Morgunblaðið - 02.04.2000, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.04.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. APRÍL’2000 B II sn y--------- ■» »m»/INNLENT Nýtt háhraða gagnasamband NÝTT Ijósleiðarasamband er kom- ið á milli Landspítala í Fossvogi og á Hringbraut. Nýlega var samið við fyrirtækin Lina.Net og íslands- síma um slíka tengingu. „Petta samband er eitt öflugasta gagna- samband sem komið hefur verið á milli tveggja húsa hér landi. I samningnum við Línu.Net fólst leiga á einu ljósleiðarapari í ljós- leiðaraneti þess fyrirtækis. Þetta ljósleiðarapar fær Landspítali til eigin umráða. Hraðinn á samband- inu er 1 Gígabit/sek (einn milljarð- ur bita á sekúndu). Til samanburð- ar er ISDN samband sem áður var milli þessara staða, 128 þúsund bit- ar á sekúndu. Ljósleiðaranet Línu.Nets liggur í hring um Reykjavík, þannig að ef hringurinn rofnar á annarri leið- inni er hin varaleið. Til þess að gera þetta mikilvæga gagnasam- band milli sjúkrahúsanna eins ör- uggt og frekast er unnt, var samið við Islandssíma um þessa varaleið ef aðalleið rofnaði eða bilaði.... Með þessu öfluga sambandi sem nú hefur verið komið á bjóðast miklir möguleikar, meðal annars er hægt að samnýta ýmis tölvukerfi, t.d. apóteks-, rannsóknar- og röntgenkerfi. Meiri möguleikar gefast á fjarfundum og gagna- og myndflutningar verða mun hrað- virkari," segir í fréttatilkynningu. .................... Rósa Ingólfsdóttir er yfir sig hrifin Rósa Ingólfsdóttir er mjög hrifin af Karin Herzog súrefniskremunum og segir að þau henti sér af- skaplega vel. „Þessi frábæru krem samræmast al- veg mínum lífsstíl en ég leitast við að nálgast upp- runann sem mest. Ég er með blandaða húð en er heldur betur búin að finna lausn á því með Vita-A- Kombi 2 og 3. Þau vinna vel á þurrki í húð og líka bólum. Eins er mjög gott að bera þau á húðina þegar maður er þreyttur, því þau eru endurnær- andi. Ég nota kremin alltaf undir farða og þá helst hann vel á allan daginn. Með fullri virðingu fyrir öðrum merkjum þá er ég á þeirri skoðun, að Karin Herzog vörurnar séu húðsnyrtivörur framtíðarinn- ar.“ Súrefnisvörur Karin Herzog Switzerland -.......■■■■■■............r Félags- fundur LAUF LAUF, félag flogaveikra, verður með fræðslufund fimmtudaginn 23. mars, í húsakynnum Þjónustuseturs líknarfélaga, Tryggvagötu 26, fjórðu hæð, og hefst hann kl. 20.30. Garðar Steinþórsson flytur erindi um reynslu sína og fjölskyldu sinnar af ferð þeirra til Bandaríkjanna með dóttur í skurðaðgerð. Að venju verður boðið upp á veit- ingar. gsm 897 3634 Þrif á rimlagluggatjöldum. 3ð berast út

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.