl 2000. Utboðsskilmálar, önnur tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu rflásins, Hverfisgötu 6, í síma 562 4070. LÁNASÝSLA RÍKISINS 2 Hverfisgata 6, 2. hæð • Sími: 562 4070 • Fax: 562 6068 5 www.lanasysla.is • utbod@lanasysla.is 5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.