Morgunblaðið - 02.04.2000, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.04.2000, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2000 B 7 Ernst Kettler með hæsta fjall Austurríkis, Grossglocknir, í baksýn 1965. ur maður og samband okkar er ástúðlegt í dag.“ Blaðamanni leikur forvitni á að vita hvernig það Austur- rfld var sem Emst Kettler ólst upp í. „Haugsdorf, þorpið mitt, er 80 kílómetra norðan við Vínarborg og 6 kflómetra frá tékknesku landamærunum,“ svarar Ernst. „Ég er raunar fæddur í Tékkóslóvakíu, það var styst fyiir móður mína að fara á sjúkrahús í Zanaim eða Znomjo eins og það heitir á máli þarlendra. Sá landa- mærabær var hertekinn af Þjóðverjum þegar ég fæddist þar 23. febrúar 1942 - sama dag og Stefan Zweig tók líf sitt landflótta í Brasilíu." Kveðjubréf sitt til um- heimsins hefur Zweig skrifað í sama mund og Ernst Kettl- er leit fyrst dagsins Ijós. I bréfi Zweig segir meðal ann- ars: „Eftir hin löngu ár á vegalausu flakki eru kraftar mínir á þrotum. Ég tel því betra, að Ijúka í tæka tíð og óbugaður því lífi, sem þekkti enga óblandnari gleði en and- legar iðkanir og engin gæði á jörðu æðri persónulegu frelsi." Af bændum kominn Frelsi og andlegar iðkanir voru ekki það sem einkenndi umhverfi Emst Kettler fyrstu ár ævi hans. „Mitt um- hverfi í uppvextinum var samfélag bænda. Afi minni í föðurætt var beykir og átti tunnuverksmiðju, líf hans var svolítið laust í reipunum, hann hafði gaman af að spila. Faðir mirrn lærði beykiiðn líka en þegar hann var að koma inn á atvinnumark- aðinn hafði orðið sú breyting að stóra víntunnumar sem framleiddar höfðu verið í verksmiðu afa míns vora að víkja fyrir stóram stáltunnum. Faðir minn ákvað því að verða vínyrkju- bóndi. Afi minn í móðurætt var vín- yrkjubóndi og ég erfði síðar vínyrkju- skika hans sem móðir mín gætti fyrir mig til æviloka eins og fyrr sagði. Ég ólst upp í mikilli fátækt, það vora allir mjög fátækir í Austurrfld eftir stríðið, fólk átti í ítrustu erfið- leikum með að fæða sig og sína.“ Sá heimur sem Stefan Zweig lýsir í ævi- sögu sinni var liðinn undir lok um það leyti sem Emst Kettler fæddist. Éft- ir lifði þó stéttaskiptingin. Að sögn Emst er Austurríki enn miklu stétt- skiptara þjóðfélaga en ísland. Zweig tilheyrði yfirstétt sterkefnaðra og menningarlega sinnaðra Gyðinga sem almúgi manna bar áður mikla virðingu fyrh. Eftir að Emst Kettler hafði búið á íslandi gerði hann tilraun til að setjast að í Austurrfld með konu sína og böm. „Ég hefði kannski getað aðlagast Austuri'íki á ný en konunni og bömunum leiddist þar ekki minna en mér leiddist stundum á Islandi. Það er mjög erfitt að aðlagast nýju samfélagi. Eg á vissulega mínar ræt- ur í Austurríki en dvölin á Islandi hefur breytt mér. Ég er í raun ekki viss um að ég gæti aðlagast hugsun- arhættinum í Austurríki á ný. Ég kann ekki við stéttaskiptinguna. Annar vinur minn sem var með mer á íslandi og kom líka frá Haugsdorf er nú prófessor í skóla í fremur litlum bæ í Austurríki. Einu sinni þegar ég var í heimsókn hjá honum á fóram við á krá. Verka- maður einn var fyrir aftan okkur, ég og hann rákumst saman og það hellt- ist úr glasinu mínu. Hann bað mig svo margfaldlega afsökunar að það hálfa hefði verið nóg. Mér var nóg boðið, ég sagði manninum að hann þyrfti ekki að biðja mig afsökunar, það hefði kannski alveg eins verið mér að kenna að helltist úr glasinu. Á eftir sagði vinur minn prófessorinn við mig: „Hvemig gastu gert mér þetta? Hann er bara verkamaður og þú baðst hann nærri því afsökunar. Þetta áttir þú ekki að gera - hann þekkir sitt pláss og ég mitt.“ Svona hugsunarháttur er orðinn mér full- komlega framandi eftir langa dvöl á íslandi." Kynntist konunni sinni eftir vikudvöl á Islandi Ernst er kvikur maður og ákafur í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Ég á ekki erfitt með að sjá hann fyrir mér sem kornungan mann nýkominn til íslands. Hann kom vegna þess að hann og vinir hans tveir ætluðu að fá sér vinnu um tíma í Svíþjóð við úlfa- veiðar sem þeir höfðu fyrir satt að væri arðvænleg atvinnugrein. Landakort var á veggnum heima hjá öðram þeirra og eitt kvöldið þegar þeir þrír vora að skoða kortið fannst þeim Island svo skemmtilega af- skekkt og ákváðu að fara þangað. Þeir höfðu heyrt að hægt væri að fá ódýrt far til íslands með fiskibátum í Grimsby. Emst og annar vinurinn fóra á undan til Grimsby, svo kom sá þriðji og fékk lögregluna til þess að hjálpa sér við að hafa upp á hinum tveimur. Það tókst á þriðja degi. Is- lenskur bátur kom skömmu síðar til Grimsby, þeir leituðu til útgerðar- mannsins en hann var tregur til að taka þá með til Islands, kokkurinn vildi hins vegar endilega fá þá með og það varð á endanum úr eftir snarpar umræður útgerðarmanns og kokks. Til Vestmannaeyja lá leiðin. Ekki höfðu vinimir verið nema viku í Eyj- um þegar haldið var ball í samkomu- húsinu. Emst brá sér þangað og sá þar unga og glæsilega stúlku sem hann bauð umsvifalaust í dans. Hún sagði já takk og þar með hófst sam- vera þeir Ernst og Ágústu sem hefur reynst með afbrigðum endingargóð. „Vinir mínir fóra heim til Austurríkis en ég ákvað að verða eftir hjá Ágústu, við eram nú búin að vera saman í 36 ár svo þú sérð að sambúðin hefur gengið vel,“ segir Emst. „Ekki það að við séum alltaf sammála, við ól- umst upp við ólíkar aðstæður og það hefur stundum komið fram, en við höfum alltaf getað leyst úr öllum ágreiningi," bætir hann við. Þótt margt væri ólíkt á Islandi og Austur- ríki var samt að hans sögn erfiðast að venjast hinni ólíku matarhefð hér. „Mér fannst fiskur hræðilegur og borðaði hann alls ekki í mörg ár, nú er ég hins vegar farinn að eta saltfisk og finnst hann mjög góður. Ég vann í Ég lofaði föður mínum fjögra ára gamall að hitta ekki móður mína framar... fiski fyrst til að byrja með, síðan vann ég í gúanóinu og einnig gerðist ég kokkur um borð í skipi. Eftir að ég hafði borið á borð steikta fisklifur þá fékk ég óorð á mig sem kokkur - menn era enn að vitna í þann rétt,“ segir Emst og hlær. Lærði kvikmyndatöku í Munchen Árið 1966 lá í loftinu að þörf myndi verða á kvikmyndagerðarmönnum hér á landi - Sjónvarpið var að taka til starfa. Ég brá mér til Munchen og var þar í eitt ár við nám í kvikmynda- töku. Eftir það tók ég fréttamyndir í Eyjum fyrir Sjónvarpið og vann í Ríkinu jafnframt. Árið 1972 fluttum við Ágústa upp á land, ég vann hjá Sjónvarpinu - og svo fór að gjósa í Eyjum. Ég, Ásgeir Long og Páll Steingrímsson tókum fréttamyndir, ég fyrir ITN, fyrsta verkefnið mitt fyrir ITN hafði raunar verið að mynda Fischer og Spassky þegar þeir tefldu í Reykjavík 1972. Meðan gosið í Vestmannaeyjum stóð yfir datt okkur félögum í hug að búa til fréttamynd um gosið og fengum með eftirgangsmunum send skot sem ekki höfðu verið notuð í fréttapistla. Þetta ásamt öðra dugði sem efniviður í myndina Eldeyjan, sem var framsýnd áður en gosinu lauk og var sýnd við góðan orðstír víða um heim. Eftir þetta stofnuðum við þrír saman fyrirtækið Kvik sf. sem við rákum saman um skeið. Eftir að því samstarfi lauk hef ég unnið sem sjálfstæður kvikmyndagerðarmaður. Mér finnst þetta ákaf- lega skemmtilegt starf og í tengslum við það hef ég kynnst mjög mörgum og ferðast víða.“ Emst tekur nú að sýna mér myndir frá ferli sínum í kvikmynda- gerð. Mesta athygli mína vekja myndir frá því hann einna fyrstur manna sté á land í Surtsey. Við syntum í land tveir Austurríkis- menn, það var svo mikið brim að sá sem stjórnaði bátnum vildi ekki lenda, ég skreið upp hraungrýtið og reif við það buxurnar allar í tætlur,“ segir Ernst og sýnir mér mynd þessari frásögn til sannindamerk- is. Hann tók einnig myndir í þorskastríði íslendinga við Breta - myndir af því þegar bresk freigáta sigldi varðskiptið Ægi næstum niður. Af þessu atviki sprattu harðar deilur og Bretar vildu fá myndimar sem Emst tók af atburðin- um. Emst fylgdi myndun- um til London og átti þar fund með flotaforingja. Sá var búinn að stilla upp skip- um Breta og íslendinga á eftirlíkingu af íslands- miðum, Emst tók sig til og færði skipin til með priki eins og hann taldi að staðan væri í raun og vera - flotaforinginn varð stórmóðgaður. Varð bakari og fór í herinn Víst er gaman að heyra Ernst segja frá ævintýram sínum á íslands- grandu, en mun forvitnilegra þykir mér þó að heyra um æsku hans og uppvöxt í Austurríki. Hvernig gekk honum til dæmis að fóta sig í tilver- unni þegar hann var orðinn eins síns liðs í Vínarborg 14 ára gamall. „Það gekk,“ svarar Emst. „Ég lærði barkariðn og tók sveinspróf eftir þriggja ára nám í þeirri iðn, svo og konditorium - en ég hef aldrei notað þá menntun. Ég hataði þetta nám sem faðir minn, stjúpmóðir og fleiri í fjölskyldunni höfðu troðið mér í. Ég fór í kvöldskóla í Munchen til þess að mennta mig frekar - langaði að taka stúdentspróf en lauk því ekki. Svo kom að því að ég þurfti að fara í her- inn. Ég var í hemum í níu mánuði. Fyrst fór ég í stranga þjálfun. Her- þjálfun byggist í stuttu máli á því að þjálfa menn vel líkamlega fyrst með harðneskjulegum æfingum, „brjóta" þá síðan niður andlega svo þeir fáist til að hlýða skilyrðislaust, „byggja “þá svo upp aftur. Ég fór í gegnum þetta allt og fékk að lokum undirfor- ingjatign og fór að taka þátt í að þjálfa aðra og „brjóta" þá niður. Ef þetta væri ekki haft svona væri ekki hægt að hafa her, menn myndu ekki hlýða. Svo rækilega var ég kominn inn í þetta líf að mér fannst ég vera móðurlaus á ný þegar ég hætti í hern- um og afklæddist einkennisbúningn- um. Mér fannst ég öryggislaus og vissi varla hvað ég átti af mér að gera.“ Við mamma hittumst of seint aftur Nú sækir Emst myndir af sér úr herþjónustunni. Með slæðist bók sem hefur að geyma fæðingarvottorð hans. „Þetta fékk ég hjá foður mínum nokkra áður en hann dó,“ segir hann. „Hér stendur svart á hvítu hvenær og hvar ég fæddist. Og í þessari bók sá ég að ég hafði átt eldri bróður sem dó rétt eftir fæðinguna. í þessa bók hef- ur verið margt verið fært - mér fannst ég skilja tilvera mína betur eftir að ég fékk hana í hendur. Áður hafði ég aðeins bréfræfil, eftirrit af fæðingarvottorði. Svo einkennilega vildi til að í sömu ferð til Austurríkis lét móðir mín mig hafa sitt eintak af fæðingarvottorði mínu. Hún var enn mjög reið út í fóður minn og reyndi að fá mig „yfir“ til sín en ég sagði bæði henni og föður mínum að vera ekki að togast á um mig. „Þetta er allt búið og gert og ég á mína fjölskyldu," sagði ég. Faðir minn var ekki sáttur við að ég skyldi hafa heimsótt móður mína. Hann talaði ekki við mig í heil- an sólarhring eftir að hann frétti af heimsókninni, en svo fór hann að tala við mig aftur. Ég bauð honum að heimsækja mig til íslands en hann vildi það ekki. „Hvað ætti ég að gera þangað," sagði hann. Seinna þegar hann var orðinn lasinn sá hann eftir að hafa ekki þegið boð mitt. Amma mín sem ég hef áður minnst á spurði mig hvar ég eiginlega byggi. „Fyrst tekurðu lest, svo aðra lest, svo enn aðra lest og loks flýgur þú þangað sem ég bý - til íslands," svaraði ég. „Þú átt ekki aðskrökva að gamalli konu,“ svaraði amma og tók í hendina á mér, hún trúði mér auðsjáanlega ekki. Foreldrar mínir era bæði dáin núna. Milli mín og móður minnar myndaðist ekki náið tilfinningasam- band, það var of seint fyrir okkur að hittast þegar það loksins gerðist. Mér hafði fundist erfitt að kalla stjúpmóð- ur mína mömmu, það var mér skipað að gera. Enn erfiðara fannst mér að kalla móður mína mömmu þegar ég loks hitti hana á vínakrinum. Stríðið breytti sannarlega miklu í okkar lífi,“ segir Emst. Var oft hræðilega svangur sem bam Ég spyr hvort hann hafi í uppvext- inum orðið var við eitthvað sem tengdist Hitlerstímabílinu. Hann neitar því en sýnir mér jafnframt bók eftir Hitler sem fjallar um „frelsun" Austurríkis. „Ég fann þessa bók upp á háalofti í gamla húsinu okkar í Haugsdorf fyrir nokkram áram og tók hana með til íslands, faðir minn átti hana ekki, hann var ekki nasisti, sennilega átti fóðurbróðir minn hana,“ segir Emst. Við dveljum áfram við minningar hans frá upp- vaxtaráranum. Hann sýnir mér heimilisbiblíu ömmu sinnar, þar hafði hún m.a. fært inn óhappadaga í lífi sínu árið 1894 og er það alllöng rana. >fAmma var góð við mig og mér veitti ekki af liðveislu hennar. Islendingar geta ekki ímyndað sér hvernig ástandið var í Austum'ki eft- ir stríðið. Fátæktin var svo hræðileg. Ég gleymi ekki hve oft ég var svang- ur þegar ég var strákur - stundum varð ég að stela mér til matar - ég fékk refsingu ef upp um mig komst. Efnahagsástandið í Austurríki fór ekki að lagast til muna fyrr en Aust- urríki fékk aftur sjálfstæði árið 1956. Þá var mynduð stjórn undir forsæti austurríska íhaldsflokksins með þátt- töku Krata. Þeir flokkar hafa verið við stjómvölinn til skiptis síðan og skipt á milli sín áhrifum og embætt- um eftir því sem staða þeirra hefur boðið upp á hveiju sinni. Austurríkis- menn vora orðnir mjög þreyttir á þessu ástandi. Jörg Haíder sagði að hann ætlaði að afnema þetta allt sam- an - og margt annað sagði hann sem Austurrfldsmenn vildu heyra. Mér finnst ekki ástæða til þess að óttast þennan mann eins og menn í Evrópu virðast gera. Hann er ekki annar Hitler, hann er bara venjulegur tæki- færissinni,“ segir Ernst ákveðinn og bætir við að hart sé að fjórtán ríki Evrópubandalagsins úskúfi fimm- tánda landinu, Austurríki, án þess þó að reyna að benda á lausn til úrbóta. Emst segist fylgjast vel með því sem gerist í Austurríki. „Þetta er mitt föð- urland þótt ég búi þar ekki meir og ísland sé orðið mitt land í dag. Ég hef ekki lengur austurrískt rikisfang, það er mjög einkennileg tilfinning. Ágústa konan mín er sú eina af fjöl- skyldunni sem hefur enn austumskt ríkisfang ásamt því íslenska. Ég og bömin okkar þrjú, Erna Ósk, Linda Karen og Óskar Rudolf, misstum okkar austurríska vegabréf. Dætur mínar hafa báðar verið mikið í Aust- urríki hjá ættingjum mínum, stjúp- móðir mín „féll“ fyrir Lindu dóttur minni þegar hún var lítil, þótt hún væri ekki hrifnari af mér en raun bar vitni þegar ég var lítill strákur. Hún var henni góð og gaf henni margt, þetta gladdi mig þrátt fyrir allt. Niðurstaða mín eftir allt það sem á daga mína hefur drifið er sú að ég er fullkomlega sáttur við hlutskipti mitt. Ég á góða fjölskyldu hér og hef lifað hér innihaldsríku lífi við störf sem ég hef haft ánægju af - hvers er hægt að óska sér frekar í þessu lífi. Þótt rætur mínar séu í Austurríki hefur líf mitt liðið hér. En hvar vill sá maður bera beinin sem á rætur í einu landi en líf sitt í öðra? „Það er fljótsagt," svarar Emst. „Þar sem fjölskylda manns er þar á hann heima - lífs og liðinn."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.